Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Að setja í 4 hjóladrifið á ferð
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 14 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.11.2010 at 21:55 #215688
Sælir felagar er með heimskulega spurningu.
Er í lægi að setja í 4 hjóladrifið á ferð á patrol 95 sjálfskiptum.
þori ekki að prufa það ef ég skemmi eitthvað .
Hann er með ægislokum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.11.2010 at 22:52 #709528
Já, það er í lagi, svo lengi sem það eru sömu drifhlutföll framan og aftan
kv.
11.11.2010 at 00:31 #709530Haha Atli – hlutföll skutföll, hver þarf að hafa þau eins ….
Þetta virkaði "fínt" hjá mér hérna um árið – rásaði reynda pínu – en hverjum er ekki sama 😉En án gríns, þá lenti ég í því fyrir slysni um árið að vera með sitthvort hlutfallið að framan og aftan – ég keyrði á því í einhverja mánuði í bænum án þess að verða var við það – enda alltaf með ótengdan millikassann (þó LC90 sé með sídrif).
Svo fór ég heilan dag á Langjökul og dró meira að segja bíl til baka yfir allan jökulinn og varð ekki var við neitt í snjónum.
Það var ekki fyrr en ég kom af jökli við Jaka og kom á mölina að ég varð var við að eitthvað skrýtið var að gerast – bíllinn var eins og fjandinn í stýrinu og vildi helst ekki vera á veginum. Ég reif í öll dekk og skoðaði vel stýrismaskínun en sá ekkert athugavert.
Svo hvarf þetta skyndilega þegar ég aftengdi millikassann – og ég setti náttúrulega í og úr fjórhjóladrifi nokkrum sinnum (á ferð !!!) til að prófa nú þennan frábæra effekt nokkrum sinnum áður en við áttuðum okkur á hvað væri sennilega að gerast.
Hvernig ég fór að því að brjóta ekki neitt hef ég aldrei skilið. Og ég er enn með sömu hlutföll í – allavega að aftan, ca. 100þús km síðar. (Framhlutföllin fóru fjandans til með fína Aldrifs-lásnum hérna um árið)Sem sagt í og úr fjórhjóladrif, með eða án sama hlutfalls að framan/aftan = fínu lagi
11.11.2010 at 00:43 #709532Stendur pottþétt í owner ´manual hvernig, hvort og allavega. 😉 Hlýtur að finna hana í Patrol.
En er það rétt að bílar drífi betur á sitthvoru hlutfallinu?
Kv, Kristján
13.11.2010 at 02:31 #709534Stendur þetta ekki í skyggninu hjá bílstjóranum? Minnir það amk.
Annars rámar mig líka í að patrol sé með "on the fly 4wd" eins og eðal toyotur. =)
Annars getur þú prófað þetta, án alvarlegra skemmda, ef að jeppinn byrjar að bursta tennur við að reyna að setja í 4wd þá er ráð að færa skiptinn tilbaka og hætta að rugla í kerfinu. 😀
brotkveðjur, Samúel
13.11.2010 at 22:24 #709536Smá nostalgía:
Þessi þráður rifjar upp hjá mér nokkuð sem gerðist á gamla Willys, fyrsta jeppanum sem ág átti.
Ég fékk lánuð tvö dekk á felgum sem voru með sama gatamynstri og gömlu dekkin mín voru og smellpössuðu þess vegna á bílinn. Eini munurinn var sá að þessi dekk voru talsvert belgmeiri en gömlu dekkin og lyftu bílnum heilmikið upp. Það hentaði mjög vel því að afturfjaðrirnar voru farnar að slappast og hann varð bara helv. flottur með þessi dekk undir.
Svo kom að sjálfsögðu að því að ég setti hann í aldrif og keyrði þannig bæði vegleysur og vegi. Eitthvað var hann þungur á skriðinu líkt og að bremsurnar lægju út í, en það var svo sem ekkert óvenjulegt.
Einhverjum dögum seinna hafði loftið lekið úr einhverju dekkinu og þegar ég ætlaði að pumpa í var enginn loftventill sýnilegur lengur. Hann var horfinn inn í felguna og ekkert nema tómt gatið eftir.
Ef einhver áttar sig ekki á því hvað gerðist þá er rétt að taka fram að þarna hafði mismunur á drifhlutföllum milli fram – og afturöxuls vegna misstórra dekkja valdið því að felgurnar hreinlega spóluðu inni í dekkjunum og slangan snúist með dekkinu meira og minna.
Þetta var að sjálfsögðu áður en slöngulausu dekkin urðu allsráðandi, en þótt ventillinn sé festur í felguna í slöngulausum hjólbarða þá hlýtur fyrr eða síðar að koma fram leki milli felgu og dekks sem er undir þvingun og fer að snúast á felgunni. Ef svoleiðis ástand er viðvarandi þá hlýtur þéttikanturinn á dekkinu að slitna fljótt og lekinn með.Kv.
Ágúst
14.11.2010 at 02:08 #709538
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…talandi um mismunandi hlutföll…það er alsiða í torfærunni að hafa hærri hlutföll að framan. Þegar allt er grjótlæst og án mismunadrifa hentar þetta vel til þess að geta beygt, framhjólin fara lengri leið en afturhjólin í beygju, og svo eltir afturparturinn bara þó að farið sé beint.
Í því tilfelli er reyndar lítið keyrt nema í bullandi spóli Svona nokkurn veginn öfugt við það sem við gerum helst í okkar sporti…í snjó er frekar málið að spóla minna til að komast eitthvað áfram.
HIns vegar skilst mér að til séu millikassar sem "deila" aflinu milli fram- og afturhjóla á svipaðan hátt og sídrifsbíll með sitthvor hlutföllin að framan og aftan. Þar er mismunadrifshjólunum í millikassanum þannig komið fyrir að þau gefa sitthvort vægið á fram-og afturdrifið. Ágætis pæling bara, mig grunar reyndar að æskilegast væri fyrir snjóakstur að setja meira vægi á framhjólin í þeim bílum, þar sem flestir nútíma jeppar eru helst til afturþungir og hafa tilhneigingu til að grafa sig niður að aftan.
Það væri gaman að fá innlegg frá einhverjum sem hefur haldbetri þekkingu á þessu en ég, tala nú ekki um reynslu af þessháttar búnaði.kkv
Grímur
14.11.2010 at 16:09 #709540Þú ert snillingur Grímur. Hef aldrei skilið hvernig þessir millikassar sem deila átakinu t.d 60/40 virka, en nú skil ég það algjörlega…
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.