Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Aðgangur f4x4 að TETRA
This topic contains 118 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðfinnur Guðmundsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2008 at 13:48 #201942
– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA?
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af?
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína?
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun?
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4?Kveðja,
Einn voða forvitinn. ;o) -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.02.2008 at 19:15 #615068
Ert þú ekki sammála því að hefði allt það opinbera fjármagn sem búið er að eyða í tetra verið sett í að auka dekkun gsm kerfisins, að við værum þá með gsm kerfi í dag sem væri betur dekkandi en samanlögð dekkun gsm og tetra er í dag. þú verður að vera sammála þessu því ég held að þú þekkir tæknina sem liggur þarna á baki.(við erum að tala um hundruð gsm senda um allt land) Björgunarsveitarmaður þarf bara að vera í sambandi það skiptir engu máli hvað síminn hans heitir. Sama má segja að segja um tínda vélsleðamen eða fótbrotin göngumann.
Ef þetta er skoðað í þessu ljósi þá hefur neyðarlínan og tetra miklu frekar minkað öryggi ferðalanga á íslandi en aukið það. Og það er bar enn einni illi ígrundaðri pólitískri ákvörðun að kenna. Á meðan túristar verða úti á laugaveginum ár eftir ár með gsm síma í vasanum þá er það röng ákvörðun að eyða hunduðum miljóna í tetrasenda þar sem gsm samband er fyrir.
Tetra er hinsvegar komið og ekkert athugavert við að menn noti það.
27.02.2008 at 20:55 #615070sælir
Ja neyða og neyða, maður fer náttúrulega í þann valkost sem virkar best þegar við erum að tala um öryggi okkar fjöllum. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti Tetra sem samskiptatæki viðbragðsaðila, mjög flott kerfi en ég hef smá áhyggjur af þróun VHF kerfinu ef jeppamenn velja Tetra líka.
Tökum útópíuna á þetta, hafið þið pælt í því að ef Tetra reynist vera með besta símakerfið í lok ársins þá munu flestir jeppamenn, þ.m.t. ég, drífa mig út í búð og borga 70-150 þús kr fyrir Tetra en líklega halda í VHF þar sem hún væri því sem næst verðlaus. Nýliðar og þeir sem væru að endurnýja tækjakostinn sinn myndu síðan fara beint í Tetra en sleppa VHF. Með tímanum myndi VHF útvatnast eins og CB. Aðeins þeir sem tíma ekki að borga 70-150 þús. kr fyrir stöð og 1100 kall á mánuði myndu láta VHF duga með einhvað annað slakara símkerfi með sér.
Til hvers að byggja upp og reka VHF kerfið í framtíðinni ef Tetra verður besti kosturinn sem flestir velja ?
Ég vona alla vega fyrir hönd allra 3000 félaga F4x4 að GSM kerfin komi sterk inn svo þeir "þurfi" ekki að fara í dýrar Tetra stöðvar með 1100 kr mánaðargjaldi.
bestu kveðjur
Agnar
p.s. Ég hef ekkert á móti Tetra (nema að það er aðeins of dýrt í rekstri) og finnst það bara hið besta mál að F4x4 hafi fengið aðgang að kerfinu, prik í kladdann hjá Neyðarlínunni.
27.02.2008 at 20:56 #615072Snorri, ertu virkilega að halda því fram að Tetra náist víðar en NMT í dag?. Tetra er með 56 km hámarks vegalengd frá stöð þannig að þó Tetra sé e.t.v. komið með fleiri stöðvar en NMT, þá skiptir þessi fjarlægðartakmörkun máli.
Það er ekki 3 faldur munur á tíðni Tetra og GSM, líklega vegur háþróaðri merkjavinnsla í GSM upp að verulegu leiti það forskot sem Tetra hefur vegna lengri bylgjulengdar.
Bæði þessi kerfi eru sjónlínukerfi sem ná sambandi þar sem víðsýnt er, en ekki í þröngum dölum.-Einar
27.02.2008 at 21:17 #615074Ég skil hvað þú ert að pæla (svona tæknilega en glósur um pólitískar ákvarðanir læt ég liggia eftir).
Fyrir tveim árum síðan (þegar tilkynnt var um endalok NMT) hugsaði ég svipað, hvers vegna ekki gera eitt öflugt kerfi fyrir alla en ekki nokkur hálfkák? Málið er bara ekki svona einfalt.Í fyrsta lagi dugar GSM ekki eitt og sér sem fjarskiptatæki fyrir löggæslu og björgunarðaila. Þörf er á hópatali sem tengt er aðgerðastjórnstöð til að tryggja upplýsingaflæði í aðgerðum o.s.frv (aðrir geta lýst þessum þörfum björgunaraðila betur). Höfum líka í huga að til þess að ná langdrægninni upp í GSM kerfunum, þá er tekið frá meiri bandvidd fyrir hverja talrás og þær eru því færri í hverjum sendi. Hvað gerist í fjölmennum aðgerðum? Allt mettast, menn ná ekki talrás. Það gengur illa upp að nota bara langdrægt GSM á hálendinu til allra nota.
Svo er of einfalt að gera ráð fyrir að samanlagt fjármagn sem lagt er í kerfin 3 (1 x Tetra og 2 x GSM) muni geta tryggt eitt kerfi með 100% dekkun á landinu. Allavega ekki GSM kerfi. GSM kerfin eru á hárri tíðni (900 Mhz) sem fylgja landslagi illa eða a.m.k. verr heldur en bylgjur á lægri tíðni. Þetta þýðir að þrátt fyrir að landið sé dekkað þokkalega með sendum sem draga allt að 100 km þá verður mikið af skuggasvæðum. Orðum þetta svo að hægt sé að dekka ca 70% – 80% af auðteknasta yfirborði landsins með viðráðanlegum kostnaði. Eftir verða erfið skuggasvæði þar sem land er mishæðótt og afskekkt, takið eftir að öll kerfin 3 gera ráð fyrir miklum gloppum á Fjallabakssvæðinu sem er mjög mishæðótt. Ég spái því að skuggsvæði í GSM kerfunum verði fleiri og stærri en marga grunar, tíðnin er einfaldlega það há.
Það mun væntanlega margfalda heildarkostnaðinn að tína upp öll skuggasvæði í GSM á landinu með viðbótarsendum. Athugið að annað hvort þarf rafmagn að GSM (og Tetra) eða rafstöð á staðnum. Einnig þarf að setja upp örbylgjusamband frá hverjum sendi til byggða.
Svo erum við ekki að tala um þreföldun á kostnaði við að setja upp 3 kerfi, fjarri því. Vodafone mun setja GSM senda á alla staði þar sem Tetra sendar koma upp. Rafstrengir eða rafstöðvar og annar búnaður verður samnýttur. Sendarnir sjálfir eru ekki svo dýrir, rafmagn (rafstrengir um langa leið eða rafstöð) er dýrasti þátturinn.
Í ljósi þess að Tetra er á lægri tíðni, um 370 Mhz (minnir mig), þá ætti að vera mun ódýrara að eyða skuggasvæðum í Tetra kerfinu heldur en GSM kerfnum. Væri þá ekki nærtækast að sameinast um að eyða öllu fjármagninu í Tetra kerfið ? Ef það væri gert, þá myndi fólk með venjulega GSM síma vera sambandslaust á hálendinu. Mín niðurstaða er því sú eftir þessar pælingar að þetta sé bara í mjög góðum og farsælum farvegi eins og það er nú.
Það sem helst veldur mér áhyggjum í augnablikinu er að upp er komið kapphaup á milli Vodafone og símans um að koma 2 langdrægum GSM kerfum upp. Og ef þeir samnýta ekki staði fyrir senda, þá verður það mikill aukakostnaður. Auk þess verða þeir þá á mismunandi stöðum með mismunandi skuggasvæðum. Væntanlega án reikisamninga á milli. Þá þurfum við GSM síma frá báðum (Vodafone og Símanum) í bílunum eða tvö Simkort og vera alltaf að skipta.
Snorri
R16
P.S. meðan ég var að skrifa skutust Eik og Agnarben með snarpa punkta á milli, svara síðar.
28.02.2008 at 00:00 #615076Þú talar um að þetta sé ekki allt svona einfalt samt er ekki eins og þú sért ekki í raun meðvitaður um þetta allt samann???? "
GSM kerfunum, þá er tekið frá meiri bandvidd fyrir hverja talrás og þær eru því færri í hverjum sendi"
Ok, má vera rétt og til í því en veist þú hvað hver GSM sendir rúmar í raun mörg símtöl? gerir þú þér grein fyrir að hver Tetra sendir rúmar ekki NEMA 4 símtöl að ég best veit. Þú lætur þetta hljóma eins og Tetra rúmi meir en GSM sem er ekki rétt hjá þér sért þú að meina það sem mér sýnist. Ég skal viðurkenna það að ég veit ekki hversu margar rásir hver GSM rúmar er er klárlega fleiri en hver Tetra sendir gerir það er alveg deginum ljósara.
28.02.2008 at 00:17 #615078AgnarBen, ég er á því að VHF stöðvarnar verði áfram fyrsti fjarskiptabúnaður eins og hingað til. Þær lendi ekki í -verðfalli-.
Þær eru ódýrar og mjög handhægar í samskiptum á milli bíla, þær detta ekki út þó að annað bæstist við.Framtíð VHF endurvarpana ræðst mjög af þeim fjarskiptakerfum sem verið er að setja upp. Þangað til við sjáum annað betra kerfi komið í almenna notkun munum við halda áfram rekstri VHF endurvarkerfisins af fullum krafti.
Já vonandi dugar GSM fyrir marga. Ég tel útilokað að segja fyrir um það hversu stór hluti félagsmanna f4x4 munu láta GSM kerfin duga með VHF stöðvum sínum og hversu stór hluti muni fá sér Tetra líka. Eftir næsta sumar ætti það að vera fara að skýrast.
Vafalítið munu margir þó fá sér Tetra strax enda er það komið til að vera og hefur marga skemmtilega eiginleika.
Til að gera málið enn snúnara, þá þarf jafnvel að hafa fasta GSM bílstöð, t.d. Nokia 510 (kostar 69.000 í Hátækni), eða Motorola 930, með meiri sendistyrk og góðu tengi fyrir útiloftnet, ásamt 6 db útiloftneti til að ná betra sambandi inn á skuggasvæðin. Spurning hvað slík græja gerir við hliðina á handsíma.
Snorri.
28.02.2008 at 00:42 #615080Símstöðvar eru reindar óþarfar til að ná "bústi" það er hækt að fá GSM magnara og góð GSM loftnet fyrir lítið erlendis, 69.000,- er bara og dýrt finnst mér vitandi af því hvað svona kostar í DingDong héraði…..kaupfélagsverkefni hemmm……..
28.02.2008 at 00:46 #615082EIK, já ég er á því að Tetra náist víðar en NMT i dag. Það byggi ég á því að NMT kerfið hefur dalað (hef eigin reynslu) og því ekki rátt að skoða útbreiðslumynd frá þeim tíma sem kerfið var best.
Ef einhver veit betur fyrir víst, þá er best að hafa það sem rétt er.
900 / 370 = 2,43 ok það er tveirkommafjórfaldur munur en ekki þrefaldur (ef ég man tíðnitölu Tetra rétt). Breytir kannski ekki öllu, tvöfaldur munur er líka mikill í þessu tilliti.
Veit ekki hvort GSM sé með svo mikið háþróaðri merkjavinnslu að það vinni upp þennan bylgjulegdarmun sem gefur Tetra forskot, þetta er athyglisverð pæling. Við ættum þó að finna þetta fljótlega í raun, t.d. með því að bera saman GSM og Tetra á svæðinu norðan Bláfellsins.
Annars vegar væri einfalt að bera saman Tetra handstöð og venjulegan GSM handsíma.
Svo mætti bera saman Tetra bílstöð með góðu loftneti og GSM bílasima, t.d. [url=http://www.expansys.com/d.aspx?i=149136:2ezbwu4k][b:2ezbwu4k]Motorola M530[/b:2ezbwu4k][/url:2ezbwu4k] með 6 db útiloftneti.
Snorri
28.02.2008 at 00:47 #615084Þetta er að verða mikil ritsmíð hér um framtíð fjarskiptamála og kannski ekki mörgu við þetta að bæta, allavega ekki margt sem ég get bætt hér við sem ekki er einu sinni amatör, hvað þá meira. Ég vil þó segja að ég óttast ekki svo mjög um að Tetra gangi af VHF dauðu. Ef það hins vegar gerist er það aðeins vegna þess að aðrir kostir eru að fullnægja þörfum okkar svo vel að ekki er lengur þörf fyrir VHF kerfið og hver er þá skaðinn eða öllu frekar, væri það ekki bara hið besta mál. Ég held hins vegar að það gerist ekki (sem er þá kannski neikvætt samkvæmt þessu) þar sem VHF kerfið hefur ýmsa góða kosti.
Í fyrsta lagi hentar VHF mjög vel fyrir samskipti á milli bíla. Það ýtir undir að menn haldi áfram að fá sér VHF stöð í bílinn.
Í öðru lagi er VHF ódýr kostur, ekkert mánaðargjald, þú bara kaupir stöð sem er í sjálfu sér ekki svo mjög dýr og ert þá kominn með fjarskiptatæki sem virkar nokkuð vel, allavega meðan endurvarpakerfinu er viðhaldið.
Í þriðja lagi er dekkun mjög góð þar sem langdrægnin í VHF er mjög góð. Maður getur verið í fínu sambandi við endurvarpa í glettilega mikilli fjarlægð, auk þess sem bylgjulengdin er talsvert lengri en í símkerfunum. Allavega er maður að ná sambandi við einhvern endurvarpa víðast hvar.
Í fjórða lagi byggðist VHF upp þrátt fyrir tilvist NMT meðan það var upp á sitt besta. Afhverju skildi það ekki halda áfram að lifa þó aðrir kostir komi samhliða. Ég nefndi að vísu hér að ofan að uppbyggingin átti sér stað að miklu leiti fyrir tilstilli Sigga Harðar sem vann mikið og óeigingjarnt starf við það og svo má auðvitað ekki gleyma Edda í fjarksiptanefndinni á þeim tíma sem var eldhugi í þessu. Auðvitað þarf áhugasama fjarskiptanefnd til að halda þessu gangandi, en seinast þegar ég vissi höfum við hana ennþá á fullum dampi.
Semsagt VHF er ódýr og einföld leið sem skorar hátt á öryggisfaktorinn og þjónar í ofanálag afskaplega vel fyrir spjallið milli bíla. Það leysir ekkert öll okkar mál, en stendur vel fyrir sínu.
Að öðru þá held ég að það sé rétt að gera sér grein fyrir því að forsenda þessarar skyndilegu útbreiðslu Vodafone GSM á hálendinu er einmitt tilkoma Tetra sendanna, eins og Snorri bendir á. Þó símafyrirtækin keppist núna um hvor sé flottari og útbreiddari á hálendinu (það er staðreynd), þá ráða ágóðasjónarmið alltaf ákvörðunum þegar á reynir. Akkúrat núna þjónar þetta tilgangi fyrir Vodafone vegna þess að með þessu ná þau tilteknum fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilanum, en aðeins vegna þess að það opnaðist möguleiki á að auka útbreiðsluna með tiltölulega ódýrum hætti fyrir tilstilli samvinnu við Tetra. Hefði sá kostur ekki verið fyrir hendi hefði þetta tæplega svarað kostnaði eins og sagt er. Ég held að við þurfum ekki að óttast að símafyrirtækin fari að setja of mikið fjármagn í uppbyggingu senda upp um öll fjöll. Séð frá þeirra sjónarhorni er drifkrafturinn ekki beint sá að auka öryggi á fjöllum, ekki nema að því marki sem það skapar þeim auknar tekjur. Það er hins vegar samkeppnin sem fær þau til að leita leiða til að laða til sín viðskiptavini með því að vera flottari en samkeppnisaðilinn og núna er þetta vettvangurinn sem þau keppa á sem er auðvitað bara frábært meðan á því stendur. Neyðarlínan hefur hins vegar annars konar nálgun á málið þar sem hlutverk hennar snýr beint að öryggismálum.
Kv – Skúli
28.02.2008 at 00:49 #615086hafði reyndar hugsað mér að byrja á venjulegri [url=http://www.phonesonline.ie/Product.asp?ProductID=147:2uoe4lji][b:2uoe4lji]dokku[/b:2uoe4lji][/url:2uoe4lji] fyrir GSM símann minn en þessi er með tengi í útiloftnet.
Eitthvað sérstakt loftnet sem þið félagar mælið með ? Nota ég ekki bara NMT fótinn ?
kveðja
AB
P.S. Ein ábending Skúli, VHF var frábær viðbót við NMT þar sem um gjörólíka notkun er að ræða. Mín "rök" byggjast á að Tetra er bæði sími og talstöð og því er VHF talstöðvarkerfið e.t.v. óþarft ef meirihluti jeppamann velur Tetra.
Ég er efins um að Tetra nái einhverri alvöru útbreiðslu á meðan kostnaður við kaup á stöð og rekstur er svona hár. Kerfið þyrfti held ég að hafa algjöra yfirburði yfir önnur kerfi til að svo yrði.
Ætli VHF verði ekki áfram okkar aðal kerfi, það væri sorgleg þróun ef hluti jeppamanna væri einungis í Tetra og aðrir væru bara í VHF.
P.P.S. Ég er tilbúinn að taka þátt í smá tilraun ef menn hafa áhuga, yrði þá með venjulegan GSM í dokku tengdan við útiloftnet. Væri áhugavert að sjá muninn á milli þessara tækja.
28.02.2008 at 01:24 #615088Þú þarft ekki dokku til að fá meira GSM power, það er er til mikklu öflugri lausn sem er öruglega ekki dýrari og hún felur í sér magnara (12v) sem settur er í samband við loftnet og þar er styrkur kannski á bilinu 6-50db eftir stærð magnara/loftnets. Ekki þarf neinn auka búnað eins og t.d dokku til að GSM nýti sér þetta, má segja að þetta virki eins og repeater, svo geta félagarnir sem ekki eru með svona læðst aftan að þér til að ná sambandi líka. Þetta er að ég best veit ekki dýr búnaður. Ég er nú þegar búinn að senda email á 4 verksmiðjur og biðja um frekari uppl. Og já ég þekki svona mjög vel og hef unnið mjög mikið fyrir bæði Vodafone og Síman í skildum málum bæði flutt inn búnað og unnið að tæknilegum málum fyrir bæði fyritækin þessu skilt.
28.02.2008 at 08:52 #615090Sælir,
Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður þráður að fylgjast með, og spennandi að sjá hvernig þessi síma/Tetra mál enda. Eins og flestir sit ég og býð eftir því hvernig þetta endar.
En ég fór að velta fyrir mér við lesturinn. Þar sem svo virðist sem að það séu að koma GSM eða Tetra/GSM sendar upp á flesta (amk marga) hóla á hálendinu.
Hefur verið athugað með samvinnu við þessa aðila um að fá að setja VHF endurvarpa með á völdum stöðum þannig að VHF dekkunin verði næstum 100% líka?
Eins og kemur fram hér að framan þurfa símafyrirtækin að leysa rafmagnsþörfina á staðnum og koma búnaðinum upp. Væri ekki hægt að fá að "fljóta með" og setja upp VHF endurvarpa í leiðinni?
Allir stærstu kostnaðarliðirnir, framkvæmdarlegu og tæknilegu vandamálin þurfa símafélögin að leysa hvort eð er og þegar þau eru leyst þá kostar lítið að setja eitt tæki í viðbót í samband. Þetta er sama aðferð og Vodafone er að nýta sér í samvinnu við Tetra, af hverju ekki við líka?
Ef þetta væri mögulegt þá gætum við komið upp VHF endurvarpskerfi með betri dekkun en nokkurntíman GSM/Tetra. Það yrði líka ávinningur og aukið öryggi fyrir viðbragðsaðila að hafa/vita af góðu VHF kerfi á sama svæði, allavegana sem backup.
28.02.2008 at 08:57 #615092Benedikt Sigurgeirsson fjallar um þessa setningu:
"Höfum líka í huga að til þess að ná langdrægninni upp í GSM kerfunum, þá er tekið frá meiri bandvidd fyrir hverja talrás og þær eru því færri í hverjum sendi."
Hér er átt við að það er meiri bandvídd notuð í hverja talrás í langdrægum GSM sendum heldur en hefðbundnum og því verða færri talrásir til staðar. Nú þekki ég ekki vel alla innviði GSM kerfanna en geri ráð fyrir að þetta þýði takmörkun á framboði talrásafjölda. Etv geta Vodafonmenn upplýst okkur um hvað þetta hafi mikið takmarkandi áhrif í þeirra kerfi í samanburði við hefðbundna GSM senda í byggð, t.d. ef margir safnast á sama stað.
Snorri.
28.02.2008 at 09:34 #615094Tilvitnun í [url=http://en.wikipedia.org/wiki/GSM:25wem9gu]wikipedia[/url:25wem9gu]
[b:25wem9gu]In the 900 MHz band the uplink frequency band is 890-915 MHz, and the downlink frequency band is 935-960 MHz. This 25 MHz bandwidth is subdivided into 124 carrier frequency channels, each spaced 200 kHz
[/b:25wem9gu]
Venjulega eru 8 sambönd á hverri tíðni en 2 eða 4 í langdrægum útfærslum. Þannig að í langdræga GSM kerfi Vodafone er pláss fyrir 248 samtöl í stað 992. Held að þetta verði ekki takmarkandi á hálendinu. 😉
Tetra er á tíðniblinu 380-430 MHz, bylgjulengd frá 78-88 sm, GSM frá 890-960, bylgjulengd frá 31-33 sm.Ég veit um einn félaga Þórhalls sem bar saman Tetra handstöð og NMT handsíma, Tetra stöðin stóð sig miklu lakar. Ég hef sjálfur ekki orðið var við það NMT kerfinu hafi hrakað marktækt, eru það ekki bara símtækin ykkar sem eru að gefa sig?. Það kemur að vísu í sama stað niður, ef ekki er hægt lengur að endurnýja tækin ;-(
Mér finnst afar ósennilegt að menn fari almennt að nota Tetra til þess að tala milli bíla, það er svo margt sem mælir gegn slíku. Við þurfum ekki kerfi þar sem húskarlar Björns Bjarnasonar ráða því hver má heyra hvað, og geta tekið upp bæði samtöl og ferla. (sem gæti sparað mikinn þyrlukostnað fyrir ónefnda embættismenn).
-Einar
28.02.2008 at 10:07 #615096Þessi umræða er í margt skemmtileg, leiðinleg en þó að mestu leiti stórundarleg. Hér skiptast menn í tvo flokka, þeir sem eiga Tetra stöð og þeir sem ekki eiga.
Þeir sem eiga mæra þær í alla staði sem þvílíkar framfarir í fjarskiptatækni þær eru, bara snilld og möguleikarnir ótrúlegir.
Og svo hinir sem ekki eiga, bandbreiddin er bull, fáir geta tala, gengur af VHF dauðu, vinur minn heyrði að !, MHz þetta og kHz hitt, skrifað í þannig stíl að engin venjulegur maður/konur skilja.
Hvað gerðist þegar VHF-ið kom á markaðinn: VHF-ið gengur af CB-stöðinni dauðri, hún verður verðlaus og við töpum stórfé. Hvað gerðist, CB-stöðin er dauð, bara vegna þess að VHF-ið er miklu betra. Ef Tetra gengur af VHF-inu dauðu þá er það bara gott, því það erum við sem veljum það besta sem er í boði í það og það skiptið. Ef Tetra nær ekki framgangi hér á landi þá er það vegna þess að sú tækni er ekki eins góða og VHF.
Mikið vildi ég að þið hættuð þessu bulli og leifðuð “evolution“ að halda áfram því það erum við sem dæmum lifandi eða dauða þeirra tækni sem kemur, þrátt fyrir að ritarar finnist/haldi hitt eða þetta.
Kv. vals.
28.02.2008 at 10:13 #615098Ég er löngu hættur að skilja hvað þið eruð að röfla um. Nenni varla að fylgjast með því, en samt kíkir maður á þetta. Ég er Bara alveg sammála þér Vals; Þessi umræða er í margt skemmtileg, leiðinleg en þó að mestu leiti stórundarleg.
Kveðja
Spotti
28.02.2008 at 10:38 #615100Ég er sammála þér Valur að tíminn einn mun leiða það í ljós hvað verður ofan á. En það þýðir samt ekki endilega að tilgangslaust sé að ræða hlutina Ég held að Tetra geti ekki gengið af vhf-inu dauðu eins og vhf fór með CB. Muninn milli vhf og tetra annars vegar og vhf kerfisins og CB hins vegar er eiginlega ekki hægt að bera saman. Auk þess er verðmunurinn á búnaðinum það mikill. Ekki það að ég hafi neitt á móti Tetra, en þetta er bara tilfinning mín.
-haffi
28.02.2008 at 10:53 #615102Það sem ég á við er að menn eru svo heitir í afstöðu sinni, ekki það að ég vilji að við hættum að ræða málin alltaf gaman að því. Ég mundi miklu frekar vilja heyra “samband náðist á þessum stað“ og “heyrði í Tóta þegar hann var, og ég var“ og “ júhú, bara snillingar“ og svona umræður. Það er alltaf skemmtilegra að byggja upp en mun auðveldara að rífa niður.
kv. vals.
28.02.2008 at 11:08 #615104Mér er það full ljóst að þessi umræða er orðin tæknilegri en hentar flestum, en ég var einfaldlega að svara spurningu frá Snorra. Það á það sama við hér og t.d. þegar verið er fjalla um búst frá túrbínu, flestir hafa hvorki getu né áhuga til að setja sig inn í tæknilegri hliðar málanna og láta þá umræðuna í friði.
Það var spurt hvort væri líkur á að fjöldi rása í langdræga GSM kerfinu yrði vandmál. Svarið er einfaldlega nei, þeir sem ekki trúa því ráða því hvort þeir nenna að setja sig inn í málið og hafa það sem sannara reynist.
Það er einmitt ný búið að stofna þráð fyrir upplýsingar um hvað næst hvar. Ég er þeirrar skoðunnar að vefnefnd ætti að setja upp Wiki kerfi til þess að safna slíkum upplýsingum, Wiki hentar betur fyrir svoleiðis heldur en spjallkerfi.
Prófunin sem ég vísaði í hér að ofan var gerð í Herðubreiðarlindum, þar er rúmlega 20 km sjónlína í Slórfell.-Einar
28.02.2008 at 11:20 #615106Það er rétt að langdræga GSM kerfið er að nota helmingi meira af hverri rás en hefðbundna stöðvar (Það eru 8 timeslot og langdræga kerfið er að nota 2 fyrir hvert símtal.) en það er ekkert stórmál að bæta við ef að sú staða kemur upp að það sé þörf á fleiri rásum.
ÞAð hefur engin áhrif á drægni sendanna hvað margir eru að nota þá hverju sinni eins og er raunin er með 3G senda.
Segjum að hver sendir taki a.m.k 6 – 7 samtímasímtöl þá ætti það að duga nokkuð langt miðað við að meðalsímtal í GSM er c.a 30 Sek.
Svo er það svo að oft er meira en 1 sendir í sjónlínu og þá færast símtöl milli senda ef "besti" sendirinn er fullur.
Ég held að útbreiðslumyndirnar séu nokkuð nákvæmar t.d
þegar menn voru að tala í gsm úti á plani í setrinu þegar þorrablótið var þá var það alveg í jaðrinum á dreifimyndinn fyrir þann sendir sem var að nást í á þeim tíma en auðvitað getur veður, snjóalög og annað haft áhrif á þetta.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.