This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég sat aðalfund félagsins 4 x 4 í gærdag. Það sést best á því, hvað klúbbstarfið er fjölbreytt og margt að gerast, að aðlfundurinn tók 6 klst.
Tvennt sem kom fram fannst mér sérlega athyglisvert.
Eins og hefur verið í umræðunni nýlega, þá kom fram að kostnaðurinn við útgáfu Setursins er mjög hár og tekjur á móti ná ekki að dekka þann kostnað.
Þarna var varpað upp þeirri hugmynd að þeir aðilar sem stirktu blaðið með auglýsingum, fengju líka að hafa þær á síðunni. Tel ég að þetta sé áhugavert úrlausnar efni fyrir nýkjörna ritnefnd í samráði við vefnefnd.
Einnig kom fram tillaga um að leggja fé í varnarkostnað fyrir félagið á opinberum vettvangi, þar sem svo virðist að, að okkur sé vegið með mjög skipulegum hætti um þessar mundir.
Mjög brýnt mál og löngu tímabært.Kv. Jón Ebbi.
You must be logged in to reply to this topic.