FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Add-a-leaf

by Karl Hermann Karlsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Add-a-leaf

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristinn Rúnarsson Kristinn Rúnarsson 16 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.04.2009 at 22:54 #204198
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant

    Sælir/sælar
    Ég á gamlan 38″ Cherokee sem er orðinn frekar siginn að aftan , ég var að velta fyrir mér skástu lausninni ( i bili amk ) ….

    Er ekki bara þolanleg lausn að bæta við lift-blaði og góðum samsláttarpúða? Þessi add-a-leaf blöð eru gefin upp fyrir lyft frá 2″ – 6″

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 07.04.2009 at 23:40 #645426
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Kannski að setja loftpúða með blöðunum….ekki besta lausn kannski, en gerlegt samt.
    Ef þú setur auka blöð, þá er gamalt ráð að fylla fjaðrirnar með koppafeiti og pakka öllu saman inn í striga, þannig ná þær betri svörun í fína víbringnum sem fjaðrir ná oft ekki ósmurðar….

    kv
    Grímsi





    08.04.2009 at 00:02 #645428
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Já ég var búinn að velta fyrir mér að setja hjálparpúða með blöðunum. En ég held að ég færi þá frekar yfir í gormavæðingu.

    En þar sem ég ætla ekki að fara í neinar svoleiðis framkvæmdir fyrr en kanski í sumar þá var ég að spá í hvernig þetta kæmi út.

    Ég mundi jú kippa blöðunum í sundur og smyrja , en var aðallega að velta fyrir mér hvort menn hafi einhverja reynslu af svona lift blöðum með slöppum fjöðrum.





    08.04.2009 at 01:20 #645430
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Sumir segja að það auki líkurnar á að brjóta gömlu fjaðrirnar ef sett er nýtt blað sem er stífara með þeim gömlu.
    En það fer auðvitað eftir ýmsu. álagi og lengd blaðsins ogsfrv.
    ég myndi bara skella í hann svona blaði. það er það einfaldasta sem þú getur gert 😉





    08.04.2009 at 02:22 #645432
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    á bara einhver sæmilega góðar fjaðrir handa mér ?
    Það væri kanski ekkert síðra …

    Þetta er undir 1984 Wagoneer á 38"( Cherokee XJ )
    Nú eða kanski bara gorma/stífusett ?

    Svona til að skoða aðra möguleika áður en ég fer í þetta.





    08.04.2009 at 06:37 #645434
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Ætli það sé kanski skárri lausn heldur en að bæta við blaði?

    Kv. Kalli





    08.04.2009 at 07:49 #645436
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Þetta átti nú víst að vera gormademparar.





    08.04.2009 at 19:31 #645438
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Það er mjög einföld lausn á þessum vanta..

    1. þú rífur fjaðrirnar undan bílnum
    2. losar miðjuboltann og tekur fjaðrirnar í sundur.
    3. færð þér helst þykkt járn efnissrör með sirka 120mm gati í miðju og vel þykkt. Eða bara einhver járnstykki sem eru með þessu millibili.
    4. leggur hverja fjöður fyrir sig ofan á efnisrörið, þannig að boginn á fjöðrinni vísi upp, og færð þér góða hand sleggju og lemur jafnt yfir alla fjöðrina.

    Fjöðrin á semsagt að snúa eins og U í laginu ofán á miðju efnisrörinu og það er lamið fyrir miðju á efnisrörirnu á fjöðrina. Við þetta bognar fjöðrin örlítið við hvert högg og að lokum mun þetta hækka bílinn sirka 1-2". eða 25 – 50mm eftir því hvað menn eru duglegir á sleggjunni.

    Ég mæli með því að báðar fjaðrir séu rifnar í einu í sundur og sömu blöðin í hverri fjöður laminn á eftir hvor annarri til að fá samræmi í hækkun báðum meginn.

    Annars er líka hægt að fara með fjaðrirnar í beygjuvél og beygja örlítið á ca 4 cm fresti. Svipuð virkni.

    En annars er þetta kreppuráð dagsins frá mér… sem var einu sinni með blaðfjaðrir og hækkaði upp bílinn minn með þessu ráði.

    Það getur reyndar verið soldið erfitt að koma fjöðrunum í aftur ef lamið er mikið. En bara að prufa sig áfram og reyna að ná sömu beygju á allar fjaðrirnar þannig að þær leggist vel saman.

    k kv
    Gunnar Ingi

    Góða páska





    08.04.2009 at 21:18 #645440
    Profile photo of Sigurður Már Sigþórsson
    Sigurður Már Sigþórsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 104

    ég leysti þetta vandamál með því að aftengja
    demparana lyfta svo bílnum upp setti afturgorma
    úr mmc lanser á milli hann var bara góður á eftir
    þangað til loftpúðarnir fóru undir ef gormarnir eru of langir skerðu bara einn hring úr eða tvo
    kveðja siggi





    08.04.2009 at 22:17 #645442
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Kv. Kalli





    08.04.2009 at 23:09 #645444
    Profile photo of Kristinn Rúnarsson
    Kristinn Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 16

    fyrir alla muni ekki bæta blaði í búntið. það eyðileggur gömlu blöðin og gerir bílinn hræðilega hastan. betra væri að "slá þær upp" eins og áður var lagt til eða láta valsa blöðin. ég mundi ekki mæla með beygjuvélar-aðferðinni. síðan pússa eða sandblása þau og setja koparslipp eða aluslipp á milli í samsetningu.
    kveðja Kiddi





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.