This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég vildi vekja athygli manna á þeim hörmungar hlýjindum sem hafa verið að herja á okkur undanfarna daga og skv. veðurspám munum við búa við þetta eitthvað áfram. Afleiðingar þessa geta verið fleira en bara krapinn. Þar sem snjór er horfinn dýpkar mjög hratt niður á klakann og eftir situr drulla í slóðum og hætta á að þeir þoli illa umferð. Og að sjálfsögðu aka menn ekki utan vega við þessar aðstæður.
Ég vil því hvetja menn til að spá vel í aðstæður og velja leiðir með þetta í huga. Einnig að vera grimmir við að snúa við ef mönnum líst ekki á það sem er framundan, það er engin skömm að hætta við. Ég var í sambandi í kvöld við deildarstjóra upplýsingadeildar Vegagerðarinnar og hann er búinn að kalla eftir upplýsingum frá öllum umdæmum Vegagerðarinnar og fær þær væntanlega á morgun. Vonandi getum við þá sett inn einhverjar nánari upplýsingar til að byggja á. Það er líklegt að einhverjar leiðir séu komnar í það ástand að ástæða sé til að loka þeim.
F.h. stjórnar
Skúli
You must be logged in to reply to this topic.