This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Ég var inní Setri um síðustu helgi, komu þar bílar úr Kellingarfjöllum inní Setur og spurðu hvort það væru til fleiri leiðir úr Setri til byggða, benti ég þeim á að til væru Gljúfurleitarleið og Klakksleið, báðar þessar leiðir hafa hina illræmdu Kisu sem fyrsta faratálma, allavegana frá Klakksleiðinni, þekki ekki hina leiðina. Spurðu mig álits og taldi ég að allt í lagi væri að fara að og skoða, annar var á 35″ hinn var á 38″, báðir þessir bílar voru í fjölskyldubíltúr, benti ég þeim á að enga aðstoð væri að hafa ef þeir sætu þar fastir, allavegana á þessum tíma(sunnudagur) Þar sem ég var of lítill til að geta aðstoðað þá uppúr ánni.Þeir fóru sömu leið til baka og þeir komu.
Ástæðan fyrir þessari frásögn er sú að greinileg þörf er á smá upplýsingum fyrir fólk sem kemur að Setri frá Kerlingafjöllum, um leiðir til byggða, t.d. að fræða fólk um árnar sem eru á hverri leið fyrir sig og einnig benda fólki á að láta vita af ferðum sínum en gott símasamband er þarna (NMT).
Þessar upplýsingar geta verið í formi vatnsvarðra spjalda utan á húsinu.
kv… MHN
You must be logged in to reply to this topic.