This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Undanfarið þá hef ég, eins og kannski einhverjir vita, verið að spá í nýjan bíl.
Í þeim tilgangi hef ég skoðað margt og meira að segja keypti mér LC80 til að prófa – fínn bíll en hentar mér ekki (stenst ekki samanburð við Pajeró…)
Einn af þeim sem ég hef skoðað nokkuð vel er Patrol og eftir að hafa prufukeyrt nýja bílinn hans Hlyns í dag fór ég niður í Ingvar Helgason til að fá verð og fleiri upplýsingar.
Þá kemur í ljós þegar ég spyr um 44″ breytinguna að þeir segjast hættir að bjóða upp á slíka breytingu og einnig hættir að taka ábyrgð á 44″ breyttum bílum – þetta er ákvörðun sem var tekin fyrir stuttu.
Þegar ég svo spurði nánar út í hvað það þýddi þá fékk ég að vita að ÖLL ábyrgð á bílnum fellur úr gildi við 44″ breytingu – þannig að ef vélin, drif, skipting, rúðuþurkumótor eða hvaðeina færi í 44″ breyttum bíl sem keyptur væri í dag þá sæti eigandinn uppi með tjónið. Jafnvel þó bíllinn væri svo til ókeyrður og nokkurra vikna gamall.
Þetta er bara skandall og ekkert annað – og þegar ég spurði hvort þeir teldu sig ekki missa viðskipti við þetta þá var svarið – Nei nei…..
Það er allavega alveg klárt að ég strikaði Patrol algerlega út af innkaupalistanum við þetta og fer í Heklu á morgun…
Benni
You must be logged in to reply to this topic.