This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjartur Ingvar Helgason 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
—Það er til margar gerðir svefnpoka sem eru á markaðnum með misgóðum gæðum,
þeir sem eru að ferðast að vetri til ættu að vanda valið, vert að skoða hversu kuldaþol
pokans er mikið. Flestir skoða hversu mikið frost pokinn þolir – 30 eða meira sem
er í góðu lagi, en það er einn ókostur við svona poka þeir geta gefið ranga mynd
af kuldanum úti. Menn hafa kvefast og fengið lungnabólgu vegna rangrar notkunar á svona pokum, menn hafað svitnað um nóttina og opnað pokann og þá á kuldinn greiðan aðgang. Á að kaupa dúnpoka eða holifíltpoka, pokar með dún eru oftast léttari en hinir og eru vandmeðfarnir og þola ílla raka en poki með hólifilt, sem er fljótur að losa sig við bleytu og raka. Vert er að geta þess að pokar sem eru mikið notaðir eru búnir að missa gæðin á 10 til 12 árum, en það er hægt að láta þá endast í 15 ár ef maður lætur þá hanga órúllaða upp frá upphafi. þær tölur sem maður á að líta á er þægindaþol sem gefur betri mynd af gæðum pokans, sem ég tel marktækari tek sem dæmi + 3 til -20 þægindaþol svo -25 erfþðisþol, 0 til -10 og -22 hér er munurinn meiri
á miðtölu en efstu tölunni sem getur skift máli um notkun pokans og gæða munur , hér átt við C° mælir. Svo er það annað lögmál með F mælir þeir pokar eru oftast gefnir upp í hæsta kuldaþoli tek sem dæmi breytt í C° mælingu. 0°F er -18°C og -40°f er -40°C þegar kuldinn er oðinn svona mikill þá er munur enginn á milli F og C° mælinga hvað svefnpoka varðar .
( Fyrir minn smekk er poki með þessar tölur ,C° -3 og -15 til -25 passar fyrir okkur sem eru komnir yfir 50 ára góður ) Vert er að geta þess að þeir sem sofa í bílum getað forkælst ef allir gluggar eru lokaðir og myndast þá raki í bílnum sem er ekki gott, við opinn glugga hækkar kuldinn inni í bílnum, dæmi C° -15 verður C° -17 inní bílnum vegna raka sem myndast þegar við öndum frá okkur en rakinn væri mun meiri í lokuðum bíl.KV,,,, MHN
You must be logged in to reply to this topic.