Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Aðalfundur!!!!
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.05.2004 at 13:42 #194339
Sælir félagar
Hvað fannst ykkur um aðalfundinn.
Ég fyrir mitt litla leyti er mjög ánægður með fundinn.
Ég hef smá spurningu í framhaldi af þeim umræðum sem voru í lok fundarins um húnsæðis og skála mál.
Hvort á félagði að einbeita sér í að uppbyggingu skála til fjalla eða kaffi aðstöðu fyrir þá sem fá ekki brottfararleyfi úr bænum?
Kveðja Fastur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.05.2004 at 13:59 #501801
Sælir félagar,
Í gær mætti ég á aðalfund 4×4 og var það í fyrsta skipti sem að ég mæti á slíkan fund, enda innan við ár síðan ég gekk í félagið. Ég verð að segja að þetta var ágætis fundur og nokkuð vel upplýsandi fyrir þá fáu sem þarna voru. En fyrir gamalreyndan félagsmálahund eins og mig var þetta mjög sérstök upplifun að sitja þennan fund og var margt við þennan fund gagnrýnivert og má gera mun betur að mínu mati. Þess vegna skrifa ég þennan póst, til að benda á það sem að mínu mati má betur fara.
Skýrsla stjórnar var flutt af formanni félagsins og var mjög gaman að hlusta á hana, hitt er annað mál að ég á því að venjast að skýrslu stjórnar sé dreift á til fundarmanna til að þeir geti lesið hana yfir sjálfir, en formaður fari yfir helstu atriði. Ég verð að segja að ég saknaði þess nokkuð að fá ekki prentað eintak af skýrslunni og hefði gjarnan vilja eiga slíkt í dag því ég man ekki allt sem sagt var.
Ársreikningar voru vel framsettir og gjaldkeri gerði þeim ágæt skil. Hins vegar fór allt of langur tími í umræður og má þar fyrst og fremst kenna um spurningum úr sal sem að gjaldkeri hafði þegar útskýrt í ræðu sinni ? en það er alltaf gott þegar menn hafa skoðanir á reikningum félags, það veitir nauðsynlegt aðhald.
Skýrslur nefnda voru ljómandi góðar og fræðandi fyrir nýliða í félaginu eins og mig, sérstaklega var skýrsla umhverfisnefndar góð og skemmtilega uppsett.
Lagabreytingar gengu furðulega fyrir sig, en það var þó að fyrst og fremst vegna misskilnings hjá fundarstjóra ? breytingarnar voru þó allar sem betur fer þess eðlis að þær lágu nokkuð beint við og þurftu ekki neina sérstaka umræðu. Það hefði þó verið betra að setja þetta þannig upp á blað að núverandi lagagrein og breytingarnar sem lagðar eru til væru á sama blaði ? en það er kannski bara sérviska í mér.
Kosningar til stjórnar og í nefndir gengu ljómandi vel fyrir sig. Eitt fannst mér þó slæmt og það var að þeir tveir sem voru í framboði til stjórnar skildu ekki standa upp og kynna sig. Það er nú þannig að þó svo að flestir eldri félagar í klúbbnum viti vel hverjir þessir menn eru þá voru líka nokkrir þarna sem vita það ekki og því hefði verið ágætt að fá að sjá framan í þessa menn. Ég hefði að vísu kosið að þeir hefðu farið í pontu og sagt lítillega frá því hverjir þeir væru og hvað þeir ætluðust fyrir í sínum störfum í stjórn ? en enn og aftur er það kannski bara mín sérviska.
Þegar komið var fram í önnur mál þá fyrst blöskraði mér, þá kom í ljós að undir liðnum önnur mál stóð til að afgreiða styrkbeiðnir upp á hart nær 6 milljónir. Ég verð að segja að þetta eina atriði var að mínu mati eitt veigamesta atriðið á dagskrá fundarins og hefði að sjálfsögðu átt að fjalla um mun fyrr á fundinum, en ekki undir liðnum önnur mál þegar klukkan var farin að ganga 12. Nú geri ég mér fulla grein fyrir því að dagskrá aðalfundar er bundin í lög félagsins, en þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem að sótt er um styrki til félagsins. Því legg ég til að á næsta aðalfundi verið lögunum breytt á þann veg að liður sem heitir styrkbeiðnir verði settur inn í dagskrá aðalfundar og komi strax á eftir afgreiðslu reikninga. Að auki ætti stjórn að láta fara yfir þessar kostnaðaráætlanir sem að lagðar eru fram með styrkbeiðnum og gera sínar tillögur að svörum við þessum beiðnum, en ekki að henda þessu svo til óundirbúið inn á aðalfund ? fundarmenn hafa fæstir næga yfirsýn og þekkingu á starfinu og fjármálum félagsins til að geta tekið rétta ákvörðun um svona beiðnir.
Ég varð því miður að fara af fundinum um kl 23:30 og veit því ekki hvernig honum lauk og því væri ljómandi gott að fá fréttir af því hvernig þetta fór allt saman.
En ég get ekki skrifað pistil um aðalfundinn án þess að minnast á þátt fundarstjóra, sem var að mínu mati vægast sagt mjög sérstakur. Stjórn fundarins var öll frekar laus í reipunum og hefði fundurinn án efa geta orðið nokkuð styttri ef að t.d. eitthvað form eða stjórn hefði verið höfð á spurningum úr sal ? en það er allt í góðu með að hafa þetta frjálslegt ef að menn vilja, en það tekur óneitanlega lengri tíma en ella.
Það furðulegasta við þátt fundarstjóra var þó það að hann skyldi svara annarri hverri spurningu sem að beint var stjórnar. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi setið í stjórn síðasta árið, ég veit vel að hann sat í stjórn og gegndi formennsku í félaginu hér áður og hefur án nokkurs vafa gert það mjög vel. Hitt er annað mál að núna er önnur stjórn og annar formaður sem er fullfær um að svara spurningum á aðalfundi og því fáránlegt að fundarstjóri svari spurningum sem ekki er beint til hans.En þrátt fyrir þetta röfl mitt þá hafði ég mjög gaman að fundinum og þakka fyrir hann ? ég vona bara að þessar ábendingar mínar geti orðið til einhvers gagns.
Svo að lokum ætla ég að óska þeim sem kjörnir voru til starfa fyrir félagið í gær til hamingju með kjörið og ég vona að þeim vegni vel í starfi næsta árið.
Kveðja
Benedikt Magnússon
11.05.2004 at 15:04 #501805áhugaverð sem og skilmerkileg skrif hjá þér Benedikt sem vert er að stjórn taki til athugunar ! þessu til viðbótar ef ég má ? langar mig að leggja fram þá spurningu til stjórnar; möguleika að gera Ársskýrslu 4×4 fyrir árið 2003 aðgengilega á okkar heimssíðu fyrir "félagsmenn" í 4×4 ?
kv
Jón Snæbj
11.05.2004 at 15:08 #501810Sæll Björgvin
Ég vil bara benda á að tekjurnar af Setrinu voru kr. 1.509.606 á meðan 1.737.819, þannig að í raun hefur kostnaðurinn vegna Setursins lækkað á milli ára frá því að farið var að selja auglýsingar í svona miklum mæli.
kveðja
Soffía
(fyrrum ritnefndarmeðlimur :o) )
11.05.2004 at 15:10 #501814þetta átti að vera "…á meðan kostnaðurinn var 1.737.819 kr., …"
11.05.2004 at 16:22 #501818
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála því að fundurinn var góður og fínt hvað var mikil umræða. Við hefðum getað verið fram undir morgun að ræða málin ef út í það er farið.
Þetta með húsnæðismálin sem Fastur nefnir þá þarf klúbburinn hvortveggja. Við þurfum að hafa aðgang að góðum skálum á hálendinu og við þurfum húsnæði fyrir fundi. Það var skoðað í fyrra eða þar áður að mig minnir möguleikar og þörf á að byggja nýjan skála, en niðurstaðan úr því held ég hafi verið sú að gera ekkert frekar í því máli. Við eigum Setrið sem er jú stolt okkar og sómi og einskonar félagsheimili á fjöllum og svo eiga landsbyggðadeildirnar eða reka nokkra góða skála. Við þurfum að sjálfsögðu að leggja fjármagn í að þessir skálar séu sem best búnir og nýtist sem best öllum félagsmönnum. Þess vegna held ég að niðurstaðan úr því máli hafi verið ágæt, þetta er töluverð fjárhæð sem var ráðstafað í það.
Hins vegar þurfum við fundaraðstöðu og það er að kosta okkur einhvern pening í dag, en er með öllu óásættanleg lausn, allavega hvað varðar Mörkina. Ég lít svo á að sú nefnd sem var ákveðið að skipa hafi einfaldlega það hlutverk að kanna hugsanlegar lausnir á því máli og þá meðal annars hvort það sé raunhæft og hagkvæmt til lengri tíma að klúbburinn kaupi eigið húsnæði. Þetta er mál sem þarf að leysa, hvernig sem það er gert. Það gildir um klúbbinn eins og alla sem þurfa húsnæði, málið er bara að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, hvað er raunhæft og hvaða kostir og gallar eru við hverja lausn og þessu þarf nefndin að svara. Við þurfum að hafa góðan stað til að væla saman yfir snjóleysi, það verður bara ekki undan því komist!
Ágæt greining á Benedikt og margir punktar sem má taka til athugunar að ári. Annars hallast ég að því að það sé líka kostur að fundurinn sé ekki of formlegur og niðurnjörfaður, það er ágætt að það sé svolítið létt yfir honum og það tókst fundarstjóra vel. En umræðurnar yrðu sjálfsagt markvissari ef það væri aðeins stýring á þeim.
11.05.2004 at 23:00 #501821Það var ekki neitt ákveðið með styrki til skálamála landsbyggðadeilda á fundinum í gær, og menn ekki allir sammála um hvernig ætti að snúa sér í þessum málum. Þessi mál voru rædd nokkuð mikið og á endanum var stjórn gefin heimild til að ráðstafa allt að 2 millum til landsbyggðadeilda, en allir voru sammála því að aldrei yrði hægt að verða við öllum bónum sem þarna voru bornar fram um styrki.
Hlynur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.