Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ábyrgð á Patrol
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.06.2006 at 22:14 #198135
Undanfarið þá hef ég, eins og kannski einhverjir vita, verið að spá í nýjan bíl.
Í þeim tilgangi hef ég skoðað margt og meira að segja keypti mér LC80 til að prófa – fínn bíll en hentar mér ekki (stenst ekki samanburð við Pajeró…)
Einn af þeim sem ég hef skoðað nokkuð vel er Patrol og eftir að hafa prufukeyrt nýja bílinn hans Hlyns í dag fór ég niður í Ingvar Helgason til að fá verð og fleiri upplýsingar.
Þá kemur í ljós þegar ég spyr um 44″ breytinguna að þeir segjast hættir að bjóða upp á slíka breytingu og einnig hættir að taka ábyrgð á 44″ breyttum bílum – þetta er ákvörðun sem var tekin fyrir stuttu.
Þegar ég svo spurði nánar út í hvað það þýddi þá fékk ég að vita að ÖLL ábyrgð á bílnum fellur úr gildi við 44″ breytingu – þannig að ef vélin, drif, skipting, rúðuþurkumótor eða hvaðeina færi í 44″ breyttum bíl sem keyptur væri í dag þá sæti eigandinn uppi með tjónið. Jafnvel þó bíllinn væri svo til ókeyrður og nokkurra vikna gamall.
Þetta er bara skandall og ekkert annað – og þegar ég spurði hvort þeir teldu sig ekki missa viðskipti við þetta þá var svarið – Nei nei…..
Það er allavega alveg klárt að ég strikaði Patrol algerlega út af innkaupalistanum við þetta og fer í Heklu á morgun…
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.06.2006 at 22:45 #555076
Minn er allaveg í ábyrgð, en ég tel þetta vera mjög ílla ígrundaða ákvörðun hjá ÍH. Ef Nissan jeppum hefði verið gert jafn hátt undir höfði af umboðinu og Toyota hefur gert fyrir sína jeppa væri staðan eflaust önnur. Ég er allaveg rosalega ánægður með minn nýja og fékk góða þjónustu hjá ÍH þegar ég keypti hann. Ég vona bara að þessi ákvörðun ÍH verði endurskoðuð, enda er ekki mikið eftir af nýjum jeppum sen eru góðir til 44" breytinga í dag. Sem dæmi er ferðaþjónustujeppaflotinn að verða nokkuð við aldur, en ekki nokkur maður mun kaupa Patrol aftur ef ábyrgð fellur úr gildi.
Hlynur
22.06.2006 at 23:10 #555078Já þetta þykir mér vera stórar fréttir,en hvað veldur því að þeir séu hættir að breyta þeim fyrir 44" og taka ekki ábyrgð á bílnum sé honum breytt.
22.06.2006 at 23:53 #555080Ég veit ekki hvort ég á að viðurkenna þetta, en ég var niðurí IH að skoða patrol í dag. Það kveiknaði einkver patrol löngun þegar ég sá myndina af hraðamælinum í gær.
Ég fékk einmitt sömu svör og Benni, að IH væri hætt að bjóða uppá 44" breitingu en bjóða ennþá uppá 38" breitingu með ábyrgð. 44" breitinguna verður maður að láta framkvæma sjálfur og því fellur bíllinn úr ábyrgð.
Ekki dettur mér í hug að ábyrgjast nýjan bíl sjálfur og sérstaklega ekki bíl sem hefur undanfarið verið mjög mikið á skurðarborðinu. 2 ár er ekki langur tími til að fullyrða að bílarnir séu ekki lengur haldnir gömlum draugum, Heldur sýnir það kannski að þeir eru á réttri leið.
En ég verð nú að viðurkenna að patrol hefur breist mikið frá því áður. Mér fannst fara vel um mig í bílstjórasætinu sem ég hef aldrei fundið fyrir áður í patrol. Þar er nú sæmilegt rými fyrir mann og fæturna á manni og fótstig og stýri eru orðin beint fyrir framan mann. Hinnsvegar fannst mér aftursætin ekki nothæf neitt annað en að rífa þau úr og fá aðeins betra farangurspláss, þetta eru svona sæti sem manni fynnst maður hýrast í, ekkert pláss fyrir lappir og sætið nánast jafn hátt gólfi.
En þessu aftursætisskúmaskoti hefði ég alveg geta horft framhjá og fengið mér patrol ef ég fengi hann í ábyrgð.
Kveðja siggias74
ps. Toyota er líka hætt að bjóða uppá 44" breitingu, og þvi detta toyotur líka úr ábyrgð ef maður lætur breita þeim fyrir 44".
Benni, pajero er málið.
23.06.2006 at 00:09 #555082Hef ekki góða reynslu af IH.
23.06.2006 at 00:19 #555084Fyrst það eru svona margir sem eru tilbúnir að hrauna yfir IH og enginn sem stendur upp til að verja þá (hvar er Erlingur Harðar núna?), á hverju lifir fyrirtækið? Fyrirtækjum sem taka bíla á kaupleigu og er alveg sama um varahlutaverð og hversu lengi það fær lánsbíl???
Hvað gerist með björgunarsveitabílana? Verða björgunarsveitir alfarið að fara að treysta á Pajero og Excursion?
Ef þetta fær mann ekki til að verða afhuga þá veit ég ekki hvað gerir það.Kv.
Ásgeir
23.06.2006 at 02:19 #555086"stenst ekki samanburð við Pajeró"
Nafni!
þetta er ekki sangjarnt og ólíkt þér.
Þú verður að viðurkenna að þú varðst of bráður á þér og verslaðir handónítan LC80 og dæmir eftir því.Farðu nú í kaffi til TNT (Tryggva) og fáðu að grípa í dolluna sem hann á. Og vittu til það er mikill munur.
Það var búið að benda þér á hvaða LC80 þú áttir að versla og þú hunsaðir það sem ég held að hafi verið mistök hjá þér.Þetta með IH er mjög slæmt finnst mér fyrir jeppa menn yfir höfuð, það er nú ekki eins og úrvalið sé mikið af jeppum sem henta til "44 breytinga og ekki skánaði það við þetta.
Hitt er annað að ef þú hefur gamann að standa í eilífu brasi og veseni (bilanir, þú kannast við það!)og vera í hjólförum þegar færið verður verulega þungt þá er pæjan eflaust góður kostur.
Gangi þér annars vel!
23.06.2006 at 11:06 #555088Vertu nú rólegur nafni
Þó svo að 13 ára gamall bíll standist ekki samanburð við nýjan þá er bara ekkert skrítið við það.
Það eru atriði sem hafa ekkert með mótorinn 12 eða 24 ventla sem mér fannst ekki virka – það eru hlutir eins og fjöðrun og skipting sem ég get ekki sætt mig við……
En LC80 eru flottir bílar – en mæta bara ekki mínum kröfum….
En varðandi Pattann og ábyrgðina þá fékk ég að vita að þeir ætluðu áfram að bjóða björgunarsveitum ábyrgð á sínum 44" bílum – enda vita þeir sem er að þeir bílar eru sáralítið notaðir.
Það er því þannig að það eru fáir nýjir bílar sem hægt er að kaupa til að breyta fyrir meira en 38" og halda ábyrgð nema Ford og Pajeró…
Og með Pajeróinn þá er margt sem bendir til að eftir 2006 verði ekki hægt að fá bíla hér á landi nema með stöðugleikastýringu og spólvörn og án læsinga sem gerir það að verkum að erfitt, ef ekki ómögulegt er að breyta þeim fyrir meira en 33 – 35"
Benni
23.06.2006 at 12:55 #555090Sælir. Ef þetta er eins og Benni Hm segir þá fer að verða fátt um fína drætti með að fá sér nýjann bíl til að breyta. Hvað með Ford 150, nýja Tundru í haust, osfr. eða er bara verið að spá í díesel bíla. Mér skilst reyndar að það sé von á þessum báðum með díesel vélum.
Agust
23.06.2006 at 13:53 #555092"það eru hlutir eins og fjöðrun og skipting sem ég get ekki sætt mig við"
Þetta er nákvæmlega það sem ég var að hugsa um.
Rólegur, hvernig getur þú ættlast til þess að maður sé rólegur HA… maður leggur sig fram við að koma vinum sínum á alvöru jeppa og þeir bara prumpa á mann.
23.06.2006 at 15:14 #555094
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að spá í patrol í haust en þetta gerir út af við það. Það er skítalykt af því þegar menn hafna allir ábyrgð bara vegna breyttra dekkja. Ef druslan þolir ekki stærri dekk þá er ekki bjóðandi að láta hana draga nokkuð af viti. Líklega er vélin ennþá að fara í þessum bílum – eða eru komin í ljós önnur dæmi um galla sem ekki hafa farið hátt?
23.06.2006 at 15:31 #555096Já það er greinilegt að þeir treysta þessum jeppum ekki í 44 tommu. En ég hélt að það væri nú þannig, að ef menn keyptu þessa jeppa og breyttu þeim, á 44 tommu þá gilti almenn 2 ára ábyrð samkvæmt EB reglugerð og varla er hægt að kenna 44 tommu dekkjum um það ef miðstöðin, vinnukonumótor, hurðalamir eða stefnuljós gefa sig vegna galla.
Þetta er svona svipað og tölvu salar settu þau ákvæði að talvan væri ekki í ábyrð er þú notaðir ákveðin forrit eða færi of oft á f4x4.is
23.06.2006 at 15:55 #555098Ég held að þessir ábyrgðarskilmálar þarfnist frekari rannsóknar. Mótorinn í mínum bíl fór síðastliðið sumar. Hann er fullbreyttur á 44". Það er skemmst frá því að segja að IH bætti það að fullu og lánaði mér nýjann Patrol til að leika mér á á meðan.
Það að fyrra sig ábyrgð með öllu sé bílnum breytt fyrir 44" hjól getur varla staðist samkvæmt almennum ábyrgðarskilmálum. Ég skil vel að ábyrgð á fjöðrun, stífum og öðru því sem er á undirvagni og því sem beinlínis er breytt falli úr ábyrgð. Enda er sú smíði væntanlega á ábyrgð þess sem breytir bílnum. En eins og einhver sagði þá er varla verið að breyta þurrkum, miðstöð eða slíku. Auðvitað fellur allt úr ábyrgð sem er átt við og breytt en mér finnst ótrúlegt að öll ábyrgð falli niður.Kveðja:
Erlingur Harðar
23.06.2006 at 17:00 #555100Ég held nú að MR. Nissan sjálfur hljóti að hafa eitthvað með þessa ákvörðun að gera, því það er jú framleiðandinn sem borgar brúsan en ekki umboðsaðilinn.
Svo er það nú staðreynd að þegar bíl er breytt fyrir 44" þá er aukið álag á þrifbúnað og vélbúnað, og einnig er vanalega fýrað aðeins upp í kolakatlinum.
Þannig er megnið af búnaði bílsinns eitthvað breytt. Kannski ekki þurkumótorum, en á rafkerfið er búið að setja ýmsan búnað aukalega og td. altanator undir hámarksálagi yfirleitt.
Hinns vegar fynnst mér blóðugt að ekki sé hægt að sannfæra MR. Nissan um að framleyða sjálfur þann aukabúnað sem til þarf til að breyta bílnum. Ég held td. að Mitsubishi framleiði ýmsan búnað sem notað er í Pajero þegar þeim eðalbílum er breytt fyrir 44". Flest allt nema milligírinn, boddýhluti og rafsuðuvinnuna. Ég veit allavega að það er í boði frá framleiðanda, hvort það sé notað er allt annað mál og virkar þar til það kemst up. Þá neita Mitsubishi örugglega ábyrgð líka ein og nissan.
24.06.2006 at 11:12 #555102Hæ benni.
Hvað kom útúr heimsókn þinni í Heklu í gær? Ertu að fara að fá þér nýjan Pajero?
24.06.2006 at 13:25 #555104Þetta er ein fljótfærnis og klaufa ákvörðun sem IH er að taka þarna. Málið er að ábyrgð á bílum er gagnvart gölluðum hlutum frá verksmiðju samanber gölluð vél og þ.h. IH getur ekki neitað fólki um að bæta galla á bílnum þótt hann sé breyttur. Þetta stenst ekki almenn vörukaupalög. Það eina sem þeir fá yfir sig núna er enn meiri óánægja og fólk sem þarf að lögsækja þá til að ná fram rétti sínum.
kv
HG
A-111
24.06.2006 at 14:34 #555106
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vernda einnig seljendur gegn því þegar vöru hefur verið breytt. Með því að breyta bifreið að þá eykst álagið á ansi marga hluti og því er erfitt að halda fram að viðkomandi hlutir hafi verið að gefa sig vegna galla þegar álagið er orðið mun meira en þeir eru framleiddir fyrir. Einhver ástæða er fyrir því að patrol kemur ekki orginal á 44".
24.06.2006 at 20:06 #555108Það er fremur auðvelt að skilja að 44 tommu dekk geti valdið auknu álagi á vél og drifrás, en að fella líka niður ábyrgð á hurðarhúnum og rúðuþurrkum finnst mér einfaldlega fáránlegt.
Fyrir hartnær 20 árum keypti ég nýjan aldrifsbíl hjá þessu sama umboði. Honum fylgdu ýmsir pappírar og þ.á.m. plagg á Íslensku sem fjallaði um ábyrgð á bílnum. Meðal ýmissa gullkorna stóð þar að ef honum væri ekið utan vega skyldi öll ábyrgð falla niður samstundis. Það lítur út fyrir að sömu lögfræðingarnir vinni enn hjá fyrirtækinu þótt eigendur séu aðrir en þá.
24.06.2006 at 20:28 #555110Ef við miðum við að vélin sé ekki tjúnuð í 44" breytingu (þekki það ekki) þá er ég ekki alveg að kaupa það að þessi breyting reyni óeðlilega á vélina. Bíllinn er tam. settur á lág hlutföll sem ættu að gera álag á vél og kassa nánast eins og á óbreyttum (þó getur munað einhverju smávægilegu). Ekki gleyma því að þessir bílar eru vinnuhestar í ástralíu, þeir keyra þá út um allt kjaftfulla og oftar en ekki með eitthvað í eftirdragi. Slík notkun reynir síst minna á vél og drifbúnað, varla missa þeir ábyrgðina út af því. Það sem mér finnst helst vera undir sérstöku álagi við svona breytingu er stýrisgangur, hjólalegur, fóðringar og etv. bremsur. Ég hef tam. aldrei heyrt um brotinn öxul í Patrol, en það er sennilega kraftleysinu að þakka
-haffi
25.06.2006 at 00:55 #555112Þó svo að patrol sé kraftlaus þá veit ég nú um nokkra brotna Patrolöxla. Ég veit líka um nokkuð fleirri brotna hiluxöxla þó svo að hilux sé enn kraftlausari en patrol.
En að ábyrgð og rúðuþurkumótorum. Minn fyrsti jeppi fyrir 14 árum síðan var Lada sport, sem ég keypti af foreldrum mínum 5 ára gamlan. Þau keyptu hann nýjan og áttu hann allt ábyrgðartímabilið óbreittan með öllu. Í þeirra eign á ábyrgðartímabilinu bilaði margt og er mér enn í fersku minni að tvennt var það sem ekki fékst bætt af ábyrgð. Það var rúðuþurkumótorinn og 5ti gírinn í gírkassanum, B&L báru það fyrir sig að þetta væri aukabúnaður í bílnum og því fengist þetta ekki bætt.
Þetta sýnir að þessi pólitík með að fella niður ábyrgð er ekki ný af nálini og ekki einskorður við IH þó svo að ég sé ekki að taka up hanskann fyrir það umboð.
jónsmessunæturkveðjur
Siggias74
ps. ég ætla út að spjalla við beljurnar, þetta er eina nóttin á árinu sem það er mögulegt, MUU.
25.06.2006 at 02:00 #555114Það er nú bara einfaldlega þannig að það er ábyrgð á öllum vélbúnaði í 1 ár frá söludegi samkvæmt lögum og ef umboðin veita lengri ábyrgðartíma gildir það jafnt yfir óbreytta sem breytta bíla ef að hluturinn sem bilar í bílnum er óbreyttur.
Látið reyna á þetta við kaup, Það er þá seljandans að hafna sölunni.
Kveðja
Elli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.