Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ætla að fa mer 38″ trukk!
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.12.2003 at 00:06 #193259
AnonymousEg er bara að spa i hvort það er ekki einhver sem að a jeppa til að selja mer fyrir c.a. 600-900þus.
Mætti vera Cruiser, pajero, Hilux DC eða alika.Kveðja JOSI
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.12.2003 at 00:34 #481816
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
JEEPinn sem að er verið selja herna a siðunni
02.12.2003 at 06:35 #481818Það er deginum ljósara að þegar að maður sér svona auglýsingu frá KÓARA, verður maður furðu lostinn. Venjan hefur nefnilega verið sú að þegar að menn eru orðnir kóarar hjá öðrum, ÞÁ EIGA ÞEIR EKKI AÐ ÖÐLAST EIGIÐ SJÁLFSTÆÐI með því að fá sér sinn eigin jeppa. Þessi gjörningur skapar vandamál hjá ma. þínum bílstjóra við að finna þinn eftirmann, þannig að ég legg til að þú látir þessar jeppahugleiðingar þínar á hilluna og fáir þér Datsun Sunny 1982.
02.12.2003 at 10:37 #481820Fáðu þér Hilux, getur allt og gerir allt. Léttur, auðvelt að breyta, nóg til af hræjum til að fá varahluti úr og síðast en ekki síst, flottastur. Hilux er líka ódýrari en margur annar t.d. Patrol, Land Cruiser og Pajero.
Haukur
02.12.2003 at 10:38 #481822Sælir.
Ja, það er gott að sjá að mönnum hefur ekki leiðst um síðustu helgi, þó hún hafi verið löng.
En Georg.
Getur verið að það segi eitthvað um akstursstílinn þegar kóarinn vill fara að keyra sjálfur? Ég bara spyr????Emil
02.12.2003 at 15:01 #481824Þetta var þéttingsfast skot á Georg en það skemtilega er að það hitti beint í mark!! Ég fór eitt sinn sem ungur maður í jeppaferð með einmitt honum Dodda frænda og í næstu ferð á eftir var ég kominn á eigin bíl!
En svona að lokum endurtek ég það sem ég sagði um helgina, fáðu þér Hilux og þú munt brosa um ókomna tíð
Kv. Davíð
02.12.2003 at 18:43 #481826Já Emil og Dabbi, þið segið það ! Miðað við þessar forsendur mætti ætla að eitthvað stórvægilegt sé af akstursstíl þessa ágæta bílstjóra, en ég víl þó koma því inn að mér þykir líklegara að ástæðan hafi verið aftansöngur bílstjórans sem oftar en ekki setti mikið álag á elektrónísku rúðurnar í bílnum :). Fréttir herma að "rúbbarinn" hafi sótt stíft á á vöðvana sem kendir eru við hring
02.12.2003 at 22:20 #481828
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig dettur mönnum það í hug að hugsa um eða benda öðrum á að kaupa fiskitrukk….. Hilux og Hilux DC eru og verða alltaf fiski-"trukkar" sama hvað hver segir. Þetta geta verið ágætist DRUSLUR til ferðalaga á fjöllum, EF þú átt annan bíl til að nota til daglegra þarfa í bænum ef þú átt fjölskyldu. Ef þú ert einn og vilt hafa það þannig þá getur þetta verið góð hugmynd.
Kveðja
Moli litli
02.12.2003 at 22:22 #481830
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Frekar gæti eg hugsað mer að það hafi verið hræðsla yfir þvi að geta rustað þessum annars fina Cruiser sem að ekið var i þessari frabæru ferð.
En hvernig lyst ykkur annars a Hilux DC Turbo Diesel, hann er til sölu fyrir austan mikið breyttur flottur bill en hann setti a hann 1100 þus en eg bauð i hann 700 þus og mer synist hann vilja taka þvi.En svo er einnig bill auglystur a siðunni herna, JEEP Cherokee með Nissan Terrano 2800 Diesel vel og þar fylgir allur pakkinn með, þar með talinn GPS, NMT, VHF og margt fleira gott.
Þið verðið að afsaka en það vantar ´´i ´´a lyklaborðið
02.12.2003 at 22:28 #481832
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jeep cheeroki 91 árg 38"breyttur er á 38". 2.8 Nissan Terrano diesel tdi í húddinu með mæli,loft læsingar að framan/aftan, loftpúðafjöðrun að aftan + aircontiton dæla. 110L olíutankur gps + gps loftnet, nmt sími, tölvutengi, straumbreytir fyrir tölvu, tölvuborð cb+loftnet. kastarar. spil biti+ kúla framan/aftan. Flottur bíll sem vert er að skoða, Myndir í albúmi… Verð 1190 þús. GÓÐUR STRG. AFLÁTTUR!!! Til sölu vegna íbúðakaupa.. sárt en nauðsin uppl.í s:697-3080
Og hana nu!!
02.12.2003 at 23:31 #481834Það er ekki spurning, það er að sjálfsögðu Hiluxinn. Þú færð endalaust af varahlutum á góðu verði. Það er góð reynsla af þessum bílum þannig að þetta er besta byrjunin.
Persónulega myndi ég ekki vilja Cherokeeinn þar sem það er mix sem maður þekkir ekki og það mun því vera erfitt að gera við og "redda" málum sem upp koma.Voðalega hljómar þetta gáfulega
Kv. Davíð
03.12.2003 at 09:07 #481836Sælir karlar.
Mér þykir ástæðan með þrumararnn líklegri en mín, Georg. Eða það að Jón langar að reyna að drífa eins og þú gerðir um helgina. Er þetta kanski bara öfund í honum?
Ég mæli með hvorum bílnum sem er Jón. Ég er mjög sáttur við minn fisksalabíl, enda er hann með aðstöðu fyrir fiskikarla. En þessi Cheerokee. Það er flottur og spennandi jeppi. Ég myndi skoða hann vel. Hann er örugglega bæði kraftmeiri og léttari en Toyotan. Reyndar hefur kraftleysi aldrei háð Toyotum. Það eru bara öfundarmenn sem halda því fram.
Jeppakveðja,
Emil
03.12.2003 at 12:35 #481838Þú ættir að fá meiri lúxus út úr þeim Ameríska, betri fjöðrun, kraftmeiri bíl og ég held svipaða í þyngd upp á flotið. 2.8 Nissan disel vélin er mjög góð, með mikla reynslu þá betra ef hún er með túrbínu og intercooler. En svo koma alltaf þessar stúdíur varðandi MIX, þetta er ekki svona standard uppsetning, það geta verið vankantar á því….Og líka þetta að Toyota er alltaf Toyota, ekkert vesen….
03.12.2003 at 13:42 #481840
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir að lesa þennan þráð, má draga þá ályktun að þessar Toyotur séu meira og minna bilaðar, þar sem meðmælendurnir
mæla sérstaklega með þeim þar sem það sé svo gott að fá varahluti í þá. Getur það verið? Ég trúi því ekki.
Með Amerískum kveðjum, Hóli
03.12.2003 at 13:50 #481842Það er til svo mikið af ódýrum varahlutum í Toyota vegna þess að þeir eru sjaldan bilaðir og því offramboð af varahlutum, þeir eru nánast gefins miðað við þetta ameríska dót. Þetta ameríska kostar svona mikið vegna þess að það eru alltaf bilaðir kanakrúserar út um allar jarðir og því hægt að verðleggja þessa varahluti eins og maður vill.
Viva la Toyota!
Haukur
07.12.2003 at 22:59 #481844
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, hugsa að þessi jeep sé nú alveg ágætis lausn, virðist vera faglega að staðið og bíllinn fallegur að sjá, en þar sem ég er eigandi að Jeep og búinn að taka einn svona bíl í yfirhalningu og er með núverandi bíl einnig í yfirhalningu að þá vill ég benda þér á að ef þú ferð og skoðar bílinn að skoða þá vel sílsa við afturhjól og einnig frágang fyrir aftan afturhjól, þetta eru veikir blettir í þessum bílum og eiga það til að ryðga og mynda göt sem fylla svo sílsinn af skít og drullu sem veldur enn þá meiri hrörnun á bílnum ef ekkert er að gert.. Mæli sérstaklega með því að úða vel inn í sílsa og innan á afturbrettin góðri olíuryðvörn sem verður svona nokkurn veginn snertiþurr en lokar á alla ryðmyndun.
Hugsa að núverandi eigandi sé nú örugglega búinn að huga að þesssu en það sakar ekki að kanna þetta þar sem þetta sparar ómælda vinnu seinna meir… Sýni ykkur myndir þegar viðgerð minni er lokið.
kv. Gunnar.
07.12.2003 at 23:37 #481846
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er mer land cruser handa þér
08.12.2003 at 00:14 #481848Ef þetta er sami Jeep og ég held þá er hann með 2.7 vél úr Terrano. Ekki 2.8 patrol.
08.12.2003 at 00:26 #481850
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Held að þetta sé rétt hjá Stebba. Enda er þetta auglýst sem vél úr Terrano. Þannig að ég er nokkuð viss um að þetta sé 2,7 dísel úr Terrano. Efast um að einhver færi að setja 2,8 dísel úr Patrol í svona bíl.
Jónas
08.12.2003 at 20:31 #481852Það myndi enginn heilvita maður gera það nema hann ætti kanski of mikið til af heddpakkningum í skúrnum og hefði gaman af því að plana hluti.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.