Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Aðalfundur 4 maí 2008
This topic contains 77 replies, has 1 voice, and was last updated by Unnar Már Sigurbjörnsson 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.04.2008 at 16:34 #202268
Vantar í eftirfarandi nefndir og stjórn.
Stjórn.
2 aðalmenn til 2 ára
1 aðalmann til 1 eins árs
1 varamann.
Það vantar formann.
Formaður bíður sig fram í eitt ár í senn
Vefnefnd
4 sæti laus
Umhverfisnefnd
3 sæti laus
Tækninefnd
3 sæti laus
Hjálparsveit
3 sæti laus
Fjarskiptanefnd
3 sæti laus
Ritnefnd
4 sæti laus
Skálanefnd
2 – 3 sæti laus
Litlanefnd
5 sæti lausÞeir sem hafa áhuga eru beðnir að senda póst á stjorn@f4x4.is eða f4x4@f4x4.is
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2008 at 23:08 #619794
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar 4×4
Eins og staðan er í dag finnst mér að núverandi stjórn eigi öll að fara frá !! ef ekki er hætta á því að illa fari.Það þarf stjórn sem vinnur með nefndum og er í góðu sambandi við þær en vinnur ekki á móti þeim einsog stundm virðist hafa skeð :(Alla vega er það mín skoðun og kannski margra annara eftir því sem maður hefur heyrt að best sé að skifta alveg un stjórn og fá nýtt og ferkst fólk sem getur unnið með öllum hafið klúppinn upp á sitt gamla góða plan einsog var áður:):):)
KV:Matti
sem verður ábyggilega lokað á :)eftir þetta
13.04.2008 at 23:08 #619796
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar 4×4
Eins og staðan er í dag finnst mér að núverandi stjórn eigi öll að fara frá !! ef ekki er hætta á því að illa fari.Það þarf stjórn sem vinnur með nefndum og er í góðu sambandi við þær en vinnur ekki á móti þeim einsog stundm virðist hafa skeð :(Alla vega er það mín skoðun og kannski margra annara eftir því sem maður hefur heyrt að best sé að skifta alveg un stjórn og fá nýtt og ferkst fólk sem getur unnið með öllum hafið klúppinn upp á sitt gamla góða plan einsog var áður:):):)
KV:Matti
sem verður ábyggilega lokað á :)eftir þetta
13.04.2008 at 23:10 #619798
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ÉG styð Sveinbjörn sem formann
14.04.2008 at 09:12 #619800Auðvitað er gott að fá nýtt blóð inn í svona félagsskap en við megum heldur ekki gleyma hversu gott það er að hafa fólk á svæðinu sem hefur reynslu. Nýliðarnir þurfa þá ekki endalaust að finna upp hjólið á ný.
Að fá fólk til að starfa fyrir klúbbinn er sennilega ekki auðvelt verkefni. Undanfarin ár hafa þessi störf í þágu klúbbsins verið mjög vanþakklát og mjög gagnrýnd. Stundum virðist gleymast að fólkið í stjórnunum og nefndunum sé hreinlega mennskt. Ykkur að segja er ég ekki hissa þó að framboðslistinn sé í lakara lagi…
Vonandi förum við aðeins að líta í eigin barm og skoða okkur sjálf og kanna hvort við getum lagt nefndar og stjórnarmönnum liðshönd í staðinn fyrir að leggja þeim eintóm leiðindi,skammir,slæmt umtal og óheiðarleika í hattinn.
Allir sem vinna fyrir klúbbinn eiga hrós skilið og vil ég þakka núsitjandi stjórn kærlega fyrir velunnin störf í vetur þrátt fyrir talsverða erfiðleika sem upp hafa komið.
Hættum að standa á móti og stöndum frekar með.
14.04.2008 at 10:54 #619802Í stjórn eru tveir einstaklingar sem eiga eftir ár af sínum kjörtíma, það eru Eyþór og undirrituð. Því eru laus þau sæti í stjórn sem tiltekin voru hér að ofan.
Öll framboð í stjórn eða nefndir sem komið hafa eru skráð hér að ofanverðu.
Kv.
Barbara Ósk
14.04.2008 at 11:52 #619804Sælir félagar
Til að upplýsa um stöðu mála vegna stjórnarkjörs.
Nú í dag eru komnir sjö aðilar sem eru tilbúnir til að koma í stjórn, þannig að allt útlit er fyrir að það verði kosning. Við ætlum að hittast í vikunni reikna ég með og gera klárt þannig að ég ætti að geta sett nöfnin á vefinn í vikunni.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson -43
14.04.2008 at 12:40 #619806Í vefnefnd vantar 4, einn situr áfram. Ásgeir Sigurðsson kosinn til tveggja ára verður áfram. Valur Sveinbjörnsson var fenginn inn í stað Fjölnis sem sagði sig úr nefndinni fljótlega eftir síðasta aðalfund vegna skorts á tíma. Valur gefur ekki kost á sér áfram. Ólafur Magnússon hætti í nefndinni núna eftir áramót vegna anna. Hann hefur ekki gefið kost á sér áfram. Hafsteinn og Bjarni hætta í nefndinni núna en munu starfa áfram í samstarfi við nýja vefnefnd meðan núverandi vefur lifir. Einnig munu þeir aðstoða við flutning gagna af núverandi vef yfir á þann nýja.
–
Framundan eru mjög skemmtileg verkefni, hafin er smíði á nýjum vef sem tekinn verður í notkun á starfsárinu. Verið er að aðlaga Joomla! vefumsjónarkerfið að þörfum klúbbsins og er sú vinna aðkeypt. Hlutverk nýrrar vefnefndar verður að koma nýjum vef á koppinn með öllu sem því fylgir. Forritunarvinna verður líklega í lágmarki hjá nefndinni og hentar starfið því fleirum en bara forriturum. Ef menn eru æstir í að forrita þá er örugglega hægt að finna einhverjar viðbætur við Joomla! sem klúbbinn vantar.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
14.04.2008 at 13:38 #619808Mig langar að vekja athygli á að ég sé engar uppplýsingar um hlutverk, verksvið eða starfsemi allra nefndanna.
Eru t.d. fundargerðir aðgengilegar á síðunni ?
Ég hefði áhuga á að vera í t.d. Fjarskiptanefnd en býð mig ekki fram að þessu sinni þar sem ég hef einfaldlega ekki tíma aflögu eins og staðan er í dag.
Ég spyr þá einnig hvort að skortur á framboði haldist í hendur við skort á upplýsingum til félagsmanna um hvað þeir taka sér fyrir hendur með nefndar- stjórnar og varastjórnarstarfi… Hvað finnst ykkur ?
14.04.2008 at 13:49 #619810Nú var ég á febrúarfundinum þar sem að Snorri bað um orðið. Á þeim tíma sem og oftar var mikil óánægja með störf stjórnar. Hann óskaði eftir því að ekki yrði farið út í aðgerðir (sem væri þá að boða auka aðalfund) þar sem að stutt væri í aðalfund og að sitjandi stjórn myndi víkja og inn kæmi alveg ný stjórn. Var þetta virt með þessum forsendum.
Skora ég á sitjandi stjórnarmenn að virða þetta samkomulag líka.
Ég styð Sveinbjörn til formennsku og að hann fái til liðs við sig alveg nýtt fólk í stjórn. Stundum er betra að byggja á nýjum grunni heldur en gömlum brunarústum.
Kv. Stefanía R-3280
14.04.2008 at 14:38 #619812Stefanía hefur misskilið mig eitthvað. Þegar ég talaði á febrúarfundinum hafði ég ekkert samkomulag í huga um að stjórn væri hlíft við árásum gegn því að segja af sér. Ég hafði ekkert pælt í stöðu manna eða hvað er eftir af kjörtímabili þeirra. Þegar ég sagði ný stjórn, þá hafði ég alveg eins í huga einhverja úr núverandi stjórn, eða einhvern þeirra sem sagt hafði af sér.
Núverandi stjórnamenn (bæði þeir sem hafa sagt af sér og þeir sem eftir eru) hafa starfað ötullega og verið duglegir fyrir f4x4. Það ber okkur að virða. Hins vegar skil ég vel að stjórnarmenn þreytist á eilífum innanhússátökum og skil vel ef einhverjir sem ekki hafa lokið kjörtíma sínum segi af sér.
Mitt meginmál á febrúarfundinum var það að við skyldum hætta að eyða orkunni hvert á annað, horfa samhent og bjarsýn framávið og takast á við brýnustu hagsmunamál okkar. Orðalag Stefaníu með samlíkingu við brunamál er ekki í þeim anda sem ég tel eiga við nú.
Okkar mesta áhyggjuefni nú tel ég vera ferlamálin og ferðafrelsið. Önnur mál eru í góðum gír, jeppabreytingarnar hafa fest sig betur sessi en nokkru sinni, ímyndarmál jeppamanna eru jákvæð, nægur snjór er á fjöllum, 3 ný fjarskiptakerfi á hálendinu, komin eru stærri dekk en áður sem bara virka og Patrolarnir eru enn að koma á óvart……………
Hvað getur þetta orðið betra ?
Verum jákvæð og stöndum saman.
Snorri Ingimarsson
R16
14.04.2008 at 15:53 #619814Því verður ekki neitað að talsverð ólga var í klúbbnum um það leiti sem umræddur fundur var haldinn og ég held að það megi segja að það hafi tekist sæmilega að leggja ágreining til hliðar á meðan starfsárið er klárað. Stjórnin hefur allavega fengið frið til að vinna að ýmsum mikilvægum málum sem var jú einmitt markmiðið og það sem margir töldu að skipti öllu máli. Ég er samt ekki viss um að það hafi tekist með þessum fundi að skapa hina samhentu og hamingjusömu fjölskyldu sem Snorri dregur upp mynd af. Það þarf kannsk meira til en góð orð til að fá þann móral, en um að gera að allt sé reynt sem mögulegt er til að ná þessu fram á næsta starfsári. Ég er viss um að Sveinbjörn er líklegur til að ná árangri í þessu og ekki ólíklegt að það hjálpi til ef hann er með alveg nýja stjórn með sér, sé að byrja með algjörlega hvítt blað. Ég held að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að reynslu skorti hjá manni með félagsnúmerið 43 og traustar stoðir í klúbbstarfinu. Með þessu er ég ekki að leggja dóm á störf fráfarandi stjórnar og ekkert endilega að halda því fram að þessi ólga sé alfarið henni að kenna, en hverju sem um er að kenna er 4×4 ekki eins samhentur hópur í dag og við myndum óska.
Kv – Skúli
14.04.2008 at 19:01 #619816Hlutverk nefndanna má sjá með því að fara á viðkomandi nefnd hér uppi, þar er skipunnarblað nefndarinnar og þar má lesa um hlutverk hennar.
Kemur á óvart og skemmtilegt að heyra að það séu fleiri í framboð í stjórn en sætin eru…….
ég hélt að það væri lítið spennandi að fara í stjórn sérstaklega eftir svona vesen eins og þessi vetur er búin að vera. En gott mál.
Kveðja Lella
15.04.2008 at 17:25 #619818Ég tek undir með Skúla og Hlyn og fl og lýsi yfir fullum stuðningi við framboð Sveinbjörns og óskastaðan væri að hann fengi alveg nýja stjórn með sér og tel það í raun nauðsynlegt til að hefja starfið í klúbbnum upp á hærra plan,og því ætti öll núverandi stjórn að fara frá svo komandi stjórn fái hreint borð og frið til góðra verka.
15.04.2008 at 17:49 #619820Mér finnst það slæmur kostur að allir komi nýjir inn í stjórn. Það er ástæða fyrir því að menn eru kosnir til 2 ára annað hvert ár. Hvort sem um er að ræða stjórn eða nefnd þá finnst mér jafnslæmt að allir komi nýjir eins og að sömu rassarinir sitji í 6 eða 10 ár.
Ég skora á Barböru og Eyþór að klára sitt kjörtímabil, allir hinir eru búnir í vor með sinn tíma.
Kveðja Lella
15.04.2008 at 18:01 #619822
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að Sveinbjörn sé nú ekki alveg nýr í klúbbnum og held að hann þekki mjög vel til starfa hans utan sem innan stjórnar.Allavega er það mín skoðun að Barbara og Eyþór ættu ekki að sitja áfram heldur ætti að leyfa Sveinbirni alveg að byrja með nýtt og ferkst blóð í stjórn.
KV:Matti
15.04.2008 at 21:12 #619824held að þessi þráður hafi átt að snúast um hverjir gefa kost á sér í hvað. En ekki óánægjuvæl einhverra örfárra sem aldrei eru ánægðir með eitt né neitt.
Kveðja Þorgeir
15.04.2008 at 21:33 #619826Ert þú með TETRA?
15.04.2008 at 23:30 #619828Ég hef áhuga á að taka svolítið virkari þátt í starfi klúbbsins og býð mig fram í ritnefnd. Tryggvi Már Gunnarsson, R-4007.
16.04.2008 at 08:26 #619830Hvernig væri þá að koma lista á netið á svipaðann hátt og Teddi gerir fyrir bílasýninguna þe lista yfir hverjir SITJA ÁFRAM, GEFA KOST Á SÉR AFTUR og hverjir bjóða sig NÝIR fram allt skift eftir nefndum, þessi listi sem kominn er þar finnst mér margt vanta ef fólk á að gefa kost á sér þá vill það gjarnan vita hverjir sitja fyrir í nefndinni til að vita hverjum það er að bjóða sig í störf með.
með vinsemd og virðingu
Gísli Þór R3337
16.04.2008 at 10:09 #619832Lella svarar mér til að uplýsingar um starf nefndanna sé á síðunni og vísar í hlekk þess efnis.
Málið er, að ég er eiginlega engu nær um hvað nefndin sé að [i:10p7qrm5]gera[/i:10p7qrm5] þessa dagana. Er hún virk ? Er hún að funda ? Skipunarbréf nefndanna er 80% sami textinn hjá þeim öllum.
Ég legg til að nefndirnar birti fundargerðir svo maður geti sett sig aðeins inn í málefnin sem eru á borði nefndarinnar án þess að þurfa að sitja í nefndinni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.