Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Af hverju ekki Benz???
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2007 at 11:00 #199583
Ég var að þvælast um netið og einhverja hluta vegna fór ég að skoða Mercedes Benz G jeppana. Þá fór ég að velta því fyrir mér af hverju þeir voru ekki vinsælli hérna á Ísl. til breytinga. Þeir eru á gormum og með 3 mismunandi deisel vélar. 2,4 L 4 cyl. og 3L 5 cyl og svo 3 L 6 cyl. Mér skildist að þeir hefðu verið handsmíðaðir og einungis 15 framleiddir á dag þannig að þeir ættu nú að vera sæmilega góðir. Ég man eftir að hafa séð einn svona jeppa komin á stærri dekk og veit svo sem ekkert um hann.
Voru þessi bílar ekkert hentugir til breytinga eða voru þeir svona dýrir?
Veit einhver ástæðuna fyrir að þeir voru ekki vinsælli en raun ber vitni?
Og hefur einhver reynslu af svona bíl og hvernig líkaði ykkur þeir? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2007 at 12:35 #578860
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ertu þá ekki að tala um gömlu kassalaga bílana???
þeir voru og eru nottlega soldið dýrir ég man eftir einum svona bil á sölu herna grar að lit reyndar einhver voða spes og fín typa árg 91 að eg held á 2-3 millur……….buin að standa meira og minna i einhver ár…… svo veit eg um sveitabæ sem keypti 2 svona jeppa a sinum tima einn langan og einn stuttan og voru það hed eg halfgerðar traktorsutgafur og var eitthvað vesen á þeim enn spurningin er hvernig meðferðin hefur verið???
kv Mikki.
04.02.2007 at 12:48 #578862það er einn sem er í myndasafninu núna sem eg er búinn að ferðast soldið með alveg ótrúlega seigir bílar á 38" eigandinn er Einar Þór bifvélavirki.
Eg held bara að menn seu alltaf soldið hræddir við að breyta svona bílum sem er engin reynsla komin á og svo var 80% jeppa á fjöllum á þessum tíma toyota hilux
04.02.2007 at 13:12 #578864Hvað eru sver drif undir þessum bílum og hvaða möguleika eigum við er viðkemur drifhlutföllum og lásum? Hvað eru þessar vélar að toga?
Það væri gaman að fá einhverjar uppl. frá einhverjum sem veit eitthvað um þessa bíla.
04.02.2007 at 13:23 #578866svo er hægt að fá þá með 5.5l V8 AMG græju, ætti ekki að vanta hestana á þeim bænum 😛
G 55 AMG – M113E55 5.5 L V8 supercharged, 476 hp (350 kW), 514 ft·lbf (700 Nm)
http://en.wikipedia.org/wiki/Mercedes-Benz_G-Class
04.02.2007 at 13:33 #578868Já og ekki má gleyma (original)læstum drifum að framan og aftan. Ég er með einn svona í skúrnum. Það stendur til að setja 5 cyl. MB disel turbo í hann. (held 125 hp. 250-300 nm.) Sagan segir að mjög auðvelt sé að auka aflið í þessari vél. Eldri bílarnir til ca, 90´ eru með lélegar hjólalegur að framan. Vinsældir? Dóttir mín sem er 16 ára sagði við mig þegar bíllinn var kominn í hlaðið hjá mér: pabbi hann lítur út eins og sveitabíll! Kannski fleiri séu á sömu skoðun og hún?
04.02.2007 at 13:35 #578870…var svona uppá djókið að fletta þessum bílum upp á http://www.mobile.de, og þetta er sko EKKI gefins!! :S
04.02.2007 at 13:55 #578872þetta eru soldið þungið bílar. En eins og allt frá Benz eru þeir algjör snilld. Held að það séu til lág hlutföll í þetta original frá Benz. Original eru held ég 4.9 hlutföll.
[url=http://www.4x4abc.com/G-Class/:2ym05zkf][b:2ym05zkf]Hérna[/b:2ym05zkf][/url:2ym05zkf] ágæt síða um þessa bíla m.a. einum [url=http://4x4abc.com/G/35.html:2ym05zkf][b:2ym05zkf]breytt fyrir 35 tommu[/b:2ym05zkf][/url:2ym05zkf]
04.02.2007 at 15:11 #578874fann þetta á netinu reyndar um 2002 módel en hann er settur í sama flokk og Tahoe og Suburban hvað varðar eyðslu að minnsta kosti en þá væntanlega með bensínvélinni en gaman að lesa þetta
http://consumerguideauto.howstuffworks. … -class.htm
Kv Davíð
04.02.2007 at 16:00 #578876sælir
Þekki einn sem er ný búinn að flytja inn einn svona G400 (250 hp dísel) 2002 módel með öllu og kostaði hann 5 milljónir plús kominn hingað heim en hann flutti hann inn sjálfur. Þetta eru og hafa alltaf verið mjög dýrir bílar og þar af leiðandi ekki margir sem leggja í þann kostnað að breyta þessu almennilega. Það er hægt að græja nýlegan Dodge 2500 á 46" með öllu fyrir svipaðan pening og það kostar að flytja einn svona Bens inn.
Annars koma þeir læstir að framan og aftan og með ofboðslega skemmtilega díselvél (þ.e. G400 bíllinn) en þeir eyða doldið.
kv
Agnar
04.02.2007 at 16:36 #578878Einar Þór veit ansi mikið um þessi tæki s.5670080 getur prófað að tala við hann á mánudag hann veitir örugglega þær upplýsingar sem vantar í sambandi við drif og þess háttar
04.02.2007 at 18:13 #578880náttúrulega bara bens.En margt sniðugt við þá samt td.frístandandi millikassi,handsplittanir og gormafjöðrun.En eitt sagði mér útlendingur sem var með svona hásingar undir torfærubíl að hann gæti ekki notað annan millikassa vegna þess að þá yrði öfugur snúningur á aðra hásinguna,merkilegt ef rétt er.Veit einhver hvort þetta er rétt?
04.02.2007 at 20:19 #578882Já ég held að þetta sé rétt. Heyrði einu sinni af Benz húsbíl sem sett var undir Benz framhásing, og notaður amerískur millikassi. Þegar sett var í framdrifið og kúplað frá þá drap bíllinn alltaf á sér… ekki skrýtið kannski þar sem framdrifið og afturdrifið unnu á móti hvort öðru og stoppuðu þannig sveifarásinn
Ég hef líka tekið eftir því að pinjónninn á Benz drifunum er á hliðinni á drifunum, á amerískum og japönskum hásingum er hann fyrir ofan eða neðan…kv. Kiddi
04.02.2007 at 20:41 #578884G bílarnir eru sniðugir að mörgu leiti, að vísu skemmir verðið fyrir en hvað um það.
.
Þeir eru sterkbyggðir, sérstaklega grindin í þeim sem er mjög sver. Hásingarnar eru sterkar en það þarf reglulega að herða upp á framhjólalegum og eins eru öxulliðirnir ekki svo sterkir og þola því illa átak í beygju. þeir eru allir læstir bæði að framan og að aftan. Læsingarnar eru settar á með glussa, í gömlu bílunum handvirkt með því að toga upp stöng (sem tengd var strokk) en í þeim nýrri er rafmagn notað til að stýra vakúmi sem svo virkjar tjakkana. Fjöðrunin í þeim er 3 link bæði að framan og að aftan og hún er mjög góð. Það er mikið úrval af drifhlutföllum í hásingarnar og eins hafa sennilega fáir eða engir jeppar verið í boði með jafn mörgum gerðum véla. þeir eru til með allt frá algjörlega aflvana 2 l. bensínvélum upp í hrikalegar vélar í AMG og svo ýmsum dieselvélum. Síðan eru þeir með lausan millikassa. Það er að vissu leiti galli vegna fleiri slit flata (auka drifsköft og púðar) auk þess að þyngdin liggur aftar en fyrir vikið er mjög auðvelt að setja hvaða mótor og kassa/ssk. sem er í þá.
.
Helsti gallin sem ég sé við þessa jeppa er þyngdin en þeir eru svosem ekkert þyngri heldur en svo margir aðrir jeppar.
.
Freyr
04.02.2007 at 22:16 #578886Var á ferð um helgina í svona bíl á 38" hjólum
Hann virkar príðilega bæði fjöðrun og annað
Gott að sitja í honum, og Fínt útsíni.
Enn—— það væri óneitanlega til bóta að setja
hann á 44" hjól,
Sá bíll er langur, Enn einföld típa (ekkert rafmagnsdrasl
sem þarf ekki að vera ) Hann vigtaði 2300 kg í sérskoðun.
Kveðja Þórir.
04.02.2007 at 23:06 #578888Þetta eru í grunninn 2 ólíkir bílar með nær sama útliti.
W460 frá ’79-90 og W463 frá ’90. Að auki er til W461(2) sem er hrá herútgáfa sem líkist 463 eftir því sem þeir yngjast. Bílarnir verða í framleiðslu í nokkur ár í viðbót enda eru þeir mikið framleiddir fyrir heri og Rússneska mafíósa í misjafnlega skotheldum útgáfum og vigta þá gjarnan á fimmta tonn.
Allir millikassar eru syncroniseraðir og skipta má H-L á hvaða hraða sem er. Lágadrifið er hátt (2,05.)
Afturhjólin eru mjög aftarlega, hjólskálar stórar og koma má 38" dekkum undir þá án hækkunar með góðri brettasnyrtingu.
Lítið framboð er á eftirframleiðslu á borð við felgur oþh. Varahlutir eru auðfengnir og líklega ódýrari en Nissan.Bílarnir eru léttari en Patrol ´89-´96.
Felgur eru með gatamáli 5/130 sem þekkist aðeins á Porche, Benz og VW sendiferðabílum. Miðjugat felgu gengur upp á brún á nafi, líkt og á flestum fólksbílum og er það til miðjustillingar og til að taka álag af felguboltum. (þetta er sama brjóstið og menn láta umvörpum renna af Patrolnöfum og skilja síðan ekkert í því af hverju 14+" felgurnar brjóta felguboltana…..
Bílarnir eru framleiddir í samvinnu MB og Steyer í Austurríki sem einnig framleiddu Pinzgauer og komu að mörgu evrópskum aldrifsbílum.
Eini straumlínulagaði flötur bílanna er neðri brúnin á grindinni en sagt er að efri hlutinn hafi sama vindstuðul og keisarahöllin í Vín….W460 er hrár, dísilvélar voru án turbo og stærsta bensínvélin var 2.8L 150hö. (minnsta dísilvélin 72hö)
Þeir bílar eru með sjálfstæðum part-tíme millikassa og snýst framskaftið á móti afturskaftinu. Þetta er gömul aðferð sem notuð er í stærri trukkum og þannig er hefðbundið aftturdrif "á réttu róli" í framhásingunni.
Rétt sem fram hefur komið að framnöf eru full stutt og innri legan lítil.(nafið snýr "öfugt" og herðist á öxulinn)
Algeng drif eru 1/4,88 en Bens framleiðir drif allt frá ca 1/3 til 1/6,17. (eru dýr)
Það smellpassar að setja í þessa bíla gírkassa úr MB sendiferðabílum með fyrsta gír 1/6,17 og fimmta gír beint í gegn og þarf þá ekki að lækka drif v/38
Drif eru sterk.W463 er með sídrifi, framskaft snýst á hefðbundinn hátt. Framnöf og fram hásing er mun sverara en 460. Með 6cyl vélum eru þeir aðeins léttari en hefðb Patrol.
Vélar hafa verið 4 – 12 cyl, 128 – 600 Hö.
(Sérpanta þarf vélar yfir 475Hö.!)
Algengar eru 5L 300hö V8.
Dísilvélar eru I6 3L, V6 3.2L og V8 4L
Kosta amk 2X meira en LC100
Þar kemur skýringin á takmörkuðum vinsældum…
05.02.2007 at 00:46 #578890Annað mál – ég væri alveg til í að heyra af því hér um leið og einhver fer að skoða GL bílinn til breytinga. Keyrði svoleiðis bíl síðasta sumar og var ansi hrifinn (þó að hann sé töluvert fyrir utan minn fjárhag). Veit bara ekki hvernig hann hentar til breytinga.
EE.
05.02.2007 at 01:37 #578892Þessir bílar voru hannaðir Steyr-Daimler-Puch AG og eru í dag framleiddir af arftaka þess Magna-Steyr AG í borginni Graz í Austurríki en ekki af Mercedes-Benz eins og margir halda.
Þegar þeir voru seldir í heimalandinu, Sviss, Bretlandi og nokkrum öðrum löndum var framundir árið 2000 ekki ein einasta stjarna eða Benz merki á þeim heldur voru þeir seldir sem "Puch G".
Í upprunalega bílnum frá því 1979 er fátt annað en vélin frá Mercedes-Benz.
Þeir voru líka (og eru kannski ennþá) framleiddir í Frakklandi sem Peugeot P4 og þá með Peugeot vél. Auk G jeppans framleiðir Magna-Steyr AG eftirtalda bíla:
# BMW X3
# Chrysler Voyager
# Chrysler 300
# Jeep Commander
# Jeep Grand Cherokee
# Mercedes-Benz E-Class 4MATIC
# Saab 9-3 Cabrio
Auk þess að framleiða bíla framleiðir fyrirtækið ýmsan tæknibúnað meðal annars búnað til geimferða.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.