Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › ÁBYRGÐ JEPPAMANNA! Höfn-Hornvík
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 22 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.04.2002 at 10:20 #191458
JEPPAMENN LÍTUM OKKUR NÆR!
Ég get ekki orða bundist! Ef marka má fréttaflutning af ný hafinni jeppaferð nokkurra þjóðþekktra jeppamanna þvert yfir hálendið frá Hornafirði yfir hálendið yfir í friðlandið á Hornströndum. Ég held satt að segja við jeppamenn og félagar í 4×4 ættum að hafa skoðun á þessu uppátæki!
Það er furðulegt að berja sér á brjóst og þykjast hrikalegur, auglýsa upp krapa og drulluferð! og þar að auki hunsa náttúrverndarlög! Ég held að flestir sem hafa eitthvað verið á ferðinn síðan fyrir páska viti að það eru mikill bloti og já hætta á landspjöllum á leið inná hálendið og út úr því. Það má vel vera að það sé einhver snjór á völdum stöðum á miðhálendinu og víðar en það er alveg ljóst að til þess að komast á milli þessa staða eru menn farnir að taka áættur á náttúruspjöllum. Það vita allir jeppamenn sem hafa snefil af sjálfsgagnrýni og ábyrgðartilfinningu að þó snjólag sé yfir jörð og bloti, að krapafesta getur hæglega skilið eftir sig skemdir í á grónu landslagi. Og það vita það líka allir að þetta hefur verið mjög snjóléttur vetur!
Ég er á móti því að höft séu sett á ferðamennsku okkar að vetrum hvort það sé á friðlandi eður ei. Við gætum horft fram á það á næstu árum ?jafn vel? að það verði takmarkanir á t.d. umferð ökutækja á jöklum, (innan þjóðgarða).
Ef við ætlum að halda uppi ábyrgri umræðu og málefnalegum rökum fyrir slíkri umferð án hafta verðum við að vera ÁBYRGIR SJÁLFIR!
Ég gjarnan heyra frá fleirum um þetta mál!
Kv,
Viðar Örn E-1423
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.04.2002 at 11:18 #460502
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er alveg sammála síðasta ræðumanni!
Þessi ferð er alveg út í hött!
Það er ekkert nema krapi og drulla á milli jökla, og svo er öll umferð vélknúinna ökutækja í friðlandinu á Hornströndum bönnuð, sumar sem VETUR!
Mér finnst að klúbburinn ætti sýna ábyrgð og lands umhyggju og taka afstöðu GEGN ferðinni og gefa út fréttatilkynningu af því tilefni.Kveðja
Siggi_F
17.04.2002 at 11:46 #460504
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar ég segi milli jökla þá á ég við svo til allstaðar utan jökla, það er hreinlega svo lítill snjór.
Ég heyrði að í kvennaferðinni hefðu þær farið niður úr krapanun og niður á fast á mörgum stöðum.Hefðu þeir Hornstrandarfarar ekki átt að sækja um leyfi hjá Náttúrvernd fyrir akstrinum á Hornströndum? vera búnir að undirbúa jarðveginn, ganga úr skugga um að þar sé nægur snjór, leggja inn leiðar og ferða lýsingu til Náttúruverndar og fá staðfest plagg með fararleyfi frekar en hótun um að fá lögguna á sig (ætla samt að halda áfram???)?
Þetta lýsir ekki mikilli ábyrgðartilfinningu eða samstarfsvilja eða hvað?
Ef þeir þrjóskast við og halda ferðinni til streitu er mikil hætta á að þeir skemmi mjög mikið fyrir okkur öllum, jafnvel svo að ekki verður bætt um.
Þegar kemur að því að setja reglur um ferðir á þjóðgarðsjöklum og um aðra þjóðgarða verðum við þá hafðir með í ráðum ef við hegðum okkur svona??
Það þarf ekki nema eitt pennastrik til að loka Snæfellsjökli og Grímsvötnum fyrir almennri umferð, lögin eru til staðar. Ef við sýnum ekki ábyrgð og samstarfsvilja, hvers vegna ættu stjórnvöld og stofnanir þá að koma til móts við okkur og veita okkur ferðafrelsi yfir viðkvæmt land?? (þó það sé á kafi í snjó lekur olía niður á fast og rusl og drasl gufar ekki bara upp ef það er skilið eftir, það kemur undan snjónum á sumrin).Hugsum okkur um og sýnum ábyrgð og samstarfsvilja svo ekki verði lokað á okkur.
Kveðja
Siggi_F
17.04.2002 at 13:26 #460506Ég er sammála því að þessi leiðangur sé misráðinn og að hann geti valdið miklum skaða. Það er nú búið að vera forstlaust á öllu hálendinu í nokkra sólarhringa. Þar sem vantar snjó þýðir þetta að akstur skilur eftir sig djúp hólför. Það eru ekki neitt í veðurspám sem bendir til að það kólni á næstunni.
Ég hef ekki áhyggjur af því að akstur á jöklum verði bannaður en ég er hræddur um að svona tiltæki auki hættu á ótímabærum og vanhugsuðum bönnum við akstri líkum þeim sem útibú vegagerðarinnar í Vík og á Egilsstöðum gáfu út fyrir 2 vikum.
Við verðum að sýna það að okkur sé treystandi til að aka ekki þar sem það veldur skaða. Akstur utan vega þegar klaki er að fara úr jörð veldur gríðarlegu tjóni.
18.04.2002 at 01:34 #460508Datt í hug að senda þetta inn. Rakst á þetta á Mbl.is núna áðan. Vissi reyndar ekki fyrr en nú að ráðherrar settu lögin, hélt alltaf að Alþingi væri í því… Maður er alltaf að læra e-ð nýtt 😉
Ferðakveðja, BÞV
mbl.is Forsíða innlent
Innlent | 17.4.2002 | 15:44
Lögreglan á Ísafirði fylgist með ferð jeppafólks á Hornströndum
Önundur Jónsson, yfirlögreglustjóri á Ísafirði, segir að það komi ekki til greina að jeppafólkið, sem ætlaði að aka um Hornstrandir og ofan í Hornvík, fái til þess leyfi. "Það er algjörlega bannað að aka þarna um á vélknúnum ökutækjum og það á jafnt við um sumar og vetur," sagði hann.
Eins og sagt var frá fyrr í dag hér á Fréttavef Morgunblaðsins lögðu fimm sérútbúnir fjallajeppar af stað frá Reykjavík í gær í fimm daga ferð þar sem þeir ætluðu að aka frá Hornvík á Ströndum yfir hálendið til Hafnar í Hornafirði. Leiðangursmenn gistu í tjöldum á Drangajökli í nótt og ætluðu sér að fara niður í Hornvík í dag.
Önundur sagði að umferð vélknúinna ökutækja, þar með talið fjallajeppa, er stranglega bönnuð í friðlandinu á Hornströndum. ?Þetta eru lög sem sett voru af Ragnhildi Helgadóttur, þáverandi menntamálaráðherra, í ágúst árið 1985. Þau lög eru enn í fullu gildi. Friðlandið er fyrir norðan Hrafnsfjörð og Furufjörð. Það er lína dregin yfir Skorarheiðina úr botni fjarðanna og þar fyrir norðan er friðland. Þeir fara ekki á jeppunum norður fyrir þá línu. Ef þeir gera það eru þeir að brjóta lög og við munum fylgjast grannt með því," sagði Önundur.
Hann sagði að jeppamennirnir hefðu haft samband við Náttúrvernd í gær til að fá leyfi til að fara í Hornvík en fengu þau svör að engin undanþága yrði gefin frá lögunum sem giltu frá 1985.
18.04.2002 at 08:23 #460510
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er gott að heyra að mennirnir ætla ekki að æða þetta í óþökk lögreglu, enda vanir menn á ferð.
Það passaði að þegar ég var búinn að senda inn póstinn í gær þá kom frétt á netinu um að þeir biðu átekta eftir leyfi og hefðu svo hætt við þegar það barst ekki.En eitt kom mér á óvart í fréttum í gærkvöldi og vildi gjarnan að menn sem betur þekkja til upplýstu.
Þar var sagt að vélsleða og jeppamenn hefðu oft farið um þessar slóðir, þ.e. friðlandið, að vetri til án athugasemda nokkurs manns?
Ef þetta passar þá er skiljanlegt að þessi leiðangur hafi talið að í lagi væri að fara þarna um á snjó.
Það hafi bara verið fréttaumfjöllunin sem hafi rifið menn upp á eyrunum og gert að verkum að nú eigi allt í einu að framfylgja lögunum að vetri til líka.
Getur þetta verið??Kveðja
Siggi_F
18.04.2002 at 08:28 #460512Ég hef ekki áhyggjur af Hornstranda friðlandinu, það er svo stutt inn í það sem menn komast á bílum. En hverngi ætla þeir að fara frá Drangajökli að Langjökli? Vonandi eftir vegi?
En það liggur ekki vegur frá Langjökli að Vatnajökli. Ef marka má veðurspár, þá komast þeir þá leið ekki án þess að skilja eftir sig mikið af hjólförum. Það þarf að telja þessum mönnum hughvarf, ef þeir átta sig ekki á þessu af sjálfsdáðum.
18.04.2002 at 10:02 #460514Já ég er nákvæmlega sammála Eik þar sem ég hef meiri áhyggjur af áhrifum og þeim leiðum sem notaðar verða til að komast þvert yfir landið. Þó má telja leiðangurmönnum það til tekkna að hafa farið að lögum og beðið leifis til akstur í friðlandinu. (þeir hefðu þó átt að gera það fyrirfram!)
Ég er satt að segja mjög á móti umferðarhöftum á snjó og tel reyndar mjög vafasamar aðferðirnar sem lögreglan notar þar sem það virðist ekki gila sömu lög um heimamenn, þ.e. vestfirðinga og þá sem eiga hús, (eiðibýli eða sumarhús) á þessum slóðum. En ekki hefur verið amast við þeirra ferðum á vélsleðum og jeppum svo ég viti til. Það hefur verið vitað að umferð (öll umferð; göngumanna líka) eftir 15.apríl ár hvert á Hornströndum er háð leifi, þessum ferðalöngum er það örugglega kunnugt! Ég átti þessa reglugerð og var að rýna í hana í fyrra og ætla skrifa hana hér inn ef ég finn hana aftur. Ef mitt minni brestur ekki, er 15.apríl útgangspúntur í þessari reglugerð!
Hinnsvegar get ég ekki séð að aðferðirnar og tímasetning sem þessi ferðahópur og notar til að vekja athygli á þessum ferðum inn í friðlandið sé okkur jeppamönnum til hagsbóta. Ég hef haft það á ferðastefnuskránni að fara áleiðis innað Hornbjargi og ferðast að vetri um þetta svæði á jeppa! En á tímum sem víst er að, ekki verða eftir mig nein ummerki!
Það getur ekki verið jeppamönnum til hagsbóta að á sama tíma og við tölum um náttúruvæna ferðamennsku og þykjast ábyrgir; með því að sækjast eftir ferðaleifi í friðlandi í vorleysingum og þar að auki í beinni útsendingu fjölmiðla!
Kv,
Viðar Örn
18.04.2002 at 10:27 #460516Mér finnst að þessir menn hefðu kannski átt að sleppa því að vera gjamma þessari ferð í fjölmiðla. Mér finnst þetta út í hött. Ég er þess full viss að það er engin hætta á því að þessi faratæki valdi skemtum þarna. Þarna er nógur snjór ennþá. Ef það væri hinsvegar ekki þá myndu þeir hafa dómgreind til að snúa við og hætta við þessa ferð. Það ætti frekar að banna þessum trunduköllum að ferðast um þarna á sumrin. Þeir eiga heiðurinn að því að tæta þarna allt upp. Vel útbúnir bílar á 38" dekkjum og stærra skilja EKKI eftir sig för þó lítill snjór sé. Það er auðvita sumstaðar sem þetta er ekki hægt. Og margir staðir á miðhálendinu eru nú gjörsamlega ófærir án þessa að valda skemtum. Ég hef ferðast mikið á sumrinn á heiðum landsins. Ég hef gert könnun á þessu og það markar meira eftir gangandi mann heldur en 44" tommu á 4 pundum. En heiðarnar eru allar sundurtættar eftir trundukalla. Hestamenn ættu kannski frekar að hugsa sinn gang. Auðvitað eru til ljót för eftir jeppamenn. Það eru þá oft menn sem ekki bera virðingu fyrir landinu, og eru spólandi á skurðarskífum í blautu landinu utan slóða. Það er samt nauðsynlegt að þessir menn hætti nú við þessa ferð, og snúi heim til að þetta verði ekki til þess að opna neikvæða umræðu um ferðir jeppamanna.
kv,
heijo
18.04.2002 at 12:11 #460518Ég held að það sem þeir þarna fyrir vestan séu kannski ekki að spá mikið í að við jeppamenn skemmum mikið heldur að dýralífið þarna verði ekki fyrir truflun af völdum háfaða,mengunar og eða röskun. Ég sé bara engan tilgang að vera fara þarna nema til að njóta nátturunnar og kirðarinnar og þá gerir maður það á tveimur jafnflótum.
18.04.2002 at 13:19 #460520Hér er slóðin aulýsinguna um Hornstranda friðlandið:
http://www.natturuvernd.is/3_Fridlysing … ridland.ht
Ég set þetta líkainn á síðu umhverfisnefndar:
http://um44.klaki.net/reglur.html
18.04.2002 at 14:57 #460522Úr því að umræðan er farinn að snúast um friðlönd og umferð um þau!
Og kanski erum við farin að nálgast efnið sem við þurfum að skoða og halda upp vörnum um, þ.e. ÁBYRGAN SNJÓAKSTUR!Ef þessar reglur gilda um Friðland á Hornströndum þá eru til svipaðar reglur um friðland á fjallabaki og kanski bara spurning hvenær þeir fara fram fylgja þessum reglum, þ.e. þröngt túlkuðum!
Sjá reglum um friðland að Fjallabaki.
Þessar reglur gilda um friðlandið:
1. Gangandi fólki er heimil för um friðlandið, enda fylgi það merktum stígum í Landmannalaugum og annastaðar þar sem það á við.
För á hestum er aðeins heimil á merktum reiðslóðum og afmörkuðum áningarstöðum. Óheimilt er að beita hestum í Landmannalaugum og annars staðar þar sem [Náttúruvernd ríkisins] kann að ákveða.
Umferð véknúinna ökutækja er aðeins leyfð á akvegum og merktum slóðum á friðlandinu. Akstur vélsleða er heimill eftir sérstökum reglum sem [Náttúruvernd ríkisins] setur.Ekki fann ég þessar sérstöku reglur, um akstur vélsleða!
Þ.E. EF VIÐ HÖGUM OKKUR EKKI EINS OG MENN ER LÖGGJÖFINN Í LÓFA LAGIÐ AÐ LOKA Á OKKUR Í SNJÓAKSTRI INNÍ FRIÐLÖNDUM.
ÞETTA ER GRAFALVARLEGT MÁL!
kv,
Viðar
20.04.2002 at 15:08 #460524
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir Félagar.
Ég var að velta því fyrir mér hvort þessir menn sem ætluðu að keira niður í Hornvík hafi ekki haft samband við neina af þeim mönnum hérna fyrir vestan sem ferðast mest um þetta svæði, því að eftir því sem ég kemst næst er ekki einu sinni fært fyrir vélstleða að Hornbjargi vegna snjóleisis. Einnig segja mér menn sem hafa farið þetta nokkuð oft að ef þú kemst ekki á vélstleða þarna norður eftir þá geturðu gleimt því að reina þetta á bíl.
Kveðja að vestan
Bæsi
20.04.2002 at 17:19 #460526Það er sennilega rétt að hestamenn skemma miklu meira en jeppar nú orðið. Það afsakar hins vegar ekki kæruleysi af okkar hálfu.
Hversu mikið bílar spora á auðri jörð, t.d. þegar klaki er í jörðu, fer ekki eftir dekkjastæðrinni, heldur loftþrýstingnum í dekkjunum. Ég heft oft séð bíla á 44 eða 38 tommu dekkjum gra mun dýpri hjólför en bílar á minni dekkjum, vegna tregðu á að hleypa loftinu úr dekkjunum.
Ég gékk á Esjuna áðan, það var það blautt þar víða, að bíll á 4 pundum hefði gert mikil jólför. Ég þurfti víða að stikla á steinum til að sökkva ekki á bólakaf.
20.04.2002 at 22:05 #460528Þessar umræður eru ofar mínum skilning, þvílíkir ferðahræðslupúkar sem þora ekki,,, gera ekkert annað en gagnrína aðra,,sennilega aldrey farið neitt nema á "Friðlíst" TJALDSVÆÐI,,,,,ef "ÞÚ" treystir þér ekki að ferðast nema undir eftirliti,,,þá gjörðusvovel… þinn still,,,in peace……..
Ég man fyrir ca 30 árum þegar ég ásamt félögum pabba míns keyrðum í Landmannalaugar í uppgræðslu…í dag segjast fróðir geta snarað þessari ræktun úr annarri nær-skálm,,,
Ísland fyrir Íslendinga
torfærukveðja
Jón Snæbj.
21.04.2002 at 11:39 #460530Ég skil nú ekki þennan póst frá Jóni, það vantar allt samhengi í hann. Helst dettur mér í hug að hann telji það aumingjaskap ef menn ferðast ekki hvert sem er hvenær sem er og við hvaða aðstæður sem er (skítt með allar reglur og ástand landsins). Er þetta rétt túlkun Jón?
21.04.2002 at 13:28 #460532Ef ´hægt er að lesa úr því sem skrifað er hér að ofan þá ætti að vera hægðarleikur að lesa allavega á milli lína hjá mér. Landmannalaugar / hér á árum áður var mikið uppfok á þessu svæði og gengu nokkrir röskir félagar í að "reyna" að binda enda á það með góðri samvinnu landgræðslu á þeim tíma, meðal annars var hugsunin að börn og fullorðnir gætu átt góðar stundir vítt og breitt á göðum grasbölum, með tjaldið sitt eða bara setjast niður með nestið sitt á góðviðris degi í Landmannalaugum "öllum". Í dag eða réttarasagt fyrir mörgum árum eftir velheppnað uppgræðslustarf má hvergi vera nema á grjótinu með útlendingunum og eða hestunum sem lúta engum regglum.
Þessi yfirgangur er ekki bara í Lanbmannalaugum hann er útum allt, það hefur alltaf heillað mig að moka mína holu út í nátturuni og moka svo yfir aftur, ég þarf ekki rennandi vatn í rörum, eða "postulín" til að létta á mér.
Skiljið þið ekkert eða viljið þið ekki skilja, er það réttlætanlegt að landið okkar sé svo upptekið af alskonar prikum og púnktum sett fram af "hámenntuðu" fólki með ákaflega takmarkaða reynslu af landi voru. Hver segir að maður, bíll og náttúra fari ekki saman ?
Ég er sko langt í frá að mælast til að ökumenn sparki landið út og suður, en það er bara ekkert "commonsence" með að banna allt og allt. Einusinni komin lög þá eru þau ekki aftur tekin, þetta skulum við varast allir sem einn nema þeir sem ekki treysta sér að ferðast nema undir eftirliti.
Ég bendi þeim aðilum á að annaðhvort að losa sig við jeppadrusluna sína eða hanga í leikskólabandi með hinum ýmsu aðilum sem bjóða upp á slíkan ferðamáta.Að rúlla snjóinn vestur á ströndum og það á bíl,,,er það ekki bara frábært frelsi..afhverju má ég ekki fá tækifæri eins og hinir sem fótafærir eru að skauta þarna á strandirnar að vetri til. Nei drengir og stúlkur mig langar líka að sjá þetta land ferðast um það og njóta með fullri virðingu.
salutations
Jonps: pistill þessi er skrifaður undir neyslu "Parkodín forte" vegna bakverkja og brotinna rifa. Ég nýti mér því þann rétt samkvæmt lögum að skorast undan sé á mig deilt í þessum skrifum.
21.04.2002 at 19:09 #460534Frelsi
Eftir að vera búinn að lesa hratt yfir þessi skrif ykkar um hann Fjalla og félaga.
Þá getur maður ekki orða bundist yfir hræðslunni og amlóðahættinum í ykkur.
Eru menn ornir svona taugaveiklaðir er sótt að okkur úr öllum áttum, hvað er í gangi.
Meigum við hvergi orðið vera, af hverju má ekki fara inn á friðlandið. Hvað er verið að vernda, Dýrin því lýgt bull ég veit ekki betur en við skjótum alla minka og refi hvar sem til þeirra næst, og svipað gildir önnur þau dýr sem búa á svæðinu. Og tilhvers er verið að venda svona svæði ef enginn má fara þangað hvort eð er. Eigum við að skoða þetta úr lofti, verður þá ekki vælt yfir háfaðamengun .Já piltar og stúlkur þetta umhverfisvendarhis er orðið okkur stór stórhættulegt það má ekkert, Ég er ennþá með móral yfir þessum þrem fílter lausu stubbum sem ég skaut út um gluggann á Langjökli hér um daginn, svona er áróðurinn búinn að síast inn í sál mína. Stanslaus öfga áróður. Svo er annað hvar er svona merkilegt við þennan grjóthólma, Er hann eitthvað merkilegri en önnur lönd mér er bara spurn, Hér má ekki orðið velta við steini svo allt verði vitlaust, Hvað þá að maður snúi við snjókorni á hinum Guðdómlega Snæfellsjökli.Tökum smá dæmi um þessar heimsku reglur og öfgar,
Af hverju er hundahald bannað í Snæfellsnesþjóðgarðinum,,ekki skilja þeir eftir sig hjólför,Og annað Kvað gætu kettirnir gert af sér, kannski drepið einn og einn fugl og hvað með það, netabátarnir á Snæfellsnesi drepa tugi ef ekki hundruði þúsunda svartfugla á ári. Svo það er eins gott að hafa kettina í bandi í Þjóðgarðinum.
Lengi má sennilega telja upp fíflalegar reglur innan þjóðgarða og friðlanda td að ekki megi fara fótgangandi utan stíga í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Gaman væri að fá að vita hvernig hann Óttar á að smala í haust ef ekki verður búið að leggja stíga fyrir hann og rollurnar. Annað væri fróðleg að velta fyrir sér hvað ætli þessir þjóðgarðar og friðlönd séu orðin í ferkílómetrum og bæt síðan við öllum uppistöðulónum vegna virkjana,HVAR eigum við að fá að vera í framtíðinni. Klakinn er ekki nema 103000 ferkílómetrar. Það er orðið hamast á okkur allstaðar ég tal nú ekki um í umferðinni.
Þessi umræða er farin að minna mig á umræðuna í Svíþjóð, þar sem eitt fyrst orð sem aðkomumenn læra er miljö,miljö þetta miljö hitt.. Munið svo að Fjalli var einn af þeim sem kom okkur á fjöll í upphafi. Og borgaðu svo félagsgjöldin Fjalli.PS Sorry þessi pistill var saminn undir ofneyslu miltisbrandslyfsins Cíflox og því fyrri ég mig allri ábyrg á þessu rausi .
Jón Snæland.
21.04.2002 at 23:44 #460536Ég verð nú að segja að ekki munið þið nú langt drengir ef þið haldið að svokallaður Fjalli hafi verið brautryðjandi í jeppamensku á jöklum eða ferðamennsku almennt því það voru margir sem voru búnir að ryðja brautina á undan honum t.d ferð Arngríms,Valda og fleiri yfir jöklana þrjá á sínum tíma. Ég held að ef við viljum frelsi til þess að geta keyrt yfir hálendið að vetrarlagi þá ættum við að virða þær reglur sem gilda um þann eina stað sem lokaður er fyrir umferð vélknúinna ökutækja á Íslandi sem sagt Hornstrandafriðlandið.Við ættum þess í stað að reyna að fá ráðamenn ofan af því að gera uppbyggða hálendisvegi um allt sem meirihluti ferðamanna samkvæmt mörgum könnunum jafnt íslenskra sem útlenskra ferðamanna er á móti.Ef þú sem heitir í höfuðið á landinu okkar (Snæland=Ísland) og virðist ferðast töluvert um þetta land sem þú kallar grjóthólma berð ekki meiri virðingu fyrir því og virðist ekki kunna að umgangast það því ef þú nennir ekki að taka með þér sígarettustubba í bæinn hvað þá heldur allt hitt ruslið sem þú komst með.
21.04.2002 at 23:57 #460538Ég held að lausn sem við sem viljum geta ekið um sem mest af hálendinu á vetrarlagi verðum að sætta okkur við það á sumum stöðum á landinu verði ekki leyft að fara um á vélknúnum ökutækjum.Við ættum heldur að reyna að koma í veg fyrir að lagðir verði uppbyggðir vegir beint af augum um miðhálendið þar sem menn munu aka sem hraðast um og segjast hafa farið um Kjöl,Sprengisand og Fjallabak og ekki séð neitt markvert af því hraðinn var svo mikill. Ef við gefum ekki eftir viðkvæm svæði á landinu þar sem æ minnkandi dýralíf er þá verður ekki sátt um umferð okkar um mið hálendið utan vega að vetrarlagi.
22.04.2002 at 09:20 #460540Sæll "maggidan"
Þegar ég fór fyrst inn í Þórsmörk sennilgega 1964 þá var enginn vegur þarna bara fallegt land, ferðamenn þurftu að hafa fyrir því að komast þarna inn-eftir sérstaklega á vorin eftir vorleysingar. Í dag er ekki bara búið að gera veg heldur er líka verið að tala um að banna allann akstur ökutækja þarna inneftir, stoppa við "MÖRK" og hanga í leikskólabandinu !….
Hefur eingin skoðun á því afhverju landverðir og eða þeir sem hafa hagsmuni að gæta t.d. inn í Básum geti leift sér að beisla þessar sprænur sem renna t.d. við "Strákagil" og taka þannig stjórn á viltri náttúrusköpun ?. Þetta er ekki bara að ske í Þórsmörk heldur víða annarstaðar líka.salutations
Jon
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.