This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Eyberg Halldorsson – R4598 11 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Til að kenna notendum að setja inn myndir hér þá er þetta góð lesning af öðrum vef sem ég fer mikið inná.
Maður þarf bara að læra þetta einu sinni eins og margt og þá er þetta ekkert mál.Vonani hjálpar þetta ykkur.
Kveðja Elvar Eyberg
Eitt það algengasta sem fólk virðist lenda í veseni með er hvernig setja skuli myndir á spjallið hér á ljosmyndakeppni.is.
Slíkt er í raun þræleinfalt – það helsta sem ber að athuga er að myndir sem viljum setja á spjallið þurfa að vera þegar staðsettar á vefþjóni á netinu (nánar að því síðar hvernig við komum mynd á vefþjón).
Í stuttu máli berum við okkur svona að við að pósta myndum á spjallið:1. Þegar við sendum inn nýjan póst á spjallið höfum við nokkra hnappa fyrir ofan textaboxið sem við skrifum sjálfan póstinn í. Einn af þessum hnöppum heitir Img.
2. Til að setja inn mynd smellum við einfaldlega á Img hnappinn einu sinni.
Við það að smella á hnappinn breytist hann í Img* og textinn [img] kemur aftast í textasvæðinu. Slóðina að myndinni okkar getum við svo skrifað beint fyrir aftan[img]í textasvæðinu líkt og er á myndinni hér að neðan.
4. Þegar við höfum slegið inn slóðina að myndinni smellum við svo aftur á Img* hnappinn og bætist þá textinn [/img] við aftast í textanum og Img hnappurinn breytist aftur til fyrra horfs.
Við sjáum að útkoman er semsagt þannig að til að mynd birtist á spjallinu þarf að vera [img]og[/img] utan um slóðina að myndinni.
(Það má líka minnast á að það er þessvegna hægt að slá inn [img]sjálfur í stað þess að nota Img-hnappinn.)Eins og fyrr segir þurfa myndir að vera þegar til staðar á vefþjóni til að hægt sé að pósta þeim á spjallið. Til að komast að því hver er slóðin að mynd á vefsíðu er hægt að smella með hægri hnappnum á myndina í vefráparanum og smella á Properties. Þá fáum við upp glugga eins og að neðan:
Hér er best að velja með músinni slóðina sem stendur fyrir aftan Address, smella á valda textann með hægri músarhnappum og velja Copy. Hægt er að framkalla textann annars staðar með því að hægrismella á textasvæði og smella á Paste. (Þ.e.a.s. við myndum gera Paste fyrir aftan[img]þegar við erum að setja skilaboð á spjallið.)ATH: Til þess að hægt sé að pósta myndum á spjallið þarf slóðin að þeim að enda á .jpg, .jpeg, .gif eða .png. Ef slóðin endar ekki á þessum viðskeytum birtist myndin ekki á spjallinu.
Aðal vesenið sem margir eiga við að etja er hvar hægt er að geyma sjálfar myndirnar á vefnum. Hér eru nokkrar tillögur:
- Margar netveitur bjóða upp á vistun fyrir þá sem hafa netáskrift hjá þeim. Þetta er til dæmis í boði fyrir áskrifendur hjá Símanum og Og Vodafone. Venjulega þarf að hafa samband við netveituna til að virkja vefsvæðið.
- Hægt er að fá ókeypis vistun á ljósmyndum á fjölmörgum stöðum á netinu. Margir fá sér til dæmis aðgang á nulleinn.is en þar er hægt að halda úti nk. dagbók og geyma myndir í henni sem aftur er hægt að vísa í úr spjallinu. Á photo.net er einnig boðið upp á vista nokkrar myndir á án endurgjalds og loks má minnast á albumtown.com sem eitt af fjölmörgum ókeypis vefalbúmum.
Eflaust munu einhverjir minnast á fleiri ókeypis vefalbúm hér að neðan. Það ber hinsvegar að hafa sérstaklega í huga að til að hægt sé að birta myndir hér á spjallinu verða myndirnar í albúminu að enda á .jpg, .jpeg o.s.frv og eins verður að vera opið fyrir að hægt sé að vísa á myndina utanfrá. Þetta er því miður ekki þannig hjá ýmsum aðilum, t.d. Yahoo. - Nokkur fyrirtæki bjóða einnig upp á hýsingu á vefalbúmum gegn vægu gjaldi. Þarna er maður oft að fá meira geymslurými, fleiri möguleika, þægilegra viðmót (t.d. hægt að setja inn margar myndir í einu með zip skrá) og svo aukið öryggi (ólíklegra að fyrirtækið fari á hausinn eða eyði myndum úr albúmum). Tveir vinsælir staðir eru pbase (ársáskrift kostar $23) og smugsmug (árið á $29,95). Hægt er fá „trial“-áskrift í stuttan tíma hjá báðum þessum fyrirtækjum. dpchallenge býður líka upp á þann möguleika að vista albúm en ársáskrift hjá þeim kostar $25 fyrir árið.
Hlekkjaðar myndir:
Einnig er hægt að láta mynd vísa sem hlekk á aðra vefsíðu á Netinu. Það er gert á eftirfarandi hátt:Sumir notfæra sér þetta þannig að þeir pósta lítilli thumbnail mynd á spjallið sem vísar svo aftur á þá stóru. Til að það sé hægt þarf litla útgáfan af myndinni auðvitað fyrst að vera til staðar. Hér er dæmi um slíkt.
Afraksturinn er þá þessi:
Einhverjar spurningar?
You must be logged in to reply to this topic.