This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sæl öll karlar og konur. Nú hef ég verið að velta því fyrir mér lengi að eignast Dodge RAM og er að hugsa um að láta verða af því núna. Þeir bílar sem eru í boði hér heima eru bara of dýrir og sá búnaður sem þarf í þá er allt of dýr líka. Núna þegar dollarinn er ekki hærri en þetta þá sé ég fyrir mér að það gæti verið ráð að kaupa þetta allt frá USA. Það er að segja óbreyttann RAM 2500 2000-2002 módel og alla aukahluti sem þarf.
Það eru helst:
ARB læsingar og dæla við.
Hlutföll.
Skriðgír.
Felgur.
Dempara og gorma.
Auka tank.
Pallhús.
Kastara.
Tölvukubb.
Spil.
…og eflaust mætti lengi telja. Mér dettur í hug að finna þetta allt og láta senda það á ákveðið heimilisfang. Þið sjáið væntanlega hvert þetta stefnir, sem sagt pikka þetta upp á pallinn og senda allt heim.
Þá vantar mig að vita hvar ég á að finna þetta allt saman og einhverjar tæknilegar upplýsingar.
Það er til mikils mælst en ef einhver hefur gert þetta þá væri mjög gaman að fá að heyra af því. Endilega látið í ykkur heyra.Annað; ég veit að ég sagðist aldrei fara í Amerískt en maður getur skipt um skoðun.
Kveðja:
Erlingur Harðar
You must be logged in to reply to this topic.