Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ábyrgð við spottadrátt á fjöllum
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.02.2006 at 15:53 #197292
Ég hef heyrt undanfarið ljótar sögur af fólki sem „þiggur spottann“ á fjöllum og með handabandi lofar þetta fólk að taka ábyrgð á skemmdum sem gætu orðið við þá aðstoð. Svo þegar reynir á þetta handaband þá er allt gleymt og grafið, og fólk jafnvel nógu ósvífið til þess að heimta að sá sem aðstoðaði það við að reyna að losa bíl með skelfilegum afleiðingum (rifnir stuðarar, dráttarkúlur og slitnir spottar) um skaðabætur á eigin bílaskemmdum.
–
þetta þykir mér ekki góður pappír, þar sem maður er nú að hjálpa í góðri trú og býst ekki við svona leiðindum.
þessvegna setti ég saman smá skjal sem báðir aðilar kvitta á áður en aðstoðin er veitt og tekur af allan vafa um hver það er sem tekur ábyrgðina. Kanski finnst mönnum þetta skepnuskapur og jafnvel ókurteisi beint, en ég er á bíl sem mér þykir mjög vænt um og hef ekki nógu mikla peninga aflögu til að laga bíla hjá öðrum.Menn geta nálgast þetta skjal HÉR ef menn vilja hafa svona í bílnum hjá sér.
p.s. ég veit að oft má rekja svona skemmdir til þeirra sem eru að toga, þeir fara offari í að tosa og skemma þess vegna, en ég treysti mér til að gera svona skynsamlega og vill að það sé ljóst að ég er ekki að hjálpa til að þurfa að borga skemmdir annara. þess vegna bjó ég til þetta skjal.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.02.2006 at 16:52 #542326
Sæll Lalli. Vil bara taka það fram, þar sem ég lenti í svona atviki um daginn að það var verið að reyna að hjálpa mér úr festu og bíllinn minn skemmdist og úr varð umræða hér á vefnum, að ég hef ekki krafið þann sem þar átti í hlut um skaðabætur og það hvarflaði reyndar aldrei að mér. Það er bara þannig að kannski þyrfti að nota DV aðferðina og nafngreina eða gera þekkjanlega á annan hátt þá sem eru svona ómerkilegir svo fólk fari ekki að álykta um aðra að ósekju. En annars, ágætt skjal og sniðugt.
Með bestu kveðjum,
Klemmi.
11.02.2006 at 17:11 #542328Sæll og ég samhryggist með bílinn. það er aldrei gaman að lenda í svona. Ég er ekki að vísa í umræðuna um þig eða neinn annan hér, og vandaði mig mikið við að gera þetta eins almennt orðað og ég gat ég ætlaði nefnilega ekki að bendla neinn við neitt heldur vísa í vandamál sem er í gangi burt séð frá persónum.
Ég er reyndar alfarið á móti DV aðferðinni svokölluðu, enda held ég að það sé alltaf hægt að komast hjá svoleiðis leiðindum og alger óþarfi að rakka fólk niður með nafni, hvort sem um DV eða F4x4 spjall er að ræða. Aldrei er heldur hægt að vera viss um að sú umræða sé á sterkum grunni reist. Þetta skjal bjargar mönnum frá öllum svona "DV" pælingum, ef viðkomandi vill ekki skrifa undir svona plagg… þá bara hjálparðu ekki viðkomandi, og það er hans eigið val. Allir ánægðir
þess má geta að ég leitaði til reynds lögfræðings með þetta skjal og hann hjálpaði mér að gera það þannig úr garði að það haldi í almennum réttarhöldum ef svo þyrfti að fara.
kveðja,
Lalli leiðinlegi
11.02.2006 at 17:52 #542330Sælir
Þetta er gott framtak, ég hafði einmitt verið í þessum hugleiðingum sjálfur einhvern tímann, að búa til svona skjal.
Leiðinlegt að þetta skuli vera nauðsynlegt en svona er þetta bara…
Kveðja
Arnór
11.02.2006 at 20:20 #542332Þetta skjal er hið besta framtak, en það má þó breyta því þannig að nöfnin séu tekin út sem eru fyrir og hafa eingöngu auðar línur þar sem nöfn viðkomandi eiga að vera.
Ef þú klárar þetta skjal og sendir mér, þá skal ég koma því á fastan stað á þessum vef þar sem það getur verið aðgengilegt hvenær sem er.Kv, Hrafnkell
keli@kelinga.com
11.02.2006 at 20:25 #542334Þetta var ágætt framtak og ber að þakka það. Satt best að segja man ég strax eftir nokkrum tilvikum, þar sem ég hef orðið fyrir tjóni sjálfur við að reyna að aðstoða aðra og nokkur þeirra urðu mér ærið kostnaðarsöm. Svo eru hin, þau ræðir maður helst ekki um…………………
11.02.2006 at 20:31 #542336Varðandi þessi nöfn þá átt þú að setja þitt nafn, kennitölu og bílnúmer í staðinn. Þannig þarftu ekki að skrifa það í hvert skipti sem þú kippir í einhvern 😉
11.02.2006 at 21:09 #542338Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta, er vegna þess að þetta er PDF skjal og það eru ekki allir sem geta breytt þeim.
Þess vegna vildi ég hafa línuna auða svo fólk geti hreinlega fyllt hana sjálft.
11.02.2006 at 21:36 #542340Ég sé ekki betur en að þeir sem undirrita svona skjal séu komnir í fremur vafasama aðstöðu gagnvart ýmiskonar hlutum sem kunna að koma upp eftir dráttinn.
Drif brotnar daginn eftir drátt, var það ekki líklega af því að það veiktist í drættinum? Vél gefur upp öndina á heimleið – líklega þoldi hún ekki dráttinn? Svo mætti áfram lengi telja.
Ég held að það væri óskemmtilegt eftir góðan jeppatúr að vita til þess að fjöldi manns væri með opið veiðileyfi á mann vegna bilana.
Ég segi bara eins og er – ef þessi bransi er orðinn svo harður að menn verða að fá skriflega samninga, þá er eðlilegt að gera ráð fyrir því að það virki í báðar áttir. Að misjöfnu sauðirnir eigi svona skjöl líka.
11.02.2006 at 22:01 #542342Mér líst ekki á þetta plagg. Það hvort það verður tjón við drátt, er fyrst og fremst undir þeim sem dregur komið. Því er það eðlilegt að henn beri meginhluta ábyrgðar, ef eitthvað fer úrskeiðis.
-Einar
11.02.2006 at 22:07 #542344Mér finnst þetta skjal hið besta mál og eiga vera í sem flestum bílum hjá 4 x 4. þetta er gott mál fyrir mann upp á þð að gera að hann er kannski að fara að hjálpa einhverjum, sér að festan er það slæm að tjón getur hlotist af hjálpinni, þá er þetta skjal hans trygging. Nú ef menn vilja ekki skrifa undir þá getur viðkomandi leitað til annarra eftir hjálp.
kv .. mhn
11.02.2006 at 22:24 #542346Ég tek undir með Einari, það ræðst mest af þeim sem dregur hvernig til tekst.
Um leið og þetta skjal leysir e.t.v einhvern vanda, þá sé ég ekki betur en að það búi til nýjan sem er engu betri, jafnvel öllu lakari.
Ég bið menn að hugleiða það hvort að þeir kæri sig um að gera þetta að hefð, ef sú verður raunin þá fara óprúttnir að misnota þetta rétt eins og allt annað. Menn fá kröfur og viðgerðarreikninga í bakið af því að þeir skrifuðu einhverntímann undir svona plagg hjá röngum aðila.
Ef menn telja sig virkilega þurfa á þessu að halda mætti einskorða plaggið við að sá sem er dreginn afsali sér með öllu bótarétti, en taki ekki skilyrðislausa ábyrgð á skemmdum í ökutækinu sem dregur.
11.02.2006 at 22:57 #542348Það er ekkert út á þetta að setja þar sem þetta á einungis við slys sem verða ef spotti slittnar.
Það er ekkert verið að tala um hluti sem koma upp á eftir að búið er að draga viðkomandi upp eins og brotin drif eða andvana vélar.þetta á einungis við í drættinum sjálfum.
11.02.2006 at 23:21 #542350——————————–
Ég samþykki án undantekninga að bæta aðstoðarveitanda allt tjón sem verður á farartæki hans við aðstoðina….
——————————–Ég sé ekki betur en að þetta sé opið í alla enda, og þetta er á engan hátt takmarkað við kaðlaslit. Ef dráttarbíllinn bræðir úr sér meðan á drætti stendur vegna olíuleysis þá sé ég ekki annað en að það megi heimfæra beint upp á þessa klausu sem bótaskylt tjón.
Ef það brotlendir ísbjörn úr oddaflugi á dráttartækið meðan á "aðstoð" stendur þá er það líka bótaskylt að mér sýnist (nokkuð algengt fyrir norðan)
Fyrir utan svo það tjón sem síðar kann að koma í ljós – að sjálfsögðu geta bílar skemmst við drátt þó að það komi ekki strax í ljós. Fyrir vikið má heimfæra æði margt upp á "tjón" vegna dráttar.
11.02.2006 at 23:39 #542352Fyrir mitt leyti þá er það á hreinu að ég er ekki tilbúinn að hengja spotta í bílinn hjá mér og rétta fram hjálparhönd til að redda einhverjum úr festu ef að ég væri ábyrgur fyrir þeim skemmdum sem kynnu að hljótast af ef illa færi. Frekar myndi ég sleppa því að bjóða aðstoð heldur en að eiga á hættu að verða refsað fyrir það. Þetta er kannski spurning um að hver og einn sé með spil, snjóankeri, járnkall og allt annað sem til þarf og sjái um að bjarga eigin rassgati. Allavegna færi þá ekki á milli mála hver væri ábyrgur fyrir skemmdum.
–
Önnur leið er að spyrja þann sem er fastur hvort hann axli ekki ábyrgðina ef skemmdir hljótast af drættinum og ef maður er sáttur við svörin sem maður fær þá dregur maður, eftir að búið er að fylla út einhvern samning, en annars ekki. Ef allt fer vel þá er svo hægt að eyðileggja bæði afritin eða þá að sá sem var fastur heldur eftir afritum samningsins þannig að óprúttnir dragara geti ekki notfært sér samninginn. Best væri náttúrulega ef munnlegi samningurinn héldi eins og hann ætti að gera en því miður þá koma þessir óprúttnu náungar aftur til sögunnar og skemma fyrir.
Spurning hvort að takmarka mætti samninginn við kaðalslit, fljúgandi dráttarbeisli, kúlur, stuðara og allt þess háttar svo að maður þurfi nú ekki að bæta tjón af fljúgandi ísbjörnum
–
Svo er líka bara hægt að vera heima og vera laus við að festa dolluna, þá þarf maður ekki að borga neitt Verst er að þá er bara ekkert gaman!!
12.02.2006 at 00:44 #542354hvaða paranoja er þetta? viljum við virkilega skapa okkur sama umhverfi og er í USA þar sem menn þora ekki að veita fyrstu hjálp á slysstað af ótta við að vera lögsóttir ef eitthvað fer úrskeiðis.
allir lenda í því að þurfa á hjálp að halda í jeppamennskunni og einnig að rétta náunganum hjálparhönd(spottann)
Viljum við virkilega fara að ala á tortryggni í garð náungans útaf einhverjum einstökum undartekningar tilvikum þar sem menn hafa lent í einhverju fjárhagstjóni við að veit aðstoð?
Þessi áhætta fylgir bara pakkanum og ég held að sem betur fer þá séu langflestir heiðarlegir í þessum efnum, og það sé meiri ástæða til að reka áróður fyrir því að menn sýni heiðarleika heldur enn að vera með svona hræðlsuáróður sem stuðlar að því að menn jafnvel þori ekki að aðstoða þegar á þarf að halda.
12.02.2006 at 02:16 #542356Ég trúi ekki að menn vilji blanda klúbbbnum í svona pælingar.
Hvetjum frekar menn til að fara varlega.
ath vel festur í bílum áður en dregið er
taka laust á fyrst
frekar oft laust en 1 sinni fast.
setja galla eða úlpu ofan á spottan
eða hafa öryggislínu í spottanum
nota frekar spil ef um mikla festu sé að ræða.
moka frá bíl sé þess þörf
losni bílinn ekki við létt átök er betra að hugsa aðeins
en að standa dráttarbílinn flatann.Þetta er skjal sem ég myndi ekki vilja kvítta á í ferð.
Verði þetta einhvað sem klúbburinn styður
minkar álit mitt verulega á þessum klúbb.Þá frekar velur maður sér nokkra félaga og ferðast með þeim. Og fer ekki í ferðir með klúbbnum þar sem maður þekkir ekki alla. Sem myndi leiða til fækkunar í klúbbnum ogsfrv.
Tjón er hlutur sem er ekki hægt að bendla bara við þann sem er fastur eða bara þann sem dregur. Sá sem dregur getur verið algjör sauður og staðið bílinn í botni með
óteygjanlegan spotta og skekt grindina í bílnum sem er fastur. Það er hlutur sem gæti ekki komið í ljós fyrr en mánuðum seinna. Og eigandi fasta bílsins er með 10 svona blöð….. hvað á hann að nota hverjum á að kenna um
eða nei hann reif blaðið ææ samt skektist grindin pottþétt vegna dráttarins….
Hvert tjón þarf að meta fyrir sig og verður aldrei gert með svona blaði."þetta er bara hluti af áhættunni sem fylgir þessu sporti"
og hvet ég menn bara til að fara varlega og hugsa málið
áður en spotti er settur í bíl sem er pikkfastur.kv
bjarki
12.02.2006 at 02:41 #542358Jamm.
Ég hef nú prentað út þetta skjal og mér sýnist að helsta notagildi þess sé að skeina sig á því enda gengur það þvert á mína lífsskoðun. Mína skoðun á því hvað ferðamennska á fjöllum á að snúast um – félagsskap og bræðralag.
Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
KV
Óli – kommi.
12.02.2006 at 02:55 #542360Sæl öll,
ég fagna þessari umræðu, hún þarf að fara fram. Hvort skjalið er fullkomið get ég ekki sagt til um, ég viðurkenni að þetta er opið orðalag, sé það núna. Ég er að vinna í því að breyta þessu, skýra betur út hvað ég á við með tjón, og afmarka tímamörk.Ábyrgðin á að sjálfssögðu bara að gilda um augljós tjón sem verða vegna skemmda við sjálf átökin, s.s. skemmdir vegna slitinna spotta og dráttarkúlna og ætla ég að reyna að koma þessu í lagalegt orðaform aftaná blaðið. Ég set nýja útgáfu inná vefinn hérna fljótlega þar sem þetta er komið í lag.
Skjalið er ekki PDF heldur Doc einmitt til þess að menn og konur geti sett inn nöfnin sín í stað "Jóns Jóhannesar Jónssonar" sem er náttúrulega uppspuni, hélt að það væri augljóst
þetta er samt loose/loose situation þetta viðkvæma mál. ég treysti ekki lengur munnlegum samningum og hananú. ég mun ekki draga bíla hjá ókunnugu fólki nema með einhverskonar svona samningi, sorrý. ég bara treysti því miður ekki lengur að fólk haldi hið gamla og góða "handsal" eða handaband eins og þetta heitir held ég.
kanski er langbest að einskorða þetta við að nefna að fólk afsali sér rétti til að fara í skaðabótamál við þann sem dregur, og lofi að bæta tjón ef spotti slitnar eða hlutir brotna af bílnum og lenda í fólki eða bílnum sem dregur. ég hugsa að ég breyti þessu einhvernveginn á þann veg. Þá þarf sá sem dregur að bera tjón sem hann sjálfur veldur á sínum bíl með þjösnaskap (s.s. brotin drif og úrbræddar vélar).
Ég treysti mér til að fara varlega við drátta á bílum, ég er svo heppinn að eiga mjög dýran og vandaðan teygjuspotta sem ég held ég kunni ágætlega að fara með og er þetta skjal svolítið skrifað með það í huga. Langaði bara að hleypa fleirum með svipaðan hugsunarhátt að skjalinu mínu til hægðarauka. Auðvitað væri best ef allir væru góðir og heiðarlegir, en svona er þetta bara ekki og ég ætla fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig (sem ég held að flestir geri).
kveðja,
Lalli
12.02.2006 at 03:02 #542362Fyrir mitt leiti þá ætla ég ekki að gera svona samning. Ef ég get ekki treyst því sem maðurinn segir þá dreg ég hann ekki svo einfalt er það. Það er hægt að líkja þessu við það að lána bílinn sinn, ég lána hann ekki hverjum sem er.
En ég skal hins vegar lána honum skófluna mína, það er alveg sjálfsagt og það sem meira er ég skal hjálpa til við að moka.kv. Kristinn
12.02.2006 at 03:04 #542364Mig langar að heyra frá einhverjum sem hefur lent í tjóni af þessu tagi, fengið spotta eða kúlu í afturhurð. Hvað finnst ykkur um þetta? er sjálfssagt að taka svona tjón alfarið á sig? varstu að toga og hamast alltof mikið? rykkja í af afli sem þú vissir að væri of mikið? hvernig fór með samskipti við eigendur þess fasta?
það hlýtur einhver að geta komið með smá tölu… hefur þetta alltaf gengið smooth og þessar sögur sem ég hef verið að heyra eru ósannar? Ef svo er, þá er engin þörf á þessu skjali mínu og biðst ég þá afsökunar á að hafa komið því í almenna dreifingu.
Endilega látið í ykkur heyra!!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.