This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2005 at 23:08 #195728
AnonymousÉg vildi vekja athygli manna á þeim hörmungar hlýjindum sem hafa verið að herja á okkur undanfarna daga og skv. veðurspám munum við búa við þetta eitthvað áfram. Afleiðingar þessa geta verið fleira en bara krapinn. Þar sem snjór er horfinn dýpkar mjög hratt niður á klakann og eftir situr drulla í slóðum og hætta á að þeir þoli illa umferð. Og að sjálfsögðu aka menn ekki utan vega við þessar aðstæður.
Ég vil því hvetja menn til að spá vel í aðstæður og velja leiðir með þetta í huga. Einnig að vera grimmir við að snúa við ef mönnum líst ekki á það sem er framundan, það er engin skömm að hætta við. Ég var í sambandi í kvöld við deildarstjóra upplýsingadeildar Vegagerðarinnar og hann er búinn að kalla eftir upplýsingum frá öllum umdæmum Vegagerðarinnar og fær þær væntanlega á morgun. Vonandi getum við þá sett inn einhverjar nánari upplýsingar til að byggja á. Það er líklegt að einhverjar leiðir séu komnar í það ástand að ástæða sé til að loka þeim.
F.h. stjórnar
Skúli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2005 at 23:43 #519602
Þó að ég sé ekki á leiðinni á fjöll um páskana, þá vil ég þakka formanninum fyrir þetta ávarp. Þó að atvikið núna í lok síðustu helgar tengist ekki klúbbnum beint, þá megum við allra síst núna (sem reyndar endranær) við áföllum á borð við landskemmdir, hrakfarir eða annað.
TAKK
Grímur
23.03.2005 at 09:10 #519604tek undir með Grím enda erum við í litludeildinni búinn að fella niður Árbúðar ferðina um Páska
Klakinn
23.03.2005 at 11:41 #519606
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við erum byrjuð að fá upplýsingar frá Vegagerðinni um ástand fjallvega. Rétt að útskýra það að fjallvegir geta verið annars vegar lokaðir sem þýðir að þeir eru ófærir almennri umferð og hins vegar að allur akstur sé bannaður. Sé bara almenn lokun á vegi getur hann samt verið fær breyttum bílum og leyfilegt að fara um hann á eigin ábyrgð. Hins vegar ef allur akstur er bannaður þýðir að ástand vegarins er þannig að hann þolir ekki neina umferð vegna bleytu. Þær leiðir látum við semsagt eiga sig með öllu.
Akstur um Kaldadal verður bannaður um páskana. Það muna sjálfsagt margir umræðuna sem fór af stað um páskana í fyrra vegna umferðar þar, en þá var einhver misskilningur í gangi. Núna er semsagt á hreinu að umferð um Kaldadal er bönnuð.
Hins vegar er leiðin inn að Langjökli frá Húsafelli fær fyrir breytta jeppa en lokuð almennri umferð. Þar liggur því leiðin á Langjökul um páskana.
Skv. bráðabirgðaupplýsingum eru Kjalvegur og Sprengisandur aðeins merktir ófærir, s.s. ekki akstursbann en ófært venjulegum bílum. Sama gildir um Arnarvatnsheiði og Kjalveg að norðan en líkur á talsverðum krapa, eins og væntanlega víða á hálendinu.
Ég set hér inn upplýsingar eftir því sem þær berast. Á veg Vegagerðarinnar er kort sem sýnir ástand vega (http://www3.vegag.is/faerd/island1.html), en uppfærsla á því getur sjálfsagt tekið einhvern tíma og upplýsingarnar ættu að koma hraðar inn hér. T.d. er akstursbannið á Kaldadal ekki komið þar inn.
Kv – Skúli
23.03.2005 at 12:25 #519608Ég vil bara koma því á framfæri að búið er loka eftirfarandi leiðum hér á mínusvæði.
Gljúfurleit-Gnúpverjaafréttur er lokaður við Sandafell.
Háifoss inn af Hólaskógi er lokað, leið inn að Sultarfit og fl.
Hallarmúli inn Skáldarbúðarhaga er lokað, leið inn að Sultarfit.
Klettur, leið inn á Sultarfit er lokuð
Ég geri ráðfyrir að svipað sé ástatt í Hrunamannahrepp.
Þetta þýðir að allar leiðir inn á hálendi milli Hvítár og Þjórsár séu lokaðar!
Kv. Atli E.
23.03.2005 at 12:32 #519610Um páskana í fyrra var Hamragarðaheiðin illa útleikin eftir menn sem svifust einskis til að komast á Eyjafjallajökul. Þessi slóði var á sínum tíma lagður fyrir fé hreppsbúa (Vestur-Eyfellinga) og heyrir væntanlega núna undir Austur-Rangárþing og er því hreppsvegur. Hann var ekki auglýstur lokaður um páskana í fyrra eins og flestir fjallvegir í umsjá Vegagerðarinnar. Þó lítið eftirlit sé með opnun eða lokun á þessum vegi hvet ég menn til að sýna nærgætni, gerast betri menn og láta ekki það sama endurtaka sig og í fyrra.
Kv. Árni Alf.
23.03.2005 at 13:00 #519612Húsafell Langjökull, leiðin er opin skv vegagerðinni hringdi áðan til að athuga. En leiðin suður um Kaldadal er lokuð.
Elvar
23.03.2005 at 13:42 #519614Veit einhver hvort að það er fært niður af Langjökli inn á Hveravelli ?
Smári
23.03.2005 at 13:59 #519616Var að tala við staðarhaldara sem var að renna í hlaðið á Völlunum og hann sagði að það væru pollar í lægðum en fært ef smá skynsemi væri með í för.
Benti einnig á að leið af jökli um Fúlukvísl væri varhugaverð, mikill klaki hafi verið fyrir skemmstu í brekkunum við girðinguna sunnan Oddnýjarhnjúks en væntanlega fært norður af honum við Dauðsmannsgil.
Miðað við veðurspá má gera ráð fyrir að nóg verði að gera á dælunni næstu daga!
Góða helgi.
B.Rich
23.03.2005 at 14:10 #519618Veit einhver hvernig færið – vegirnir eru upp í jökulheima?
Kv.
Óskar Andri
R-3237
23.03.2005 at 15:03 #519620
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fékk þetta frá Hlyni Snæland um Jökulheimaleið:
Vegurinn í Jökulheima var mjög snjóléttur í seinustu viku og mikill ís á honum. Ef menn halda sig á veginum er í góðu lagi að fara þessa leið, enda liggur hún um sanda að mestu leiti og hleipur ekki upp í drullu. Sem dæmi hefur oft verið farið á vörubíl HSSR með snjótroðara á pallinum í Jökulheima um og eftir páska, en aldrei orðið nein drulluvandræði.
HlynurBendi líka á að snjódýptarmælirinn í Veiðivatnahrauni sýnir 50 cm snjó: http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/veivh/
Kv – Skúli
23.03.2005 at 15:44 #519622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hálendisvegir eru víða í viðkvæmu ástandi vegana aurbleytu og krapa. Þeir sem hyggja á fjallaferðir um páska eru beðnir að gæta ýtrasta öryggis og hafa jafnframt hugfast að valda ekki raski, en akstur utan vega er alltaf óheimill nema á snjó eða frosinni jörð.
Öll umferð er bönnuð um marga hálendisvegi en annars staðar er leyft að fara um á fjallabílum þótt leiðir séu ófærar almennri umferð.
Nánari upplýsingar eru á færðarkorti á vef Vegagerðarinnar, http://www.vegagerdin.is og í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.Nánar:
· Á Suðurlandi er umferð fjallabíla leyfð um hálendisleiðir, nema Stangarveg nr, 327.
· Úr Borgarfirði er leyfð umferð fjallabíla upp á Langjökul um Húsafell, veg 550 að vegi 551 og um hann, en sunnan Langjökulsvegar er allur akstur bannaður um Kaldadal og sömuleiðis um Uxahryggi.
· Öll umferð er bönnuð um Arnarvatnsheiði sunnanverða en hins vegar má fara upp að Arnarvatni stóra norðan frá, úr Miðfirði.
· Umferð fjallalbíla er leyfð um Kjalveg.
· Allur akstur er bannaður á Skagafjarðarleið og Mælifellsdal.
· Mikill krapi er á hálendisleiðum á Norðausturlandi og akstur bannaður þar. Þarna er um að ræða báðar leiðir að Dettifossi og Öskjuleið. Sömuleiðis Sprengisandsleiðirnar og leiðirnar í Flateyjardal og í Fjörður.
· Svipað ástand er á Austurlandi, mikil aurbleyta og krapi. Akstur er óheimill inn á hálendið nema inn að Kárahnjúkum. Þá er ekki leyft að aka í Vöðlavík og Viðfjörð, né heldur um Þórdalsheiði eða Kollumúlaveg.
23.03.2005 at 15:47 #519624
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og sést hér að ofan er Vegagerðin búin að fara vel yfir stöðuna með tilliti til hugsanlegra vegaskemmda og senda frá sér fréttatilkynningu. Líklega er þetta með fyrstu birtingum á henni. Ástandið verður að teljast nokkuð gott sunnan jökla miðað við það sem hefði mátt búast við, en meira um lokanir norðan heiða. Bendi samt á að þetta segir ekkert um að færð sé góð, það getur verið bullandi krapi og vitleysa á leiðum þó Vegagerðin banni ekki akstur. Þeirra mat byggir fyrst og fremst á hættu á vegskemmdum.
Svo enn og aftur þá krækjum við ekki fyrir krapapolla með því að aka út á auða jörð.
Kv – Skúli
23.03.2005 at 18:45 #519626
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá leiðrétting. Það sem haft er eftir Hlyn Snæland um mat á vegaskemmdum á Jökulheimaleið er rétt. Vegurinn er mjög þéttur og ekki verða á honum alvarlegar skemmdir ef "honum er fylgt". HSSR hefur hinsvegar aldrei farið þessa leið með lestaðan vörubíl "um eða eftir" páska enda höfum við ekki til þess leyfi frekar en aðrir. Hið rétta er að á síðasta vori var troðarinn fluttur inn úr 24. apríl án þess að valda skaða og árið áður 30. apríl en þá á frosinni jörð svo ekki markaði í. Báðir leiðangrar farnir með leyfi VR. vegna þjónustu við annarsvegar JÖRFÍ og hinsvegar Landsvirkjun.
Góða ferð: Hlynur Sk.
23.03.2005 at 23:53 #519628
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nýjar upplýsingar frá Vegagerðinni varðandi Austurland:
"Á Austurlandi er mikil aurbleyta og krapi. Akstur er óheimill inn á hálendið nema leiðina inn að Kárahnjúkum og þar suður úr um Snæfellsleið inn að jökli. Óheimilt er að aka í Vöðlavík og Viðfjörð og sömuleiðis Þórdalsheiði eða Kollumúlaveg."
Þetta kemur s.s. í staðin fyrir klausuna um Austurland í tilkynningunni hér að ofan. Fyrri tilkynning lokaði raunar öllum leiðum til fjalla á þessu svæði, en hér er s.s. hægt að fara inn á jökul um Snæfellsleið. Góðar fréttir fyrir Austurlands og Norð-austur kjördæmi.
Kv – Skúli
24.03.2005 at 08:51 #519630Sælir Félagar
Mér finnst þetta vera gott framtak hjá félaginu og stjórn þetta ásamt auglýsingum í útvarpi í gær styrkir ímynd félagsins í augum almennigs og var um það talað á mínum vinnustað í gær,hafðu þökk Skúli
Kv
Klakinn
24.03.2005 at 16:40 #519632Staður í Landmannahelli,
Við strákarnir hér í Suðurnesjadeild frestuðum ferð okkar þessa helgi uppeftir, en við erum með skálann stað í fóstri, eftir síðustu helgi var byrjað að blotna vel í öllum lægðum og förin fylltust eins og skot,
mæli því ekki með ferðum þangað, það er orðið það hlýtt úti.
Spáin er bara eins f/ næstu daga, suddi og hlýindi !bö ,,,,,,
kv. Alli,Ö1235. formaður skálanefndar.
24.03.2005 at 18:29 #519634
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Getur einhver sagt mér hvort Lyngdalsheiðin er ökufær ?
Er á leiðinni á Laugarvatn á laugardaginn og var að velta fyrir mér hvort það væri óhætt að fara heiðina, eða hefur hún eins og svo margt annað orðið hlýindunum að bráð ?Kveðja,
Ólafur
24.03.2005 at 19:55 #519636Sælir
Í framhaldi af spurningu um færð á Lyngdalsheiði, hefur e-r farið inn að Langjökli eða Skjaldbreið upp frá Lyngdalsheiði og Bragabót allra síðustu daga?
Spurning hvort ennþá sé nægur snjór til að keyra þessa leið??
Kveðja,
aki
R-363
24.03.2005 at 20:08 #519638Sælir félagar
Ég var að tala við vegagerðina áðan og fékk þau svör að Gbvegurinn væri skráður ófær, en var samt heflaður um daginn og að hann ætti að vera vel fær en á eiginn ábyrgð, þetta hef ég eftir vegagerðinni(177) sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Kv
Snorri
27.03.2005 at 13:04 #519640
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fórum Kjöl á föstudag. Planið var að fara í Kerlingafjöll en fréttum á leiðinni að Fossáin væri kolófær, væri að ryðja sig og mikið í henni. Tókum því stefnu á Hveravelli. Þar var mikill krapi, hver pytturinn af öðrum og margir þokkalega djúpir. Þræddum okkur eftir veginum því snjórinn er á hröðu undanhaldi þarna, sérstaklega eftir því sem norðar dró. Fórum svo Langjökul til baka, leiðin upp að jökli ágæt ef fylgt er veginum, en þó nokkrir pyttir á leiðinni.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.