Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Aðalfundur
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Sæbjörg Richardsdóttir 15 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.05.2010 at 11:06 #212973
Það væri gaman að einhver myndi setja inn fundargerð aðalfundar sem fyrst þannig að klúbbmeðlimir sem vildu frekar fara á sýningu Bílabúðar Benna geti vitað hvernig fór:) var ekki ritari eða er enginn eftir að Stefanía hætti að skrifa hér inn.
Takk
Gísli Þór R3337 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.05.2010 at 13:03 #694998
Það hlítur að birtast hér fundargerð innan skamms.
Ritari var Didda og ég stýrði fundi.
En annars var það helsta sem gerðist þetta:
Þeir sem voru i framboði skv. lista í öðrum pósti hér á spjallinu voru allir kosnir + einn eða tveir sem bættust í á fundinum.
Lagabreytingum var vísað frá og við það yfirgaf flutningsmaður þeirra samkvæmið og hefur í því samhengi lýsti yfir andláti 4×4 klúbbsins á öðrum vetvangi

Stjórnin fór fram á heimild til að veita allt að fimm milljónum til ferðafrelsisnefndar og fékk þá heimild.
Fundiurinn stóð í 1 klukkustund og 45 mínútur. Og eins og ráða má af því var hann fremur átakalítill.
Benni
30.05.2010 at 13:25 #695000Takk Benni það væri gaman að sjá listann yfir stjórn og nefndir.
kv Gísli
30.05.2010 at 13:49 #695002Mér þætti gaman að sjá lista yfir áætlanir og framkvæmdir stjórnar klúbbsins á næsta ári, það er hvað erum "við" að gera og hvað ætlum við að gera, þetta er í anda yfirstaðinna kosninga og finnst mér sjálfsagt að ný stjórn komi með tilkynningar/yfirlýsingar um ætlun hennar til dæmis varðandi setrið, skálamál, ferðafrelsi (allt að 5 millur?) vil gjarnan vita ætlunina og hvert við stefnum, því að mikil lágdeiða er í kringum klúbbinn sem mér þykir mjög miður og vil því gjarnan fá aðeins opnara félagsstarf og meira upplýsingaflæði til okkar borgunarmannana, ég vænti þess ekki að það séu nein leindarmál í gangi en það er lítið um svör þegar innt er eftir málum.
mbk
Gísli Þór (sem komst ekki á fundinn)
30.05.2010 at 15:39 #695004Ég fagna því að núna verði settir peningar í ferðafrelsið, ég hefði viljað sá það gert fyrr. Vona að þeim peningum verði vel varið í að kynna sjónarmið okkar jeppamanna, svo fólk sjái að jeppamenn ferðast um landið sitt með virðingu.
Ekki veit ég hvort stækkunarmál á Setrinu voru rædd, en ég er kominn á þá skoðun að best sé að slá þau af að svo komnu máli. Mikið frekar að setja pening í nýja og hagkvæma ljósavél, sem allir sem koma í Setrið geta sett í gang á vandræða.
Góðar stundir
ps: Nú þegar er byrjaður að koma upp ís á Langjökli við Jaka. Má því búast við að vatnsrásir og sprungur opnist snemma í ár.
30.05.2010 at 18:10 #695006[b:31ju6ooh]Hlynur skrifar[/b:31ju6ooh]: Ég fagna því að núna verði settir peningar í ferðafrelsið, ég hefði viljað sá það gert fyrr. Vona að þeim peningum verði vel varið í að kynna sjónarmið okkar jeppamanna, svo fólk sjái að jeppamenn ferðast um landið sitt með virðingu.
Ekki veit ég hvort stækkunarmál á Setrinu voru rædd, en ég er kominn á þá skoðun að best sé að slá þau af að svo komnu máli. Mikið frekar að setja pening í nýja og hagkvæma ljósavél, sem allir sem koma í Setrið geta sett í gang á vandræða.
[b:31ju6ooh]Ekki misskilja ég er sammála fjárveitingu til ferðafrelsisnefndar en vil vita hvað eigi að gera einnig sammála með Setrið en vantar á sama hátt vantar umræðu og skilaboð’ frá stjórn um planið:)[/b:31ju6ooh]
Gísli pælari
30.05.2010 at 20:22 #695008Sælir
Það er orðið ljóst að ekkert verður að stækkunarmálum Setursins að sinni, en klárt að veita þarf peningum í endurbætur og viðhald á skálanum. Peningurinn sem stjórn sótti eftir á aðalfundinum verður varið í kynningar og ýmsan kostnað sem til fellur vegna hagsmunarbaráttu okkar.
Stjórn hefur ekki komið saman eftir aðalfund en mun hittast mjög fljótlega og skipta með sér verkum og fara yfir aðgerðarlista, hann verður svo byrtur á netinu.Kveðja
Sveinbjörn
02.06.2010 at 18:39 #695010Ýtrekun það væri gaman að fá á vefinn niðurstöður aðalfundar hvejir eru í stjórn og nefndum ásamt skýrslu ritara hvað gekk á.
Það hlýtur að vera hægt að birta þetta fyrir okkur sem ekki komumst en höfum áhuga á því sem gerist í klúbbnum okkar!!!!!
kv Gísli Þór
02.06.2010 at 23:16 #695012Sæll Gísli og aðrir áhugasamir
Ég er að leggja lokahönd á skýrslugerð. Sjálfum skrifunum er lokið, en ég er að bíða eftir innskönnuðum handskrifuðum skjölum, þannig að hægt verður að vista skýrsluna og öll fyrlgigögn saman. Þegar ég er komin með allt sem tilheyrir skýrslunni mun ég senda hana á stjórn sem sér um yfirlestur og byrtingu.
kveðja Didda
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
