This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég hef stundum verið að velta fyrir mér nákvæmlega hvenær á að læsa drifum og hvenær ekki. Ég hef alrei fengið nákvæmlega eins svör frá þeim spekingum sem ég hef rætt við, þannig að nú vildi ég gjarnan sjá hvað 4×4 gúrúar segja.
Ef við tökum bíl einsog LC90, þá eru í raun þrjár mögulegar stillingar á læsingum:
A. Ólæstur (eða sítengt aldrif). Þetta er svona default stillingin, og þýðir það að bíllinn missir grip um leið og eitthvað eitt dekk missir grip.
B. miðlæsing (eða hvað sem það nú kallast), sem þýðir að bíllinn missir grip ef hann missir grip á einhverju framhjóli og afturhjóli samtímis.
C. miðlæsing+læsing að aftan, sem þýðir að hann hefur grip svo lengi sem annaðhvort aftara hjólið hefur grip. Hefur áhrif að stýranleika bílsins
Nú er spurning mín: við hvaða aðstæður notar maður A,B og C? Á maður til dæmis að nota B á malarvegi? Í snjó? Í hálku? Á maður að nota C bara til að losa sig, eða á maður að læsa t.d. _áður_ en maður fer yfir erfiða á?
Ykkur kann að finnast þetta vera einfaldar spurningar, en einsog ég segi, þá hef ég aldrei fengið samhæfð svör við þessu…
Kveðjur.
You must be logged in to reply to this topic.