Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Á ég að kaupa Patrol
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by is 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
21.01.2005 at 22:15 #195313
jæja strákar og stúlkur ég er að spá í því að fá mér patrol árgerð 2000 keyrður 115000 km með nýrri vél þarf ég að hafa áhygjur af miklu viðhaldi á næstunni.
ég vona að þið svarið þessu,
kv Ási
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.01.2005 at 22:31 #514262
Sama hver tegundin er, ef bíll er kominn yfir 100þ er þetta bara spurning um viðhaldið sem bíllinn hefur fengið.
Ef vélin er ný "ættirðu" ekki að þurfa að hafa áhyggjur af henni. Reyndar var einn hér um daginn sem keypti held ég svipaða árgerð og olíuverkið í honum fór og talaði eigandinn um kostnað upp á 300þ.
Ég myndi tala við IH og fá nákvæmlega útlistað hver ábyrgðin er á þessari nýju vél áður en lengra er haldið.
-haffi
21.01.2005 at 22:34 #514264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Patrol eru fínir bílar, fer eftir eintakinu held ég hvernig þessi bíll verður í viðhaldi.
Mér finnst miklu meira spennandi að fylgjst með hvernig dekk þú færð þér undir bílinn Ási…….
ÓHG
….enn á Mudder
21.01.2005 at 23:07 #514266bara alls ekki kaupa patrol bara bilanatíðni og hitavandamál
21.01.2005 at 23:11 #514268Snýst bara um meðferð…..
-haffi
22.01.2005 at 00:00 #514270HóstHóst…. Hóst….Hvað sagðir þú…
Kv.
Benni
22.01.2005 at 00:32 #514272Eflaust kann ég að hafa rangt fyrir mér enn…
Ég er eiginlega farinn að hallast að því að öll þessi hedd séu að fara af því að menn hafa enga tilfinningu fyrir því hvað er að gerast, stíga bara fastar á gjöfina þegar aflið vantar.
Auðvitað er þessi vél allt of lítil fyrir þetta þungan bíl, það verður að viðurkennast. Ég er á svona bíl, 38tommu, orginal hlutföll og hef lært að sætta mig við ástandið, skipti bara niður…. fór upp öxi í sumar í 1. gír
Maður hefur lesið pósta frá mönnum hér sem eru komnir í 200þkm og á orginal heddi.
Minn skilningur á dísilvélum er sá að það er hægt að steikja þær, svo lengi sem (viðvarandi) álagið er nógu mikið og olíumagn of mikið (reyeyeyeyekur).
annars veit ég ekkert um þetta, á einhver afgangs 6.5TDI?
-haffi
22.01.2005 at 07:56 #514274Er ekki málið að fá sér stærri vatnskassa strax í þessa jeppa????????
Hilsen
Kalli sem er á Mödder.
22.01.2005 at 10:08 #514276Hálf vandræðalegt að vera að hugsa um að kaupa bíl og flestir hugsa um hvað þarf að gera við fyrst eða hreinlega að skipta um vel.
22.01.2005 at 15:31 #514278Einu hef ég tekið eftir með Patrol, ef eitthvað bilar þá er það alltaf spurning um mörg hundruð þúsund, en að sjálfsögðu bila jú allat tegundir. En það er helvíti hart að þurfa að spá i hedd mál áður er maður kaupir bíl. Ég var sjálfur að spá í Patrol en leyst ekki á varahlutaverðið, aflið í mótornum, umboðið ( pöntunafélagið ). Góðar stundir Jón Snæland
22.01.2005 at 18:13 #514280Sæll Ási
Þetta eru góðir bílar að flestu leyti, frátalið aflleysi og þýngd. Patrol með 6,5 dísel er tvímælalaust einn af topp 5 bílum hjá mér (er meira fyrir Amerískt).
Ég er ekki nógu kunnugur nýju vélunum en foreldrar mínir eiga 92 módel af Patrol 2,8 á 33" (notaður mest í sveitinni við að flytja ýmsa þunga hluti og draga þungar kerrur og svo í torfærur við veiðar) og fyrsta víðhald á vélinni hjá þeim var að skipta um hedd þegar bíllinn var kominn í rúmlega 300.000 km. Þá var ekki búið að framkvæma neitt annað viðhald en að skipta um bremsuklossa og olíu…
Kveðja
Izeman
22.01.2005 at 18:14 #514282Smá viðbót
Það var farið í glóðarkertin einu sinni….
Kveðja
Izeman
22.01.2005 at 18:37 #514284sæll ég er sá sem olíuverkið fór og ég fékk nýtt og með viðgerð og öllu þá kostaði þetta 240þ en mér var sagt í upphafi að þetta væri ekki undir 300þ en svo var það ekki en bíllinn minn er ekinn 105,000 og er þetta víst mjög sjaldgæft reindar að olíuverkið sé að fara í þessum bílum og ég tel mig bara hafa verið óheppin að vera einn af þeim sem hef lent í þessu en það er rétt að með patrol og þyngd ef menn eru að leika sér í snjó t,d og bíllinn sekkur og missir afl þá keira flestir allt í botn keirslu og almennt eru nú disel bílar ekki gerðir fyrir mikinn snúning það er ekki holt en annars er ég mjög sáttur við patrol.
kv.Björgvin F
22.01.2005 at 19:01 #514286Dísel véla þola jafn vel að vera á 3500 sn og á 1500 sn ( alla vega toyotur ) það fer hins vegar mjög illa með þær eins og allar vélar að keyra þær í háum gír og láta þær puða
Bjarni R2711
22.01.2005 at 19:08 #514288Hef nú líka heyrt að mikið af þessum hedd vandamálum séu að skapast vegna tölvukubba sem að menn hafa vanhugsað verið að setja í þetta. Ég segi vanhugsað vegna þess að ég frétti af einum sem að ákvað að fá sér púst mæli og sá þá að með þessum tölvukubb var blásturinn nærri 35 pund, meðan að flestar þessar japönsku vélar þola nú ekki vel mikið meira en 9-10 punda þrýsting. Eins hafa margir verið í vanda vegna þess að þeir settu kubb en stækkuðu ekki pústið á sama tíma og juku þar með hita á heddinu um mörg mörg % vegna þess að vélin nær ekki að skila af sér almennilega auknum blæstri með original pústinu. Of mikill hiti á heddi hefur síðan skilað að sjálfsögðu mjög miklu sliti á heddum
En hvað veit ég svo sem ?!
Kv. Baddi Blái – drifleysingi
22.01.2005 at 23:39 #514290Bjaddni ég var reindar að tala um meira en 3500 snúninga ég meina allt í botni 3500 snúningar er bara eðlilegt þegar marr er að keira í skafla eða eikkað en ekki ofar en það ekki í langan tíma allavega.
kv. Björgvin F
23.01.2005 at 11:14 #514292Nýtni venjulegrar dísilvélar er um 25-30%, restin fer út sem heitur útblástur og í gengum kælikerfið og vatnskassan.
Það er því við því að búsast að þegar kreyst er +50% afl úr vélinni þá eykst kæliþörfin í svipuðu hlutfalli. Stærri vatnskassi og sennilega vatnskassalok sem opnar a.m.k. við sama eða hærri þrýsting er kostur. Það kemur samt að því ef of mikið er kreyst út úr vélinni að það myndast staðbundin suða í heddinu og þar með minnkar varmaflutingurinn og hitinn rýkur staðbundið upp og viðkomandi er með grillað hedd.
Reykur=óbrunnið eldsneyti sem eykur þar með ekki hitamyndn.
Er 6,5l. GM besti kostur í þennan bíl eða eru einhverjir aðrir kostir. Mér finnst blóðugt að í þessari þróun á dísilvélum m.a. frá Þýskalandi sem eyða raunverulega minna að ekkert sé til í þessa japanbrennara okkar.
l.
23.01.2005 at 11:42 #514294Sæll Ási.
Ég geng út frá því að þar sem ný vél er í bílnum sé þetta 3 lítra bíll. Ég held ég myndi ekki fá mér svona 3 lítra bíl nema umboðið sé með lífstíðar ábyrgð og skipti endalaust frítt um vélar þar sem þær virðast ekki vera að gera það mjög gott og menn virðast ekki losna við þennan galla þó umboðið hafi skipt um vél.
Að öðru leyti er þetta samt talsvert skemmtilegri vél en gamla 2.8 því þessi vél togar sæmilega á lágum snúningi.
Kv. Smári
23.01.2005 at 18:44 #514296
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta er alltaf bilað
24.01.2005 at 16:46 #514298byla náttúrulega aldrei er það nokkuð??
Hilsen
Kalli sem á patta.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.