This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 22 years ago.
-
Topic
-
Sælir allir.
Það er eitt sem mig langar að fá álit ykkar á.
Ég er að spá í að stækka aukatankinn hjá mér, þ.e. að smíða nýjan. Ég ræddi þetta við mann sem stakk upp á því að líma tankinn saman. Því meira sem ég hugsa um málið, því betur líst mér á hugmyndina.
Suður springa og leka og allt það á milli. En mín hugmynd er að nota blikk, 0,8 eða 1 mm. og líma saman með Sikaflexi. Punkta tankinn saman og setja góða fúu af lími að innan, og einnig að líma vinkil úr sama efni að utan. Stúta er trúlega betra að sjóða á.
Þetta hljómar kanski heimskulega, en fiskabúr eru oftast límd saman. Ég er með eitt 250L. hér í stofunni sem er límt. Það er náttúrulega ekki mikið á hreyfingu eins og tankur, en blikk er jú sveigjanlegra en gler. Því ætti þetta ekki að virka á olíutanka? Ég held reyndar ekki að þetta virki með bensíntanka þar sem bensín leysir væntanlega upp Sikaflex. Þetta ætti að vera mun ódýrara en að láta smíða tank, því eingöngu er um að ræða efniskostnað.
Hvað finnst ykkur?
Hafið þið einhverja skoðun á þessu?Emil
P.s. Svenni og Úlfar. Var túrinn styttri en til var ætlast??
You must be logged in to reply to this topic.