This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ég hef heyrt undanfarið ljótar sögur af fólki sem „þiggur spottann“ á fjöllum og með handabandi lofar þetta fólk að taka ábyrgð á skemmdum sem gætu orðið við þá aðstoð. Svo þegar reynir á þetta handaband þá er allt gleymt og grafið, og fólk jafnvel nógu ósvífið til þess að heimta að sá sem aðstoðaði það við að reyna að losa bíl með skelfilegum afleiðingum (rifnir stuðarar, dráttarkúlur og slitnir spottar) um skaðabætur á eigin bílaskemmdum.
–
þetta þykir mér ekki góður pappír, þar sem maður er nú að hjálpa í góðri trú og býst ekki við svona leiðindum.
þessvegna setti ég saman smá skjal sem báðir aðilar kvitta á áður en aðstoðin er veitt og tekur af allan vafa um hver það er sem tekur ábyrgðina. Kanski finnst mönnum þetta skepnuskapur og jafnvel ókurteisi beint, en ég er á bíl sem mér þykir mjög vænt um og hef ekki nógu mikla peninga aflögu til að laga bíla hjá öðrum.Menn geta nálgast þetta skjal HÉR ef menn vilja hafa svona í bílnum hjá sér.
p.s. ég veit að oft má rekja svona skemmdir til þeirra sem eru að toga, þeir fara offari í að tosa og skemma þess vegna, en ég treysti mér til að gera svona skynsamlega og vill að það sé ljóst að ég er ekki að hjálpa til að þurfa að borga skemmdir annara. þess vegna bjó ég til þetta skjal.
You must be logged in to reply to this topic.