This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll, ég er hér einn nýr á vefnum, jeppaáhugamaður til margra ára en hef ekki átt jeppa þar til um daginn að ég eignaðist minn fyrsta. Jeep Wrangler, 2002 á 32″ og bara æðislegur í alla starði. Eins og sönnum jeppaháhugamanni sæmir varð ég að prufa hann í snjó og þetta litla kríli er búið að fá að leika sér upp á Hellisheiði í all nokkur skipti sem og að ég fór á honum upp á Skjaldbreið á dögunum… þá kviknaði dellan fyrir alvöru og ég ákvað að kaupa mér ALVÖRU BREYTTANN JEPPA.
En einhverra skrítinna hluta vegna hefur mér ekki tekist að kaupa mér breyttann jeppa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu 6 vikurnar í það minnsta.Sko, ég byrjaði að skoða og komst að þeirri niðurstöðu að mig langaði í Toyotu, Hilux, Landcruiser, Tacoma o.s.frv. ekki eldri en 2002 og ekki á minni dekkjum en 38″. Verð frá 2 millj. Fyrir mig sem starfsmann í þjálfun þá hefði ég haldið að það væri ekki mikið mál að finna bíl sem fellur innan þessara marka.
Þegar ég hafði svo komist að þessari niðurstöðu þá fór ég á stúfana og gerði tilboð.
Ég veit nú ekki hvað þið nennið að lesa langann pistil en ég held eitthvað áfram.
Ég er búinn að bjóða í ca 8 bíla af einhverri alvöru og er búinn að hringja út af sennilega 80% af öllum bílunum sem eru innan þessara marka á þessu tímabili. Þrátt fyrir ítrekuð tilboð hefur mér ekki tekist að kaupa bíl. Ég hef gert tilboð undir auglýstu verði, tvisvar gert tilboð um að greiða uppsett verð og einu sinni hef ég gert tilboð um að greiða yfirverð…. en vitið menn þetta hefur ekki gengið hjá mér… sem er eiginlega ótrúlegt.Eitt dæmi, ég var að prufuaka bíl gullfallegum mikið breyttum með öllu dótinu, það var sett á hann rúmar 8 millj. Ég er að aka með eiganda bílsins við hliðina á mér og mér leist virkilega vel á gripinn og vildi ganga frá kaupunum svo ég spyr hann hvað ég fái hann á, var ekkert farinn að ræða það hvernig hann yrði greiddur eða þvíumlíkt…. ég bjóst við að hann myndi lækka sig eitthvað ca 3 til 4 hundruð þúsund, nei viti menn svarið sem ég fékk var. „Ég læt þennan bíl aldrei undir 10 milljónum, ég var að hringja niður í Toyota á leiðinni hingað og þeir voru að hækka bílana hjá ség um 25%…“
Svona er sagan mín í þessar 6 vikur sem ég hef reynt að kaupa mér breyttann bíl. Eftir þennan tíma skil ég bara ekki hvernig þið farið að þessu og óska eftir hjálp, já ég bið kannski einhvern um að hafa samband við mig ef hann er virkilega að spa í að selja bílinn sinn…hehe
Eitt að lokum sem flogið hefur í gegnum huga minn. Getur verið að jeppamenn leiki þann leik að þeir setji bílana sína á sölu til þess að þóknast eiginkonunni „Já elskan ég skal selja bílinn ekkert mál“ og ætli sér síðan alls ekkert að selja bílana sína…?
Segi svo við konuna sína „Ástin mín það bara vill enginn kaupa bílinn, það er jú kreppa, ég fæ bara vonlaus tilboð í þessi örfáu skipti sem spurt er um hann..“Með von um hjálp
Steinn Kári
899-6699Ps. endilega verið í sambandi ef þið eruð með bíl til sölu sem fellur innan minna langanna og þarfa.
Toyota ekki eldri en 2002, helst Landcruiser eða Hilux, 38″ eða stærra fullbreyttur.
You must be logged in to reply to this topic.