Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Að lengja Hilux
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Trausti Jónsson 15 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.03.2010 at 20:57 #211560
Sælir,ég er með 91,Hilux og er að velta fyrir mér að lengja hann,hvað vinnst með því,breytist hann í akstri og torfærum til hinns betra,
og hvar er hann tekinn í sundur. Kveðja Bjössi Í 1941. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2010 at 21:03 #687578
Ertu þá að tala um að lengja hann á skúffu? Ef svo er sagar þú grindina í sundur fyrir framan fjaðrahengslin að aftan og bætir 50cm. inn í grindina, og svo er það bara að lengja drifskaft og bremsulagnir.
20.03.2010 at 00:36 #687580Sæll,50cm,er það sem lenging ,eða lengja menn eftir þörfum,spyr vegna þess að ég er að skifta um boddy,og hvort það sé vit í því að lengja eða láta vera.
20.03.2010 at 09:10 #687582Sæll þetta fer allt eftir því hvað þú ætlar að gera t.d seturu samskonar boddý, lengri skúffu, eða ætlar þú bara lengja hann á milli hjóla með eins boddý og er fyrir. Væri gott að það kæmi fram áður en menn geta gefið góð ráð
Kv Sveinbjörn.
21.03.2010 at 20:21 #687584Sælir,ég set samskonar boddý,og hef hugsað mér að fá lengri pall,enn er að velta fyrir mér eiginleikum eftir lengingu,
22.03.2010 at 08:49 #687586Það eru líka til fleiri en ein gerð af hilux, það væri ekki verra ef það kæmi fram hvaða týpa þetta er og hvaða hjólabúnaður er undir honum…
22.03.2010 at 10:35 #687588Sælir,er með 91′ doublecab diesel á 38,og tek boddy af 95′ doublecab bensín á 33′ og ef ég lengi er þetta gott tækifæri með grindina húslausa,hvort ég nota extracab pall eða smíða nýjan pall er ekki ákveðið.
22.03.2010 at 13:44 #687590Ef þú tekur grindina í sundur fyrir framan bitann sem bensíntankurinn er festur í að framan og lengir þar, þá er þetta kjörið tækifæri til að setja auka gírkassa í bílinn, en þessi biti er fyrir þegar bíllinn er í réttri lengd. X-tra cab er með lengri grind og lengri á milli hjóla en Double cab og 4runner svo þetta rétt sleppur í þeim. Ég gerði þetta í mínum og kemur bara vel út, en fremri kassinn er að hrinja hjá mér einhverra hluta vegna, hann hlýtur að hafa verið veikur fyrir því ég keyri alltaf á aftari kassanum með fremri kassann í 4ða nema ég þurfi meiri niðurgírun.
22.03.2010 at 15:15 #687592Sæll Bjössi.
Ég hef ekki persónulega reynslu af hilux lengingum. Frændi minn Stefán Steingrímsson, var einn af þeim fyrstu sem lengdi double cab með því að setja extra cab skúffu aftaná. Honum fannst bíllinn fljóta gríðarlega vel, en aflið vantaði, þetta var fyrir svona 20 árum, og túrbínur voru þónokkuð dýrar þá 😉 En hann talaði líka um að hann ætti til að setjast á rassinn í brekkum.Kv. Hjörvar Orri
22.03.2010 at 17:09 #687594hættu bara við lengingu og færðu afturhásinguna eins aftarlega og hægt er, veit reyndar um einn sem lengdi lúxinn sinn um
1. metra og sagan sagði að hann komst eitthvað minna
kv Heiðar U-119
22.03.2010 at 22:32 #687596Þú getur t.d. miðað lenginguna við húsið sem þú ætlar að setja á pallinn, ég lengdi þennan DC ´92 með aðstoð umrædds "Stebba í Vélinni" o.fl. um 47 cm. og setti á hann Glasstite hús.Akstureiginleikarnir bötnuðu, bæði drifgeta og þægindi, reyndar fækkaði ég blaðfjöðrunum, setti gorma utanum demparana og stífu á drifkúluna.[attachment=1:pn5uz423]DC ´92.tiff[/attachment:pn5uz423][attachment=0:pn5uz423]Jökulleir.tiff[/attachment:pn5uz423]
23.03.2010 at 11:44 #687598Sæll Gormur ég sé ekki myndirnar,það væri gaman að sjá þær,
23.03.2010 at 16:32 #687600Kíktu á þessa tengla https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=228564 og https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=228590
Ég lengdi bílinn um 25cm, það breitir aksturseiginleikum bílsins gríðarlega, mklu stöðugri að aftan td í hálku, (er ekki lengur að missa hann til hliðar að aftan), skemmtilegri hreifingar í ófærum, hættur að súpa stampa. og er hættur að setjast niður að aftan í brekkum og drífur þar með meira.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
