This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Nú er starf Litlunefndar að hefjast og styttist í fyrstu ferð haustsins. Eins og undanfarin ár munum við skipta þeim bílum sem ferðast með okkur í minni hópa. Til að það heppnist vel þurfum við á allri þeirri hjálp að halda sem hægt er. Ef einhver vill aðstoða við ferðir okkar í vetur, eina eða fleiri, þá er um að gera að senda póst á litlanefndin@f4x4.is en einnig má hringja í undirritaðan ef þörf er á meiri upplýsingum.
Ferðir Litlunefndar eru allar dagsferðir og afskaplega skemmtilegar þar sem margir eru að fara í sínar fyrstu jeppaferðir og upplifa í fyrsta sinn það sem reyndari jeppamenn þekkja í ferðamennsku á fjöllum.
Látið endilega heyra í ykkur ef þið viljið koma með í þessar frábæru ferðir.
Kv. Óli, Litlunefnd
844 4247
You must be logged in to reply to this topic.