Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Æfingaakstur á breyttum bíl?
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.09.2006 at 13:21 #198519
Varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að ökumaður 38″ breytts jeppa með æfingaakstursmerki ákvað að nota tvær akreinar í stað einnar þegar ekið var inní hringtorg í gær. Ekkert óhapp varð og er það ökumanni jeppans ekki að þakka.
Ég fór aðeins að pæla í því hvaða skynsemi er í því að láta fólk æfa sig á breyttu ökutæki. Persónulega finnst mér að þeir sem eru að læra að aka þurfi að ná tökum á ökutæki sem tekur ekki jafn mikið pláss og er auðveldara að hafa stjórn á áður en stór jeppi verður fyrir valinu.
Vona að þeir sem eru að fara með óreynda ökumenn í æfingaakstur hugi að þessu.
Kveðja
Elvar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.09.2006 at 15:18 #559860
Hjá Frumherja fékk ég þær upplýsingar að allir minnaprófsbílar væru leyfðir til æfingaaksturs.
kv.
EE.
11.09.2006 at 15:35 #559862ég varð fyrir því í gærkveldi að reyndur ökumaður á toyota fólksbíl ákvað að nota tvær akreinar við að aka í gegnum hringtorg uppí mosó, að ekki varð slys var ekki honum að þakka.
það þarf ekki óreynda ökumenn á jeppa til að haga sér eins og hálfvitar í umferðinni.
11.09.2006 at 15:37 #559864Ég vildi bara benda á að stór jeppi væri ekki endilega heppilegasta æfingaksturstækið burt sé frá því hvað sé leyfilegt, og var þess vegna að reyna að höfða til skynsemi þeirra sem hlut eiga að máli.
Kveðja
Elvar
11.09.2006 at 15:45 #559866heldur að fólk hefur ekki lesið [url=http://www.us.is/id/1207:33dhdb9y]sér til um akstur í hringtorgum[/url:33dhdb9y], t.d. sé ég reglulega fólk fara út af innri hring á fyrsta exiti og skipta um akrein við útakstur (af innri hring út á hægri akrein götunnar) og fleira sérkennilegt.
En jú ég myndi telja það skynsamlegra að byrja æfingaakstur á viðráðanlegra ökutæki.
11.09.2006 at 17:14 #559868Er stór munur á 38" jeppa og 35" jeppa ?
Á þá ekki að banna þá líka í æfingarakstri ?
Og þá kemur spurningin er stór munur á 35" jeppa og óbreyttum bíl…. Á þá ekki að banna þá líka í æfingarakstri…..
Og svo birtist fyrir framan mann spurningin – úr því að breyttur jeppi er svona "hættulegur" er þá ekki rétt að banna öllum sem ekki hafa haft bílpróf í a.m.k. ár að aka svoleiðis….
Ég held að allt tal um að banna eitthvað í tengslum við akstur á breyttum bílum sé eitthvað sem við viljum ekki sjá. Mér finnst til að mynda ekki mikill munur á því að aka óbreyttum jeppa eða sama jeppa á 38" nema ef væri að mér finnist sá á 38" betri þar sem maður situr hærra og sér betur yfir.
Og það að einhver kjósi að nota 38" bílinn sinn í æfingarakstur finnst mér bara í góðu lagi. Þessi aðili ætlar væntanlega að lána þeim sem var að æfa sig bílinn eftir að viðkomandi hefur fengið próf og er þá ekki betra að hann sé búinn að æfa sig á honum ? Og það að hann hafi verið í umferðinni merktur "Æfingarakstur" gaf þér tækifæri á að fara extra varlega í kringum hann – sem þú hefðir væntanlega ekki gert ef hann hefði verið ómerktur og nýkominn með próf – en samt jafn óreyndur….
En svo kunna íslendingar almennt ekki að aka um hringtorg – sama hverju þeir aka og hversu reyndir þeir eru….
Benni
11.09.2006 at 19:55 #559870
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Iss… ég keypti mér 38" jeppa til að geta keyrt YFIR hringtorg 😀
11.09.2006 at 20:18 #559872
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ja, þetta eru nú ekki bara þeir óreyndu sem að vita ekki hvar þeir eru á veginum, oft mætir maður reyndum mönnum á 44" breyttum bílum hálfum inni á sinni akrein, en samt mætir maður örugglega oftar reyndum mönnum á smábílum hálfum inni á sinni akrein.
en svo er hringtorgamenning íslendinga alveg til háborinnar skammar, maður fær illt augnaráð fyrir að flauta á fíflin sem ætla að skera torgið á leið sinni inn og út, það er fara inn á það af hægri akrein, aka inn að miðju og út aftur á hægri, þó svo að það sé mun algengara að sjá menn fara af innri hring yfir á hægri akrein og jafnvel flauta á mann ef maður er á ytri akrein og æltar út á sinni hægri akrein…
11.09.2006 at 20:25 #559874‘Eg segi allavega fyrir mitt leiti ef ég þarf meirapróf á 350ford og stærri bila þá er nu alveg rökrétt að maður þurfi það á breytta bila lika enda eru þeir með breytta akstureiginleika
12.09.2006 at 03:52 #559876Jahérna, þykir mér nú djúpt í árinna tekið.
Ég tók æfingaakstur minn á 38" patrol, ég er ekki frá því að ég hafi orðið betri ökumaður fyrir vikið.
Vissulega er aðeins "öðruvísi" að aka um á bíl á 38" dekkjum fremur en á bíl á fólksbíladekkjum. En það breytir því ekki að við aksturinn þarf maður líka að nota svolítið sem kallast heili. Og það er eitthvað sem alltof fáir ökumenn á íslandi virðast tileinka sér…
Ef maður á eftir að keyra stóra bíla stuttu eftir bílpróf, á maður að æfa sig á þeim, þá er maður einnig undirbúinn undir minni bílana…Auk þess heitir þetta æfingaakstur af ástæðu…
kkv, Úlfr.
12.09.2006 at 09:32 #559878Góðu félagar.
Við skulum nú ekki missa okkur alveg í þránni eftir enn meiri forræðishyggju. Nóg er nú komið samt sbr ofurbann við akstri jeppamanna utanvega.
Barátta okkar í tækninefnd 4×4 á árum 1983 til ca 1993 fyrir því að fá að aka á stórum hjólum tók næstum áratug og ég tel að reynslan sýni að þetta var gæfuspor fyri þjóðina þó að margir reyndu að standa í vegi fyrir því á sínum tíma.
Við skulum nú anda djúpt og hugsa okkur um áður en við förum að kippa fótunum undan því sem áunnist hefur með beiðni um aukna sérmeðferð á jeppum á stórum hjólum. Lesiði allavega Orion skýrsluna fyrst.
Mín skoðun á þessu máli er að kröfur um aukin ökuréttindi séu í sumum tilvikum of miklar, sbr alla "fjölskyldupickupana".
Ef við viljum auka umferðaröyggi þá ætti að skoða hina raunverulega slysavalda, það er ökumenn með ökuréttindi. Áður fyrr sögðum við oft í tækninefndinni að það hefði frekar átt að stofna "bifreiðastjóraskoðun íslands" heldur en "bifreiðaskoðun íslands".
Ég er hins vegar á því að æfingakstur á stórum hjólum sé hið besta mál, væntanlega mun forráðamaður þá skýra fyrir viðkomandi í hverju munurinn felst (bæði það sem þarf að var sig á og ekki má gleyma kostunum sem eru líka margir) og ekið verður eftir því. Meiri æfing við mismunandi aðstæður og á ólíkum ökutækjum hlýtur að gefa af sér betri ökumenn.
Með félagskveðjum
Snorri Ingimarsson R16
12.09.2006 at 10:00 #559880Ég held að þegar farið var að leyfa æfingaakstur, þá hafi það verið eitt mesta framfaraspor í umferðaröryggismálim á Íslandi. Áður meðan "ökukennarar" sáu einir um ökukennslu, var slysatíðni ökumanna á fyrsta ári ennþá hærri en hún er nú. Ég á fjögur börn með bílpróf, eftir því sem ég hef séð, þá miðast kennslan nær eingöngu við að koma krökkunum í gegnum prófið og sumt af því sem kennt er, er úrelt og mjög hæpið í nútíma umferð.
Ég er sammála Snorra um það að við þurfum ekki fleiri reglur, hvorki um ökumenn né bíla, en ég held að betri lögæsla gæti verið til bóta.
Annars virðist lögreglan mkið til stjórnast af geðsveiflum stjórnmálamanna samanber þessa rassíu gegn utanvegaakstri. Þar hafa engar nýjar reglur verið settar, enda virðist lögreglan telja sér allt leyfilegt í krafti lögreglulaga, samanber lögbrot lögreglu á fólki sem tjaldaði í fullum rétti við Lindur vestan Snæfells.
12.09.2006 at 11:04 #559882æfingarakstur er að öllu leiti nauðsinlegt. hinnsvegar er það mér óskyljanlegt að ekki þurfi að gangast undir einhverskonar próf til að verða leiðbeinandi hjá þeim sem eru í æfingarakstri. lunginn af íslenskum ökumönnum eru góðir ökumenn, en ekki allir. hinir sem alls ekki eru góðir ökumenn og aldrei geta lært að keyra bíl, þeir geta líka orðið leiðbeinendur.
ég vil benda á að það atvik sem þetta spjall byrjaði á og er búið að fjalla um, þ.a.s að ungur ökumaður í æfingarakstri hafi sneitt báðar akreinar á hringtorgi og sett aðra ökumenn í stórhættu er ekki því að kenna að æfingaraksturinn fór fram á breyttum jeppa. heldur er það leiðbeinandanum að kenna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.