Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Á Alþingi 22. 11.2006
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
23.11.2006 at 19:21 #199035
Ég vil vekja athygli á fyrirspurn Dagnýjar Jónsdóttur til umhverfisráðherra þar sem Dagný spyr hvernig ráðherra hyggist taka á þeirri óvissu sem ríkir umhvernig ráðherra hyggist draga úr óvissu sem ríkir um skilgreiningu vega vegna banns við utanvegaakstri.
Hérna er umræðanHjalti R-14
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.11.2006 at 20:48 #56918223.11.2006 at 21:19 #569184
Viðbrögð ráðherra eru ágæt við fyrstu sýn en þó var eitt sem mér leist ekki alveg nógu vel á (þeas. ef ég skil þetta rétt):
–
[i:jp2h67f8]"Eins og ég sagði er veghaldið mikið atriði og það er ástæðulaust annað en [b:jp2h67f8]að þeim vegum á hálendinu verði lokað[/b:jp2h67f8] fyrir umferð vélknúinna ökutækja þar sem tilgangur vegar er óljós eða enginn aðili, opinber eða einkaaðili, gengst við veginum sem veghaldari."[/i:jp2h67f8]
–
Varla viljum við að öllum slóðum sem enginn kannast við eða vill bera ábyrgð á verði lokað?
-haffi
ps. Smella á "Næsta Ræða" til að sjá allt saman.
ps2. Ég lagaði linkinn Hjalti
23.11.2006 at 21:24 #569186Sæll Hafsteinn!
Þú átt kollgátuna – þetta er framtíðin. Varla er ráðherrann að fara með fleipur, enda hefur hún því miður misvitra ráðgjafa á báðar hendur sem leiða hana áfram. Ég setti mínar vangaveltur um málið undir liðinn "Ferðakort 4×4" sem er undir innanfélagsmál. Tel betra að við tjáum okkur þar en á opnum þráðum – ef þessir Árnskotar eru þá ekki að "hlera" þar líka…
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 23:08 #569188Það að loka öllum leiðum, sem ekki finnst veghaldari að, er fáránlegt og sýnir eingöngu afstöðu þeirra sem eru haldnir þeirri áráttu að öllu verður að miðstýra, á ensku "control freak" eins og Jeffrey Skilling CEO ENRON var haldin.
Að vera veghaldari felur í sér ábyrgð og vald, að bera ábyrgð á veginum, en F4x4 gæti verið veghaldari allra slóða á hálendi Íslands, ef notaður væri fyrirvari eins og Landmælingar Íslands notar yfir ábyrgð þeirra á egin kortum, sjá tilvitnun:
"LMÍ bera enga ábyrgð á því hvort afhent efni hentar til þeirra nota sem viðskiptavinur ætlast til. Allt efni eru afhent eins og það er á hverjum tíma í gagnasöfnum LMÍ þegar afhending fer fram. Viðskiptavini er kunnugt um að gæði efnis eru mismunandi eftir uppruna, bæði hvað varðar nákvæmni og áreiðanleika og bera LMÍ ekki ábyrgð á afleiðingum sem hljótast kunna af því. LMÍ eru því ekki ábyrgar fyrir beinu eða óbeinu tjóni sem viðskiptavinur og/eða viðskiptavinur hans kann að verða fyrir vegna notkunar á efni frá LMÍ eða afleidds efnis nema að því marki sem kynni að falla undir lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991. Að öðru leyti undanþiggja LMÍ sig tjóni að því marki sem lög leyfa. Hvers konar ábyrgð, ef til kæmi, vegna afhendingar eða notkunar gallaðs efnis takmarkast við uppsett gjald fyrir afhendingu hins gallaða efnis. Viðskiptavinur ber alla ábyrgð gagnvart LMÍ á vinnslu og notkun þriðja aðila á gögnunum."
Tilvitnun lýkur.
Fyrirvari F4x4 sem veghaldara gæti verið svona:
F4x4 ber enga ábyrgð hvort viðkomandi slóði er fær, eða að hann endi þar sem notandi ætlar, eða hvort skurður, gígur, eldfjall eða þvíumlíkt væri til trafala á slóðanum. Engin ábyrgð er tekin á því hvort ætlaður slóði er neðansjávar eða ofan, ekki er tekin ábyrgð á að sýslumenn sveimi yfir og nappi menn, eða engin ábyrgð er tekin á nokkrum sköpuðum hlut og væri því best fyrir ferðamenn að panta sólarlandaferð í stað þess að reyna ferðast um Ísland.
Kveðja Dagur
23.11.2006 at 23:11 #569190Birni Þorra um að halda þessari umræðu á lokuðu spjalli ( vegakort 4×4 )
24.11.2006 at 12:55 #569192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst jeppamenn vera að missa sig svolítið í þessari umræðu um lokanir slóða. Allir sem eitthvað stunda útivist, hvort sem er akandi eða gangandi, vilja helst eða alls ekki fá yfir sig lokanir. Það hlýtur að vera ljóst. Almennt held ég að sveitarfélög líti á lokanir sem leið til að spara. Getum við ekki öll verið sammála því að hluti þeirra slóða sem í boði eru eiga að vera grófir, íllfærir og hreinlega ófærir fyrir lítið breytta bíla. Þessum sjónarmiðum þarf að koma áfram til þeirra sem eru að leggja niður skipulagsmálin hjá sveitarfélögunum, því ef ekki þarf að bera í veginn þurfa þeir ekki að útvega fjármagn til viðhalds. Þarfir þeirra sem ferðast um á ökutækjum eru frá því að vilja eingöngu malbik niður í algjörar ófærur.
Oft geta lokanir t.d. hreinlega verið nauðsynlegar, eins og t.d. við Keili á Reykjanesi, þar sem náttúruspjöll eru hrein og klár.
Það hlýtur að vera á verksvið félagsamtaka eins og 4×4, veiðifélaga, VÍK og fleiri að kynna fyrir sveitafélögum þarfir félagsmanna og annara notenda. Þetta er mjög mikilvægur þáttur ef fara á af stað með lokanir og gæti hreinlega skipt sköpum hvort eitthvað verði hlustað á okkur þegar á hólminn er komið.
Ekki má gleyma landeigendum, en félagsamtök verða að kynna stefnumáls sín fyrir landeigendum þannig að sveitarfélög, vegagerð eða einhverjir aðrir verði ekki fyrri til.
Kv. Jakob
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.