Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › á að neggla eða ekki?
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
27.01.2004 at 22:09 #193591
sælir! ég er að fá mér „36 ( er sko nýliði ) á ég að láta neggla ganginn eða ekki. með hverju mælið þið??
kveðja gunni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.01.2004 at 23:09 #486170
ef ég væri í þínum sporum mundi ég ekki negla þú getur notað dekkin miklu meira ónelgd
kv HSB
27.01.2004 at 23:35 #486172ef ég væri þú þá myndi ég ekki láta negla dekkin heldur myndi ég hugsa um að láta micro skera þau ótrulegt en satt það rót virkar
27.01.2004 at 23:41 #486174var að fá mer nýan 38" GH let mikro skera þau alveg og eg þarf ekkert meira grip nema í svelli, þá gerir gúmmígið lítið. Svo er maður alveg laus við allt nagla hvín…
þannig að eg segi að það se óþarfi að negla svo tolla þeir aldrey í þessir naglar.
28.01.2004 at 09:40 #486176Þeð er ekki spurning að það gefur mun betra grip að mikroskera þannig að ég vil ráðleggja að gera það. Mikroskurðurinn virkar mun betur en naglar í mörgum tilfellum, það er bara á tiltöllega sléttum ís sem naglarnir virka betur, en þá er það líka bara naglar sem virka. sjálfur er ég með sumardekkin mikriskorin og nota þau í allt nema ferðir, vetrardekkin er ég með mikroskorin í miðjunni og nelgt í öxlunum. fyrir tíma mikroskurðar var ég með 400 nagla í hverju dekki, nú eru bara 100 og virkar mun betur.
28.01.2004 at 09:54 #486178Það er allt rétt sem sagt er um muninn á ónegldum og skornum dekkjum, skorin dekk eru mjög gripgóð, hljóðlát og slitna líklega hægar, ég hef reynslu af því.
Hinsvegar hef ég líka reynslu af því að næsta stig fyrir ofan, þ.e.a.s. negld dekk hefðu komið sér betur.
Á leið heim af fjöllum, þreyttur að kvöldi til á svelluðu malbikinu, of hundruði kílómetra leið, þá eru negld dekk öruggari, einnig í brekkum og beygjum á þjóðvegum og fjallvegum. Á vor- og sumarjöklum og í svell brekkum að og frá þeim.
Auðvitað dæmir hver fyrir sig, en þegar spurt er af hjartans einlægni eins og hér þá segi ég: ef maður hefur efni á að eiga tvo ganga, þá er negldur vetrargangur, skorinn í miðjunni, öruggasti kosturinn.
Sumir hafa komið heim úr ferð eftir skautadans á þjóðvegum, þakkað guði lífgjöfina og látið negla fyrir næstu ferð.
En þetta er allt spurning um peninga, akstursmáta og óvæntar aðstæður á leið niður brekku …….bang.
28.01.2004 at 12:37 #486180
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
vertu ekkert að neggla þetta. Flott að eiga tvo ganga ef maður ætlar að hafa nagla. En ef þú býrð út á landi er allt í lagi að neggla ganginn.Jónas
28.01.2004 at 16:03 #486182Mæli með mikroskurði. Hef ekki notað nagla í 6 ár, hvorki á fólksbílum né jeppum. Svo eru tvö óbrigðul ráð í hálkunni og vetrarslabbinu: Þvo dekkin og keyra á skynsamlegum hraða.
Góðar ferðir.
EE.
28.01.2004 at 16:42 #486184
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mín skoðun á þessu er að á blautu svelli virka bara naglar og keðjur.Hef lent í því að keyra á blautum ís þá var gott að hafa naglana.
28.01.2004 at 20:22 #486186Mikið skelfing varð ég feginn að sjá að Freysi er á lífi ennþá. Freysi minn, það er búið að vera gler hérna inni í skáp hjá mér með einhverju skosku sulli í mörg ár og átti að nota þegar þú kæmir í heimsókn næst?
Kveðja frá Ólsaranum.
29.01.2004 at 03:00 #486188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Passaðu bara að microskera ekki áður en þú ákveður hvort þú vilt negla. Þú negglir ekki microskorið dekk nema hafa gert ráð fyrir því. Ég stóð í þeim sporum í haust að vera á microskornum dekkjum lítið slitnum en þau hafa ekkert að segja á svelli. Þau voru fín í snjó og í sleipum þjöppuðum snjó. En ég er úti á landi og það er ekki saltpækill á götum hér ef snjóar og hálka er. Ef þú ætlar að fara eitthvað um þjóðvegi landsins um vetur þá skaltu vera á neggldu. Ef þú mundir t.d. keyra Ísafjarðardjúpið þessa dagana á óneggldu færirðu beint á næsta dekkjaverkstæði og verslaðir þér umgang af naggladekkjum.
29.01.2004 at 10:04 #486190Ég keypti mér 38" mödder og ég lét negla þau, ég var með eins bíl um síðustu helgi. Hann vaar á ónegldu og var eins og belja á svelli en ég renn sama og ekki neitt.
Niðustaða : Negla ekki spurning, svo er það smeksatriði hvort maður eigi að microskera eða ekki mér var ráðlagt frá því. Svo er það hvað vilt þú?
29.01.2004 at 14:08 #486192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll, í það minnnsta skaltu mikroskera dekkin, það virkar í sjó og einnig á klaka, þó svo naglar séu alltaf bestir á klakanum að þá hjálpar mikroskurðurinn við að halda þér á réttri leið á klakanum og eru mun betri heldur en óskorin dekk. Hvað varðar nagla í snjó að þá hef ég fengið að heyra það að menn eru fljótari að grafa sig niður ef þeir lenda í einhverju þungu færi heldur en á ónegldum..
En þetta verður á endanum alltaf þitt matsatriði.. í langkeyrslu á klökuðum þjóðvegi ertu alltaf öruggari á Negldum en þá er það kannski bara spurning um að keyra aðeins hægar og vera með fjórhjóladrifið í gangi til að tryggja grip..:)
Kv. Gunnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.