Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Aðgangur f4x4 að TETRA
This topic contains 118 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðfinnur Guðmundsson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2008 at 13:48 #201942
– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA?
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af?
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína?
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun?
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4?Kveðja,
Einn voða forvitinn. ;o) -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.02.2008 at 09:53 #615028
Væri úr vegi að 4×4 félagið fari í viðræður við vodafone um einhverskonar samstarf í sértækum verkefnum. Mér dettur í hug samtarf um að setja svona langdrægan GSM sendi á Grímsfjall. Klúbburinn gæti komið að því með því að sjá um flutninga. Á móti gæti komið aðstoð af þeirra hendi við nettengingu VHF endurvarpanna.
hvernig líst mönnum á það ?
25.02.2008 at 10:00 #615030Vodafon hefur nefnd samstarf um aðkomu 4×4 að svona málum þ.a.s að aðstoða við það að koma búnaði þangað sem setja á upp endurvarpa. Og gerðu það í haust eða síðsumars í fyrra. En hafa ekkert látið í sér heyra síðan. Nema það hafi gerst á allra síðustu vikum.
25.02.2008 at 10:19 #615032[url=http://enta.is/myndir.php?albumID=25:hi65v0qv][b:hi65v0qv]Hér eru myndir af uppsetningunni á strút[/b:hi65v0qv][/url:hi65v0qv]
25.02.2008 at 10:43 #615034Ég held að hægt væri að gera GSM-sambandið að mun vænlegri kost ef Vodafone myndi virkja PTT-tækni í símunum sínum.
Þetta stendur fyrir Push-to-talk og virkar alveg eins og talstöð, þegar menn eru búnir að skilgreina hópinn sem þeir vilja tala við. Þar með er hægt að halda sumum hópum lokuðum, en aðrir hópar væru auglýstir opnir öllum.
Þetta er mjög vinsælt hjá kananum og er komið í flesta síma. Aðeins eftir að virkja þetta hjá símafyrirtækjunum hérna heima.
25.02.2008 at 11:18 #615036Ég er nú á því að þeim mun fleiri fjarskiptakerfi sem við höfum möguleika á að nota, því betra.
Ég er með dellu á þessu sviði og er með NMT, VHF, Tetra, Iridium, og GSM frá símanum og Vodafone….. Samt náði ég illa símasambandi í Landmannalaugum á miðvikudaginn – gekk loksins með Iridium og útiloftneti (eftir þó nokkrar tilraunir) – annað virkaði ekki.
Á leiðinni inn í laugar var ekin Valagjárleið inn á hefðbundna leið við enda hraunsins og þaðan voru þræddar hlíðar inn að Tjörvafelli og síðan ekin hefðbundin vetrarleið í inn að skálum.
Á þessari leið var Tetra lengst inni af þeim fjarskiptatækjum sem ég hef – reyndar var ekki kveikt á Iridium símanum, enda nota ég hann bara þegar ég þarf nauðsynlega að hringja og annað virkar ekki. Þess ber þó að geta að samanburðurinn er kannski ekki fullkomlega sanngjarn hvað Vodafone varðar því að ég er ekki með útiloftnet fyrir gsm en það er fyrir NMT og Tetra.
Ég er mjög hrifinn af talstöðvarfídusnum í Tetra eins og komið hefur fram í öðrum þráðum – ef að hægt er að virkja sambærilegan fídus í VHF kerfinu þá væri það alger snilld og myndi væntanlega verða til þess að jeppamenn hefðu lítið sem ekkert við Tetra að gera.
En ef að þetta er hægt – og hefur verið hægt lengi að því er mér hefur skilist – hvers vegna hefur þá ekkert verið gert í málinu ? Að mínu mati er það vegna þess að VHF kerfi 4×4 er borið uppi af takmörkuðum fjárráðum klúbbsins og starfi sjálfboðaliða (sem hafa unnið frábært starf). Af sömu ástæðum held ég því miður að góð fyrirheit frjarskiptanefndar eigi eftir að fjara út í rólegheitum þar sem að þeirra tími (og fjárráð) fer að mestu í að halda við þeim endurvörpum sem að nú eru í notkun – nema að til komi að rekstur VHF kerfisins verði færður úr sjálfboðastarfi og settir í þetta alvöru peningar. Ef ekki þá er VHF kerfið CB kerfi framtíðarinnar – flott á milli bíla.
Benni
P.S. Er GPRS virkt á langdrægum sendum Vodafone ? Ég hef ekki fengið það til að virka… s.s. engin gagnaflutningur í langdræga gsm kerfinu, allavega ekki hjá mér….
25.02.2008 at 11:36 #615038Ég fór inn Landmannalaugar milli [url=http://www.flickr.com/photos/annierhiannon/sets/72157603587859831/:2k2gs5fn]jóla og nýárs.[/url:2k2gs5fn] Á þeim hlutum leiðarinnar þar sem er fjallasýn, þá voru [url=http://annierhiannon.blogspot.com/2007/12/it-depends-how-many-sandwiches-youve.html:2k2gs5fn]farþegar á netinu.[/url:2k2gs5fn] Veit ekki hvor símafyrirtækið var notað, líklega bæði því síminn sem notaður var að ég held með erlent sim kort.
NMT virkaði líkt og það hefur alltaf gert, fínt samband á stíflugarðinum við hesthúsið sunnan við skálann.-Einar
25.02.2008 at 11:44 #615040Ef Vodafon er að verð svona stert lansbðini þá held að símin sjái ekki ástæðu til
að koma með annað kerfi, eldur að bæta sitt gsm svipað og vodafon og láta
Tetra um annað. Símin fer ekki að keppa við tetra um hálendið það meigum við bóka
Símin fer ekki að henda peningum í 450 kerfi fyrir örfáa aðila sem eru jeppamennkv,,, MHN
25.02.2008 at 16:56 #615042gerir 5000 x 3000….jú það gerir haug af peningum og ég myndi sko ekki sjá á eftir þeim í uppbyggingu á VHF og það væri hækt að gera þetta 2 ár í röð fyrir þetta er hækt að gera gríðalega mikið og meir en það, að sama skapi findist mér ekki óeðlilegt að einhverjir góðir væru valdir í þetta verkefni og þeir fengu greitt fyrir það þó það væri ekki nema bara upp í olíukostnað og mat. Einnig væri hækt að rukka beinlínis fyrir 4×4 rásir til að fjármagna þetta og ég er viss um að það er hækt án þess að setja allt á annan endan þ.e við höfum skilning á og okkur langar í flott kerfi öllum ekki satt. Í stað þess að senda út einn gíró mætti senda 2 með 6 mánaða millibili til þess að menn findu sem minnst fyrir þessu þ.e 1 félagsgjöld, 2 fjarskiptagjald.
25.02.2008 at 17:43 #615044Þetta er náttúrulega algjör óhæfa að félagsmönnum sé leyft að nota Tetrastöðvar. Skil ekkert í stjórninni að hafa látið slíkt viðgangast og hafa ekki barist af hörku gegn því að þetta standi félagsmönnum til boða. Það að segja að þetta sé frjálst val og það sé ekki verið að neyða þetta upp á neinn eru náttúrulega rök sem halda engan vegin, allir vita að menn VERÐA auðvitað að vera með ALLAR græjur sem standa til boða, ekki hægt að láta annað spyrjast um sig. Þetta eru því hrikaleg útgjöld og var ekki á það bætandi. Þess vegna er bara ein lausn, banna það með öllu að 4×4 félagar fái að nota Tetra, hvað sem tautar og raular.
En svona að öllu bulli slepptu þá sé ég ekki hvernig eitt á að útiloka annað. Þó svo einhverjir velji að ferðast með Tetra og séu jafnvel eitthvað að spjalla landshorna á milli í gegnum þetta kerfi, þýðir það engan vegin endalok VHF og þróun þess. Þeir fjármunir sem fara í uppbyggingu Tetra eru ekki teknir af VHF, peningar klúbbsins koma þar hvergi nálægt og Tetra verður byggt upp algjörlega óháð því hvort við höfum aðgang að kerfinu eða ekki. Eins og Snorri segir er VHF stöðin tvímælalaust fyrsti fjarskiptakostur jeppamanna. Svo geta menn aukið öryggið með því að bæta við öðrum kostum og fínt að það sé svolítið úrval af því. Eins og Snorri bendir á er enginn kostur þar að fullu þekjandi nema Irridium, sem er jafnframt það dýrasta, en hver og einn getur vegið og metið kostina út frá kostnaði og kostum og göllum.
Þeim Bennum sem eru svartsýnir á að fjarskiptanefndin hafi bolmagn til að þróa VHF kerfið enn frekar án þess að fá extra fjármagn í það, vil ég hughreysta með því að benda á að það kerfi sem við eigum í dag er ótrúlega öflugt og þétt og er þó sett upp að mestu í sjálfboðavinnu og fyrir fjármagn sem klúbburinn hefur getað séð af í þetta. Ég þykist vita að velta klúbbsins hefur aukist talsvert á síðustu árum. Þó svo ýmis kostnaður hafi jafnframt aukist þá er það fjármagn sem þarf í fjarskiptamálin hlutfallslega minni hluti af heildarveltu núna heldur en var þegar endurvarpar voru settir upp hægri-vinstri. Okkur er því engin vorkunn að halda áfram að þróa kerfið. Auðvitað byggðist þetta mikið upp á krafti og velvilja Sigga Harðar þegar mest gekk á og á klúbburinn honum mikið að þakka.
Kv – Skúli
25.02.2008 at 17:54 #615046Daginn
Ég er þeirrar skoðunar að fjarskiptamál landsins séu algerlega í molum. Vodafone er að stækka dreifikerfi sitt til muna sem er gott í sjálfu sér, 4×4 hefur aðgang að að Tetra sem er í uppbyggingu og þróun en er ekki nærri nógu gott ennþá. Síminn á einkaleyfi á tíðni sem hentar vel til langdrægs kerfis en er ekkert að nýta það.
Þegar einkafyrirtæki byggja upp slík kerfi er viðmiðunin alltaf sú að vera með sendi þar sem hann er mest notaður. Þannig eru flest fjarskipta kerfi í ágætum gír sunnan lands en eftir því sem norðar og austar dregur daprast gæðin, stöðugleikinn og þ.a.l. áreiðanleikinn.
Ég er algerlega ófeiminn við að fara á hálendið næst höfuðborginni, á Fjallabak og aðra fjölfarna staði með VHF eitt og sér og þá eingöngu með rás 45 og 4×4 rásirnar. Maður er með stöðugt spjall í eyrunum alla daga langt fram á kvöld í eyrunum þar sem jeppamenn eru á flækingi.
Ég flækist tölvert hér austanlands og er eingöngu með VHF, þar sem NMT síminn er genginn úr sér og kerfið farið auðsjáanlega að daprast verulega, og það er sjaldan að maður heyri mannsins mál í tækinu. Ég hvet menn til að veita þessu athygli á leiðinni með suðurströndinni.Spurningin er sú: hvenær hætta þessi fyrirtæki uppbyggingu á dreifikerfum, hversu mörg kerfi verða í gangi og sitjum við svo ekki uppi með dekkað suðvestur fjórðunginn og tóma skallabletti allstaðar annars staðar.
Mín trú er sú að Síminn komi sér undan ábyrgð á CDMA kerfinu þar sem fyrirtæki í ríkiseign er að byggja upp fjarskiptakerfisem á eftir að dekka landið mikið til og GSM kerfin bæði hjá símanum og Vodafone verði með lélega dreifingu á hálendinu á norðausturhorninu.
Ég hef mesta trú á að Tetra verði byggt mest upp allra kerfa þar sem allir viðbragðsaðilar færa sig yfir á það kerfi. Það kerfi er mjög heppilegt fyrir svoleiðis notkun en ferðafélög eiga að geta notað kerfið samhliða. Tetra á eftir mikla uppbyggingu og skipulag sem verður aldrei gott fyrr en ljóst verður hverjir komi til með að nota kerfið og hversu margir.
Það væri gaman er einhver hefði aðstöðu til að forvitnast um CDMA hjá símanum og hvaða áform þeir hafi um uppbyggingu kerfisins.
Kv Izan
25.02.2008 at 22:12 #615048Ég er búinn að vera með tetra í 2 mánuði og það hefur ekki valdið vonbrigðum þetta er kerfi sem er á uppleið þetta er bara sniðugt fyrir þá sem vilja en svo eru menn sem ekki vilja þetta gott hjá þeim svo lengi sem menn skemma ekki fyrir þeim sem vilja tetra það er ó þolandi þegar fullornir menn láta það trufla sig þó svo stjórn 4+4 gefins tetra (ef svo var?) þá fylga þessum störfum viss fríðindi en eru ekki að mínu mati þess virði að öfundast af þau eru að vinna fyrir okkur öll það væri ekki gott fyrir klúbbinn ef við fengjum þröng sína þver hausa í stjórn sem sem þora ekki að taka þátt í nýungum í
25.02.2008 at 22:58 #615050Það er alveg ljóst í mínum huga að fjarskiptamál eru ekki í molum,aldrei hefur áhugi verið eins mikill fyrir því að koma á fjarskiptum á fáförnum slóðum. Ótrúlegt að sumir séu það sjálfhverfir að halda að þetta snúist um að koma upp fjarskiptum fyrir nokkra kalla og konur í F4x4 þó svo við séum að sjálfsögðu partur af markhópnum. Það rétta er að halda að sér höndum og leyfa rykinu að setjast, það væri alveg jafn gáfulegt að rjúka í frekari uppbyggingu VHF kerfisins eins og að kaupa einn 40 fetara af CDMA símum frá Rússlandi (eða svona næstum því). Mér finnst bara frábært að stjórn og aðrir hafi fengið TETRA stöðvar og vonandi nýtast þær vel en við verðum að fá að frétta af útbreyðslu, klúbburinn á líka að gera formlegar prófanir á útbreyðslu GSM. Fáir eru í eins góðri aðstöðu til þess að prófa þessi tæki eins og félagar f4x4 og þá þeir sem ferðast að einhverju viti. Til dæmis með TETRA sem er það kerfi sem ég vinn mest með þá er hægt að sjá hvar stöðin er inni og hvar ekki með því að spila feril stöðvarinnar þegar maður kemur heim. Líklega er hægt að gera annað eins með GSM í samvinnu við símkompaníin en þetta þarf að gera á leveli félagsins en ekki að einstaka kverulantar argist í þessu. Svo auðvitað er algjurt must að lát okkur hina vita hvernig þetta er að virka. Vonandi er þetta að einhverju leiti skiljanlegt þó svo að þetta er langt frá því að vera í takt við fyrsta póstinn.
26.02.2008 at 15:08 #615052Hef sagt það áður og segi það aftur. Þetta mun ekki virka, ná vinsældum, koma að notum almennt f. félagsmenn. En gaman fyrir þá sem vilja hækka dótastuðulinn – að bæta þessu DÓTI í bílinn. Góða skemmtun.
Kv. JKK
E.s. Já ég hef prófað þetta dæmi – ekki þess virði að eyða í tíma eða peningum – pólitík hlýtur að vera hugtakið sem er ráðandi frekar en hagkvæmni/notagildi.
26.02.2008 at 17:27 #615054Ég var nú að lesa yfir þessa umræðu hjá ykkur og ég komst að einu. Þið viljið jú allir bæta VHF fjarskiptakerfið okkar og halda áfram að byggja það upp. Ykkur er jú alveg frjálst að leggja til framlög til fjarskiptanefnd 4×4. Þeir peningar sem þið mynduð láta af hendi rynnu beint til fjarskiptanefndar 4×4 svo framlarlega sem að það yrðu ekki hagsmunaárekstrar þar.
Kveðja
Spotti.
27.02.2008 at 14:55 #615056Nú eru leikar heldur betur að æsast á farsímamarkaðnum, Síminn birti í morgun opnuauglýsingu með dreifikerfi sínu eftir að búið væri að koma upp LANGDRÆGUM sendum inn í farsímakerfið þeirra í sumar (ekki 3G) og var það svo sem ekkert mikið verra en hjá Vodafone. Promdrottningin frá því í fyrra er því loksins mætt á ballið þrátt fyrir að vera doldið sein og með rennandi farða.
Það sem vakti mun meiri áhuga í þessari auglýsingu var væntanlegt (ekkert talað um hvenær, mjög loðið) 3G þriðju kynslóðar farsímakerfi Símans en dreifnin á þeirri mynd var svakaleg, bara hluti Vatnajökuls og einhverjir 2-3 aðrir stórir blettir úti.
Það sem 3G kerfið hefur umfram venjulega GSM kerfið er mun bandvídd (hraðari gagnaflutningur) og mun fleiri notendur geta talað saman í einu.
Ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að 3G sé byggt á sama staðli og CDMA, spurning hvort Síminn ætli sér ekki bara að slaufa CDMA og keyra á 3G bæði á láglendinu og hálendinu, sem sagt eitt og sama kerfið alls staðar í framtíðinni. Það væri luvlý.
Tetra er flott kerfi fyrir viðbragðsaðila en ekki fyrir hina 3000 plús félagsmenn F4x4. Þeir þurfa ódýrt og gott talstövarkerfi sem við eigum nú þegar í VHF kerfinu en lengi má gott bæta. Síðan er bara spurning hvað rætist úr símamálum en það er bullandi sigling á þeim vígstöðvum núna …..
kveðja
Agnar
ps hérna kemur auglýsingin
[img:3evuxf18]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/1025/48718.jpg[/img:3evuxf18]
27.02.2008 at 15:07 #615058Ég hafði samband við Jóhann Kristján vegna pistilsins hér á undan af forvitni um það hvað honum mislíkaði við Tetra því að það kom ekki fram í textanum hjá honum. Þá kom í ljós að hann hafði þessa neikvæðu reynslu af gamla Tetra kerfinu sem búið er að leggja niður. Óánægja hans sneri aðallega að takmarkaðri útbreiðslu þess kerfis, ekki öðrum eiginleikum þess. Jóhann hefur ekki prófað nýja Tetrakerfið sjálfur. Þessi pistill er birtur til upplýsingar í samráði við Jóhann.
Það eina sem er sameiginlegt með gamla Tetrakerfinu og því nýja, sem nú er langt komið í uppbyggingu, er að þessi tvö kerfi vinna samkvæmt sama staðli, Tetra staðlinum. Tækjabúnaðurinn er allur annar og annað fyrirtæki sér um reksturinn.
Einn af fortíðardraugunum sem Tetra þarf að glíma við í dag er mikil neikvæðni vegna þess að gamla kerfið stóð sig ekki eins og rekstraraðilar þess kynntu.Nú kynni einhver að segja að Tetra nútímans sé ekki heldur með þá útbreiðslu sem kynnt er. Kerfið er enn í uppbyggingu og útbreiðslumyndin er gerð með tölvulíkani og getur aldrei orðið alveg rétt. Mér fannst til dæmis ekki eins gott samband norðan við Bláfellið og vænta mátti miðað við útbreiðslumynd. Í stað þess að vera með yfirlýsingar hér á vefnum talaði ég við tæknimenn Tetra og fékk þær skýringar að á toppi Bláfells væru tveir kollar og sendirinn er á þeim syðri. Nyrðri kollurinn skyggir á sambandið til norðurs. þeir vita af þessu og ætla að setja loftnetin á hærri möstur í sumar til að laga þetta. Nefni þetta til að sýna að kerfið er enn í þróun og við þurfum að gefa þeim ráðrúm til að ljúka verkinu áður en við dæmum.
Tæknimenn Tetra óska beinlínis eftir því að við höfum samband beint við þá ef við finnum staði með slæmu sambandi þar sem vænta má betra sambands skv. útbreiðslumynd. Stundum eru á því skýringar sem þeir geta þá komið með, annars geta þeir nýtt þessar upplýsingar til að bæta kerfið.
Hvort sem markmið þeirra um útbreiðslu nást að fullu eða ekki, þá er þegar ljóst að þeir hjá Tetra hafa náð mun betri árangri heldur en marga óraði fyrir í byrjun.
Við skulum því vera jákvæð út í framtak Neyðarlínunnar með Tetra, þetta kerfi eykur öryggi okkar allra.
Snorri
R16
27.02.2008 at 16:14 #615060Það er athyglisvert að Síminn fylgir fordæmi Tetra, og auglýsir kort sem sýna eitthvað sem á að gerast eitthverntíman í framtíðinni, en hafa með kerfi sem á að slökkva í árslok.
Þeir virðast enn ekki vera búnir að ákveða hvort 3G langdræga kerfið þeirra verður UTMS á 900 MHz eða CDMA2000 á 450 MHz. Bæði þessi kerfi nota CDMA tækni, en UTMS er samkonar og 3G kerfin sem nova og síminn reka nú þegar, en á annari tíðni, og er samhæft við GSM, sem CDMA2000 er ekki.
Fer á Vatnajökul um helgina, þar verður GSM og HF prófað, ennfremur verða eitthverjir ferðafélaganna með Tetra.
Ætli sé ekki hægt að nota GPS/ferlunarfítusana í Tetra til þess að safna gögnum til að gera raunverulegt útbreiðslukort?-Einar
27.02.2008 at 17:04 #615062Snorri segir að þetta tetra kerfi auki öryggi okkar allra. Ég er ekki viss um að það sé rétt. Í fyrsta lagi þá eru ekki nema mjög fáir sem eiga tetra stöð, en það eiga allir gsm síma. Í öðru lagi væri gsm samband á upp undir 100% landsins hefði því fjármagni sem eytt hefur verið í tetra kerfið verið varið í vitræna uppbyggingu á landsdekkandi GSM símkerfis. Í staðin erum við með þrjú eða jafnvel 4 símakerfi sem öll virka illa. Þetta er afleiðing af því að íslenskir braskarar eru að selja illa upplýstu stjórnmálamönnum tækni sem þeir hafa ekkert vit á. Ég veit að það er ákveðin þörf fyrir kerfi eins og tetra fyrir lögreglu en það er eingin þörf á að hafa það kerfi landsdekkandi. En það er hinsvegar mikil þörf fyrir að hafa gsm kerfið landsdekkandi. Ef maður hugsar til baka þá rifjast upp fyrir mér fleiri en eitt tilvik þar sem menn urðu úti með gsm síma í vasanum. Það eru atvik þar sem þessir langdrægu sendar sem vodafone er að setja upp hefðu örugglega komið í veg fyrir
27.02.2008 at 18:20 #615064Tetrakerfið eykur öryggi okkar allra vegna þess að betri fjarskipti björgunarsveita auka öryggi
ferðamanna á halendinu, m.a. félaga í F4x4.Minni aftur á eftirfarandi:
– Tetra kerfið kostar F4x4 ekki neitt.
– Enginn F4x4 félagi er neyddur til að nota Tetra
– Ég tel stórkostlegt að F4x4 félagar fái tækifæri til að nota Tetra ef þeir vilja.
– Tetra er nú mest dekkandi fjarskiptakerfi landsins sem hefur örugga hlustun.Ég bara skil ef ekki þessa þrálátu neikvæðni í garð Tetrakerfisins. Fögnum því frekar að loksins sé hafin kröftug uppbygging á fjarskiptakerfi sem getur leyst NMT af hólmi og gott betur.
Fögnum líka fyrirhugaðri uppbyggingu á GSM kerfunum, höldum okkur þó á jörðinni með væntingar um raunútbreiðslu þeirra. Tíðni GSM kerfanna er þrefalt hærri en Tetra kerfisins sem þýðir að þau eru mun sjónlínuháðari. Á mannamáli þýðir það að GSM mun nást á hæðatoppum en detta út í lægðum og giljum. Tetra er með þrefalt lengri bylgjur sem beygja talsvert betur ofan í lægðir. Skuggasvæðin verða mörg í GSM kerfunum, hversu mikið vandamál það verður eða hver verður raunverulegur munur á þessum tveim kerfum mun tíminn leiða í ljós en hann verður alltaf einhver.
Tíðindi um GSM á hálendinu, þó að það verði bara nothæft fyrir venjulega GSM handsíma uppi á hæðum, eru góð fyrir venjulega ferðamenn og útlendinga sem hafa ekki önnur tæki en GSM.
Þetta mun því, ásamt Tetra, auka öryggi okkar allra.Snorri
R16
27.02.2008 at 18:41 #615066Einar spyr
– Ætli sé ekki hægt að nota GPS/ferlunarfítusana í Tetra til þess að safna gögnum til að gera raunverulegt útbreiðslukort? –Jú, þetta er hárrétt og þeir sem eru með Tetra og ferðast mikið ættu sem fyrst að koma sér í ferilvöktun. Það mun safna mikilvægum upplýsingum um raunverulega útbreiðslu kerfisins, bæði fyrir okkur í F4x4 og tæknimenn Tetra.
Tæknimenn Tetra eru sjálfir með slíkt verkefni í gangi og nota hvert tækifæri til að sannreyna útbreiðsluna. Þeir munu vafalaust fagna því að fleiri taki þátt í því og auki þar með -öryggi okkar allra-.
Snorri
R16
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.