FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Að mála brettakanta

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Að mála brettakanta

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson Hlynur Snæland Lárusson 23 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.03.2002 at 14:59 #191398
    Profile photo of
    Anonymous

    Hafa einhverjir lagt í að mála sjálfir brettakanta úr trefjaplasti?
    hvernig grunn og málningu á að nota, og er eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga?
    Eru svona lökk ekki baneitraður fj.?

    Ég fann að vísu á heimasíðu „System Three“ (http://www.systemthree.com) vatnsleysanlega trefjaplastmálningu og grunn, en efast um að þetta sé flutt hingað inn.

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 19.03.2002 at 15:14 #459804
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég gerði þetta í haust, reyndist ekki mikið mál. Ég keypti grunn og svarta málningu á spreibrúsum, ef ég man rétt þá keypti ég þetta í "Bílalökk-Orka" að Bíldshöfða 8. (þar sem bifreiðaeftirlitið var).





    19.03.2002 at 21:50 #459806
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir
    Þegar þú kaupir brettakanta úr trefjaplasti þá er líklega einhver litur á þeim (svartur, hvítir, gráir eða ljósblár). Þetta efni heitir gelcoat og er grunnur sem þú þarft ekki að setja annan grunn yfir. Ef þú vilt sleppa ódýrt frá því að mála kanntana er hægt að láta sérblanda litinn á kanntana í Bílanaust. Þeir geta bæði sett litinn á spray brúsa eða í venjulega málningardollu. Málningin í dollunum er nógu þunn til að koma vel út þó að þú málir þá með pensli, passaðu þó að hafa hann mjög mjúkann. Ef þú hinsvegar vilt nota spray skaltu passa að halda brúsanum sæmilega langt frá og fara margar ferðir yfir hvert svæði fyrir sig og fara nokkrar umferðir og leyfa nokkrum mín. að líða á milli umferða svo málningin fari ekki að leka og koma í veg fyrir taumar myndist. Hafiru fleiri spurningar geturu sent mér tölvupóst á what_brain@hotmail.com Gangi þér annars bara vel.

    Kveðja
    Lada
    I´d rather push my Lada than drive a Pajero
    http://www.talk.to/logos – Íslenski Sport-bílaklúbburinn





    20.03.2002 at 08:30 #459808
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég veit vel hvað gelcoat er, og það er EKKI grunnur heldur litur. og ef kantarnir koma með gelcoat er algert skilyrði að það þarf að pússa þá upp og grunna, annars tollir málningin afar illa…





    20.03.2002 at 15:04 #459810
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll jong
    Ég veit ekki hvaðan þú hefur þínar upplýsingar en ég veit það þar sem ég vann við að smíða og mála brettakanta og aðra boddý hluti á bíla að gelcoat ER grunnur sem þarf ekki að grunna yfir. Til að málningin tolli betur á þarftu hinsvegar að þrífa kantana vel með aceton eða þynni. Ef þú pússar gelcoat lagið með sandpappír þá risparðu alveg slétt undirlag og það mun alltaf sjást í gegnum málninguna nema hún sé þeim mun þykkari (gildir einu hversu grófur pappírinn er). Og ef þú ert svona viss í þinni sök um hvernig á að gera þetta þá ættiru kannski ekki að vera að biðja um ráð frá reyndari mönnum. Eða amk. vera þakklátur þeim fáu sem eru reiðubúnir að hjálpa þér.

    Kveðja
    Lada

    I´d rather push my Lada than drive a Trooper
    Íslenski Sport-bílaklúbburinn http://www.talk.to/logos





    20.03.2002 at 21:36 #459812
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ef þú ætlar að mála sjálfur eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga.

    Maður verður að byrja á því að matta vel kantanna svo hvergi sé til glansblettur á þeim.

    Grunna þá með grunn sem er líka fyllir og passa sig á því að láta ekki renna en setja svona ca 3 umferðir á kantanna, bara nægjanlega lítið í hvert skipti svo renni ekki.

    Matta grunninn með mjög fínum sandpappír en það er líka hægt að fá grunn sem þarf ekki að matta.

    Svo er bara að passa að það sé ekki ryk þegar þú ferð að mála og passa sig að byrja fyrstu umferð nægjanlega þunna (það má sjást í gegn).

    Umferð tvö á að loka en passa sig að ekki komi rensli.

    Í lokaumferð á lakkið að fljóta en ekki renna en það er
    töluverð list að komast upp á lag með að gera þetta vel.

    Ég mæli með að menn æfi sig á einhverju drasli til að byrja með en þetta er í sjálfu sér ekki neitt stórmál en passa að grunnur og lakk sé frá sama framleiðanda svo lakkið fari ekki að hlaupa upp (við félagar í 4×4 höfum ágætan afslátt hjá Bílanaust)

    Kveðja Hlynur R2208

    Ég er á Datsun og þarf aldrei að ýta honum…..





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.