Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Aðalfundur 4 maí 2008
This topic contains 77 replies, has 1 voice, and was last updated by Unnar Már Sigurbjörnsson 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.04.2008 at 16:34 #202268
Vantar í eftirfarandi nefndir og stjórn.
Stjórn.
2 aðalmenn til 2 ára
1 aðalmann til 1 eins árs
1 varamann.
Það vantar formann.
Formaður bíður sig fram í eitt ár í senn
Vefnefnd
4 sæti laus
Umhverfisnefnd
3 sæti laus
Tækninefnd
3 sæti laus
Hjálparsveit
3 sæti laus
Fjarskiptanefnd
3 sæti laus
Ritnefnd
4 sæti laus
Skálanefnd
2 – 3 sæti laus
Litlanefnd
5 sæti lausÞeir sem hafa áhuga eru beðnir að senda póst á stjorn@f4x4.is eða f4x4@f4x4.is
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.04.2008 at 10:51 #619834
Svo ég svari þessu hvað varðar umhverfisnefndina þá verður að viðurkennast að birting fundargerða umhverfisnefndar er ekki einfalt mál, við höfum stundum punktað eitthvað hjá okkur en utanumhaldið er ekki mjög skipulagt. Samt ætti að vera hægt að gera grein fyrir helstu störfum nefndarinnar.
1. Landgræðsuverkefni. Við höfum í fjölda ára unnið að uppgræðsluverkefni með Landgræðslunni á Merkurrananum í Þórsmörk. Það verkefni hefur skilað þeim árangri að ekki er ástæða til að græða meira upp þarna og þá var orðið tímabært að finna nýtt verkefni og þar er stefnt á að taka að okkur tiltekið svæði í Hekluskógaverkefninu.
2. Stikuferðir. Árlega tekin einhver leið og stikuð.
3. Ferlaverkefni. Þó þetta verkefni sé í sérstökum farvegi innan klúbbsins þá hefur nefndin verið með þumalinn á púlsinum í því og nefndarmenn komið að þessari vinnu.4. Áróður. Öðru hvoru hefur nefndin hrundið af stað eða tekið þátt í áróðursherferðum gegn utanvegaakstri. Meðal annars átt samstarf við mótorhjólamenn um það og fleiri félög. Einnig gefið út bæklinga sem dreift var á bensínstöðvar. Stundum hefur nefndin séð ástæðu til að bregðast við málum sem koma upp varðandi utanvegaakstur, senda fréttatilkynningar oþh.
5. Ýmis verkefni til að verja ferðafrelsið, s.s. umsagnir um reglugerðir o.fl.
Þetta er svona það sem í fljótu bragði kemur upp í hugann.
Kosið er um þrjú sæti í umhverfisnefnd og framboð sem komin eru í þau eru Vilhjálmur Freyr Jónsson, Jóhann Björgvinsson (báðir að bjóða sig fram aftur) og Þórður Ingi. Fyrir sitja í nefndinni Dagur Bragason og Magnús Guðmundsson. Undirritaður hættir störfum.
Kv – Skúli
16.04.2008 at 13:45 #619836Nefndirnar hafa ekki skilað frá sér fundargerðum að ég held. En á aðalfundi skilar nefndin skýrslu fyrir árið og ef farið er í Fróðleikur þar er Fundarskrár og undir því má finna fundargerir aðalfunda og sjá skýrslur nefndanna. Veit ekki til að hægt sé að finna þetta á aðgengilegri stað.
Kveðja Lella
16.04.2008 at 15:41 #619838Nei ég er ekki með TETRA.
16.04.2008 at 16:09 #619840Hvet alla til að kjósa Sveinbjörn til að leiða hjörðina.
Enn þú veist Sveinbjörn góður formaður verður að hafa allavega 2 Tetra tæki til umráðu.
16.04.2008 at 16:30 #619842Ég vil bara lýsa yfir undrun minni á skrifum sumra hérna og þá sérstaklega vantraust yfirlýsingum á Barböru og Eyþór. Ég hef ekki séð að þau hafi staðið sig illa, heldur tek ég ofan fyrir þeim að standa af sér þessa orrahríð sem dunið hefur á þeim og þá sérstaklega Barböru. Þau yfirgáfu ekki skútuna þrátt fyrir öll skerin sem skútan varð að brölta yfir. Þau voru kosin til tveggja ára og hvet ég þau til klára skipunartímann. Það getur verið að nýr formaður hafi aðra skoðun en þá er það hans að lesa úr þeim málum en ekki einstakra félagsmanna.
Munið að þau voru kosin í lýðræðislegri kosningu og þeirra kjör kemur ekki fyrir aðalfund fyrr en eftir rúmt ár og þá geta spekingar mætt og neitt atkvæðisrétt sinn, en látið vera (ég ætlaði að skrifa þessar árásir en ákvað að skrifa) þessi persónulegu komment hérna.Kv. vals.
16.04.2008 at 16:39 #619844held að menn ættu að hætta að velta sér upp úr þessu neikvæða og einbeita sér að því sem má gera betur, við skulum ekki gleima að núverandi stjórn/Agnes hefur gert fullt af góðum hlutum og ýmislegt sem aðrir/komandi formenn geta tekið til fyrirmynda sem dæmi þá gerði Agnes mikinn skuss í því að reina sameina deildir/samstarf og lagði mikið á sig við það, eilíf ferðalög og fl. hún meiaðsegja seldi okkur hér fyrir norðan árshátíðina á spottprís og okkur mikill heiður sýndur með að fá að halda hana þannig að það liggur marg gott í þeirra farvegi líka!
16.04.2008 at 21:38 #619846Það er ekki spurning að Agnes og hennar stjórn hefur gert ýmislegt gott, m.a. hvað varðar aukin samskipti við deildirnar. Ýmis fleiri góð mál mætti nefna. Það fer hins vegar ekki hjá því að skútan brölti yfir ýmis sker eins og Vals kemst að orði og eitt og annað sem ekki hefur verið full eining um. Að afgreiða það bara sem “óánægjuvæl einhverra örfárra sem aldrei eru ánægðir með eitt né neitt“ er klárlega ekki leiðin til að ná betri móral í klúbbstarfið en því miður gamalkunnur tónn. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að öll þau mál séu stjórininni að kenna eða einstaklingum innan hennar, það á örugglega við í þessu tilfelli eins og svo mörgum að sjaldan veldur einn er tveir deila. Það máltæki gildir auðvitað jafnt í báðar áttir. Móralsins vegna held ég að það væri mjög góður leikur að eftir næsta aðalfund byrji stjórn sem er ótengd þeim vandamálum sem uppi hafa verið. Sú hvatning nær ekki aðeins til Barböru og Eyþórs eins og menn láta liggja að hér, það snýr að öllum þeim sem sátu í stjórn á líðandi starfsári. Það hefur gerst að menn bjóði sig aftur fram til stjórnar og ekkert sem segir að Tryggvi eða Jón geti ekki boðið sig fram aftur núna, en tilmælin að ofan ná jafnt til þeirra sem annarra og í því felst ekki vantraust á einn né neinn, einfaldlega verið að benda á að það væri óheppilegt move og betri líkur á farsælu starfi ef önnur leið er farin. En auðvitað er þetta eitthvað sem hver og einn verður að gera upp við samvisku sína, hvort heldur er núverandi stjórnarmeðlimir eða þeir sem sögðu af sér.
Kv – Skúli
17.04.2008 at 11:31 #619848Mér þykir þú vera fljótur að gleima Skúli, varst það ekki þú sem átti að reka sem formann af því að þú gerðir aldrei neitt og var það ekki [nafn fjarlægt – Vefnefnd] sem átti að taka við af þér sem formaður í þá daga.
Ég er eifaldlega orðin mjög pirraður á þessu endalausa baknagi og söguburði um það sem þessi stjórn hefur átt að gera eða ekki gera og það að bera út lygasögur og leggja einn stjórnarmann í einelti er ekki eitthvað sem á að líðast í neinu félagi og þeir menn sem haga sér svoleiðis ættu í raun að ganga úr félagin, það mundi vera það besta í stöðunni.
Ég veit vel að ég hef líka verið kallaður hinum og þessum nöfnum og sagt að ég gerði aldrei neitt en ég vil ekki láta stjórna mér eða nota hvork beint eða óbeint.
Kveðja Þorgeir
17.04.2008 at 13:19 #619850Þorgeir hvað einhverjir voru að plotta á þeim tíma sem ég var formaður hef ég eðlilega ekki hugmynd um og olli mér hvorki áhyggjum þá né nú. Þannig að ég veit í sjálfu sér ekkert um það til hvers þú ert að vísa þarna né átta mig á hvað það kemur málinu við. Nema það sé að þegar ég tók við núverandi starfi höfðu samstarfsmenn mínir í stjórn klúbbsins (og reyndar einnig ég sjálfur) réttilega áhyggur af því hversu mikinn tíma ég hefði til að sinna klúbbnum og það var rætt af fullri hreinskilni, m.a. hvort heppilegra væri að ég léti af formennsku. Það kom allt eins til greina af minni hálfu þó niðurstaðan hafi orðið önnur. Þannig að ef það er þetta sem þú ert að tala um þá er ég ekki þeirrar gerðar að sjá það sem einhverja dramatík. Slík sögutúlkun hefur kannski skemmtigildi þó þetta eigi ekkert erindi inn í þessa umræðu!
En hvað daginn í dag varðar þekki ég ekki nægjanlega vel til þess hvað gerist innan stjórnar, söguburði um hana eða lygasögur til að leggja dóm á slíkt og er ekki að tala um það. Það er hins vegar hvorki söguburður né lygasaga að félagsandinn hefur ekki verið eins og best er á kosið í vetur, allavega finnst mér það vera áþreifanlegt. Get ítrekað það hér einu sinni enn að það skrifast örugglega ekki að öllu leiti á stjórnina, en eins og ég segi, sjaldan veldur einn er tveir deila og stjórn klúbbsins hlýtur að bera einhverja ábyrgð á stöðu mála og stöðu sinnar vegna kannski mesta ábyrgð. Auðvitað hafa núverandi stjórnarmenn og þeir sem gengu úr stjórninni á árinu fullt kjörgengi á næsta aðalfundi skv. lögum og geta boðið sig fram aftur ásamt því sem þeir sem ekki hafa lokið sínu tímabili hafa lögformlegan rétt á að ljúka því. Það er hins vegar mín skoðun að það væri klúbbnum til góðs ef þessi 7 manna hópur dregur sig í hlé frá stjórn að sinni.
Kv – Skúli
17.04.2008 at 13:31 #619852Ég hef eflaust ekki heirt allar sögur og alls ekki allar hliðar á þessum málum.
En ég veit um menn sem hafa sagt sig úr klúbbnum vegna þess að þeir vilja ekki leggja nafn sitt við klúbbinn meðan þessi stjórn situr, Og er mín skoðun sú að stjórnin eigi að drag sig til hlés.
Þau gætu tildæmis sagt stöðu sinni lausri og sótt um stöðuna eins og allir aðrir á aðalfundinum.
Þá yrði hreinlega kosið í stjórnina frá a-ö og myndi það þá bara ráðast hvort þau yrðu kosin áfram eða ekki.
17.04.2008 at 14:33 #619854Eins og þessi þráður hefur þróast, tel ég það heillavænlegast fyrir klúbbinn, að vefnefnd færi þennan þráð inn á Innanfélagsmál sem allra fyrst, eins og ég veit að hafi komið fyrirspurnir um.
Kv Magnús G.
17.04.2008 at 15:34 #619856Nei stundum er gott að loka bæði augum og eyrum og þykjast ekkert skilja en að sjálfssögðu hefur það áhrif á starfið þegar menn ganga um og baknaga og stunda rógburð á hendur sitjandi stjórn mánuð eftir mánuð.
Bassi hvar eru þessir menn sem hafa sagt sig úr klúbbnum, mér vitanlega hefur fjölgunin í klúbbnum aldrei verið meiri en einmitt nú um þessar mundir, hinsvegar veit ég að nokkrir létu taka sig af félagaskrá þegar þeim var gert það ljóst að þeir gætu ekki lengur notað afsláttin og rásirnar í VHF kerfinu án þess að borga fyrir það.
Kveðja Þorgeir
Ps. Hvaða viðkvæmni er þetta með nafnið á [Nafn fjarlægt – Vefnefnd] hún ætti að vera stolt af því að vera boðin formansstóllinn.
17.04.2008 at 16:25 #619858Mér finnst það vera með því skrítnara sem ég hef lesið hér á vefnum,á nú að banna mönnum að hafa skoðun á starfi klúbbsins og stjórn.
Mér er slétt sama hvað Þorgeir kallar skoðanir annara,hann breytir þeim ekki með svona skrifum,og ég verð að segja það hreint út að ég hef aldrei séð skrif eftir Skúla sem kallast mættu róg og fáir verið jafn vandaðir í skrifum á netinu,og mjög ómaklega vegið að honum.
En það er mjög skrítið að ef maður er ekki sáttur við störf stjórnar og lætur það í ljós,þá virðist sem maður sé settur á eitthvern óvina lista og ekki velkomin í félagstarfið og komi það ekki við,þetta hefur verið sagt berum orðum við mig af stjórnarmanni,en sem félagsmanni kemur starf og stjórn klúbbsins við og sem slíkur hef ég fullt og óskorað leyfi til að lýsa yfir algjöru vantrausti á þá fulltrúa sem ættla að sitja áfram og það sem meira er þá meina ég það,og svo má Þorgeir kalla mig öllum nöfnum sem honum langar,það mun ekki breyta skoðun minni.
17.04.2008 at 18:11 #619860Ég hef verið að velra því fyrir mér hvað umræða getur farið langt frá upphaflegu efni.
Og hvort við íslendingar erum met- hafar í að vera á móti og leiða Gróu gömlu fram á völlinn sér til fullkingis?
Lági mér einhver þó ég spurji, en í beinu frammhaldi af þassu datt mér þetta í hug.Hér um hlaðið rógur reið
ranglætið og íllgirndin
lígi og slaður skellti á skeið
skárri er það fyllkingin.Kv. S.B. R-266
ps spurningin er hvort þetta verði ekki síðustu skrif á þessum þræði áður en honum verði eitt.
17.04.2008 at 19:16 #619862Klaki, nafngreindu þennan stjórnarmann og hvar hef ég sagt að Skúli sé með rógburð ?
Skúli las það ekki úr skrifum mínum og er mér það óskiljanlegt hvernig þú getur fengið þá útkomu.
Ég hef ekki bannað neinum að hafa skoðun á starfi stjórnar og ekki er ég að reyna að breyta skoðunum annara. Bara benda mönnum á að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli og gott væri að fólk kynnti sér málið áður en það dæmir.
Til dæmis undirskriftarlisti sem gegur þar sem skorað er á stjórn að segja af sér. Þið sem búin eruð að skrifa og þið sem eigið það eftir HALDIÐI virkilega að þetta sé leiðin til að koma á frið og ró og sameiningu í klúbbnum ? svo athugið það að núverandi stjórn hættir á næsta aðalfundi.
Kveðja Þorgeir.
Ps Alveg er þetta dæmalaust með viðkvæmni fyrir nöfnum maður má ekki einusinni hrósa fólki án þess að vera hótað kæru og lögsókn.
17.04.2008 at 19:19 #619864Víst mun engu á þá logið
um það vitni sagan ber
Hvar sem gátu smugu smogið
með smánina á hæla sér.
17.04.2008 at 19:22 #619866ertu farinn að semja um sjálfan þig.
Kveðja Þorgeir
17.04.2008 at 21:46 #619868Þorgeir????.
17.04.2008 at 22:41 #619870þú þarft ekki að vorkenna mér enda á ég bara nokkra daga eftir og þá get ég sagt og gert það sem mér dettur í hug.
En spurningin Laugi ætlarðu ekki að svara henni eða er þetta eins og venjulega hálfkveðnar vísur og dylgjur sem engin inneign er fyrir.
Kveðja þorgeir
18.04.2008 at 09:02 #619872Velkomnir á innanfélagsmál.
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.