Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › afl í Patta??
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.11.2003 at 00:30 #193144
Sælir félagar.
Ég er með 95 árgerðina af 2,8 td Patrol sem er alveg óbreyttur hvað varðar hjól og vél.En nú styttist í að 38″ hjól fari undir vagninn og því þarf að fara að huga að aðeins meira afli í þessum yndislega mótor.Úrvalið af aukahlutum er mikið til að setja ofan í húddið
T.d intercooler, síur, hiclone, svert púst og smá fikt við olíuverk og ótal margt fleira svo ég spyr á hverju á maður að byrja?
Svona fjárhagslega séð er útilokað að setja allt þetta dót í einu.Kv.Lúther
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.11.2003 at 00:39 #480126
er nú reyndar ekki til í orðabók Pattanna… 😉
Sæll Lúther og til hamingju með nýja bílinn!
Auðvitað er Coolerinn, Pústið og olíuverkið það sem maður teldi að breytti mestu, en auðvitað er það líka dýrasta comboið í þessu. Það breytir engu að fara að fikta í olíuverkinu nema að fá þá cooler og/eða aukið boost frá bínunni í leiðinni (þá færðu bara aukna eyðslu og svartan reeeeyk!
Þessi 2,8 vél tuttlast nú ótrúlega, en hún vinnur ekkert nema á snúningi (þ.e. hún togar ekkert á lágsnúningi). Fullt af mönnum samt að gera fína hluti á svona vélum. Þetta er eins og með allt annað, maður þarf bara að læra á það…
Ferðakveðja,
BÞV
10.11.2003 at 01:09 #480128Nei, enda setti ég spurningamerki við fyrirsögnina:)
10.11.2003 at 01:18 #480130Er ekki rétt að ganga úr skugga um hvort að vatnskassi og dæla séu 110% í lagi áður en þú ferð að skrúfa allt í botn. Og kaupa þá 3 raða vatnskassa fyrst af öllu svo það gleymist ekki á leiðinni.
10.11.2003 at 01:51 #480132Sælir
Ég er búinn að eiga tvo Patta síðasta árið (2,8 l). Sá fyrri var ekki með neitt fifferí í sambandi við afl og prufaði ég að setja 3" púst undir hann. Hann hresstist aðeins við það, sérstaklega í löngum brekkum.
Síðan skipti Pattanum út fyrir annan svipaðan bíl nema hvað hann er með cooler, 3" pústi og 3földum vatnskassa ásamt öðru dóti. Það er verulegur munur á þessum bílum í afli og því ljóst að þar munar helst um coolerinn.
Það sem munar þó mest um á milli þessara bíla að mínu mati er vatnskassinn. Sá gamli var fljótur að hita sig undir miklu álagi en vatnshitinn í nýja bílnum (með 3falda kassanum) haggast ekki við mikið álag. Ég mæli því með því að stækka vatnskassann áður en nokkuð annað er gert (sérstaklega ef þér er vænt um heddið þitt).
kv
AB
11.11.2003 at 22:10 #480134Sæll Lúther
Ég er með 91 módel Patrol og hann vinnur nú barasta þokkalega miðað við Patrol, það sem búið er að gera við hann er svona í grófum dráttum þetta: K&N loftsía komin fremst, STÓR intercooler framanvið vatnskassann, vatnskassinn orðinn 3.raða, 2,5" púst opið fyrir utan einn pulsukút og svo er ég ekki alveg viss með túrbínuna en ég gæti best trúað því að þarna væri ekki orginal túrbína á ferðinni ( veit það ekki, keypti bílinn með henni), hún kemur mun fyrr inn heldur en í flestum patrolum og vinslusviðið á henni er mun lægra líka og líkelega er búið að auka við olíuna í leiðinni þó ekki mikið því bíllinn eyðir um 14 lítrum á 100 km, besti vinnslusnúningurinn er í kringum 2800 snúninga, ég hef ekki skipt um drifhlutföll í bílnum en þessi vél skilar bílnum upp kambana í fimmta gír án þess að skipta niður nokkursstaðar alla leiðina upp og það á 38" dekkjunum, nú veit ég ekki hvernig það er með aðra patrola en ég held að þetta sé nokkuð góð vinnsla…kveðja Axel Sig…
11.11.2003 at 22:30 #480136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sparaðu fimtagírinn undir miklu álagi , reinir mikið á legur , betra að nota bara fjórðagírinn í erfiðum brekkum þar sem hann er beint í gegn um kassann á einnig við þegar ekið er í lága drifinu
11.11.2003 at 23:59 #480138ég er með 2.8l diesel vél úr Daihatsu, hún er fjögura strokka… en Nissanin sex strokka hefur eitthver eitthverja reynslu af Daihatsuunum?? mér skilst að þessi 2.8l nissan vél togi ekkert spes, en er ekki auðveldast og ódýrast að auka afl með sverari pústi??
kveðja: Stefán Dal
12.11.2003 at 00:23 #480140Sælir.
Þetta með gírkassalegurnar í Patrol hef ég aðeins kynnst. Þekki mann sem alls ekki þjösnaðist á sínum og þurfti að skipta um legur í 91 Patrol eftir ca 70.000 km.
Heyrist á mörgum að það sé "eðlilegt" í kringum 100.000 km. eða um svipað leiti og heddið fer.
Gaman væri að heyra frá fleirum um þetta, en mér hefur sýnst að flestir Pattakallar kannist við þetta vandamál. Ath. þetta er "endingarbetri" Pattinn, 3ja lítra vélin er víst búin að fá 2-3 upptektir áður en 100.000 km. markinu er náð.
Ferðakveðja,
BÞV
12.11.2003 at 00:33 #480142
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvar fær maður þessa kassa, passa þeir beint í ’90 patta eða þarf að breyta miklu.
kv Grétar
12.11.2003 at 02:07 #480144Komdu sæll Lúther.
Ég fór með minn Patrol í Dynatest hjá Tækniþjónustu bifreiða í Hafnarfirði á dögunum og þeir mældu hámarksafl og hámarkstog með og án HICLONE.Niðurstöðurnar voru eftirfarandi.
Án HICLONE
Afl 78.3 kW
Tog
12.11.2003 at 02:45 #480146Sæll aftur Lúther.
Var aðeins of fljótur á mér.
Framhald af niðurstöðum Dynatests.Án HICLONE
Afl 78,3 kW
Tog 238 NmMeð HICLONE 1 fyrir túrbínu og annað fyrir soggrein
Afl 93,8 kW
Tog 251 Nm.Túrbínan byrjar að bústa í um 1700 sn/mín með HICLONE en byrjaði áður í um 2100 sn/mín
Það eru um 25 Pattar komnir með HICLONE og virkar búnaðurinn mjög vel í þeim.
Ein af forsendum fyrir því að auka við olíuverk er að sjá til þess að loftflæðið sé nægjanlegt til vélarinnar.
Ef það er ekki gert þá eykst afgashitinn meir en góðu hófi gegnir.Niðurstöður prófana á Nissan Patrol GQ Diesel 4200 cc án túrbínu var eftirfarandi:
Ný vél, dregið úr reykútblæstri um 45%
vél keyrð 200,000km reykútblástur minnkar um 55%
Þetta kemur heim og saman við það sem menn taka eftir á flestum bílum sem komnir eru með HICLONE.Ég er sammála því að stækka vatnskassann um eina röð ef ekki tvær. Ég hef það fyrir sið að skoða alloft hvort ég tek eftir leka t.d úr vatnsdælu o.s.frv. vegna þess að mér virðist sem dexilið sé einna hæðsti púnkturinn í kælikerfinu, en þar myndi ég halda að loft safnaðist fyrir ef eitthvað vantaði af kælivökva.
Varðandi millikæli, sverara púst, K&N síu og aðra þarfa hluti sem þú átt eftir að fá þér með tímanum, þá tel ég að HICLONE skili þér mestu fyrir minnstan pening, og svo er pay back á því (fer að vísu eftir notkun og akstursmáta hver tíminn er)
Kveðja
Elli
12.11.2003 at 08:49 #480148Ekki hafa allir sömu reynslu af bilunum í Patrol, BÞV talar eins og það sé reglar að gírkassar og hedd fari í 100 þús. Ég átti lengi Patrol árg. 1995 og hann var kominn í 170 þús við sölu og ekkert farið að bera á vandamálum með hedd eða kassa, raunar er þetta sá bill sem ég hef átt sem hefur þurft lang minnst viðhald, bara tímareim og bremsuklossa, jú tvöfaldi liðurinn í framskaftinu entist bara c.a. 50 þús, enda ekki Nissan.
Og meira um hedd mál, hef átt tvo 4Runnera árg 1993 og það var búið að skipta um heddpakkningar í þeim báðum, fór í 40 þús í öðrum og 75 þús í hinum. Og ég sem hélt að Toyota bilaði aldrei!!
Varðandi aflaukningu í Patrol þá held ég að svert púst sé það sem á að byrja á, allavega halda margir því fram að t.d. intercooler geri ekki hálft gagn nema búið sé að breyta pústinu fyrst.
Kv. jsk
12.11.2003 at 09:51 #480150Ég átti 93 Patrol sem er trúlega einn besti bíll sem ég hef átt. Ég tók heddið 160þús og skipti um pakkningu, en heddið var í góðu lagi. Seinast þegar ég vissi var hann kominn vel yfir 200þús km og er ennþá á orginal kúplingu (hlutfallalaus á 38")sem segir margt um styrk hennar og aldrei hefur neitt verið átt við gírkassa. Það er ekki að marka bullið í BÞV enda er hann laumu Patrol aðdáandi sem á sér þann draum að aka um á Patta og spæla alla hina í snjónum eins og við Patrol menn gerum í dag….Amen
Hlynur
12.11.2003 at 10:14 #480152Já strákar margt fróðlegt í þessu öllu.
Ég fæ bílinn úr breytingum með hlutföllum og eins og uppröðunin mun verða á þessu hjá mér fer 3ja rása kassi strax í hann, KN sía og svo er ég ofboðslega spenntur fyrir að prufa 2 stk Hiclone. Prófa þetta allavega til að byrja með og sé svo til hvað dettur í hann næst.
12.11.2003 at 10:20 #480154Gleymdi reyndar að ég er búinn að fá 3" púst sem bíður eftir að komast í bílinn, ætti þetta ekki að duga í fyrstu túranna??
Kv. Lúther
12.11.2003 at 10:55 #480156Daginn,langaði aðeins að spyrja hvar þið setjið loftælu í Pattann er sjálfur nýbúinn að kaupa Fíni dælu, og annað hvað er að þegar Diff Lock ljósið logar og logar, er búinn að blása úr slöngunum.
Með Patta kveðju.Kalli.
12.11.2003 at 16:18 #480158
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona fyrst að það er verið að ræða um hiclone, vitið þið hvað eitt stk. kostar í Patta ?
12.11.2003 at 19:18 #480160Sælir.
Það þarf 2 stk. í Patta. 1 stk. kostar 11.600.-
2 stk. með 4×4 afsl. kosta kr. 20.880.-kveðja.
Elli
12.11.2003 at 19:28 #480162
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll BJV´þetta með að spara fimtagírin í brekkum og erfiðri færð á við um alla fimm gíra kassa líka pæjum og toyotum á eina sem þoldi ekki kjöl í fimta fóru fremstu burðarlegurnar í gírkassanum
12.11.2003 at 19:33 #480164Sæll Kalli
Ég bjó til festingu fyrir Fini dæluna aftan við afturhjólskálina hægra megin inni í Pattanum mínum. Það eru ca 15 cm frá gólfi upp í pallinn fyrir dæluna. neðan í pallinum er pressostat sem ég get stillt bæði útslátt og differens. Neðan í pallinum er einnig þokusmurtæki sem ég get sett frostlög á ef þurfa þykir.
Það er loftkútur í mínum bíl svo að það pirrar mig lítið þó að dælan fari í gang í 20 sek. og þegi síðan í 20 mín. (fer eftir hvað maður notar læsingarnar mikið)
Ég ráðlegg þér að kaupa segulloka "Normal Open" og tengja hann á milli dælu og einstefnuloka.
Áður en ég setti þennan loka átti dælan til að sprengja 80 Amp. öryggið í starti. (start á 7 bar / stopp á 8 bar)
Kveðja
Elli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.