Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Afleggjara lokað
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Þröstur Eyvinds 16 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2007 at 15:18 #201261
Áhugaverður dómur:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1305245 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2007 at 17:08 #604622
Sæl öll.
Mig vantar smá aðstoð vegna verkefnis sem ég er að vinna og varðar rétt almennings til að ferðast.
Ef þið hafið fleiri dæmi um vegi og slóða sem landeigendur hafa ákveðið upp á sitt einsdæmi að loka og þar með heft aðgang almennings að t.d. náttúruperlum, þá megið þið endilega senda mér póst um málið.
Meilið mitt er elinr@bifrost.is
Kveðja
Ella
26.11.2007 at 22:56 #604624Það gæti verið hæg heimatök hjá þér að kanna slóða sem er inni í Sanddal í Norurárdal, en þegar komið er að Sanddalstungu sem er eyðibýli innst í dalnum, þá er þar slóði í gegnum túnið og upp á Sandinn. Við hjónin höfum notað þennan slóða í 25 ár, en nú er búið að setja keðju með lás fyrir og banna alla umferð. Einnig er þetta reiðleið úr Dölunum og er búin að vera það í tugir ára, það væri gaman ef þú gætir notað þessar upplýsingar.
Ef þú þarft eitthvað meira þá er meilið hjá mér
mariagunnars@gmail.com
Kveðja
María
27.11.2007 at 10:27 #604626Hæ hæ.
Þakka kærlega fyrir góð viðbrögð. Enn er samt opið fyrir meilið mitt 😉
Hlakka til að fá upplýsingar um fleiri lokaða slóða.
Kveðja
Ella
elinr@bifrost.is
27.11.2007 at 13:29 #604628Sæl Ella, þetta er þarf verkefni sem þú ert að vinna að þarna.
Ég nefni girðingu í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð.
Þarna fór maður áður fyrr bæði á jeppum og mótorhjólum upp í Valaból og að Helgafelli.
Upp var síðan sett girðing sem ég vil að við mótmælum!
kv gundurAf motocross.is
Hugrenningar um sorglega skammsýni
Friday, 06 October 2006
Vefstjóri hefur verið að velta fyrir sér aðgerðum eins og við Kaldársel. Þar hefur verið farið út í framkvæmd við að girða fyrir slóða með 3m hárri 3 milljóna girðingu, til að hindra það að ökutæki komist of nálægt vatnsbólinu. Svona til að setja varnagla, þá er vefstjóri og auðvitað VÍK alfarið á móti utanvegaakstri og höfum við haldið uppi áróðri þess efnis lengi.
En í sambandi við girðinguna góðu … þá velti ég því fyrir mér hvort ekki hafi verið betri leið að girða með léttri girðingu, setja hlið, og áberandi skilti þar sem mönnum er bent á að þarna sé vatnsból, menn eigi hugsa til þess þegar menn fara um svæðið, að fara varlega með olíur og bensín, aka eingöngu á slóðum en ekki utanvega og þess háttar. Það að loka slóða sem hefur verið í notkun í allavega 50 ár er 100% einhliða skyndiaðgerð, … sem skilaði sér svo í utanvegaakstri. Það að banna en koma ekki með lausnir í staðinn er það sem er hér aftur komið upp á borðið þegar verið er að tala um mál okkar hjólamanna. Ég velti fyrir mér, hvað ef sett hefði verið upp girðing fyrir ca 500.000 með hliði og skiltum, og 2.500.000 milljónum hefði svo verið veitt til AÍH til uppbyggingar á svæði, hefði það ekki skilað mikið meiri árangri í mikið meiri sátt.
Svæðið í Bolöldu er auðvitað búið að valda byltingu í því hvað utanvegaakstur hefur minkað á svæðinu, en AÍH hefur verið að berjast fyrir svæði og frá Hafnarfirði og upp í Bolöldu er þó nokkur spotti, … trúlega 80km fram og til baka, …þannig að fá á Hafnarfjarðarsvæðið einhverskonar lausn á svæðamálum, mun vafalaust skila því sama, þ.e. minni utanvegaaksri, allavega farsælli lausn en að loka slóða og þannig örva menn í að fara útfyrir veg þar sem þeim hefði ekki dottið það í hug áður.
Það eru mýmörg dæmi um þetta frá fyrri tímum, og nægir að minnast á drullu og sandsvæðið í botni Lambatjarnarinnar við Kleifarvatn, þar sem fékkst örstutt leifi fyrir akstri hér um árið, þar sem heilu fjölskyldurnar komu og áttu góða daga, en sýslumaðurinn á Reykjanesi sá um að afturkalla leyfið til að svæfa það í nefndum um allt stjórnsýslukerfið, og stuttu síðar fór að fréttast af grunnhyggnum hjólamönnum upp um öll fjöll á svæðinu, þar sem lögreglan var búinn að hrekja þá burt af tilvöldu vorsvæði.
Ég veit að einhliða bönn, án úrlausna, skila engu nema pirring og óeiningu. Minni aftur á það að sennilega yrði nú erfitt að segja öllum sem spila fótbolta í Hafnarfirði að frá og með núna, mætti bara spila fótbolta einum túnbletti sem er í 40 km fjarlægð, … trúlega færu menn samt út á næsta tún í nágreninu og létu sér fátt um finnast.
27.11.2007 at 13:34 #604630Lokun á þessum slóða var líka mótmælt af hestamannafélaginu á sínum tíma. Samkvæmt því sem heyrst hefur þá á að opna vegin sunna við hólinn sem girðingin nær uppí. En það gengu hvorki né rekur hjá þessum snillingum að ganga frá skipulagsmálum á svæðum þar sem ekki á að byggja fjölbýlishús.
27.11.2007 at 13:41 #604632Af ferlir.is
Kaldársel – Helgafell – Valahnjúkar – Bláfjallavegur.
Við kirkjugarðinn í Hafnarfirði er beygt af Reykjanesbraut inn á Kaldárselsveg. Ekið er framhjá húsinu í Kaldárseli í átt að girðingu sem umlykur vatnsból Hafnfirðinga. Við girðingua er beygt til hægri út á hraunklöpp og ekið yfir Kaldá. Þaðan liggur seinfarinn vegur í hrauni. Farið er um grindarhlið á girðingu (GPS N64 01 257 W 21 52 074) uns komið er að slóð á hægri hönd (GPS N64 01 142 W21 51 691) sem liggur uppá Undirhlíðar.
Undirhlíðar: Slóðin er nokkuð niðurgrafin í brekkunni upp á Undirhlíðarnar og kann að reynast erfið. Betra og skemmtilegra er að koma að eftir línuveginum sem liggur sunnan við Helgafellið (GPS N64 00 240 W21 52 648) og aka þar niður því úsýnið er skemmtilegra þegar ekið er frá suðri til norðurs. En víkjum aftur á slóðina frá Kaldárseli. Þegar ekinn hefur verið skammur spölur er komið að slóð til hægri (GPS N64 01 110 W 21 51 385) sem liggur suður með Helgafelli og í kringum það.
Í kringum Helgafell: Ekin er greiðfær slóð í suður með vesturhlíð Helgafells. Sunnan við Helgafell er komið í hraun og verður leiðin seinfarin um sinn. Síðan liggur slóðin alveg að hlíðinni og verður betri yfirferðar. Komið er að línuvegi (GPS N64 00 231 W 21 51 140) eftir um 2,8 km akstur frá slóðamótum. Með línuveginum til suðurs liggur leið meðal annars vestur á Undirhlíðar (GPS N64 00 240 W21 52 648), en einnig suður á Bláfjallaveg (GPS N63 59 649 W21 53 427). Þangað er um 2,6 km. Sé línuvegurinn á hinn bóginn ekinn til norðurs er komið að keðju (GPS N64 00 812 W21 49 394) sem lokar veginum inn á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar.
Við ökum ágætan jeppaslóða með fjallinu. Sums staðar þarf að þræða milli stórra steina sem hrunið hafa úr fjallinu. Á móts við skarðið milli Helgafells og Valahnjúka eru slóðamót. Hægt er að loka hringnum í kringum Helgafell með því að fara slóðina upp í skarðið og þaðan vestur á slóðamótin sunnan við fellið. Einnig er hægt að beygja til hægri inn á slóð sem liggur norður fyrir Valahnjúka.
29.11.2007 at 13:39 #604634Tek undir með Maríu þetta er dæmigerður slóði sem farinn hefur verið í áratugi, og m.a. notaður við smalamennsku en nú verið lokað af einhverjum,, sennilega ætluðum landeigendum, þrátt fyrir að þarna sú hvorki nytjar, nér grösug tún.
kveðja
Eyvinds
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.