This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Nú er aðalfundurinn nk. mánudag á Hótel Loftleiðum kl. 20.00. Ég vil hér með hvetja alla þá sem hafa hug á að bjóða fram krafta sína í þágu okkar ágæta félags til að mæta og gefa kost á sér, bæði í nefnda- og stjórnarstörf. Ferðaklúbburinn 4×4 er gríðarlega virkur og skemmtilegur félagsskapur sem samanstendur af allskonar fólki sem gaman er að vinna með.
Í störfum mínum fyrir félagið hef ég kynnst fullt af stórskemmtilegu fólki og get hiklaust mælt með því að starfa í þágu félagsins.
Mig langar til gamans að varpa því fram til félagsmanna hvort það er ekki eitthvað sem þeir vildu sjá rætt undir liðnum „önnur mál“ á fundinum. Endilega veltið upp hugmyndum í þessu efni, enda er allt annað á fundinum meira og minna niður njörfað skv. lögum félagsins.
Ferðakveðja,
BÞV
E.s. Til gamans má geta þess að engar tillögur að lagabreytingum liggja fyrir og búið er að panta skúffuköku og gulrótarköku með kaffinu í hléinu „, …
You must be logged in to reply to this topic.