This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll.
Málið að þessu sinni snýst um ’91 Econoline 150. Bíllinn er talsvert mikið ryðgaður ofan og aftan við afturhjól, sílsar og uppí hliðar aftan við miðju, og hornin niðri að aftan ónýt. Rennan undir toppnum er og illa farin á köflum. Ég hef leitað talsvert að ryði annarsstaðar en ekki fundið, enda er þetta alveg prýðilega nóg. Það sem ég velti fyrir mér er í fyrsta lagi; hvar er von á ryði annarsstaðar en þar sem ég hef lýst, hverjir eru veiku, ósjáanlegu punktarnir? Í öðru lagi; hvernig er að nálgast boddyhluti í þessa bíla, er hægt að fá hluta úr hliðunum eða þarf maður að setja sig algerlega í smíðagírinn? Í þriðja lagi; hvar nálgast maður smekklega toppa á þessa bíla, helst tegundina sem fer hækkandi eftir því sem aftar dregur?
Takk, Hjörleifur.
You must be logged in to reply to this topic.