Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Aðgangur f4x4 að TETRA
This topic contains 118 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðfinnur Guðmundsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2008 at 13:48 #201942
– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA?
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af?
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína?
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun?
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4?Kveðja,
Einn voða forvitinn. ;o) -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.02.2008 at 14:07 #614988
Tetra er það sem mun ráða á næstuni , en bíddu með að fá þér stöð verðið á
eftir að lækka. skoða verð á næsta ár um haustið ekki fyrir þákv,,,, MHN
24.02.2008 at 14:49 #614990Bíða… það er ekkert hægt að bíða. Eigum við bara að þegja í 18 mánuði. Held að það gangi ekki. Þetta kostar 100þúsund og mun gera það áfram. Það sem aftur gerist í framtíðinni er að þetta mun verða eitthvað betra eða bjóða upp á fleiri möguleika. Kannski verður innbyggð rakvél, iPod, hjartastuðtæki og ryksuga en verðið verður örugglega svipað næstu ár. Þetta sést best af því að NMT símar voru lengst af á sama verði! Sama á við um talstöðvar, tölvur og fleira, tæknin eykst en verðið breytist ekkert og notagildið er nánast það sama
Annars hefur farið býsna hljótt um þetta núna upp á síðkastið, engir reikningar komið fram og litlar upplýsingar frá þeim sem eru að nota þetta. Ég er sammála spurningum frummælanda þráðarinns.Kveðja:
Erlingur Harðar
24.02.2008 at 19:36 #614992nota bara GSM frá vodafone……….. er það ekki miklu ódýrara?…………………
TEKIÐ AF HEIMASÍÐU og vodafone
Vodafone hefur að undanförnu unnið markvisst að því að stækka þjónustusvæði sitt með uppsetningu nýs langdrægs GSM kerfis sem er hrein viðbót við eldra kerfi.
Það er staðreynd.Nú er svo komið að viðskiptaivnir Vodafone njóta GSM sambands á mun fleiri stöðum á Íslandi heldur en viðskiptavinir annarra símafyrirtækja.
Það er staðreynd.Vodafone lætur ekki þar við sitja. Við höldum uppbyggingunni áfram og fyrir árslok mun samband um 50 nýja GSM senda nást langt á haf út umhverfis landið og víðast hvar á hálendinu.
Það er staðreynd.Kynntu þér staðreyndir málsins. SKiptu yfir til Vodafone með einu símtali í 1414 – strax í dag.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone
24.02.2008 at 19:52 #614994– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA? Leindarmál stjórnar sem var úthlutað fríum tetra og lofa þetta mikið í staðinn en gera sér ekki grein fyrir hvað þau eru í raun að skemma fyrir klúbnum þ.e grafa undan því að okkar eigið kerfi verði frekar notað og gert enn betra.
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af? mjög takmarkað og eiga á hættu að lokað sé á þá.
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína? mjög fáir en þeir sem eru komnir með þetta lofa þetta í bak og fyrir, verða að gera það enda búnir að eyða ekkert smá pening í þetta.
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun? Það má ekki spirjast út.
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4? Mjög lítilli þar sem við eigum got vhf kerfi og fjöldin mun nota það, Það er líka hækt að hlusta á VHF heima í stofu eins og tetra en það gerist ekki meðan fólk er "litað" af einhverri vittleisu. Stjórnin er búinn að setja samkepni gegn okkar eigin kerfi og ljóst og liðugt að grafa unda því að það verði byggt frekar upp með þessu tetra bulli. Skinsamlegra hefði verið að einbeita okkur að því sem við eigum sjálf og byggja það upp og sjá svo til hvaða símkerfi okkur biðist er fram líða stundir. En hvað hefur þessi blessaða stjórn svosem gert rétt upp á síðkastið?????næsta verk þeirra verður væntanlega að annaðhvort eiða þessum þræði eða banna mig á spjallinu, ekki kæmi mér það á óvart.
Jájá það er svolítill púki í mér núna en það er samt sem áður eitt og annað til í þessu hjá mér.
24.02.2008 at 20:04 #614996Er ekki betra fyrir okkur að byggja upp okkar vhf kerfi. Vhf kerfið sem félagið á og rekur er að virka vel fyrir okkur og er mun ódýrara en tetra. Ég var að kanna verð á tetra stöðvum um daginn og mér var tjáð af sölumanni að þetta kerfi myndi aldrei ná vinsældum hjá einstakliingum þar sem þetta væri það dýrt kerfi í alla staði. Við eigum ekki að taka upp kerfi sem er dýrt og skemma það kerfi sem við eigum sem er gott og virkar nokkuð vel og allir félagsmenn hafa tök á að fá sé vhf sem öryggistæki. Með góða vhf stöð og góðan síma erum við í miklu betri málum en að treista aðeins á tetra.
kv
Þórður Ingi
24.02.2008 at 20:27 #614998– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA?
Hjá stjórn 4×4.
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af?
Flestir fá aðgang enn sem komið er. Þeir fá almenna talhópa auk 4*4 talhópanna sem eru 3 talsins. Uppkalshópurinn virðist þó vera nánast eingöngu notaður. Ekkert mál er að fjölga talhópum.
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína?
Um 50 skráðir í 4×4 klúbbnum eru með TETRA og einhverjir sem eru með fyrirtækisstöðvar en með 4*4 talhópa í þeim einnig og þá sem meðlimir í klúbbnum. Rúmlega 3000 stöðvar eru í kerfinu í dag og verða þær um 4000 í byrjun maí. Þegar fleiri en 5000 stöðvar eru komnar verður aðgangur almennings takmarkaður.
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun?
Mánaðargjald eru 1140 kr,. á mán auk vsk. Samtöl í farsímann er sviðpað og í NMT kerfinu.
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4?
Það veit enginn. Umræðan hér á vefnum er sérkennileg og í litlu samræmi við veruleikann. Neyðarlínan er ekki að auglýsa Tetra fyrir almenning en að ósk stjórnar var opnað fyrir félagsmenn á kerfið. Varðandi útbreiðslu mun ekkert fjarskiptakerfi á landinu hafa eins mikla útbreyðslu og Tetra kerfið. Það er staðreynd. ´
Kveðja Þórhallur
24.02.2008 at 20:28 #615000– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA?
.
Mér vitanlega var þetta bara munnlegur samningur, en gaman væri að sjá hvað stjórn segir um málið.
.
.
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af?
.
Við höfum aðgang að einhverjum tugum almennum talhópa, og svo tæplega 10 sér-f4x4 hópa. Eflaust á hópaskipulagið eftir að breytast samfarandi aukinni notkun.
Er annars ekki með stöð hérna við hliðiná mér og er ekki með þetta í kollinum nákvæmlega, en þetta var eitthvað í áttina að því.
.
.
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína?
.
Erfitt að segja um þetta, en notkunin virðist vera einhver ef marka má traffíkina á talhópum f4x4 um helgar. (Engan veginn á við VHF kerfið en sennilega hátt á annan tug kominn með þetta í bílana)
.
.
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun?
.
Mánaðargjald minnir mig og svo ársgjald, svo er náttúrulega mínútugjald fyrir símtöl.
Maður gæti ímyndað sér að þetta væri einhver 10-20þús á ári miðað við lágmarkshringingar.
Mér vitanlega er ekki búið að ganga frá endanlegri gjaldskrá TETRA.
.
.
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4?
.
Tíminn einn mun leiða þetta í ljós, en ég held að þetta eigi eftir að verða almennra en flesta grunar.
.
.
MHN, hvað hefur þú fyrir þér að TETRA búnaður komi til með að lækka í verði eftir því sem líður á árið?
Ég nefninlega veit ekki betur en að TETRA stöðvarnar séu á einstaklega lágu verði eins og er, og sennilega eitthvað fram á árið, og þá rýkur þetta upp í verði.
.
kkv, Úlfr.
E-1851
24.02.2008 at 20:52 #615002Ferðaklúbbur 4×4 óskaði eftir því við neyðarlínuna að fá aðgang að tetra.
Hvorki stjórn, nefndir né klúbburinn fær greitt fyrir slíkt.
Hugsunin var að við hefðum þann möguleika á enn einu fjarskiptakerfinu.
Enn er verið að vinna í okkar kerfi vhf og er það ekki á döfini að leggja það niður.
Það er hverjum og einum sjálfsett að velja tetra eða ekki.
Kv
Agnes Karen Sig
Formaður f4x4
24.02.2008 at 20:53 #615004Þá er enn einn Tetra þráður kominn í gang og best að taka þátt í umræðuni.
Þessi samningur er í sjálfu sér ekki neitt sérstakur og mig minnir að hann hafi verið settur á netið. Hann var kynntur á mánudagsfundi og jafnframt kynntu Neyðarfjarskipti Tetra eina ferðina enn. Þar hömruðu menn á því að Tetra væri talstöðvarkerfi en ekki símakerfi, enda ráða sendarnir ekki við mörg samtöl og eru fljótir að blokkerast ef mikið er í gangi. útbreiðslan hefur þó stóraukist, en verður alltaf frekar sjónlínuháð, eins og í langdræga GSM kerfinu. Eins er áformað að bæta við helling af sendum og bæta Tetra enn frekar. Það sem er það lang besta við Tetra, er að það virðist vera samningur á milli OGvodafon og Tetra um að Vodafon megi setja upp langdræga GSM senda þar sem Tetra setur sig niður. Tetra þarf örbylgusamband og rafmagn til að virka, alveg eins og GSM sendir. Ef það verða settir langdragir GSM sendar á alla staði þar sem Tetra er og ætlar að fara á, verður alveg ótrúlega gott GSM samband á fjöllum, en þó munu djúpir dalir og svæði eins og fjallabak verða erfið fyrir kerfi sem vinna á 900MHz, enda frekar sjónlínuháð.
VHF kerfið okkar stendur fyrir sýnu og endalaust er verið að hugsa um hvernig hægt er að bæta það. Núna erum við í fjarskiptanefnd að velta því fyrir okkur hvernig best sé að tengja endurvarpa 4×4 við netið, og stórbæta þar með hlustunarmöguleika á kerfið. Þau mál eru í vinnslu, en vonadi er stutt í að hægt verði að gera prufu á þessu.
Það er allavega mikið að gerast í fjarskiptamálum þessa stundina og best að vera alveg rólegur enn um sinn og sjá hvað mun gerast á þessu ári. Síminn hefur lofað nýju langdrægu kerfi þegar slökkt verður á NMT um næstu áramót, en eitthvað heyrist lítið frá þeim núna, á meðan Vodafon auglýsa sitt kerfi á fullu.
Góðar stundir
24.02.2008 at 20:56 #615006Ég sá að það eru kominn fagleg svör við flestum fyrirspurnunum, en hér er dreifingarmyndin fyrir Tetra eins og hún var 14 nóvember 2007.
[img:wo589qsb]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4003/48654.jpg[/img:wo589qsb]
24.02.2008 at 21:25 #615008Gott að vita af því að fjarskiptanemd er enn með hugan við það að byggja enn frekar upp okkar eigið kerfi, enda hef ég tröllatrú á að sú nemd vinni að heilum hug að lausn sem hentar fjöldanum.
Einnig má hugsa þetta á annan veg, að byggja upp enn öflugra VHF kerfi kostar líka peninga og í það minnsta ég væri tilbúinn í að greiða eitthvað x aukagjald og þeir peningar færu í óskiptir í enn frekari uppbyggingu á VHF-inu okkar. Hugsið ykkur bara ef við segjum að árgjald fyrir Tertra sé 15000 og það eru kanski 3000 aðilar sem greiða gjöld til 4×4, getið þið hugsað ykkur hversu flott kerfi við gætum byggt upp fyrir þann pening….. jafnvel þó að ekki kæmi nema 3500 kall auka per haus…..Hvar er hugmindaflugið og framtakseminn, er ekki tími til kominn að GERA EITTHVAÐ HA….
24.02.2008 at 22:10 #615010sæll Þórhallur
Ég hjó eftir einu í annars ágætu svari frá þér, þú talar um takmörkun til almennings þegar 5000 stöðvar eru komnar inná kerfið.
Verður lokað fyrir nýja notendur eins og F4x4 meðlimi þegar þessu marki er náð ?
kveðja
Agnar
p.s. Frábær tíðindi að hægt verði að hlusta á einhverjar rásir VHF á netinu, hvet Fjarskiptanefnd til að vinna af kappi í þeim málum áfram…..
24.02.2008 at 22:28 #615012Tilvonandi OgVodafone
[img:o7yjaryl]http://www.vodafone.is/images/thjonustusvaedi-adv4web-1des2008.gif[/img:o7yjaryl]Núverandi Tetra
[img:o7yjaryl]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4003/48654.jpg[/img:o7yjaryl]
Núverandi gsm ogvodafone
[img:o7yjaryl]http://www.vodafone.is/images/thjonustusvaedi-adv4web-20feb2008.gif[/img:o7yjaryl]
Auk þessa mun vera um 200 kb/sek gagnasamband eða meira (net samband) sem kostar ekki mikið, alstaðar þar sem Ogvodafone gsm samband er
24.02.2008 at 22:34 #615014Aðgangur f4x4 félaga að Tetra kerfinu er hið besta mál og sorglegt að menn skuli ítrekað reyna að gera þetta tortryggilegt.
Aðgangur F4x4 félaga að Tetra kostar félagið ekki neitt og enginn er neyddur til að nota Tetra. Hvað er þá hægt að finna að þessu gagnvart stjórn F4x4? Að mínu mati ekki neitt og stjórnin á heiður skilið fyrir að hafa sóst eftir þessum samingi og komið honum á. Og Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, á heiður skilið fyrir að veita þessu brautargengi því að það er hreint ekki sjálfsagt mál að almenningur fái aðgang að fjarskiptakerfi sem byggt er til löggæslu og björgunarfjarskipta. Hins vegar lít ég á það sem hagsmunamál fyrir félagsmenn að eiga þennan möguleika.
Rangt er að stilla upp VHF kerfi f4x4 og Tetra sem keppinautum. Mín skoðun er sú að allir jeppaferðamenn eigi að vera með VHF stöð sem fyrsta fjarstkiptakost í sínum fjallabílum, óháð því hvort Tetra komi líka eða ekki. F4x4 mun væntanlega halda áfram rekstri og uppbyggingu VHF kerfisins af fullum krafti þangað til kominn verður annar kostur. Jafnframt verða fleiri kostir skoðaðir og byggðir upp eftir föngum. Þessi stefna verður endurskoðuð hverju sinni í ljósi þess sem komið er í almenna notkun og virkar, en ekki einhvers sem væntanlegt er og enginn veit hvernig mun virka í raun.
það er sorgleg staðreynd að einingis Iridium gerfihnattasímar sem kosta k.r 150.000 í innkaupum, kr. 2.800 í fastagjald á mánuði og næstum kr. 100 mínútan í tali séu einu fjarskiptatækin sem eru í raun 100% landsdekkandi. Staða neyðarfjarskipta á hálendinu er því langt því að vera ásættanleg eins og staðan er í dag.
Tökum öllu sem getur breytt þessari sorglegu stöðu fagnandi, Tetra er einfaldlega eitt af þeim kerfum sem gera ferðalög okkar öruggari.
Tíminn einn mun leiða í ljós hversu almenn notkun f4x4 verður á Tetra, verður það almennt eða verða það aðeins hinir allra hörðustu sem nota það ?
Hins vegar lít ég á það sem mikinn sigur að við skulum yfirhöfuð fá að nota Tetra.Snorri Ingimarsson
R16 og starfar í fjarskiptanefnd f4x4
24.02.2008 at 23:56 #615016Þetta virðist vera flott framtak hjá Vodafone, en getur einhver frætt mig á því hvort þetta langdræga og landsdekkandi kerfi sé með bæði 900 og 1800 MHz sendum? Ég nota nefnilega oftast gamlan Nokia 5110 og hann er bara með 900 MHz tíðninni. Stúlkukind sem svaraði í 1414 vissi ekki svarið og þótt hún hafi lofað að afla upplýsinga og hringja til baka hef ég ekkert heyrt ennþá.
Ágúst
25.02.2008 at 00:06 #615018Tetra kerfið er í uppbyggingu og á þessari stundu langt í land á austur og norðausturhluta landsins. Við verðum að gera ráð fyrir að smásaman verði fyllt í eiður sem eru á Tetra sambandi þar sem það er framtíðar fjarskipta kerfi viðbragðsaðila.
Hef farið með Tetra stöð með mér um svæðið norðan og austan jökla, hef látið tetra stöðina standa fram í framglugga. Þar á sambandið býsna langt í land ennþá en var þó skárra en gsm, nmt næst ekki vel á þessu svæði en samt skár en Tetra.
Hef þá trú að við verðum velsett með fjarskipti um næstu áramót Tetra og gsm vodafone sendum hefur þá verið fjölgað verulega og verði áform Símanns um nýtt símkerfi að veruleika ber bara að fagna því.
25.02.2008 at 00:17 #615020erum þá algerlega sammála um það að vera ósammála Snorri minn. Þetta eru svo margar hliðar að ég ættla ekki að reina að útskíra það hér að neinu viti enda búinn að gera það í öðrum þráðum, eins hef ég alltaf sakt að tetra er flott kerfi fyrir þá sem það er hugsað fyrst og fremst þ.e lögreglu og skilt.
Þetta verður mjög spennandi í framtíðinni að ferðast með 15 manna hóp og helmingur notar tetra og hinn VHF…… líttu nú aðeins fram fyrir nefið á þér og veltu þessu fyrir þér út frá öllum hliðum. Það fer ekkert á milli mála og ég leini því ekki fyrir einum né neinum og hef aldrei gert það að ég er gersamlega á móti því að félagsmenn hugsi um tetra sem einhverja lausn fyrir okkur og það sem margir skilja ekki greinilega er afhverju það er, þeir sömu hafa einfaldlega ekki skoðað þetta á sömu forsemdum og ég, ein forsemdan er t.d af hverju að nota kerfi sem hefur í raun ekkert fram yfir VHF. Það hefur komið fram að það sé hækt að fylgjast með hópum sem eru á ferðinni heima í stofu, mér finnst það mjög flott og vill gera það líka og það vill svo vel til að ÞAÐ GETUR ÞÚ LÍKA MEÐ VHF án þess að fá reikning mánaðarlega fyrir það verði uppbygginu haldið áfram af einhverju viti sem ég veit að fjarskiptanemd hefur áhuga á að gera. Til hvers að stíja mönnum óbeint í sundur í 2 hópa?? er ekki mun skinsamlegra að sameinast um 1 talstöðvarkerfi og gera það eins öflugt og hækt er, við getum það með VHF en gersamlega útilokað með Tetra þ.e við getum stýrt og byggt upp að okkar þörfum frá a-q, sættu þig bara við það, þetta er bara svona hvort sem okkur líkar betur eða ver.
Mér þykir eins og svo mörgum vænt um bæði klúbinn minn eins og þá fjölmörgu félaga ég ég hef eignast hér og þeir eru margir, ég mun berjast eins og ljón og ekki bera virðingu fyrir einum né einum til að stuðla að því sem ég veit að sé best fyrir OKKUR í FLEIRTÖLU!
25.02.2008 at 03:20 #615022Ég verð að segja að miðað við stöðuna í dag, þá er VHF ennþá betri kosturinn hvað varðar fjarskipti í ferðum á hálendinu. Mun meiri reynsla og þetta kerfi er sveigjanlegra. Og MUN ódýrara auðvitað.
Hins vegar þá er ég búinn að fá smá nasaþef af TETRA og hvað varðar Björgunarsveitir og neyðarþjónustur þá er þetta bara snilld. Einfaldar (ATH getur líka flækt) samskipti í leitum, símvirknin er líka góð. En hér höfum við líka tæki sem er dýrt, í innkaupum sem og í rekstri að það virðist vera.
Þetta virðist ætla að verða svona annað CB vs VHF dæmi eða CB vs Gufunes stöðvarnar nema bara mun minna sem ber í milli.
Þessi kerfi eru bæði fullkomlega nothæf en það er nokkuð til í því að ákveðin skipting gæti átt sér stað þegar þetta fer að byrja meira í útbreiðslu og hinir efnameiri eiga TETRA en hinir sitja eftir með VHF.
Það sem ég skil ekki er þessi takmörkun eftir 5000 notendur, í hverju hún er fólgin og af hverju hún er ekki bara gerð strax fyrst að hún á að eiga sér stað á annað borð?
Er verið að redda sér BETA testurum til að vinna út gallana eða?
Í lokinn þá held ég að maður ætti að benda á það að það sem virðist hræða menn mest er hversu "tölvukenndar" þessar stöðvar eru og því álitnar flóknar og óviðráðanlegar ef eitthvað kemur fyrir eða stillingum er ruglað.
Ég er hrifinn en kostnaðurinn stendur í mér ennþá. Sérstaklega þar sem að kostirnir eru ekki yfirgnæfandi.
25.02.2008 at 08:25 #615024Ég er sammála Hlyn varðandi það að samstarfið við OgVodafone er það langbesta sem hefur komið út úr öllu þessu Tetra brölti. Sérstaklega, ef það er rétt skilið hjá mér að kostnaður skattgreiðenda af Tetra + langdræga Vodafone GSM stöðvunum, er sé minni en það sem símafyrirtækin hafa fengið fyrir að stoppa í GSM göt á hringveginum og nokkrum fjallvegum innan þjóðvegakerfisins.
Ég er mestu sammála Benna hér að ofan, en ég held að það sé ekki miklar líkur á að menn fari almennt að nota Tetra í staðinn fyrir talstöðvar. Ég lít á Tetra sem gamaldags síma sem er forritaður til að hegða sér líkt og talstöð.Þegar menn bera saman kortin hér að ofan, þá er vert að hafa í huga að útbreiðslu kort Tetra hafa verið mjög bjartsýn, þar hefur oft verið lofað hressilega upp í ermina, meðan símafélögin hafa verið með mun raunsærri kort. Ég hef oft náð sambandi, bæði með NMT og Vodafone, langt utan þeirra svæða sem þeir sýna á sínum kortum, meðan menn virðast vera í vandræðmum með Tetra samband þó menn séu í innan við 25 km frá stöð í sjónlínu.
Menn meiga heldur ekki gleyma því að öll þessi kerfi eru háð sjónlínu. Þar sem GSM er á hærri tíðni (900 MHz) þá er það að öðru jöfnu aðeins háðara sjónlínu en Tetra, en það kemur á móti að GSM tæknin er miklu háþróaðri og næmari, þar er langdrægni allt að 100 km meðan fræðilegt hámark í Tetra er 56 km.
Það verður forvitnilegt á fylgjast með því hvernig þetta kemur út þegar það fer að koma reynsla á langdræga GSM kerfið, og menn fá samanburð.-Einar
25.02.2008 at 09:39 #615026Kostnaður skattgreiðenda er enginn af uppsetningu og rekstri Langdrægu sendanna hjá Vodafone, þeir sem nota kerfið borga eins og almennt er með GSM kerfið.
Langdrægu sendarnir eru á 900 Mhz tíðni.
Nú var settur upp Sendir á Strút á Laugardaginn sem ætti að bæta mikið sambandið á Langjökli og Arnarvatnsheiði.
Já ég er starfsmaður Vodafone.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.