This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ef ég má koma með smá ábendingu þá eignaðist ég nýlega Hi-lux 2.4 diesel ´89 og fannst aðeins vanta upp á vinnsluna.
Að sjálfsögðu byrjaði ég á að smíða undir hann opið púst en þegar ég svo einn daginn skipti um loftsíu fór ég að hugsa um möguleika vélarinnar til að „draga andan“ fyrst að ekki var lengur fyrirstaða í pústkerfinu. Veitti ég þá athygli að loftinntak vélarinnar var í vinstra horni vélarhúss uppi við hvalbak,(búið var að snúa síuhúsinu) en þar er hitastig hvað hæst og því mjög óheppilegur staður fyrir loftinntak. Því var brugðið á það ráð að setja upp svo kallað „snorkel“ sem tryggir vélinni nóg framboð af köldu lofti, um leið og maður getur ekið út í straumvatn án þess að eiga á hættu að vélin taki inn á sig vatn. Og þegar loftstreymi að og frá mótor hafði verið bætt var kominn grundvöllur til að bæta örlítið við olíuverkið. Við þessar aðgerðir jókst vinnslan það mikið að ég hef lagt á hilluna allar forþjöppu hugleiðingar þó ekki sé um að ræða neina stökkbreytingu í afli, enda takmörk fyrir því hvað skynsamlegt er að leggja á mótor sem hefur snúist 260000km, án frekari aðgerða svo sem leguskipta o.s.frv.
You must be logged in to reply to this topic.