Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › ÁBYRGÐ JEPPAMANNA! Höfn-Hornvík
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 22 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.04.2002 at 10:20 #191458
JEPPAMENN LÍTUM OKKUR NÆR!
Ég get ekki orða bundist! Ef marka má fréttaflutning af ný hafinni jeppaferð nokkurra þjóðþekktra jeppamanna þvert yfir hálendið frá Hornafirði yfir hálendið yfir í friðlandið á Hornströndum. Ég held satt að segja við jeppamenn og félagar í 4×4 ættum að hafa skoðun á þessu uppátæki!
Það er furðulegt að berja sér á brjóst og þykjast hrikalegur, auglýsa upp krapa og drulluferð! og þar að auki hunsa náttúrverndarlög! Ég held að flestir sem hafa eitthvað verið á ferðinn síðan fyrir páska viti að það eru mikill bloti og já hætta á landspjöllum á leið inná hálendið og út úr því. Það má vel vera að það sé einhver snjór á völdum stöðum á miðhálendinu og víðar en það er alveg ljóst að til þess að komast á milli þessa staða eru menn farnir að taka áættur á náttúruspjöllum. Það vita allir jeppamenn sem hafa snefil af sjálfsgagnrýni og ábyrgðartilfinningu að þó snjólag sé yfir jörð og bloti, að krapafesta getur hæglega skilið eftir sig skemdir í á grónu landslagi. Og það vita það líka allir að þetta hefur verið mjög snjóléttur vetur!
Ég er á móti því að höft séu sett á ferðamennsku okkar að vetrum hvort það sé á friðlandi eður ei. Við gætum horft fram á það á næstu árum ?jafn vel? að það verði takmarkanir á t.d. umferð ökutækja á jöklum, (innan þjóðgarða).
Ef við ætlum að halda uppi ábyrgri umræðu og málefnalegum rökum fyrir slíkri umferð án hafta verðum við að vera ÁBYRGIR SJÁLFIR!
Ég gjarnan heyra frá fleirum um þetta mál!
Kv,
Viðar Örn E-1423
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.04.2002 at 12:02 #460542
Sumir kalla það náttúruvernd þegar það er verið að vernda "náttúruna" fyrir sjálfri sér, t.d. með varnargörðum.
Í þjóðgörðum á svona ekki að gerast, en Þórsmörk er ekki þjóðgarður.Mér finnst að það ætti að gera Þórsmörk að þjóðgarði þar sem mannvirkjagerð takmarkast við göngustíga og göngubrýr, heflaðan vegslóða, hreinlætisaðstöðu fyrir tjaldstæði og einfalda skála. Ég hef aldrei heyrt að það stæði til að banna jeppa umferð í Þórsmörk. Að mínu dómi er engin ástæða til þess, þó Þórsmörk yrði gerð að þjóðgarði.
Í Þjóðgarðinum á þingvöllum hafa vegir verið malbikaðir, án þess að byggja þá mikið upp eða gera þá þráð beina. Mér finns að það komi vel til álita að bæta helstu hálendisvegi með svipuðum hætti.
22.04.2002 at 12:50 #460544
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Af sumum pistlum hérna má skilja að náttúrvernd sé eitthvað hræðilegt og gangi útá að banna fólki að njóta náttúrunnar. Þetta held ég sé einhver misskilningur, enda kom það vel fram t.d. í máli þjóðgarðsvarðarins í Snæfellsþjóðgarði á síðasta mánudagsfundi að málið snýst um að gera fólki kleift að njóta náttúrunnar. Mér hefur líka skilist að umhverfisnefnd 4×4 hafi fengið að koma sjónarmiðum jeppamanna ágætlega að hjá þeim sem setja reglur um náttúruvernd og auðvitað gætir enginn hagsmuna okkar ef við gerum það ekki sjálf. Reglur um náttúruvernd eru hins vegar mikilvægar til að hægt sé að grípa í taumana þegar einhver sýnir ábyrgðarleysi og sennilega óhjákvæmilegt að það komi upp öðru hvoru. Ég ætla hins vegar ekki að gerast dómari um ferð Fjalla og þeirra félaga, en vona bara að þeir fari varlega og snúi við frekar en hætta á að skilja eftir sig skemmdir.
Ég er hins vegar ekki alveg sammála Einar (eik) um hálendisvegina. Ég er kannski bara svona gamaldags í hugsun að vilja endilega hafa fjallvegi hráa og grófa og sem minnst mannvirki. Mér finnst skelfilegt að heyra þessa umræðu núna sem ég get ekki skilið öðru vísi en að hugmyndir séu uppi um að gera uppbyggðar hraðbrautir þvert yfir hálendið. Það að fara eftir grófum slóðum sem fylgja landslaginu algjörlega, þar sem maður veit aldrei hverju maður getur átt von á, þetta er í mínum huga hluti af stemningunni. Um leið og þetta eru orðnar einhverjar "malbikaðar stofnbrautir" og allar ár brúaðar er heilmikið af sjarmanum farinn af sumarferðunum. Sprengisandur yrði svona álíka spennandi og Holtavörðuheiði. Ein af réttlætingunum fyrir þessum malbikshugmyndum er að það eigi að gera fleirum en jeppamönnum fært að njóta hálendisins, en það þarf ekki merkilegann eða dýran jeppa til að ferðast um á sumrin og mikið úrval í boði af fínum fjölskyldubílum sem duga vel. Ég sé ekkert að því að fólk sem vill komast um þetta svæði þurfi að kaupa einhvern jeppling í verkið. Það er verið að tala um að þessir fjórir vegir (Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldadalur) kosti 9 milljarða króna! Við hljótum að geta gert eitthvað gáfulegra við 9 milljarða en að nota þá í að eyðileggja sjarma hálendisins. Notum þetta þá frekar í vegagerð niðri í byggð.
Minna malbik! – Skúli
22.04.2002 at 13:01 #460546Það dæmir sig svolítið sjálft í þessum skrifum hvort jeppamenn þurfi aðhald (reglur) eður ei. Sumum fynnst ekkert sjálfsagðara en að skilja eftir sig stubba þar sem þeir eiga engann séns á að eyðast upp, eða eins og einhvern tímann var sagt lengi tekur sjórinn (snjórinn) við!
Það eru ekki svo mörg ár síðan að það þótti ekki tiltökumál að spóla upp allar brekkur sem mönnum datt í hug að gaman væri að reyna við. Sem betur fer hefur orðið hugarfarsbreyting umgengni á hálendnu en svo virðist sem ekki hafi allir orðið með í þeirri breitingu þ.e. orðið eftir!
Því miður fyrir okkur hina virðist jafnvel eina leiðin til að koma viti fyrir þá sem ekki geta hamið sig, að setja þurfi reglur um þessi mál.
Og lýklega hafa þeir hvað mesta þörf fyrir að vera í leikskólabandinu og kanski verða þeir þá einhvern tímann fullorðnir!Eins og ég hef áður sagt er ég á móti boðum og bönnum, en eftir að hafa lesið yfir eitthvað af þessum póstum er ég jafnvel að skipta um skoðunn…
p.s. ég heyrði óstaðfestar fréttir að ferðin sem verð kveikjan að þessum skrifum varð að mikilli þjóðvega og malbiks akstur frá Hómavík á Egilsstaði og þaðan yfir Vatnajökul. Ég tek ofan fyrir þessum ferðalöngum!
kv,
Viðar … Allsgáður! …
22.04.2002 at 13:07 #460548Það dæmir sig svolítið sjálft í þessum skrifum hvort jeppamenn þurfi aðhald (reglur) eður ei. Sumum fynnst ekkert sjálfsagðara en að skilja eftir sig stubba þar sem þeir eiga engann séns á að eyðast upp, eða eins og einhvern tímann var sagt lengi tekur sjórinn (snjórinn) við!
Það eru ekki svo mörg ár síðan að það þótti ekki tiltökumál að spóla upp allar brekkur sem mönnum datt í hug að gaman væri að reyna við. Sem betur fer hefur orðið hugarfarsbreyting umgengni á hálendnu en svo virðist sem ekki hafi allir orðið með í þeirri breitingu þ.e. orðið eftir!
Því miður fyrir okkur hina virðist jafnvel eina leiðin til að koma viti fyrir þá sem ekki geta hamið sig, að setja þurfi reglur um þessi mál.
Og lýklega hafa þeir hvað mesta þörf fyrir að vera í leikskólabandinu og kanski verða þeir þá einhvern tímann fullorðnir!Eins og ég hef áður sagt er ég á móti boðum og bönnum, en eftir að hafa lesið yfir eitthvað af þessum póstum er ég jafnvel að skipta um skoðunn…
p.s. ég heyrði óstaðfestar fréttir að ferðin sem verð kveikjan að þessum skrifum varð að mikilli þjóðvega og malbiks akstur frá Hómavík á Egilsstaði og þaðan yfir Vatnajökul. Ég tek ofan fyrir þessum ferðalöngum!
kv,
Viðar … Allsgáður! …
22.04.2002 at 14:30 #460550Heill og sæll Einar (eik) og aðrir postular….
´
Að beisla þessa læki í Þósmörk ? þvílík fegurð með lafandi netadrusslum sem notaðir eru til að klæða árfarvegi ? er það náttúran sjálf ? bara argasta vitleysa og ekkert betra en flipi af bjórdós liggjandi úti.
Jú það hefur verið um það talað að banna bílaumferð inn í Þórsmörk nema í leikskólabandi undir eftirliti…og þá þarf að borga, þetta kostar sitt þessi "féló"þjónusta.Hér á árum áður var engin skáli í Básum bara grænir balar fyir fólk og tjöld, fólk sem kunni að meta náttúruna, fyrir alla fjölskilduna. Nú í dag er komið HÚS heljarmikið með vörðum sem ganga um rukkandi í allar áttir og fyrir hvað ? Þar er líka hellingur af útlendingum sem koma þarna inneftir í "leiksólabandi" skipulögðum hópum og því miður hafa forgang á mig að mér virðist oft.
Þingvellir, held varla Einar að þú getir slegið þér til riddara með því að mæla þeirri vitleysu bót, burt séð frá malbikuðum vegum innann þjóðgarðsins. Fórst þú eða þið aldrey á Þingvelli, lagt var af stað seint á föstudegi, öll fjölskildan með tjaldið, grillmatinn, veiðistöngina allir fullir tilhlökkunar ? þá mátti tjalda víða á Þingvöllum, menn gátu valið hvar þeir settu niður tjaldið sitt án allra afskifta en ávallt með fullum skilningi á náttúru í kring.
Hvernig er það núna,,börn sem og hálffullorðið fólk í dag fer helst ekki á Þingvöll til að tjalda, njóta þess að vera á þessum fallega stað enda ekki hægt lengur ! Núna eru komnir verðir fullt af vörðum, fullt af fólki til að segja mér og mínum líkum að ég megi bara tjalda þarna á balanum innan um útlendingan, þar sem vörðurinn kemur svo á hverjum degi til að rukka.Ég tel að Ísland, landið mitt sé til þess gert að nota og njóta eins og það er en ekki eins og "vörðurinn" segir að ég megi gera….eða er verið að haldi því fram að ég og mínir líkir séu ekki treystandi til að ferðast frjálst.
ég þarf eingan taum að hanga í..
salutations
Jon
22.04.2002 at 14:51 #460552Ég verð að játa að ég er hlynntur því að setja malbik á þessa helstu fjallvegi, eins og Kjalveg og Sprengisand. Þessir vegir eru þegar orðnir uppbyggðir að verulegu leiti og ár sem skipta máli eru brúaðar. Með því að malbika leiðirnar lengist sá tími á vorin þegar hægt er að aka þessa vegi að snjó. Það verður nóg af öðrum vegum fyrir okkur sem viljum ferðast torfarnari leiðar.
Þrándur
R-1610
22.04.2002 at 14:54 #460554Heill og sæll Einar (eik)sem og aðrir postular og vegprestar
Að beisla þessa læki í Þórsmörk ? þvílík fegurð með lafandi netadrusslum sem notaðar eru til að hengja innaná lækjarfarvegi/veggi, hvað er svona náttúrulegt við það? bara argasta vitleysa og ekkert betra en flipi af Becks dós liggjandi úti. Jú það hefur verið talað um að banna almenna bílaumferð í Þórsmörk nema í leiksólabandi undir eftirliti og borga meira, þetta kostar víst sitt þetta "féló" dót allt.
Hér á árum áður var td engin skáli í Básum bara grænir balar fyrir fólk og tjöld, fólk sem kunni að meta náttúruna, fyrir alla fjölskilduna. Nú í dag sem og fyrir mörgum árum er komið hús heljarmikið með vörðum sem ganga um rukkandi í allar áttir og segja þetta og segja hitt. Svo eru það allir útlendingarnir sem koma þarna í skipulögðum hópum mörghundruð stundum í einu, koma þarna í rútum með vörðum og hangandi í bandinu, bandi eins og verið er að reyna að koma mér í og mínum líkum.
Þingvellir, held varla Einar að þú getir slegið þér til riddara hér með því að mæla þeirri vileysu bót, burt séð frá malbikuðum vegum innann þjóðgarðsins. Fórst þú aldrey á Þingvelli, lagt var af stað seint á föstudegi, öll fjölskildan með tjaldið, smurða nestið, grillmatinn, veiðistöngina allir fullir tilhlökkunar ? þá mátti tjalda víða á Þingvöllum, menn gátu valið sér stað hvar setja átti tjaldið niður, eftir vindum, eftir skýjafari ofl og með fullum skilningi á náttúru í kring.
Hvernig er það núna, börn og hálffullorðið fólk í dag fer ekki eða hefur ekki farið á Þingvöll langar ekki, þekkir ekki Þingvöll veit jafnvel minna en útlendingarnir sem hingað koma því þeir eru í bandi "leikskólabandi" !
Núna eru komnir verðir fullt af vörðum til að segja mér og mínum líkum að ég megi BARA tjalda þarna á balanum innan um útlendingana, þar sem vörðurinn kemur svo á hverjum morgni til að rukka, kanski gerir það ekkert til því útlendingarnir eru búnir að sjá til þess að ALLIR eru vaknaðir um sólarupprás,,þeir meiga það þeir eru í bandi,,með vörðinn sér við hlið.Ég tel að Ísland, landið mitt sé til þess gert að nota og njóta eins og það er en ekki eins og "vörðurinn" eða félókellingin segir mér að gera…eða er verið að halda því fram að ég og mínir líkir sé ekki treystandi til að ferðast frjálst..
Ég þarf eingan taum að hanga í…
sumarkveðjur
Jon
22.04.2002 at 15:09 #460556
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá viðbót handa Jónunum,
Margt gott hefur komið fram í þessari umræðu, svona er það þegar steinum er velt við. Þetta brýnir fyrir fólki að hugsa sig um áður en það fer út fyrir veg.
Ég er alveg sammála þeim sem ekki vilja gera vegina "of góða" á hálendinu, tala nú ekki um að brúa hverja sprænu. Þetta er stór hluti af sjarmanum og heldur hraðanum niðri. Og nota bene það sem heillar útlendingana og dregur þá að.
Það er líka annað sem gæti komið með góðum malbikuðum vegum og það er umferð fluttningabíla og önnur "atvinnu" umferð þar sem sprengisandur er stysta leiðin t.d á Mývatn, Húsavík og aðra staði á norðaustur horninu (þeir yrðu ábyggilega glaðir að fá bættar samgöngur). Slík umferð kallar á bætta þjónustu á leiðinni (bensínstöðvar) og þá er snjóboltin kominn á flegiferð og ekki séð fyrir endan á uppbyggingunni, en öruggt að friðsældin og sjarminn er rokinn.
Mér fannst líka góður punktur sem kom fram um að allt sé bannað nema í nafni náttúruverndar þá má byggja stórhýsi og garða.
Eins og minnst var á um Landmannalaugar, þá hafa ferðafélagið og náttúruvernd byggt þar hús og klósettaðstöðu með miklu umróti í miðju friðlandinu, en það má ekki setja niður nokkur grasstrá til að mýkja tjaldstæðið fyrir hinn almenna ferðamann sem ekki er á vegum þessarra aðila eins og gert hefur verið í kverkfjöllum. Það væru náttúruspjöll!!!!!
Hvað með varnargarðinn??? Eru það ekki náttúruspjöll?? Ef náttúran hefði fengið að ráða þar væru Landmannalaugar allt öðruvísi núna (og húsin ónýt??). Að sjálfsögðu yrði mikill missir af þessari perlu, en hver segir að við hefðum ekki fengið aðra öðruvísi í staðinn ef við hefðum leift náttúrunni (ánni) að ráða?
Mér finnst oft gæta þeirrar tilhneigingar hjá þeim sem hafa náð fótfestu (byggt skála) á eða í náttúruperlum (aldrei byggja þeir þá við þær!!) að vilja banna alla aðra uppbyggingu og reyndar alla aðra en þá sjálfa og þá sem eru á þeirra vegum, allt í nafni náttúruverndar.
Þessir sömu aðilar byggja síðan sjálfir við og bæta umhugsunarlaust og finnst sjálfsagt að þeim leyfist allt.Tökum Landmannalaugar aftur sem dæmi, hvers vegna eru skálinn, klósettin, hestaleigan, tjaldstæðin og önnur aðstaða önnur en stígarnir ekki fjarlægð (í nafni náttúruverndar að sjálfsögðu) og flutt hinumegin við hrygginn í hvarfi frá laugunum.
Þar byggð upp almennileg aðstaða með góðum tjaldstæðum og aðgengi, en um laugasvæðið sjálft aðeins leyfilegt að fara á tveimur (og þá meina ég tveimur, ekki fjórum = hestum) jafnfljótum á göngubrúm og stígum.
Engum félögum eða samtökum hverju nafni sem þau nefnast leyft að byggja upp neinskonar aðstöðu á laugasvæðinu sjálfu, er það ekki alvöru og ferðavæn náttúrvernd??
Eitt er alveg á hreinu, íslendingar og aðrir gestir landisins vilja og munu ferðast um landið og skoða það hvað svo sem hver segir. Það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandin og banna þetta og banna hitt með óréttlátum reglum á ákveðnum svæðum og á sama tíma leyfa sumum ef ekki öllum eitthvað annað á öðrum álíka svæðum.
Það verður að setja fastar ákveðnar en réttlátar (þessi er erfið) reglur, þar sem menn gera sér grein fyrir að um og til þessara fallegu og markverðu svæða verður ferðast (yfir 90% á bílum), þá þróun er ekki hægt að stöðva, það er aðeins hægt að búa svo um með góðum slóðum og uppbyggingu á aðstöðu að ekki hljótist annar skaði af. Aðstöðuna og slóðana þarf að byggja þannig að sem minnst beri á þeim í landslaginu og ALLS EKKI á svæðunum sjálfum. Hvernig væri til dæmis um að litast við Öskju ef allt umhverfis vatnið væru skálar og baðhús niðri í Víti??Nóg röflað í bili
Siggi_F
22.04.2002 at 15:22 #460558Stráka ? Stelpur
Munið þið eftir þegar reykt var í bílnum og öskubakkinn tæmdur hvar sem var, rusli og öðru hent út út bílnum ?
Munið þið eftir átakinu sem td hinar ýmsu benzinfélög gerðu þá ? buðu russlapoka í bílinn, hætta að henda rusli út setja í pokann og henda við fyrsta tækifæri í þartilgerða russlatunnu ? munið þið eftir þessu….?
Fannst mörgum ykkar ekki þetta bara vera frekja ? meiga ekki henda út rusli ?
Hvað sjá menn á fjöllum í dag eða vítt og breitt um landið, næstum eða ekkert rusl, við erum hætt að henda rusli á víðavangi fyrir löngu:::::::::::
Það er fullt af fólki sem misnotar landið hvort sem er gangandi fólk, hesta menn, eða bílstjórar…þetta tekur tíma að venja "okkur" af að misbjóða náttúruni en við þurfum ekki "Náttúrufriðlísingar" hingað og þangað með þar til gerðum vörðum og ´"vegprestum" sem kostar mikið og við losnum aldrey við aftur…..NEI þetta skulum við gera sjálf án aðstöðar misvitra "postula" og "vegpresta"
kveðja
Jon
22.04.2002 at 16:21 #460560
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Siggi, það er ekki bara líklegt að uppbyggðir hálendisvegir leiði til þungaflutninga yfir hálendið, það er beinlínis gert ráð fyrir því og notað sem rök fyrir þeim. Í frétt ríkisútvarpsins á föstudaginn kom þetta skýrt fram og var haft eftir samgönguráðherra að þessir vegir væru svar við auknum kröfum um bættar samgöngur. Byggðaáætlanir gerðu ráð fyrir þeim og vöruflutningar hefðu færst svo að segja alfarið frá sjóflutningum að landflutningum. Þess vegna þyrfti hálendisvegi.
Það er semsagt hugmyndin að þessir vegir séu til að auðvelda vöruflutninga og þá allt árið um kring.Það er alveg rétt hjá Jóni að umgengni í dag er margfalt betri en var fyrir 20 árum eða svo og það er ávöxtur hugarfarsbreytinga en ekki reglugerðar. Sú leið virkar best og gerir alla mikið sáttari. En með margt þarf að hafa reglur, t.d. hvað og hvar má byggja (og þær reglur eiga að gilda um alla!!!), hvar má keyra o.s.frv. Persónulega er ég t.d. vel sáttur við að mega ekki fara á mínum fjallabíl inn í Öskju, heldur þurfa að skilja hann eftir á stæðinu fyrir utan og rölta þetta í 20 mín. Gerir upplifunina af staðnum skemmtilegri. Hins vegar ef það væri ekki búið að loka leiðinni þarna inn myndi ég sjálfsagt keyra þetta, enda til lítils að labba spottann ef allt er fullt af bílaumferð fyrir innan. Það er eitthvað sem ferðamenn koma sér ekki saman um upp úr engu.
Skálarnir, yfirleitt eru þeir afskaplega vel hönnuð hús sem falla vel inn í umhverfið, jafnvel á stöðum eins og í Básum (ef undan er skilið þetta samkomutjald sem Útivist ætti að sjá sóma sinn í að pakka saman í snatri, ef það rignir er alveg hægt að draga gítarinn upp í næsta tjaldvagni). Eitt af því sem kom fram í fréttum af þessu hálendisvegaþingi var tannlæknirinn sem hafði orð á því að ferðafélögin hafi sett skála sína niður í mið blómabeð hálendisins í stað þess að reisa þá í jaðri fagurra svæða og leyfa aðeins gangandi umferð að komast inn á svæðin sjálf (nokkur vegin orðrétt það sem hann sagði). Klósettin inni í Landmannalaugum orka t.d. mjög tvímælis, væri allavega synd að segja að þau hverfi inn í landslagið á þessum fallega stað, en traffíkin þarna á sumrin er náttúrulega orðin rosaleg, miklu meiri en staðurinn ber. Þar veitir örugglega ekkert af að hafa "þar til gerða verði og vegpresta", annars væri svæðið í rúst. En það er ekki þar með sagt að þessir staðir eigi að vera einhver lögregluríki þar sem enginn snýr sér við nema með leyfi landvarða og ég vona að enginn sé að tala um það.
Kv – Skúli
22.04.2002 at 22:16 #460562Manni finnst nú lágmarkið hjá vegagerðinni að klára hringveginn áður en þeir fara að brenna peninga með því að reyna að halda hálendisvegunum hæfum fyrir þunga umferð.
Annars verður gaman að mæta snjóplóg á kili í janúnar á komandi árum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.