Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Aðstoð á öskufallssvæðinu
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Högnason 14 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.05.2010 at 18:39 #212692
Eins og fram kemur á forsíðunni hefur verið haft samband við okkur og það er þörf fyrir 2-4 hressa aðila til að aðstoða við girðingarvinnu á bæ undir Eyjafjöllum. Þessi vinna fer fram á laugardaginn kemur.
Ég þarf að láta vita á morgun, fimmtudag hvort við getum útvegað þennan mannskap, svo vinsamlegast sendið mér póst á olafurmag@gmail.com, eða hringið í 844 4247.
Kv. Óli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.05.2010 at 13:20 #693454
Blessaður, ég mæti, var að senda þér tpóst.
Nóg pláss í bílnum hjá mér fyrir þá sem vantar far en vilja koma.
Kveðja, Sveinbjörn Högnason.
gsm 868-6088
svenni@netheimar.is
13.05.2010 at 16:28 #693456Sæl öll
Þá eru 2 aðilar búnir að skrá sig … takk kærlega fyrir það.
Gott væri að fá 1-2 í viðbót ég veit að það er laust pláss í báðum bílunum fyrir þá sem eru bíllausir en vilja láta gott af sér leiða.
kv. Óli
13.05.2010 at 19:17 #693458Flott framtak óli, en ég kemst því miður ekki með því ég er bundinn á vakt alla helgina.
Ég þikist nú samt kunna til verka síðan ég var í sveit, en eftir að hafa lesið girðingarreglugerðina [url:12grmcxo]http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/748-2002[/url:12grmcxo] þá er ég ekki svo viss, en fyrir þá sem fara, er reglugerðin skemtilegt lesefni til að lesa í bílnum á leið austur.kveðja Dagur
14.05.2010 at 09:36 #693460Góðan dag.
Ég bendi á frétt hér á forsíðunni, en stjórnstöðin í Vík í Mýrdal frétti af því að við hjá F4x4 værum dugleg og til í að aðstoða. Þau vantar aðstoð við að hreinsa í kring um íbúðarhús um helgina. Ég hvet ykkur til að leggja fólkinu á svæðinu lið, en auk þess að láta gott af sér leiða er þetta gríðarleg lyftistöng fyrir orðspor klúbbsinss okkar.
Skráning hjá olafurmag@gmail.com, upplýsingar í síma 844 4247.
Kv. Óli
14.05.2010 at 10:23 #693462Sæl
Ég er mjög undrandi á hve lítið af sjálfboðaliðum bjóða sig fram við aðstoð vegna eldgossins, þetta starf er mjög gefandi og er ekki svo erfitt (þó ekki fyrir börn). Ég hvet alla sem geta mætt að skrá sig hjá Óla í Litlunefndinni. Þetta er besta leiðin til að kynnast nýju fólki (jafnvel ferðafélögum) og láta gott af sér leiða.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður.
14.05.2010 at 12:40 #693464Ég er sammála Sveinbirni að sumu leiti, að það er undarlegt hversu fátt fólk lætur sig varða þær hörmungar sem dynja yfir landa okkar á suðurlandi. Flestir myndu þakka fyrir aðstoð sjálfboðaliða ef þeir lentu sjálfir í slíkum hörmungum, held ég. En auðvitað er það þannig að ekki eiga allir heimangengt alltaf og ekkert nema gott um það að segja. Ég treysti félögum í klúbbnum að bjóða sig fram þegar þeir geta það.
Miðað við framgang eldgossins má búast við að reglulega verði þörf fyrir allskonar sjálfboðaliðastarf fram eftir sumri og jafnvel lengur ef gosið stendur lengi enn. Og miðað við það orðspor sem nú þegar er komið af okkur í F4x4, verður leitað til okkar með slíka vinnu. En til þess að halda því, verðum við að hafa fólk sem er tilbúið að bjóða fram krafta sína.
Þær beiðnir sem okkur hafa borist fyrir þessa helgi eru tvíþættar. Annarsvegar girðingarvinna á Steinum, en það er orðið fullmannað. Eftir því sem ég best veit er þar verið að hólfa af til að bjarga skepnum frá ösku.
Hin beiðnin snýr að björgun fasteigna þeirra sem búa í Mýrdalnum. Þar hefur fallið mikil aska að undanförnu og þarf að hreinsa úr rennum og frá húsum og gluggum. Sú vinna sem þar er unnin er jafn erfið og fólk vill hafa hana. Hægt er að vinna rólega og komast áfram, en einnig hægt að hamast og erfiða mikið, allt eftir getu hvers og eins. Jafnvel unglingar ráða vel við þessa vinnu !
Ég hef sjálfur breytt mínum plönum og mun halda austur í fyrramálið með minni konu og kannski fleirum. Ég hef auglýst þessa beiðni í minni vinnu og nú skora ég á alla félaga í klúbbnum að leggja hönd á plóg og koma með okkur í vinnuna á morgun, eða sunnudag ef það hentar betur.
Til að hægt sé að skipuleggja starfið þarf ég að vita hversu margir komast og þessvegna bið ég um að þið sendið mér póst á olafurmag@gmail.com sem allra fyrst.
Kv. Óli, Litlunefnd
14.05.2010 at 13:25 #693466Það er tilvalið að fara austur í Mýrdal á morgun og koma svo í bæinn á bjórkvöldið….
Hvernig er reglan? Engin aska = enginn bjór?
😉
kv. Óli
14.05.2010 at 19:36 #693468Til upplýsinga !
Á morgun, laugardag, fara 4 aðilar á 2 bílum til hreinsunarstarfa í Mýrdal. Einnig fara 2-4 frá okkur í girðingarvinnu undir Eyjafjöllum. Ég vill þakka þessum aðilum kærlega fyrir sitt framlag.
Ég hafði samband við miðstöð hjálparstarfs í Mýrdal áðan og þakklætið fyrir að fá þessa 4 aðila var átakanlega mikið. Það er greinilegt að hvert handtak skiptir máli.
Ég legg af stað í fyrramálið kl. 8:00. Ef einhver sér fram á að komast með, hvort sem er á bíl eða ekki, þá er bara að mæta á Select og gefa sig fram við mig. Ég er á dökkgrænum LC 80 og síminn minn er 844 4247.
Kv. Óli, Litlunefnd
14.05.2010 at 19:42 #693470Þykir leitt að komast ekki þessa helgi en það má reikna með að ég komi síðar, stendur bara illa á núna. Kveðjur til þess duglega fólks sem er að fara austur þessa helgi, sjáumst fyrir austan seinna, Logi Már.
15.05.2010 at 01:00 #693472Einnig það sama með mig,
nú er ég búinn að lofa mér í vinnu á morgun (laugardag) og eitthvað á sunnudeginum.
Það má ekki láta þetta vera þannig að maður fái samviskubit þegar maður kemst ekki.
Ætla örugglaga síðar vonandi gengur ykkur vel þarna fyrir austan.
Kveðja Hjörtur og JAKINN:is
15.05.2010 at 19:24 #693474Gott kvöld
Ég held að enginn þurfi að hafa samviskubit yfir að mæta ekki í hreinsunarstarf, nema menn séu sérstakir áhugamenn um samviskubit. Ég held að klúbbfélagar ættu frekar að vera stoltir yfir sínum klúbbi þegar félagar mæta í hreinsunarstarf og aðstoð eins og til dæmis í dag. Hinir sem ekki komust í dag, eiga eftir að fara síðar og þá verðum við sem heima sitjum stoltir af þeim. Þó við höfum aðeins verið tvö frá klúbbnum í Vík í dag, þá létum við alveg vita hvaða félagskap við tilheyrum og var mikil ánægja með það. Þess má geta að það verður áframhaldandi hreinsunarstarf á morgun og ég get fullyrt að það er tekið vel á móti þeim sem mæta.
Stjórnstöðin er í Leikskálum inni í þorpinu og þar er boðið upp á kaffi og hádegisverð auk þess sem maður fær leiðbeiningar um hvert skuli halda. Þið verðið að skrá ykkur þar og láta vita að þið komið frá F4x4. Aðal vinnan felst í hreinsun á þakrennum. Þetta er líkamlega auðvelt, en gjarnan er staðið í stigum og mokað úr þakrennunum með matskeiðum eða afskornum plastflöskum. Einnig er sópað og mokað frá utidyrum fólks. Ég mæli með að ef menn vilja taka með sér verkfæri að hafa álstiga, skóflur eða snjósköfur, strákústa og kannski matskeiðar eða smáskóflur. Einnig er mjög gott að hafa plastfötur til að moka öskunni í og jafnvel hjólbörur. Askan er mjög þétt í þakrennunum, sem dæmi þá vorum þrjú saman í hóp í dag og við náðum aðeins að hreinsa 2 hús.
Rjómablíða var í dag í Vík, fallegt og bjart veður. En 2 félagar okkur voru á Steinum að aðstoða við að lagfæra girðingar svo hægt væri að hleypa fé úr húsum. Undir Eyjafjöllum var mikið öskufall og dimmt hjá þeim félögum, við fundum einnig fyrir því þegar við keyrðum þar í gegn.
En í dag var enn einn góður dagur fyrir F4x4 og ég þakka þeim sem mættu. Vonnadi sjáum við svo ný andlit næst
Kv. Óli, Litlunefnd
16.05.2010 at 01:23 #693476Ferðasagan,
Þórarinn Guðjónsson og ég fórum að Steinum undir Eyjafjöllum, óskað hafði verið eftir aðstoð 4X4 klúbbsins í girðingarvinnu svo hægt væri að hleypa út lömbum og ánum.
Mættum klukkan rúmlega 10, bóndinn vildi ekki fá okkur fyrr því hann þurfti að sinna gegningum.
Dauf móða var yfir og hálf rökkvað, rétt sást í þjóðveg eitt og alls ekki til sjávar sem er þó örstutt frá. Túnin voru græn úr fjarska en mjúk undir fæti og sporaði í svarta öskuna. Fyrst var öskufallið duftkennt en seinnipartinn varð það grófara og endaði í eins konar hagléli þótt ótrúlegt sé.
Fólkið bar sig vel en ég fann fyrir áhyggjum og kvíða fyrir morgundeginum. Ekki voru kröfurnar miklar, það óskaði þess að gosinu lyki sem fyrst svo lífið héldi áfram og vonaðist til að upplifa „bara“ venjulegt íslenskt sumar í allri sinni dýrð.
Okkur var boðið í mat og þvílíkar kræsingar hef ég ekki smakkað áratugum saman. Soðið hangikjöt með uppstúf og grænum baunum og rabbabara grautur með rjóma í eftirrétt. Ég nagaði beinin og skammast mín ekkert fyrir það.
Við vorum búnir um þrjúleitið og eftir kaffi og með því, heimabakaða eplaköku með ís og sandköku með rúsínum, spurði húsmóðirin hvort við vildum ekki fá silung með okkur. Ég varð svo glaður að ég varð hálf utan við mig og þakkaði henni örugglega ekki nógu vel fyrir.
Á sunnudaginn verður kvöldmaturinn minn pönnusteiktur silungur með smjörsteiktum kartöflum og afgangurinn flakaður og grafinn. Alla næstu viku verð ég með kóngafæðu í nesti, ristað brauð, grafinn silung og graflaxsósu.
Fólkið þakkaði okkur fyrir en sannleikurinn er að ég er í þakkarskuld við það. Fyrir að fá að að deila með þeim dagstund.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.