Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Að keyra jeppa
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
06.04.2004 at 16:15 #194153
Anonymousokey ég var að spá.. þar sem að ég hef aldrei átt jeppa og ekki oft keyrt þá.. þá var ég að spa hvað ber helst að varast þegar maður er að keyra jeppa miðað við fólksbíl.. ég hef heyrt að maður megi ekki beygja jeppa i kyrrstöðu þa geturu skemmt styrispakkningu ofl og það eru svona atriði sem mer langar til að vita
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.04.2004 at 18:27 #503429
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
passaðu þig að keyra ekki eins hratt á jeppanum, þar sem að þetta eru stærri dekk, og þyngdarpunkturinn er hærri, og ef þú ferð of hratt í beygju þá ertu nánast öruggur um að bíllinn fari að leggjast kannski óþægilega mikið.
06.04.2004 at 18:27 #496105
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
passaðu þig að keyra ekki eins hratt á jeppanum, þar sem að þetta eru stærri dekk, og þyngdarpunkturinn er hærri, og ef þú ferð of hratt í beygju þá ertu nánast öruggur um að bíllinn fari að leggjast kannski óþægilega mikið.
06.04.2004 at 20:38 #503433Heldur betur athyglivert mál sem þarna er bryddað upp á. Það er nefnilega alls ekki sama að aka um á jeppa og venjulegum fólksbíl, eins og við þekkjum vel sem höfum gert hvorutveggja um langan aldur. Satt best að segja hafa margir velt því fyrir sér, hvort ekki ætti að krefjast sérstaks hæfnisprófs til að fá viðurkenningu á því að vera hæfur til að aka slíkum bílum, svo ólík eru viðbrögð þeirra við venjulegum stjórntökum frá því sem gerist með venjulega fólksbíla. Nú er ekki verið að taka afstöðu til þess máls sérstaklega hér, enda þyrfti að fara fram um það vönduð umræða, m.a. hér á þessum vettvangi, til að öll rök með og á móti kæmu fram í því efni. T.d. mættum við alveg ræða það hvort félagið okkar ætti ekki að gangast fyrir því að setja upp sérstakt æfingaprógram fyrir nýliða, annað hvort með verklegri kennslu eða útgáfu leiðbeiningabæklings. Sumt verður reyndar aldrei kennt á bók þótt allar leiðbeiningar geti komið að góðum notum séu þær vel fram settar og ljósar. Satt best að segja held ég sem þessar línur slæ inn á tölvu, að það sé einkum og sér í lagi akstur í almennri umferð við hin margvíslegu skilyrði, sem þyrfti að leiðbeina með. Viðbrögð jeppa í hálku og krapi til dæmis eru oft miklum mun meiri og ákafari en í liprum fólksbíl og þarf oft lítið til að ökutækið taki ráðin af óvönum og ef til vill skelfdum ökumanni. Aksturshæfni jeppa í hálku er oft gróflega ofmetin og hefur það ofmat alltof oft leitt til slysa og eignatjóns. Akstur við erfið veðurskilyrði, akstur á snjó, akstur yfir straumvötn og svo framvegis er svo annar þáttur, sem okkar félag hefur raunar sinnt nokkuð og í vaxandi mæli. Ekki efa ég að þeir sem tóku þátt í nýliðaferðinni á dögunum í Setrið, þegar Búðaráin gerðist óvænt leikstjórnandi í ferðinni, hafi ýmislegt gagnlegt lært í þeirri ferð og sennilega ekki hvað síst hvað það er mikilvægt að hafa stjórn á sjálfum sér og sínum viðbrögðum. Enda höfðu menn þarna góða kennara sem aldrei eru ofmetnir. Nú, ég ætla ekki að hafa þetta lengra, þótt maður sé í sjálfu sér ekkert farinn að segja af viti enn, en skora á mannskapinn að prjóna hér við, það getur aldrei orðið nema gagnlegt.
06.04.2004 at 20:38 #496110Heldur betur athyglivert mál sem þarna er bryddað upp á. Það er nefnilega alls ekki sama að aka um á jeppa og venjulegum fólksbíl, eins og við þekkjum vel sem höfum gert hvorutveggja um langan aldur. Satt best að segja hafa margir velt því fyrir sér, hvort ekki ætti að krefjast sérstaks hæfnisprófs til að fá viðurkenningu á því að vera hæfur til að aka slíkum bílum, svo ólík eru viðbrögð þeirra við venjulegum stjórntökum frá því sem gerist með venjulega fólksbíla. Nú er ekki verið að taka afstöðu til þess máls sérstaklega hér, enda þyrfti að fara fram um það vönduð umræða, m.a. hér á þessum vettvangi, til að öll rök með og á móti kæmu fram í því efni. T.d. mættum við alveg ræða það hvort félagið okkar ætti ekki að gangast fyrir því að setja upp sérstakt æfingaprógram fyrir nýliða, annað hvort með verklegri kennslu eða útgáfu leiðbeiningabæklings. Sumt verður reyndar aldrei kennt á bók þótt allar leiðbeiningar geti komið að góðum notum séu þær vel fram settar og ljósar. Satt best að segja held ég sem þessar línur slæ inn á tölvu, að það sé einkum og sér í lagi akstur í almennri umferð við hin margvíslegu skilyrði, sem þyrfti að leiðbeina með. Viðbrögð jeppa í hálku og krapi til dæmis eru oft miklum mun meiri og ákafari en í liprum fólksbíl og þarf oft lítið til að ökutækið taki ráðin af óvönum og ef til vill skelfdum ökumanni. Aksturshæfni jeppa í hálku er oft gróflega ofmetin og hefur það ofmat alltof oft leitt til slysa og eignatjóns. Akstur við erfið veðurskilyrði, akstur á snjó, akstur yfir straumvötn og svo framvegis er svo annar þáttur, sem okkar félag hefur raunar sinnt nokkuð og í vaxandi mæli. Ekki efa ég að þeir sem tóku þátt í nýliðaferðinni á dögunum í Setrið, þegar Búðaráin gerðist óvænt leikstjórnandi í ferðinni, hafi ýmislegt gagnlegt lært í þeirri ferð og sennilega ekki hvað síst hvað það er mikilvægt að hafa stjórn á sjálfum sér og sínum viðbrögðum. Enda höfðu menn þarna góða kennara sem aldrei eru ofmetnir. Nú, ég ætla ekki að hafa þetta lengra, þótt maður sé í sjálfu sér ekkert farinn að segja af viti enn, en skora á mannskapinn að prjóna hér við, það getur aldrei orðið nema gagnlegt.
06.04.2004 at 20:49 #503437
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sjálfsagt margir hér betur til þess fallnir en ég að lista upp leiðbeiningar og reynslupunkta í þessu, en þó vil ég klikkja á þessu sem var nefnt hér að ofan með hraðan. Ég hef sett mér það þegar ég er á 38" bílum í þjóðvegaakstri að halda hraðamælinum á tveggja stafa tölu. Bremsuvegalengdin er lengri á þessum bílum og önnur rök ekki síður mikilvæg eru að ef það fýkur skyndilega úr framdekki (og það eru dæmi um að þessi dekk hvellspringi) getur það skilið á milli lífs og dauða að vera á hóflegum hraða. Þrátt fyrir þetta kemst ég alltaf fyrir rest á leiðarenda og bara þæginleg tilfinning að þurfa ekki að hafa áhyggjur af löggunni.
Kv – Skúli
06.04.2004 at 20:49 #496113
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sjálfsagt margir hér betur til þess fallnir en ég að lista upp leiðbeiningar og reynslupunkta í þessu, en þó vil ég klikkja á þessu sem var nefnt hér að ofan með hraðan. Ég hef sett mér það þegar ég er á 38" bílum í þjóðvegaakstri að halda hraðamælinum á tveggja stafa tölu. Bremsuvegalengdin er lengri á þessum bílum og önnur rök ekki síður mikilvæg eru að ef það fýkur skyndilega úr framdekki (og það eru dæmi um að þessi dekk hvellspringi) getur það skilið á milli lífs og dauða að vera á hóflegum hraða. Þrátt fyrir þetta kemst ég alltaf fyrir rest á leiðarenda og bara þæginleg tilfinning að þurfa ekki að hafa áhyggjur af löggunni.
Kv – Skúli
07.04.2004 at 10:34 #503441Framleiðsluland
Sko þetta með þurra malbikið fer eftir framleiðslulandi bílsins. Ef þú ert á hrísgrjónahíði þarftu að hugsa út í þetta. En ef þú ert á hamborgararassaflutningsgræju þarftu ekkert að hugsa um þetta.
Síðan fer þetta eftir lengd og breydd bílsins.
Að keyra wrangler er eins og að keyra smá bíl við hliðina á að keyra toyota dc rútu eða bíla þeim stærðar flokki. Ég hef reynslu og bý í 101 rvk.
Bremsuvegalendin er mun meiri í þessum breyttu bílum en óbreyttum.
Loftmagn í dekkjum ræður gripi í snjó og hálku. Minna loft meira grip. Þessir TDC kappar eru allir með stífpumpað af því að vélin er svo afllítil að þeir geta annars ekki hreyft bílinn nér snúið dekkjunum. Fáðu þér stærri vél og hafðu minna loft það svín virkar.Kveðja Fastur
ps TDC = Toyota double cab á 38 með 2.4 dísel (með eða án túrbínu og alls þessa sem þarf til að þetta teljist vél)
07.04.2004 at 10:34 #496118Framleiðsluland
Sko þetta með þurra malbikið fer eftir framleiðslulandi bílsins. Ef þú ert á hrísgrjónahíði þarftu að hugsa út í þetta. En ef þú ert á hamborgararassaflutningsgræju þarftu ekkert að hugsa um þetta.
Síðan fer þetta eftir lengd og breydd bílsins.
Að keyra wrangler er eins og að keyra smá bíl við hliðina á að keyra toyota dc rútu eða bíla þeim stærðar flokki. Ég hef reynslu og bý í 101 rvk.
Bremsuvegalendin er mun meiri í þessum breyttu bílum en óbreyttum.
Loftmagn í dekkjum ræður gripi í snjó og hálku. Minna loft meira grip. Þessir TDC kappar eru allir með stífpumpað af því að vélin er svo afllítil að þeir geta annars ekki hreyft bílinn nér snúið dekkjunum. Fáðu þér stærri vél og hafðu minna loft það svín virkar.Kveðja Fastur
ps TDC = Toyota double cab á 38 með 2.4 dísel (með eða án túrbínu og alls þessa sem þarf til að þetta teljist vél)
07.04.2004 at 11:18 #503445Þetta er nú áhugavert umræðuefni!
Ég verð að játa að ég hef ekki tekið eftir því að það sé stór munur á að keyra jeppa eða fólksbíl! Helst það að maður fer heldur hægar yfir. Þrátt fyrir að minn bíll sé tiltölulega stór og breiður (2.25) finn ég ekki svo mikið fyrir því. Kannski er það líka spurning um vana…
Þar sem mér finnst muna meiru er þegar ég keyri vörubíl. Þar erum við að tala um allt aðra eiginleika! Þó að þeir séu ekki mikið breiðari en minn bíll (2.50) eru þeir mikið þyngri og þarf að hugsa lengra fram í tímann þegar verið er að bremsa og það þarf líka að vera með meiri athygli við að halda bílnum á veginum.
Þrándur
07.04.2004 at 11:18 #496122Þetta er nú áhugavert umræðuefni!
Ég verð að játa að ég hef ekki tekið eftir því að það sé stór munur á að keyra jeppa eða fólksbíl! Helst það að maður fer heldur hægar yfir. Þrátt fyrir að minn bíll sé tiltölulega stór og breiður (2.25) finn ég ekki svo mikið fyrir því. Kannski er það líka spurning um vana…
Þar sem mér finnst muna meiru er þegar ég keyri vörubíl. Þar erum við að tala um allt aðra eiginleika! Þó að þeir séu ekki mikið breiðari en minn bíll (2.50) eru þeir mikið þyngri og þarf að hugsa lengra fram í tímann þegar verið er að bremsa og það þarf líka að vera með meiri athygli við að halda bílnum á veginum.
Þrándur
07.04.2004 at 11:39 #496126Sælir
Það sem mér finnst varðandi muninn á jeppa og fólksbíl er,
að ég hef mikið meira yfirsýni hvað öryggi varðar.
En þar sem minn bíll er ekki á stærri dekkjum en 31" finnst mér það ekki neinn verulegur munur á að keyra hann og fólksbíl,nema hvað að ég tel mig öruggari á honum.
Yfir vetrartímann keyri ég frekar mikið og munurinn sem sker þar á milli,er að þú þarft einsog er sagt að ofan í öðrum svörum að gæta þig á bremsulengd og hliðar skriði í beygjum.Þetta er það sem ég get ráðlagt þér miðað við minn malbiksbíl.
Mbk
Jóhannes
07.04.2004 at 11:39 #503449Sælir
Það sem mér finnst varðandi muninn á jeppa og fólksbíl er,
að ég hef mikið meira yfirsýni hvað öryggi varðar.
En þar sem minn bíll er ekki á stærri dekkjum en 31" finnst mér það ekki neinn verulegur munur á að keyra hann og fólksbíl,nema hvað að ég tel mig öruggari á honum.
Yfir vetrartímann keyri ég frekar mikið og munurinn sem sker þar á milli,er að þú þarft einsog er sagt að ofan í öðrum svörum að gæta þig á bremsulengd og hliðar skriði í beygjum.Þetta er það sem ég get ráðlagt þér miðað við minn malbiksbíl.
Mbk
Jóhannes
07.04.2004 at 13:03 #496128Í fyrsta skiftið sem ég prófaði 38" jeppa fannst mér það rosalegt, ekkert hægt að bremsa, erfitt að bakka og allveg voða hátt uppi. En nú er ég búinn að eiga hiluxinn minn frá því í september og finnst hann vera besti bíllinn á heimilinu en fyrir eru óbreyttur vitara og 35" pajero, minn er á 38". Ég keyri hann eins og fólksbíl á þurru malbikinu nema hann er ekki jafn hraðskreiður en í hálku ber hins vegar að vara sig ef maður er ekki á nelgdum dekkjum.
Þetta með loftþrýstinginn er ekki alveg rétt hjá fasta gaurnum þó hann sé eflaust að spauga. Bara við það að hafa 28 pund en ekki 20 endast dekkin margfallt meirkv. bjarni
07.04.2004 at 13:03 #503453Í fyrsta skiftið sem ég prófaði 38" jeppa fannst mér það rosalegt, ekkert hægt að bremsa, erfitt að bakka og allveg voða hátt uppi. En nú er ég búinn að eiga hiluxinn minn frá því í september og finnst hann vera besti bíllinn á heimilinu en fyrir eru óbreyttur vitara og 35" pajero, minn er á 38". Ég keyri hann eins og fólksbíl á þurru malbikinu nema hann er ekki jafn hraðskreiður en í hálku ber hins vegar að vara sig ef maður er ekki á nelgdum dekkjum.
Þetta með loftþrýstinginn er ekki alveg rétt hjá fasta gaurnum þó hann sé eflaust að spauga. Bara við það að hafa 28 pund en ekki 20 endast dekkin margfallt meirkv. bjarni
07.04.2004 at 16:33 #496131Ef thrandur hefur ekki tekið eftir því að það sé einhver munur á að keyra jeppa og fólksbíl, þá eru samt einhverjir fleirri en ég sem hafa tekið eftir því. Svo ég nefni nú bara tvennt, annars vegar hvað jeppa á breiðum dekkjum hættir til að aquaplana í krapi og á mjög votu malbiki og hinsvegar hvað jeppar, ekki síst stuttir, eiga það til að vera hrekkjóttir á hálku, ekki hvað síst ef þeir eru með tregðulæsingar á afturdrifi. Fleirra mætti tína til, svo sem hærri þyngdarmiðju. Því miður hefur það oft valdið slysum, þegar óvant fólk ekur á jeppa við erfiðar aðstæður, að það þekkir ekki viðbrögð og hreyfingar jeppans undir slíkum kringumstæðum og bregst rangt við. Skárstir eru jeppar með sídrifi, þ.e. mismunadrifi í millikassa, því þeir eru með líkust viðbrögð við breytilegu viðnámi yfirborðs vegarins því sem fólksbílar hafa. Ég held að flestir þekki þegar jeppi með venjulegan millikassa sem ekið er á hálku, hættir að stýra þegar breyta á snögglega um stefnu eða hemla. Nú, ég tek undir með thrandur að þegar maður er orðinn vanur stærri bílum, flutningabílum, rútum o.þ.h. þá líður manni best undir stýri á þeim. Ég er sjálfur búinn að aka hátt í tvær milljónir kílómetra á mínum 46 ára ökumannsferli og á fleirri bílategundum en ég treysti mér til að telja upp og lengst af þeim tíma haft undir höndum jeppa af hinum breytilegustu tegundum. Pajeroarnir sém ég hef átt nokkur stykki af hafa verið skárstir á hálku en Broncoinn lakastur. En hann hafði líka marga kosti í torfærum, sem maður reynir ekki að leggja á hrísgrjónabrennarann. hættur í bili
07.04.2004 at 16:33 #503457Ef thrandur hefur ekki tekið eftir því að það sé einhver munur á að keyra jeppa og fólksbíl, þá eru samt einhverjir fleirri en ég sem hafa tekið eftir því. Svo ég nefni nú bara tvennt, annars vegar hvað jeppa á breiðum dekkjum hættir til að aquaplana í krapi og á mjög votu malbiki og hinsvegar hvað jeppar, ekki síst stuttir, eiga það til að vera hrekkjóttir á hálku, ekki hvað síst ef þeir eru með tregðulæsingar á afturdrifi. Fleirra mætti tína til, svo sem hærri þyngdarmiðju. Því miður hefur það oft valdið slysum, þegar óvant fólk ekur á jeppa við erfiðar aðstæður, að það þekkir ekki viðbrögð og hreyfingar jeppans undir slíkum kringumstæðum og bregst rangt við. Skárstir eru jeppar með sídrifi, þ.e. mismunadrifi í millikassa, því þeir eru með líkust viðbrögð við breytilegu viðnámi yfirborðs vegarins því sem fólksbílar hafa. Ég held að flestir þekki þegar jeppi með venjulegan millikassa sem ekið er á hálku, hættir að stýra þegar breyta á snögglega um stefnu eða hemla. Nú, ég tek undir með thrandur að þegar maður er orðinn vanur stærri bílum, flutningabílum, rútum o.þ.h. þá líður manni best undir stýri á þeim. Ég er sjálfur búinn að aka hátt í tvær milljónir kílómetra á mínum 46 ára ökumannsferli og á fleirri bílategundum en ég treysti mér til að telja upp og lengst af þeim tíma haft undir höndum jeppa af hinum breytilegustu tegundum. Pajeroarnir sém ég hef átt nokkur stykki af hafa verið skárstir á hálku en Broncoinn lakastur. En hann hafði líka marga kosti í torfærum, sem maður reynir ekki að leggja á hrísgrjónabrennarann. hættur í bili
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.