This topic contains 1 reply, has 2 voices, and was last updated by Benedikt Magnússon 9 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn 11. maí kl. 20:00 á Hótel Natura. Fundurinn verður samkvæmt venju um aðalfundi og samkvæmt lögum félagsins.
Kjósa þarf í stjórn:
Formann
Tvo meðsjórnendur
Einn varamannEinnig .þarf að kjósa í nefndir klúbbsins en samkvæmt lögum félagsins þá er um að ræða 7 nefndir.
Þær eru:
Fjarskiptanefnd Hlutverk nefndarinnar er að sjá um rekstur fjarskiptakerfa klúbbsins og hafa samskipti við fjarskiptayfirvöld. Fjarskiptanefnd skal miðla upplýsingum um fjarskiptamál til félagsmanna.
Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutverk nefndarinnar er að vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum með farartæki sín og þurfi aðstoðar við. Nefndin standi fyrir námskeiðahaldi og almennri fræðslu í samráði við stjórn.
Litlanefndin. Hlutverk nefndarinnar er að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum.Vef- og upplýsinganefnd. Hlutverk nefndarinnar er umsjón með vef- og útgáfustarfsemi klúbbsins.
Skálanefnd. Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með skálum félagsins s.s. byggingu, viðhaldi, rekstri og útleigu.
Tækninefnd. Hlutverk nefndarinnar er að vera fulltrúi klúbbsins gagnvart yfirvöldum er varða tæknimál tengd fjórhjóladrifsbifreiðum og miðla upplýsingum og sjónarmiðum klúbbsins bæði innan hans og utan
Umhverfisnefnd. Hlutverk nefndarinnar er að sinna verkefnum sem tengjast umhverfismálum og hagsmunum klúbbsins og félagsmanna hans gagnvart hlutaðeigandi yfirvöldum, ásamt öðrum verkefnum er varða umhverfismál innan og utan klúbbsins.
Mig langar til að hvetja ykkur félagsmenn til aðfjölmenna á fundinn og ekki sýst að taka þátt í starfi klúbbsins.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4
You must be logged in to reply to this topic.