Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Afhverju klafar burt?
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.03.2005 at 19:27 #195774
Anonymoussælir ég var að velta fyrir mér, það eru svo margir búnir að rífa klafana framan á toyotunni sinni.. Hvað er svona mikill galli við klafana, sjálfur er toddan mín á klöfum og angrar mig ekkert..
Endilega fræðið mig um þetta -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.03.2005 at 19:44 #520138
Sæll vertu
Ég vill byrja á því að þetta er bara mín skoðun.
1. Í flestum tilfellum ef ekki öllum þá er klafabíll fyrr að setjast á magan.
2. Ekki eins sterkt.
3. Getur ískrað í þeim.
4. Drifið er minn( í eldri gerðum)
5. Fleiri slitfletir.KV
Snorri
31.03.2005 at 20:10 #520140Sælir.
Þessi klafabúnaður er stór góður að mörgu leiti, en samt er ég búinn að setja hásingu undir 2 klafabíla.
Ég er alls ekki sammála því að klafar séu rusl, þeir henta t.d. mjög vel í borgarakstri og á malbikuðum, sléttum vegum.
Hér kemur skýring á því, hví ég setti mína bíla á hásingu.
Hilux fór á hásingu vegna þess að flestir stýrisendar, spindlar og upphengjan var orðið ónýtt af sliti, eftir frekar stuttann tíma í notkun, en reyndar við slæmar aðstæður.
Það kostaði MIKIÐ af peningum að kaupa allt þetta dótt í klafana og reyndist þegar upp var staðið ekkert mikið dýrara að setja hásingu undir og fá þá sterkari hjólabúnað að framan.4Runner fór á hásingu vegna fyrri reynslu af klöfum, og að auki var ég búinn að sjá það út að ef að maður setti hásingu undir í upphafi, þá þyrfti ekki að hækka hilux/4Runner upp á boddýi, sem ég tel vera mjög gott að komast hjá.
Einu vankantar sem ég sé við þessa framkvæmt er sú að maður getur átt að hættu að fá "jeppaveikina" í bílinn, "sportbíla" eiginleikarnir hverfa og jeppa stemning kemur í staðinn.
Annars er nánast sama hvað annað þú telur upp, hásingin hefur alltaf eitthvað fram yfir klafana.
Kv. Atli E.
31.03.2005 at 20:14 #520142Altaf sama bullið í þessum röraköllum…
1. Í flestum tilfellum ef ekki öllum þá er klafabíll fyrr að setjast á magan. ER ÞAÐ…EKKI FINNST MÉR ÞAÐ
2. Ekki eins sterkt. KJAFTÆÐI
3. Getur ískrað í þeim. ERT ÞÚ EINN AF ÞEIM, SEM SMIRÐ ALDREI DOLLUNA ÞÍNA?
4. Drifið er minn( í eldri gerðum)ER ÞAÐ…?
5. Fleiri slitfletir.ER ÞAÐ…HELD AÐ KOSTNAÐUR Á SLITFLÖTUM SÉ SAMT MINNI Á KLAFADOLLU.Svo drífa jeppar með klafa að framan mikklu meira.
Kv.
Benni
31.03.2005 at 21:00 #520144Sælir félagar
Ég held að menn verði seint sammála um það að klafar sé fjöðrunarbúnaður sem hennti jeppa sem á að nota sem jeppa!
Það hefur þó sannast að klafar er ekki veikur búnaður og bera stór hjól ágætlega en klafar hafa líka sína slitfleti líkt og hásingar en klafar hafa bara öðruvísi slitfleti.
Ég sjálfur ek um á bíl með klafa að framan og finnst mér þeir frábærir á þjóðveg 1, á hálendisvegum á sumrin og í harðfenni, en ég er orðin ferlega þreyttur á því hvað hann leggst á magan í þungu færi á veturnar. Fyrir mér kemur þetta einhvernvegin þannig fyrir sjónir að ef þú keyrir þig á bólakaf í skafl væri hásinga bíll líklegri til að geta bakkað út úr skaflinum en klafabíll myndi búa til vegg fyrir framan sig og trúlega vera bara þar þangað til einhver kemur með skóflu eða spotta!
Það má velvera að þetta sé að virka eitthvað betur á stærri hjólum eða að sjálfstæð gormafjöðrun sé að virka betur en sjálfstæð vindufjöðrun???
Þetta er allavega mín reynsla og verður minn bíll röraður að framan fyrr eða síðar.Kv.
Óskar Andrip.s.
Við þetta má bæta að ég hef aldrei heyrt nokkurn jeppamann tala um það að hann vilji setja klafa undir bílinn sinn að framan/aftan til að fá meira jeppa eiginleika eða drífa betur =)
01.04.2005 at 00:04 #520146Sko, við kornin vorum ekki fyrir svo löngu að fjárfesta í óbreyttum 80 Krúser og er ég mjög alvarlega að spá í að setja hann á klafa að framan þegar honum verður breytt.
Betri fjöðrun.
Brotna ekki næst þegar ég keyri á stein sem svo finnst aldrei.
Brotnar ekki þó ég stökkvi smá spotta.Kv.
Benni
01.04.2005 at 00:15 #520148
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
He he, verði þér að góðu Benni, það verður gaman að sjá þig stökkva á klafa-80-krúsa og enn skemmtilegra að sjá þig lenda. Eins gott að einhverjar suðugræjur verði til taks þá.
Nei ungarnir mínir, klafar eiga ekki heima í alvöru jeppum en er bara hreinlega alveg rosalega góðir og flottir í montjeppunum á malbikinu. Þarf ekki að spá meira í það.
(Hvaða brjálæðingur setti eiginlega þessa eldfimu spurningu á vefinn, var hann að meina þetta, eða vildi hann kannski fá alvöru svör, eða var þetta bara tilraun til að rússta vefnum)
01.04.2005 at 00:21 #520150Nei Benni, klafinn brotnar kannski ekki – hann fer bara svona í staðinn – man ekki hvað ég hef séð margar svona myndir, [url=http://birkir.nt.is/ferdalag/myndir/2005_02_26_Skjaldbreid_med_mommu_og_pabba_skemmt_styri_velta_og_fl/Tiny/DSC07916.JPG:119bzx8f]þetta[/url:119bzx8f]er sú eina sem ég man staðsetninguna á.
Arnór
01.04.2005 at 00:23 #520152Eitthvað var nú myndin lítil – reynum aftur.
[url=http://birkir.nt.is/jsp/displayer.jsp?q=http://birkir.nt.is/ferdalag/myndir/2005_02_26_Skjaldbreid_med_mommu_og_pabba_skemmt_styri_velta_og_fl/Medium/DSC07916.JPG:riwfv2vi]Mynd[/url:riwfv2vi]
Arnór
01.04.2005 at 00:33 #520154útskírðu fyrir mér hvað er að á myndinni.
01.04.2005 at 01:14 #520156Hann er doldið hressilega útskeifur blessaður.
01.04.2005 at 01:58 #520158hæ
hvering væri að prófa að smíða sjálfstæða gromafjörðun (ekki vindu) með íslensku aðferðinni. þ.e. með nógu sverum og sterkum stífum, alvöru drif og hvaðeina? ætli það gæti ekki virkað? þetta hefur mig einmitt langað til að prófa, og geri það sennilega í mini útgáfu þegar buggy-smíðin fer af stað.hvað segið þið um þetta?
humm
Baldur
01.04.2005 at 07:36 #520160
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig fór það nú hjá honum Helga P í torfærunni…það var alltaf eitthvað að brotna hjá honum og fór bíllinn ekki að haldast saman fyrr en hann setti rör að framan…þótt að torfæran sé ekkert lík eðlilgum snjóakstri, þá held ég að ég geti verið full viss um það að þetta sé ekki að virka í mestu átökunum hjá manni
01.04.2005 at 10:54 #520162Baldur,
Þetta er til í dag og er undir nýju gerðinni af Pajero – Ég held að menn ættu að skoða þann búnað almennilega áður en þeir fordæma hann – Allavega hafa þessir Hardcore hásingakallar verið hálfundarlegir á svipinn eftir að hafa fengið að skoða hvað er undir bílnum mínum – En undir þessum bílum er allt mun öflugra en það þarf að vera fyrir hefðbundna notkun á óbreyttum jeppum – þarna er 7,75" drif að framan og 9,25" að aftan og allt annað samsvarandi við það.
Á 44" er þessi bíll að koma hreint frábærlega út og ég hef ekki enþá lennt í því að hann hafi farið minna en hásingabílar eða hafi verið að setjast á kviðinn.
Ég er búinn að eiga bíla (Pajero) með klafa að framan í 6 ár og ég hef aldrei lennt í því að þessi búnaður hafi bilað og ég hef aldrei heyrt ískur í klöfunum á þessum tíma. Ég hef hins vegar grun um að þessi búnaður undir Toyota bílum, allavega eldri gerðum sé ekki eins öflugur og það sem er undir Pajero – allavega virðist manni að það séu bara eigendur svoleiðis bíla sem kvarta undan þessu og ég hef bara séð tvær myndir af biluðum klöfum hér á vefnum og það var í bæði skiptin undir toyotu. En reyndar hef ég séð einhverja tugi af biluðum hásingum – hvaða ályktun sem má svo sem draga af því.
það er hins vegar ekkert leyndarmál að ég var búinn að skoða það ýtarlega að setja hásingu að framan undir síðasta Pajeró sem ég átti – en hætti við þar sem að ég sá fram á að ókostirnir væru fleiri en kostirnir. Það sem að háði þeim bíl fyrst og fremst var það að hann þurfti að hækka meira – þegar ég var á ferð með hásingabílum sem voru svipað háir þá var ekki hægt að sjá neinn mun á hvor var að komast meira – en svo fór ég líka eina ferð þar sem var hásingabíll sem var töluvert hærra undir og hann stóð sig mun betur – þannig að það er ansi margt annað en fjörunarbúnaðurinn sem hefur um það að segja hvað menn drífa.
En ég held að ef að menn sleppa barnalegum fullyrðingum, sem gera ekkert annað en að lýsa grunnhyggni þeirra sem setja þær fram, og skoða þann búnað sem er til undir nýju Pajero bílunum þá held ég að menn komist að því – eins og margir eru þegar búnir að – að sá búnaður er yfirdrifið nógu öflugur til að bera 44" dekk, hvað þá 38" og er síður en svo veikari en hásingar undir sambærilegum bílum – menn geta svo deilt endalaust um hvor búnaðurinn skilar betri fjöðrun og ég get skrifað margar blaðsíður um það en þetta er nóg að sinni.
En að lokum þá er hverjum sem er velkomið að skríða undir bílinn hjá mér til að skoða þetta – og sannfærast
Benni
01.04.2005 at 15:06 #520164
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki skal ég dæma um styrkleikann, en eflaust er hægt að smíða klafabúnað sem þolir eitt og annað. Og sömuleiðis eru til rör sem eru óttalegir tannstönglar og gefa sig við hnjask. Þannig að við getum örugglega fundið dæmi og sögur um allt mögulegt, bæði á klafabílum og rörabílum. Fyrir mér er þetta alltaf ósköp einfalt mál, þetta er spurningin um hvaða eiginleika þú vilt. Klafabílar hafa örugglega betri aksturseiginleika en rörin í almennum akstri, þannig að ef það er nr. 1, keyptu þér þá klafabíl. Ég er nokkuð sannfærður um rörabílar virka betur í krapasulli (eða eru betra efni í duglega bíla í slíku) þannig að ef þú asnast stundum í slíkt (og hefur jafnvel gaman af því) en leiðist að sitja alltaf fastur, ekki fá þér þá klafabíl. Ef þú ert stundum í skjökti í ám og háum skörum og vilt geta það án þess að óttast alltaf að skemma eitthvað, fáðu þér rörabíl. Ef þú leggur megin áherslu á möguleika í stökkkeppni, ja fáðu þér þá bara gamlan Willis og leiktu þér í næsta nágrenni við verkstæði með beltin spennt. Svo þegar allt er í sóma og spurningin snýst bara um flot á snjó held ég að rör eða klafar skipti ekki meginmáli, aðrir þættir sem ráða þar.
Kv – Skúli
01.04.2005 at 15:59 #520166Það er margt til í því sem Skúli segir – ég er t.d. sammála því að klafabílarnir séu oftar en ekki verri í miklum krapa. Þó svo að ég hafi ekki lennt í því sjálfur að eiga í vandræðum í svoleiðis færi að þá er augljóst að þegar maður er kominn á kaf í krapa þá er meiri fyrirstaða í klöfunum heldur en röri sem hleypir bæði yfir sig og undir.
Ég er hins vegar alls ekki sammála því að klafarnir séu eitthvað verri í ám og skörum – þvert á móti held ég að bílar eins minn standi sig vel í slíkum aðstæðum – engin kúla að þvælast fyrir, mjög hátt undir hann miðjan og frammdekk mjög framarlega – og ég hef engar áhyggjur af því að skemma klafabúnaðinn – því eins og ég sagði í fyrri pósti þá er þetta gríðarlega öflugur búnaður sem er undir hjá mér og ég á alls ekki von á að neitt gefi sig þar.
Varðandi stökkin þá er ég algerlega sammála – það eru engir bílar byggðir til að stökkva á þeim. Enda er hér á vefnum hver myndin á fætur annari af brotnum rörum eftir stökk – og klafarnir koma örugglega ekki betur út þar þó svo að ég hafi reyndar ekki enþá orðið vitni af biluðum klöfum eftir stökk – en þó séð nokkur stökk og tekið nokkur sjálfur.
Svo er það þetta með flotið – Ég hef heyrt menn færa rök fyrir því að með því að minka sem mest þann hluta sem ekki fjaðrar þá bæti menn floteiginleika bílana. Eða öllu heldur því minni sem ófjaðrandi þyngd er því minni líkur á að missa niður flot við ójöfnur – Það ætti að leiða mann að þeirri niðurstöðu að klafabílar ættu að vera sterkari á þessu sviði þar sem að ófjaðrandi þyngd er mun minni en á rörabílunum – en ég hef svo sem ekkert gert til að sannreyna þessa kenningu, en hún er vissulega áhugaverð.
Benni
P.S. Annars er gaman að ferðast á hverju sem er – það er bara meira gaman ef manni líður vel líka
01.04.2005 at 16:21 #520168það getur vel verið að klafarnir í pæjunni þinni séu öflugir en ef þú skoðar Hilux eða trooper og þá sérstaklega stírisganginn þá sérðu að endarnir eru eithvað í kringum 16-18mm en er ég t.d. að setja 23mm stírisenda í hirunnerinn. er original í hilux 21mm. Ég viðurkenni það að klafinn er svakalega þægilegur innanbæjar og þegar ég var að keira 4runnerinn heim til að rífa hann var ég að spá í að nota klafann. En hætti svo snögglega við það þegar ég fann hann slá í sundur á hraðahindrun. Þegar að original bíll slær í sundur á hraðahindrun þá langar mig ekki að nota hann á fjöllum. Og svo varð ég alltaf ánægðari og ánægðari þegar ég reif klafanna undann bílnum. Og sá alla þessa svakalegu fjöðrun sem hann gat boðið mér uppá. (var ennþá smá pæling í mér)
Og trúðu mér ég hef smá reynslu af flugferðum. Og miðað við það hvað hásingin hefur þolað á móti klöfum í svipuðum átökum þá er ég glaður.Ef að þú getur keirt ofaní holu eða sprungu sem gleipir dekkið hjá þér, á það mikillri ferð að bíllinn sníst hálf hring í kringum dekkið og samferða menn þínir sjá allir undirvagninn í bílnum. Án þess að skemma eithvað þá skal ég taka ofan fyrir þér og klafanum þínum. Þetta hef ég prófað á hilux. Og var í margar vikur á eftir að leita að því hvað hefði bilað eða brotnað en fann ekkert.
Kveðja Bæring
01.04.2005 at 17:05 #520170Bazzi
Það var ekki ósvipað atvik og þú lýsir sem fullvissaði mig um að klafarnir væru nógu sterkir – ég keyrði ofaní sprungu á töluverðri ferð 40 – 60 km/h þannig að annað dekkið (44") fór nánast alveg á kaf og bíllinn snarstoppaði og höggið var það mikið að ég var steinhissa á að loftpúðarnir skyldu ekki springa – allavega var ég aumur eftir beltið. Bíllinn hefur örugglega lyfst helling að aftan þannig að samferðamenn mínir hefðu sjálfsagt séð undirvagninn ef þeir hefðu ekki verið svona langt á eftir.
En við þetta skemmdist ekki nokkur hlutur og ég meira að segja var svo vantrúaður á að það gæti verið allt í lagi að ég fór með bílinn á verkstæði til að láta skoða hann – en þetta þolir greinilega töluvert.
Benni
01.04.2005 at 23:01 #520172ok þá er ég til í að gefa þessu von
01.04.2005 at 23:38 #520174
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég keyrði hilux á klöfum á um 70km hraða með annað dekkið 38" ofan í vök sem var allavega meter að dýpt og setti hann uppa endan og snarsneri honum ekkert brotnaði eða bognaði, hann varð aðeins hjólaskakkur enn armurinn snerist á rillunum a öxlinum sem kemur úr styrismaskinuni tók 2 min að laga þetta og hélt afram, annað dæmi runner á 38" sem keyrði beint ofan í allavega meters djupann skurð sem rett rúmaði dekkið bíllinn fór niður og upp enn sat svo á rassgatinu ekkert bognaði eða brotnaði og gerðist þetta á frekar mikilli ferð þannig að eg er alveg óhræddur við klafana eina sem eg hef verið hræddur við er framdrifið braut 3 í gamla bílnum enn nyji virkar fínt og buið að taka hressilega á honum eru drifin eitthvað sterkari í nýja hilux?
02.04.2005 at 19:04 #520176Ég hef nú ekki mikið vit á hvort er betra en þar sem ég er með vindufjöðrun að framan hjá mér sem er sktúfuð nóg til að 35" passi undir þá er bíllinn frekar hastur. Var því að hugsa um hvort það væri mikið mál (ef hægt er á annað borð) að skifta flexitorunum út fyrir gorma og setja bara gorma í staðinn og fá þá betri og ennþá sjálfstæðari fjöðrun. Hann á það til að slá stundum saman þegar mikið er um að vera. Hvað segja menn um þetta?
Haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.