Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ábyrgð við spottadrátt á fjöllum
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.02.2006 at 15:53 #197292
Ég hef heyrt undanfarið ljótar sögur af fólki sem „þiggur spottann“ á fjöllum og með handabandi lofar þetta fólk að taka ábyrgð á skemmdum sem gætu orðið við þá aðstoð. Svo þegar reynir á þetta handaband þá er allt gleymt og grafið, og fólk jafnvel nógu ósvífið til þess að heimta að sá sem aðstoðaði það við að reyna að losa bíl með skelfilegum afleiðingum (rifnir stuðarar, dráttarkúlur og slitnir spottar) um skaðabætur á eigin bílaskemmdum.
–
þetta þykir mér ekki góður pappír, þar sem maður er nú að hjálpa í góðri trú og býst ekki við svona leiðindum.
þessvegna setti ég saman smá skjal sem báðir aðilar kvitta á áður en aðstoðin er veitt og tekur af allan vafa um hver það er sem tekur ábyrgðina. Kanski finnst mönnum þetta skepnuskapur og jafnvel ókurteisi beint, en ég er á bíl sem mér þykir mjög vænt um og hef ekki nógu mikla peninga aflögu til að laga bíla hjá öðrum.Menn geta nálgast þetta skjal HÉR ef menn vilja hafa svona í bílnum hjá sér.
p.s. ég veit að oft má rekja svona skemmdir til þeirra sem eru að toga, þeir fara offari í að tosa og skemma þess vegna, en ég treysti mér til að gera svona skynsamlega og vill að það sé ljóst að ég er ekki að hjálpa til að þurfa að borga skemmdir annara. þess vegna bjó ég til þetta skjal.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2006 at 03:07 #542366
Hér áður fyrr gilti það að menn báru kostnað af sínu dóti, ef skemmdir urðu í fjallaferðum þá var það einfaldlega á kostnað eigenda.
Í vissum tilfellum er þetta auðvitað ekki sanngjarnt, þeir sem leiddu ferðalög og drógu bíla sem ekki gátu þurftu gjarnan að sitja uppi með skemmdir á bílum sínum og redda því úr eigin vasa. Allur gangur á þessu.
Ég er ekki að mæla því bót að þeir sem hjálpa skuli bara bera sinn kostnað þegjandi og hljóðalaust, en þetta skjal á ég fremur erfitt með að melta.
Akkúrat í dag á ég ekki jeppa til að fara á fjöll – og ætti því e.t.v ekki að segja mjög margt- en ég er þeirrar almennu skoðunar að maður taki á sig þær skemmdir sem verða í túrum. Maður hjálpar ferðafélögunum og ætlast til hins sama af þeim. Ella gengur ekki ferðalagið.
Svona pappírsvinna finnst mér passa fremur illa við þá ferðamennsku sem ég þekki. Ef þetta verður raunin þá er óhjákvæmilegt að spyrja sig – til hvers er barist?
12.02.2006 at 06:14 #542368Það er eitt sem menn ættu að hafa í huga áður enn þeir skrifa undir svona gjörninga, en það er að með því afsala þeir sér rétti til bóta frá sínu eigin tryggingafélagi.
Það tekur minni tíma að henda úlpu, galla eða teppi ofan á kaðalinn heldur en að standa í svona skriffinnsku. Klúbburinn ætti alls ekki að standa að dreifingu á svona skjölum án þess að stjórn sé búin að fara vel yfir málið.
Fyrir þrem árum, eftir að svipuð umræða kom upp, þá kom það til tals að láta þáttakendur í ferðum á vegum klúbbsins skrifa undir afsal á kröfum á hendur fararstjóra. Að vel athuguðu máli var hætt við það, ég held að það hafi verið rétt ákvörðun.-Einar
12.02.2006 at 08:38 #542370Skemmtilegar umræður þetta. Væri ekki rétt að útbúa skjal fyrir þá sem ætla að hjálpa mér að moka þar sem ég tek á mig ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á skóflunni? Nei, þetta var nú grín. Það væri hins vegar möguleiki, ef þetta á að vera svona formlegt, að á bakhliðinni væru þessi almennu atriði um að athuga festingar og svo framvegis og báðir aðilar fylltu það út sameiginlega og skrifuðu undir. Svo væri hægt að hafa eina undirskrift enn, þegar drætti væri lokið, þar sem báðir aðilar staðfestu að ekkert tjón hefði orðið eða hvaða tjón hefði orðið. Eftir það væri málið dautt. Þetta tæki kannski orðið svo langan tíma að það væri bara fljótlegra að moka:o)
Ég sé hins vegar fyrir mér hvernig ástandið hefði verið hjá Suðurlandsdeildinni í Þorrablótsferðinni fyrir nokkrum árum þegar þeir voru tæpa 60 tíma úr Landmannalaugum í Sigöldu. Hvað ætli Gunni Egils hefði þurft að skrifa undir mörg blöð en mér skilst að hann hafi dregið flesta í ferðinni og marga oft. Hann varð fyrir miklu tjóni og hefði því tjónaskoðun og annað tekið ansi langan tíma. Þeir hefðu kannski ekki komið heim fyrr en um vorið.
Kveðja,
Klemmi.
12.02.2006 at 10:09 #542372Það er leiðilegt að heyra, ef rétt er, að þessir hlutir séu það oft vandamál að ástæða sé til umræðu yfirleitt.
Ég verð að taka undir með þeim sem eru á móti svona plaggi, en til vara allavega að hver taki ábyrgð á sínu faratæki þar sem það er ómögulegt fyrir þann sem dregur að vita um ástand festinga á því sem í er hnýtt, enda oftast á kafi.
Hitt er annað að hver þekkir sitt farartæki best og metur þar af leiðandi hvort hann treysti því í smá átök. Ef ekki þá sleppir hann því. En fyrir þann sem er dreginn er, ekki nokkur leið að taka ábyrgð á bílum annara sem eru í öllu mögulegu ástandi.
Ef svona plagg væri í almennri umferð á fjöllum myndi jeppamennskan setja mikið niður í mínum huga og örugglega annara.
Því samkennd fjallamanna og hjálpsemi er stór partur af því hvað þetta er skemmtilegt allt saman.
Ég held að í flestum tilfellum geri menn sér grein fyrir því að jeppi er enginn sparibaukur og áföll nánast örugg öðru hverju, því legg ég til að menn beri harm sinn í hljóði og geri við sinn bíl út í eigin reikning hvernig sem hann svo sem skemmist.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
12.02.2006 at 10:25 #542374Athugið að það getur verið slæmt fyrir mikil átök ef
festinginn sem er bundið í er bara öðru megin í
grindinni !. Getur kostað mikið að rétta grindarskakkan bíl eftir losun úr einni festu. Það er mun skárra
að láta kippa í sig á festingu sem er búið að smíða milli bita. þannig að þó bílinn þinn sé með dráttarkrók öðru megin að framan nokkuð hraustlegan Er það ekki festing sem ég myndi telja pottþétta (veit um eitt 500þkr grindartjón)Þetta er versta tjón sem þú getur lent í við drátt.
kv
bc
12.02.2006 at 11:24 #542376Enn hefur enginn gefið sig fram sem hefur lent illa í því að draga eða vera dreginn, þá er ég að tala um að sitja uppi með stórt tjón, auðvitað hafa margir fengið smá skeinur en það er ekki það sem við erum að hafa áhyggjur af heldur stór tjón. Bjarki C þekkir þú einhver dæmi um svona 500.000kr grindaskekkjur eða er þetta bara skot út í loftið?
Annars eins og fram hefur komið þá er málið að standa eins skynsamlega og hægt er að drættinum. Báðir hljóta að bera ábyrgð, sá sem er dreginn hnýtir væntanlega í sinn bíl og ber því ábyrgð á því að hann hengi í á traustum stað og sá sem dregur ber náttúrlega ábyrgð á því að kippa ekki of rösklega í miðað við hvernig aðstæður eru, eins að henda einhverju yfir spottann til öryggis ef slitnar.
12.02.2006 at 12:28 #542378þetta er tala frá eiganda..og einstakt tilfelli
ég hef aldrei heyrt um svona tilfelli áður
en gott að vita hvað getur gerst ef ítrekað
er kippt í grind bíls alltaf á sama horninu.
12.02.2006 at 12:41 #542380Já jæja, mér sýnist á þessu að ekki þýði fyrir mann að ferðast nema hafa amk. einn góðan vin sem maður treystir meðferðis á öðrum jeppa og vona að við báðir festumst ekki í einu. ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum við skjalinu mínu
allavega, ég er búinn að taka skjalið burt, og hvet alla sem hafa náð í það að eyða því strax.
þetta þarf greinilega að hugsa betur en ég gerði.
kveðja,
Lalli
12.02.2006 at 13:20 #542382Mér sýndust nú sumir vera mjög jákvæðir í garð þessa skjals svo það var nú kannski óþarfi að fjarlægja það. Ég veit að sumir myndu nota það af gamalli reynslu. Ég nefndi Gunna Egils hér fyrr í þessum þræði og er viss um að hann myndi nota þetta eftir þorrablótið fræga. Tjónið hans þá var víst upp á nokkur hundruð þúsund og allt öðrum að kenna en honum sagði hann.
Kveðja,
Klemmi.
12.02.2006 at 13:36 #542384Þetta eru hinar bestu umræður. Mér tókst að vista eintak af skjalinu góða meðan það var aðgengilegt og ætla að hafa það tiltækt í bílnum.
Fyrir utan neyðartilvik þegar heilsutjón er yfirvofandi vil ég líta á björgun úr festu sem samning milli tveggja aðila. Annar býðst til að kippa í spotta o.s.frv. en setur einhverja skilmála, t.d. um bætur fyrir hugsanlegt tjón eða annan kostnað. Hinn aðilinn þiggur greiðann og samþykkir skilmálana – eða hafnar þeim að afþakkar greiðann. Einfalt, en getur vafist fyrir mönnum ef það er ekki frágengið fyrirfram.Í ferðum lokaðra hópa, t.d. f4x4 eða þar sem menn þekkjast vel er tæpast ástæða til að veifa svona samningum, en þeim mun meiri ástæða til að skipuleggjendur ferðarinnar hafi tiltækar "siðareglur" sem taka á helstu atriðunum og öllum þátttakendum verði fyrirfram gerð grein fyrir þeim.
Ágúst
12.02.2006 at 13:58 #542386Alveg er ég klár á því að ef einhver biður mig um að skrifa undir svona samning áður en kippt er í mig þá skrifa ég ekki undir heldur moka frekar eða losa mig á annan hátt. Hitt er líka alveg skothelt að ef einhver myndi biðja mig um slíkt þá ferðast ég aldrei aftur með viðkomandi. Ef menn treysta hvor öðrum ekki betur en svo að þeir geti kippt í þá án aðkomu lögfræðinga þá eiga þeir einfaldlega ekki að ferðast saman. Ég hef í það minnsta ekki áhuga á að ferðast með mönnum sem treysta mér ekki betur en svo…
Svo tek ég algerlega undir með Jóni Ebba – það verða oft skemmdir á bílum í túrum, ýmist vegna slitinna spotta – eða að forustubíllinn brýtur eitthvað við að ryðja fyrir aðra, einhver fórnar sér í að ryðja á til að hinir komist yfir o.s.frv.
Ég notaði spilið mitt t.d. óspart til að draga aðra og reyndar líka sjálfan mig, í þorrablótsferðinni. Eftir túrinn eru komnir mjög torkennilegir smellir í spilið og það þarf að laga – ég ætla samt ekki að fara að hringja í alla sem voru með mér og fara fram á þátttöku í kostnaði… Þvílíkt bull.
Ef bíllinn skemmist þá fer maður ekki af stað til að leita að sökudólgum til að taka þátt í kostnaði – maður bara heldur kjafti og gerir við bílinn sjálfur – annars er einfaldlega betur í annað og kostnaðarminna áhugamál farið.
Benni
12.02.2006 at 14:08 #542388Það er mikið til í því sem Eik segir hér að ofan að sá sem dregur ræður miklu um það hvort tjón verði. Kannski ekki algilt og stundum eru aðstæður þannig að það þarf að kippa hressilega, en sá sem situr fastur getur afskaplega lítil áhrif haft á dráttinn.
Það er annað sem ég vil nefna í sambandi við þetta og það er að tjón á bílunum er bara minnsti hlutinn af þessu. Hættan sem fólki getur stafað af slitnum spotta, svo ekki sé talað um dráttarkúlu eða krók sem gefur sig, er mikið alvarlegri hlutur. Það er því full ástæða til að leggja meiri vinnu í að fyrirbyggja slysin frekar en skriffinnsku. Velti því líka fyrir mér hvort orðin “…öllu því tjóni sem gæti orðið við þá aðstoð…“ feli í sér ábyrgð á líkamstjóni. Veit að þetta er ekki hugsað þannig en spurnng hvort hægt sé að túlka það þannig. Hvað segir tryggingafélagið sem ætti að borga bætur í slíkum tilfellum ef annar aðili er búinn að undirrita að hann taki á sig alla ábyrgð?
Kv – Skúli
12.02.2006 at 14:21 #542390Sælir
Svona skjal getur komið sér vel t.d þegar einhver ókunnugur biður mann um að aðstoða sig.
Ég er ekki reiðubúin að taka á mig rándýrt tjón vegna þess að einhver klúðraði því að sjóða dráttarfestingar á bílinn sinn.
Eins ef einhver ókunnugur á fólksbíll er fastur í skafli og ég kippi í hann þá eru alveg ágætis líkur á að eitthvað plastdrasl upp á 100 þús brotni og ég sitji uppi með tjónið.Ég myndi aldrei nota svona skjal í ferð! Þar hjálpar maður öðrum og aðrir hjálpa þér. Svo ber maður sjálfur ábyrgð á tjóni á eigin bíl.
En einhverskonar skjal þarf að vera til fyrir þau örfáu skipti sem það er viðeigandi. Ég er sammála því að það þarf að ummorða þetta eitthvað, þannig að ekki séu eins miklar líkur á misnotkun á þessu.
Kveðja
Arnór
12.02.2006 at 15:27 #542392Ég var á því að gott væri að hafa svona skjal í bílnum en eftir að hafa farið á Þorrablótið þar sem mikið var um drætti, ég fékk spottann marg oft og dró bíla marg oft einnig eftir að hafa lesið rökin hérna að ofan er ég á því að ábyrgð þess sem dregur er mikil. Það er á hans ábyrgð að tryggja að festingar eru í lagi sem bundið er í, því það er hann sem leggur aflið í dráttinn, hann á að skoða festingar hjá viðkomandi, setja öryggisspotta, fergja kaðalinn eða spilvírinn eða að tryggja að ekki verði tjón ef spottinn eða festingar gefi sig. Ef sá sem ætlar að draga treystir ekki festingum eða spotta á hann ekki að draga fyrr en hann er öruggur með aðstæður eins og að láta þann sem er fastur, moka frá bílnum, tryggja festingu og svo framvegis. Ef ekki er hægt að tryggja öryggið 100% einhverra hluta vegna er hægt að gera munlegt samkomulag með vitnum en svona samkomulag, hvort sem það er munlegt eða skriflegt er hundleiðinlegt og tekur allt gamanið af því að aðstoða menn.
Með þessu er ég ekki að segja að ábyrgð þess sem er fastur sé engin að hann eigi að setja á afturendanum og láta aðstoðaraðilann um alla vinnuna, langt því frá, hann á vissulega að leggja nánast alla vinnuna í það að losa bílinn, vaða krapann, moka og annað slíkt en sá sem dregur á að skoða aðstæður því hann er “skipstjórinn“ á þessari skútu þar sem sá fasti hefur lítið sem ekkert með það að gera hversu fast er dregið.
Það sem felst í þessum skrifum er: komið í veg fyrir slys frekar en að rífast um hver olli þeim þegar þau verðakv. vals.
12.02.2006 at 16:30 #542394Ég er sammála Höskuldi að þetta er tóm paranoja í mönnum. Það er ekkert frekar ábyrgð þess sem dregur en sá sem er fastur, báðir aðilar eru sekir um það ef spottinn slitnar eða festing á bíl. Þeir eiga báðir að meta aðstæður, sá sem er fastur á að vita hvernig ástand festingarnar hans eru…það er engin geimvísindi á bakvið þetta og auðvitað einnig sá sem dregur á að vita ástand dráttarkróka sinna. Ég á bara spotta sem þolir 8tonna átak og er með 35% teygju og er 25m langur… það á bara að toga með almennilegum spottum eða bara sleppa því ef bíllinn er það fastur! Auðvitað á sá sem dregur ekki að standann í fyrstu tilraun og sérstaklega ef hann er ekki með langann og myndarlegan teygjuspotta. Hættum þessar geðsýki og ferðumst án þess að væla yfir einhverju beygluðu eða biluðu. Jeppar bila og beyglast…
…en 500.000kr. fyrir að rétta grindarskakkan bíl er grófustu ýkjur sem hægt er að æla útúr sér.
Frekar moka ég en að skrifa undir þetta plagg…þvílík vitleysa, en samt ágætt að ræða þetta, eitthvað verður maður að gera á þessari gúrkutíð!kv, Ásgeir
12.02.2006 at 17:45 #542396Ef ég fengi svona skjal frá einhverjum félögum mínu mynd bara fækka um þann mann í félagahópnum. Brotin ljós og beyglaðir stuðarar eru hluti af notkun bíla og teljast ekki til tjóna í mínum huga. þeir sem tíma ekki að nota bílana sýna ættu kannski að fá sér ódýrari bíl sem þeir tíma að nota. þá leystist þetta mál sjálfkrafa. : ) Guðmundur
12.02.2006 at 17:49 #542398Nefndi þetta nú bara sem innskot í þessa umræðu
Ég held það sé óþarfi að vera að saka menn um ýkjur hér á vefnum. Ég hef enga ástæðu til að búa til einhv vitleysu. Ég hef brallaði í tjónuðum bílum í mörg ár.
Og þykir ekki tiltöku mál þó reikningur við "grindarréttingu" á sterkum fólksbíl fari í 2-300.000
líklegt þykir mér í þessu tilfelli að bæði hafi þurft að rétta grindina og síðan bodyið hurðargöt gætu hafa
verið orðin vitlaus ofl ofl.
Þessa tölu fékk ég um daginn beint frá eiganda milliliðalaust.
Vonandi geta menn farið að spóla bráðum
og hætt þessu röfli.
12.02.2006 at 18:53 #542400Sælir
Þetta segir sig allt sjálft, í mínum huga, sem minnst er á fyrr í sambandi við þessi öryggisatriði og að sá sem dregur er sá sem ber ábyrgðina.
Ég lenti í því fyrir rúmu ári síðan að ég var að aðstoða fólksbíl sem var fastur inn á Akureyri. Þetta leit nú frekar sakleysilega út hafði keyrt inn í ruðning og hálfur í gegn. Svo byrjaði ég að draga varlega eins og alltaf en það vill ekki betur til en að þessu maður hafði keyrt yfir stein sem var inni í ruðningnum og þegar ég dró hann afturábak þá braut helvítis steinninn framstuðarann hjá honum.
Úr varð ægilegt mál þar sem ég átti að borga fyrir allt saman. Sem betur fer tókst mér með leiðindum að koma mér útúr því.
En eftir þetta þá er maður hálf tregur til að aðstoða Jón Jónsson á fína fólksbílnum sínum.Þetta er vissulega algjör undantekning og óheppni en átti sér engu að síður stað og mun eiga sér stað aftur.
Kveðja
ArnórPs. Ég vill ítreka fyrri orð mín að þetta tengist ekki jeppamennsku ég myndi aldrei draga upp eitthvað svona bull á fjöllum. Eins dreg ég tilbaka þetta sem ég sagði um ónýtar festingar það er eitthvað sem aðstoðarveitandi ætti að athuga.
14.02.2006 at 14:14 #542402auðvitað á sá sem að dregur að hafa vit á því hvað hann má bjóða eigin ökutæki. Ef hann misbýður bílnum þá er það honum að kenna.
14.02.2006 at 14:55 #542404afhverju eru men að flækja málið svona?
Er ekki lang réttlátast að sá sem á þann hlut sem dregið er með og klikkar beri bætur af tjóni sem verður á öllum farartækjum.
t.d. ef ég væri að draga með mínum spotta og hann slitnaði þá ber ég tjónið af báðum bílum.
eins ef ég er dreginn og dráttarfesting þess sem dregur slitnar þá ber hann alla ábyrgð.
þetta myndi kvetja alla sem ferðast á fjöllum til að vera með pottþéttann búnað svo sem spotta og festingar. Ef menn treista ekki sínum búnaði eiga þeir ekki að draga eða vera dregnir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.