This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég vil taka eitt fram svo að það sé á hreinu. Ég er ekki að skrifa þennan póst til að varpa skugga á þann aðila sem seldi mér minn núverandi jeppa og/eða saka seljand um eitthvað svindl. Mig langar bara aðeins að lista upp hvað ég er búinn að gera fyrir jeppann minn og kannski gefa þeim sem eru í þeim pælingum að fjárfesta í fjallabíl smá hugmynd um það sem fylgir því að kaupa notaðann jeppa. Því fyrr eða síðar kemur að viðhaldi og listinn hér að neðan er það sem ég er búinn að skipta um.
Fyrir um ári síðan keypti ég mér 1 stykki jepp, Patrol 1994 árgerð. Búið var að taka vél og túrbínu í gegn með öllu sem því tilheyrir. Bíllinn var á 38 dekkjum og hann var semi 44 breyttur. Síðastliðið haust fór ég svo alla leið með bílinn og lét klára 44 breytinguna.
Framdrif og annar búnaður að framan
– Nýir öxlar
– Ný nöf
– Nýjar driflegur
– Ný hlutföll
– Nýjar hjólalegur
– Ný stífugúmmí
– Nýr stýrisdempari
– Nýjar Ægislokur
– Nýir legustútar
– Nýir bremsudiskar
– Nýir bremsuklossar
Afturdrif og annar búnaður í afturhásingu
– Nýjar pakkdósir að innan
– Nýr loftlás
– Nýir bremsuklossar
– Skipt um bolta og rær fyrir hjöruliðinn og drifskaftið
– Skipt um bolta fyrir bremsudælur
– Stífur og festingar soðnar upp á nýtt og hásingin styrkt
Body
– Ný frambretti
– Nýir brettakanntar
– Afturbretti tekin í gegn og ryðvarin upp á nýtt
– Nýir 44 brettakantar
– Mála frambretti
– Mála afturbretti
– Mála brettakanta
– Soðið í sílsa að aftan og ryðvarið
– Málaðir sílsar
Skraut, glíngur og annar búnaður
– Xenon-HID perur í aðalljós
– 6 vinnuljós
– 2 nýir 100W Bosch kastarar að framan
– 2 Gulir IPF kastarar að framan teknir í gegn og gerðir upp
– 2 gul fiskiaugu í stuðara
– Fini loftdæla
– 44 dekk
– Nýjar 18 breiðar felgur með Beadlock frá Renniverkstæði Ægis
– Box á toppinn
– Merkt húddhlíf með heiti bílsins
Þetta er svona það sem ég man í fljótu bragði hvað ég er búinn að gera fyrir bílinn. Núna sé ég líka fram á að vera með bíl í topp standi sem kemur til með að svínvirka næstu árin, tala nú ekki um þegar að lóló verður komið í næsta vetur. Maður verður að hafa einhvern draum til að eltast við.
Kveðja
Einar sem er alveg að verða búinn með bílinn
You must be logged in to reply to this topic.