This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Friðfinnur Guðmundsson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Þetta er kannski óþarfa nöldur í mér en verð bara að koma því frá mér því þetta pirrar mig svolítið.
Ég hef tekið eftir því að þegar menn eru að setja fartölvur í jeppana sína (sem er bara gott mál) þá hefur það oftar en ekki gerst að fartölvan er í „skotlínu“ frá loftpúðanum og legg ég til að þeir sem eiga jeppa með púðum skoði þetta aðeins hjá sér. Jafnvel breytingaverkstæði hafa klikkað á að hugsa fyrir þessu en þetta getur verið stór hættulegt. Hér að neðan er gott dæmi um hvernig þetta á EKKI að vera og sá sem á þennan jeppa skal vissulega taka þessari ábendingu á jákvæðan hátt sem og aðrir því þetta er sannarlega vel meint.
You must be logged in to reply to this topic.