Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.05.2006 at 07:53 #197990
Ég var nú að velta því fyrir mer hvort það sé búið að senda út fundarboð fyrir nýjan aðalfund og hvort að það eigi ekki allir úr öllum deildum að fá boð á fundinn.
Kveðaj Addi Ö-1435 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.05.2006 at 08:21 #553086
Ég fékk fundarboð s.l. miðvikudag, en ég veit um skuldlausa félaga sem ekki fengu það. Það væri væri forvitnilegt að heyra hvort það er undantekning eða regla. Annars virðist þetta ætla að verða erfið fæðing, því prufa 2 hefur ekki verið auglýst með tilkynningu á forsíðu, þótt mig minni að tímasetning hafi komið fram í spjallþræði.
Það hefur gengiið brösulega með félagatalið undanfarin missiri, og eftir að Setrið lagði upp laupana hafa menn ekki haft neina leið til þess að fylgast með því hvort þeir væru rétt skráðir eður ei.-Einar
22.05.2006 at 09:13 #553088Þar sem ég hef nú ekki enn fengið neitt fundarboð þrátt fyrir að vera fullgildur félagi þá er ég að spá í hvar og hvenær þessi marg blessaður aðalfundur á að vera.
Einnig væri nú gott að vita hvort að fndurinn sé ekki fyrir alla skuldlausa félagsmenn óháð í hvaða deild þeir eru í.Ef einhver í stjórn ferðaklúbbsins gætu svarað þessu þá væri það vel þegið, þá annað hvort hérna á spjallþræðinum eða þá sent mer svar í e-maili á addik@simnet.is
Kveðja Addi Ö-1435
22.05.2006 at 09:57 #553090Sælir allir félagar fengu sent fundarboð.
Þetta var sett í póst á mánuda fyrir viku.
kv
Gjaldkeri
22.05.2006 at 10:39 #553092Ég veit um eitt staðfest tilfelli þar sem skuldlaus félagi fékk fundarboðið ekki. Skúli Haukur fékk sömu upplýsingar. Þar sem Agnes svaraði ekki því sem spurt var, þá ætla ég að upplýsa það að ef minnið hefur ekki brugðist mér, þá verður fundurinn í Mörkinni (kjallara) klukkan 8 annað kvöld, þriðjudaginn 23/5.
Í fundarboðinu var kynnt breytingartillaga við lög félagsins þar sem felld er brott sú krafa að aðalfundur verði boðaður skriflega með minnst 7 daga fyrirvara. Ég tel að þessi tillaga sé mjög vanhugsuð, og vil ég skora á sem flesta að mæta á fundinn, og fella þessa breytingartillögu. Munið að hafa með ykkur félagsskírteini. Því miður er óvíst að ég komist.
-Einar
22.05.2006 at 11:10 #553094Ég hef ekkert fundarboð fengið, og hafi þetta fundarboð verið í Setrinu þá hef ég hvorki fengið það eintak né það næsta þar á undan.
Grétar A-705
22.05.2006 at 11:17 #553096Ég hef rekið mig nokkrum sinnum á að póstþjónustan er ekki jafn skilvís og fólk virðist halda og í mínu tilviki þá fékk ég fundarboð á aðalfund um miðja síðustu viku og er nafn mitt aftarlega í stafrófinu,og tel ég stjórn hafa staðið rétt að boðunini,þótt pósturinn sé ekki komin,það virðist vera erfitt að manna póstþjónustuna.
Hvað varðar þessa tillögu um breytta aðalfundarboðun þá tel ég hana vera fyllilega réttlætanlega í ljósi þess að við erum ein tölvuvæddasta þjóð í heimi og fundarboðun á heimasíðunni og eða í emaili eigi fyllilega að geta mætt kröfum þeim sem gerðar eru til aðalfundarboðs,það yrði þá líka von til þessa að félagaskrá og hverjir eru skuldlausir og svörun við skráningum nýrra félaga yrði tekn fastari tökum,og þar af leiðandi skilvirkari boðun til funda,og trúlega ódýrari,ég held að þessi fundarboðun sem nú er í gangi hafi kostað um 100þ
Ekki spurning að ég styð tillögunina.
Klakinn
22.05.2006 at 11:24 #553098Fundarboðið var póstsett á alla skuldlausa félaga, alls eitthvað um 2100 einstaklinga. Það getur gerst að eitthvað klikki í pósti eða að menn séu skráðir með rangt heimilisfang, þannig að þeir sem hafa greitt félagsgjald í ár og ekki fengið fundarboðið ættu kannski að hafa samband við skrifstofu og athuga skráninguna í félagatali.
Allir félagsmenn í klúbbnum eiga rétt á setu á aðalfundi óháð hvaða deild þeir tilheyra, enda er þetta aðalfundur klúbbsins í heild.
Það eru vissulega ýmsar hliðar á þessu með lagabreytinguna um hvernig fundur skuli boðaður, en hugmyndin bak við þessa breytingatillögu er að einfalda það og minnka kostnað. Það er bara svo margt sem væri skemmtilegra að leggja peninga klúbbsins í en að eyða hundruðum þúsunda í svona póstsent fundarboð, núna á þessum rafrænu tímum. Klakinn er nærri lagi um kostnað ef bara er horft í póstburðagjld, þau eru rúmlega 100 þús, en svo bætist við kostnaður við prentun.
Kv – Skúli
22.05.2006 at 12:11 #553100Hef ekki fengið fundarboðið.
22.05.2006 at 12:29 #553102ég er búinn að fá boð það eru greinilega póstsamgaungur á suðurland
kveðja jepp
22.05.2006 at 12:43 #553104Það er hægt að spara póstkostnað með því að gefa félögum kost á því að velja hvort þeir fá frettabréf og fundarboð send með hefðbundum pósti eða tölvupósti. Þetta er gert í mörgum félögum, t.d. Jöklarannsóknafélaginu. Samkvæmt þeirri tillögu sem er í fundarboðinu, fá menn ekkert val, þar er í reynd verið að útiloka þá sem ekki lesa tölvupóst, eða vakta vefsíðuna reglulega.
Það væri náttúrlega hægt að spara ennþá meira með því að leggja niður alla starfsemi félagsins.
-Einar
22.05.2006 at 13:15 #553106Þar sem það virðist vera svo að margir hafa ekki enn fengið umrætt fundarboð í sínar hendur getur farið svo að það verði enn og aftur að draga lögmætis fundarinns í efa, ég hef til að mynda ekki fengið fundarboð enn og hefur það ekki borist á þann stað sem ég er með skráð sem heimilisfang í félagsaðild minni né á skráð lögheimili hjá mér.
Ekki get ég sagt að það sé póstþjónustunni að kenna í mínu sveitarfélgai þar sem að það kemur póstur til mín 5 daga vikunar. Einnig hafði ég samband við þau á pósthúsinu og tjáðu þau mer það að ef bref er póstlagt í Reykjavík seinniparts mánudags þá er það komið til mín í síðastalagi á hádegi miðvikudags.
En samt finnst mér það soldið tæft að stjórn að vera póstleggja fundarboð rúmum 8 dögum fyrir fund þar sem að fundarboðið getur verið í tvo til þrjá daga í pósti.
Þar sem það er núna bara rétt rúmur sólarhringur í að fundurinn verður finnst mer ansi slæmt að vera ekki með neina dagskrá, tillögur um lagabreitingar, ársreikninga eða neitt sem við kemur þessum fundi.
Af þessum ástæðum fer maður að draga lögmæti fundarinns í efa.Kveðja Addi Ö-1435
22.05.2006 at 13:32 #553108Það liggur alveg fyrir að fundurinn var boðaður með þeim lögbundna hætti sem kveðið er á um í lögunum, en ég hef stórar efasemdir um að umrætt fundarboð breytin neinu til að frá um mætingu. Aðalfundir hafa hingað til aðallega verið frekar fámennir og nánast aðeins mannaðir af þeim sem eru á kafi í starfinu og vita nokkuð vel af fundinum. Það kæmi mér því verulega á óvart ef þessi póstsending sem slík skili einhverjum á fundinn sem ekki hefði komið annars. En lögbundnu ferli þarf að fylgja og það var gert og því kannski ekki rétt að segja að þetta hafi verið peningasóun, þ.e. meðan lögin gera þessa kröfu. Eik það sem ég var að tala um var að nota fjármuni klúbbsins í eitthvað skemmtilegt en ekki tilgangslitla bjúrókratíu, nóg af henni samt í þessu þjóðfélagi.
Kv – Skúli
22.05.2006 at 13:41 #553110Ég fékk umrætt fundarboð með dagsskrá og alles, þar sem bersýnilega hefur eitthvað misfarist einhversstaðar í kerfinu, væri þá ekki góð hugmynd að birta dagskrá fundarins hérna á vefnum, halda þennan fund og klára málið. Það má kjósa um fyrirkomulag fundaboðsins, hvort sem það verður e-mail, Setrið, póstsending eða bara hérna á vefnum eða blanda af þessu öllusamann.
Það er ómögulegt að aflýsa fundi aftur, ég trúi ekki að neinn nenni að standa í svoleiðins.Sjáumst á Aðalfundi annað kvöld.
kv. vals.
22.05.2006 at 14:37 #553112Í mörgum félögum eru aðalfundir frekar fámennar samkomur. Það hefur þó ekki átt við um f4x4, a.m.k þá fundi sem ég hef komist á. Það hefur hittst svo á að vinnan hefur þvælst fyrir því að ég kæmist á aðalfundi síðustu 3 árin, en fyrir þann tíma voru þeir mjög vel sóttir, enda kom Setrið þá reglulega út, og lítið var um að hringlað væri með fundarstað og tíma. Það er hætt við því að hringlið með fundartíma núna verði til þess að ennþá færri mæti annaðkvöld, heldur en á upphaflegum tíma. Hafi ekki orðið meirháttar klúður í plóslagningu fundarboðs ætti þessi fnudur núna að vera löglegur.
Mér finnst það þó lágt lagst að ætla að kenna póstinum um afföll á fundarboðum, það er afar sjaldgæft að bréf týnist eða tefjist verulega í pósti á Íslandi nú orðið, ef heimilisföng eru í lag.
Ég held að skipti engu máli hvort fundir eru auglýstir í dagblöðum eða ekki, en það er talsverður hluti félagsmanna sem ekki les tölvupóst, eða vefsíðuna reglulega. Það er fráleitt að ætla að útiloka þenna hóp frá upplýsingum um starf félagssins.
Þetta er ennþá verra vegna þess að nú er ekki hægt að ganga að því vísu að félagsfundir séu haldnir klukkan 20:00 fyrsta virka mánudag í hverjum mánuði nema júlí og ágúst, eins og áður var.-Einar
22.05.2006 at 14:48 #553114Ég fékk fundarboð á miðvikudag í síðustu viku og það var póstlagt með meira 7 daga fyrirvara og uppfyllir þar með allar krofur um lögmæti.
Varðandi breytingu á lögum þá er rétt að benda eik og öðrum á að það er ekki verið að ræða eingöngu um að boða fundinn á heimasíðunni heldur einnig í blöðum og útvarpi í vikunni fyrir fund. Þannig ætti hver og einn að eiga möguleika á að sjá eða heyra fundarboð þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að netinu og skoða ekki heimasíðuna – þó svo að ég sé þess fullviss að þeir séu ekki margir félagsmennirnir sem aldrei skoði síðuna.
Það er í mörgum félögum og fyrirtækjum sem að aðalfundir eru eingöngu boðaðir með rafrænum hætti – eins þekkist það að fundir séu eingöngu boðaðir í fjölmiðlum.
Þannig að ég tek heilshugar undir það að breyta lögunum á þennan hátt og að nota peningana sem í þetta fara í eitthvað skynsamlegra.
Benni
22.05.2006 at 14:54 #553116Var á pósthúsinu í dag og var þá endursendur póstur ca 30-40 stk vegna rangra heimilisfanga.
Þannig að ef menn og konur láta okkur ekki vita þegar flutt er þá skilar pósturinn sér ekki á réttan aðila.
Einnig fáum við ekki alltaf upplýsingar um greidda félaga úr öðrum deildum.
kv
Agnes
22.05.2006 at 15:29 #553118Einhvern veginn held ég að það sé algengara en menn halda að bréf misfarist í pósti. Að minnsta kosti er ástandið í Kópavoginum ekki gott, ég fæ oft í mánuði bréf inn um lúguna ætlað öðru fólki þó skýr og greinileg merking sé við lúguna, og þá á ég við bréf sem eru með nafni sem á ekki við og heimilisfangi sem á ekki við. Það fyndnasta sem ég hef fengið er bréf stílað á manneskju á Kópaskeri. Einnig eru dæmi um að bréf póstlögð í Reykjavík séu borin út í Kópavogi nokkrum vikum seinna.
Lifið heil
22.05.2006 at 15:51 #553120Já það er einmitt það sem ég á við póstþjónustu hefur hrakað og ég hef fengið bréf sem lögð hafa verið í póst mörgum vikum áður en hafðu átt samkv öllu að vera komin til mín á 3 degi eftir póstlangningu svo ég vísa athugasemd Eiks til föðurhúsanna,að öðru leiti tel ég tölvunotkun það mikla innann okkars hóps að það eitt og sér að auglýsa á síðunni nái til flest allra.
Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.