FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Að læsa eða að læsa ekki

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Að læsa eða að læsa ekki

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.07.2002 at 11:50 #191617
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég hef stundum verið að velta fyrir mér nákvæmlega hvenær á að læsa drifum og hvenær ekki. Ég hef alrei fengið nákvæmlega eins svör frá þeim spekingum sem ég hef rætt við, þannig að nú vildi ég gjarnan sjá hvað 4×4 gúrúar segja.

    Ef við tökum bíl einsog LC90, þá eru í raun þrjár mögulegar stillingar á læsingum:

    A. Ólæstur (eða sítengt aldrif). Þetta er svona default stillingin, og þýðir það að bíllinn missir grip um leið og eitthvað eitt dekk missir grip.

    B. miðlæsing (eða hvað sem það nú kallast), sem þýðir að bíllinn missir grip ef hann missir grip á einhverju framhjóli og afturhjóli samtímis.

    C. miðlæsing+læsing að aftan, sem þýðir að hann hefur grip svo lengi sem annaðhvort aftara hjólið hefur grip. Hefur áhrif að stýranleika bílsins

    Nú er spurning mín: við hvaða aðstæður notar maður A,B og C? Á maður til dæmis að nota B á malarvegi? Í snjó? Í hálku? Á maður að nota C bara til að losa sig, eða á maður að læsa t.d. _áður_ en maður fer yfir erfiða á?

    Ykkur kann að finnast þetta vera einfaldar spurningar, en einsog ég segi, þá hef ég aldrei fengið samhæfð svör við þessu…

    Kveðjur.

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 22.07.2002 at 13:25 #462476
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ekki flækja þetta: Hringdu í Skúla fjallamann á LC 90, hann er hjá Toyota, sími 570 5152, netfang skuli.skulason@toyota.is.
    Kv,
    BV





    22.07.2002 at 14:18 #462478
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    A stillingu notar þú alltaf í öllum venjulegum akstri.
    B stillingu notar þú þegar mikil hálka er eða þú ert að keyra í snjó.
    C stillingu notar þú þegar færið er mjög erfitt, það þýðir að þú ert að missa bíllinn í spól.

    Svo verður þú bara að meta það hvort áin sem þú ætlar yfir er erfið eða ekki, oftast væri nóg að hafa bílinn í B stillingu þegar þú ekur yfir á.

    Bíllinn ætti að vera rásfastastur í A stillingu því að þá er engin þvingun á drifbúnaði.





    22.07.2002 at 14:58 #462480
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Smá athugasemd!

    Í sídrifsbíl t.d. LC90 er mælt með ótengdum millikassa í hálku þar sem ekki er fyrirstaða. Þá er aðeins venjulega sídrifið notað, sem er einmitt til þess hannað að mæta aðstæðum sem þessum. Þar tekurðu bílinn til kostanna eins og hestamaðurinn myndi segja. Með öðrum orðum: í flughálku á ekki að hafa millikassann læstan!

    Um leið og fyrirstaða er í vegi, t.d. lítils háttar blautur snjór, djúp hjólför (sem að öðru leyti eru greiðfarin) og svo framvegis þá læsirðu millikassanum til að hlífa drifinu og tryggja að hjólin aftan og framan snúist jafnhratt.

    Þriðja stigið (og það sem ekki var nefnt í upphafi) er að setja bílinn í lága drifið. Það hlífir bílnum best í erfiðara færi, snjó, jökli, hægum grjótakstri og etc.

    Læsinguna að aftan seturðu á ef þú festir þig, ef þú sérð fram á að geta fest þig innan skamms, áður en þú leggur af stað upp erfiða brekku þar sem þú vilt draga sem mest úr líkum á að þurfa að fara hana í annarri tilraun (!), og einkum og sér í lagi áður en þú leggur af stað yfir dýpri á, einkuim þá sem þú þekkir ekki. Það á aldrei að aka með læsinguna á. Alltaf að taka hana af að lokinni ,,fyrirstöðu".





    22.07.2002 at 15:38 #462482
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Ég mæli með að hafa afturlæsingu yfirleitt læsta í erfiðu færi þar sem það er ekki auðvelt að sjá fyrir erfiðu fyrirstöðurnar. Það er líka slit á mismunadrifstannhjólum sem þarf að gera ráð fyrir. Það slit sem verður á þeim er slæm fyrir sjálft drifið því að það myndast járnsalli sem slítur drifinu.
    Endurtek það sem ég sagði, bíllinn ætti að vera rásfastastur í stillingu A.





    22.07.2002 at 15:39 #462484
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Með erfiðu færi á ég við snjó akstur ekki akstur á hálum malbikuðum vegum.





    22.07.2002 at 17:34 #462486
    Profile photo of Björn Oddsson
    Björn Oddsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 279

    Best er að vera með fjarstýrða samlæsingu. Svo er líka innbrotafaraldur í gangi þannig að það er best að hafa hann alltaf læstann.





    22.07.2002 at 18:05 #462488
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þú ert minn maður, það er þetta sem gefur spjallinu gildi!
    bv





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.