Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 99 cherokee eða nýrra
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.04.2007 at 23:46 #200111
Góðan daginn.
Er einhver búinn að setja almennilegar hásingar undir cherokee 99 model eða nýrra? Hvað segja svona bílar þegar klippt er á abs, spólvörn og fleira rusl til að setja sterkari búnað undir. Veit einhver hvort það rugli kerfið í bílnum að missa samband við allt rafmagnsdót í hásingum? Gaman væri að heyra í mönnum sem hafa átt við svona bíla.
V8 kveðja Magnús. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.04.2007 at 23:58 #587700
aðallega er það hraðamælirinn sem fer í bull ef þú klippir á abs skynjarana..
hraðamælirinn skynjar hraðann á bílnum í gegnum abs tölvuna, frá abs skynjurunum.
Varðandi styrkleika, þá er afturhásingin nógu sterk fyrir 38"… færð 4.56 hlutföll í hana og diskalás… en ekki fulllæst.
Framhásingin er veikari, hún er ekki reverse, en nægilegt fyrir 38" er dana 30 reverse.. fyrir þennan bíl þó svo að 44 saki ekki.
kv
Gunnar(með svona mótor og allan búnaðinn í bílnum hjá mér, nota einn abs skynjara og abs tölvuna til að nema hraða, er með abs rillur á afturhásingunni hjá mér)
12.04.2007 at 00:07 #587702Ekki lengi að svara!
Þá spyr ég:
Veit einhver undan hverju maður finnur D44 framhásingu með abs og hvernig sé að troða saman abs kerfum frá mismunandi bíltegundum.
Kveðja Magnús.
Ps. Er þetta sama D44 og í eldri bílunum að aftan? þeas, áldótaríið
12.04.2007 at 00:15 #587704Ég veit um allavega tvær svona álhásingar sem hafa lent á grjóti og brotnað í spað!! Þar að auki er ekki neitt til í þessi drif, það passar ekkert úr venjulegri 44. lægstu hlutföllin eru 4.56:1 og svo eru bara diskalásar eða aussie locker, það er lás sem virkar svipað og nospin en er settur í orginal keisinguna.
En mér datt í hug lausn á þessu, og það er að skera bara rörin í sundur við drifið og skipta kögglinum eins og hann leggur sig út fyrir alvöru Dana 44 köggul og notast áfram við orginal öxlana og það allt. Ég veit að þeir á Renniverkstæði Ægis mjókka hásingar með því að skera rörin í sundur og að þeirra sögn þá hefur það ekki klikkað. En auðvitað þarf þetta að vera almennilega soðið það er ekki nokkur spurning.
Svo segja sumir að ég eigi það til að missa mig í pælingum… hvaða vitleysa
12.04.2007 at 03:40 #587706Þekki ekki hvernig ABS dótið er í þessum hásingum, en ef skynjararnir eru við tannkransa á öxulendunum er hægt að skipta um kúluna og setja D44 stálkúlu í staðinn eins og Kristinn bendir á hér ofar, vafalítið 30 rílu öxlar í þessu sem ganga á milli. Svo er náttúrulega til D60 drif – 30 rílu sem öxlarnir passa inn í, en sennilega þykir flestum það orfausn í svona bíl, mér alls ekki reyndar, svoleiðis drif væri endanleg lausn sem þyrfti ekki að hafa áhyggjur af.
D44 drifið er alveg á mörkunum í 8cyl bíl á 38" dekkjum, sér í lagi lægri hlutföllin. Um það vitna ótal D44 afturdrif úr allskonar bílum sem menn hafa brotið gegnum tíðina, þau voru ekki öll vitlaust stillt inn. Ég segi fyrir mig að ég ég mundi reyna við eitthvað sterkara og mundi skoða hvort ekki væri þá hægt að flytja ABS kransana (og skynjarana) af öxlunum yfir á aðra öxla. T.d 9" ford eða 12 bolta GM.
12 bolta GM er nokkuð mátuleg stærð af drifi í svona bíl að aftan, gallinn er sá að svoleiðis hásingar eru talsvert lengri en í t.d cherokee. Þá er spurning hvort að hilux öxlar gætu ekki virkað, en þeir passa beint inn í 12 bolta drifið og hafa reynst talsvert sterkari en D44 öxlar þó að sverleikinn sé svipaður. Ég var með svoleiðis í willys, 12 bolta drif – loftlás – og hilux öxla og hjóllegur – og diskabremsur. Þessi hásing passaði á mót D44 Scout framhásingu á lengdina og virkaði ágætlega, utan að loftásinn í þetta er bölvað drasl, eins og reyndar loftlásar eru yfirleitt. Illa smíðað rusl. Það hefði reyndar vel mátt nota hilux hásinguna eins og hún kom fyrir með skálabremsunum, ekkert að þvi, diskarnir voru pjatt.
Ps
D44, D60(sumar), 12bolta GM, Hilux, LC(60/80 t.d) eru með 30 rílu öxlum sem eru sama utanmál. Prófíllinn á rílunum í Dana hásingunum er öðruvísi en í hinum og því passa öxlarnir ekki óbreyttir á milli. Þeir ganga hinsvegar óbreyttir milli 12 bolta GM og Toyota hásinganna, enda 12 bolta talsvert verið notað sem endurbót fyrir minni Toyota drifin, eins og t.d hilux.
12.04.2007 at 10:11 #587708Já afturhásingin er endurbætt útgáfa af álhásingunni sem kom undan fyrri týpunni af Grand cherokee, fyrri týpan var með C clip búnaði en 99´ varð hásingin semi fljótandi líkt og járn dana44
Ég er með eldri týpuna af þessari hásingu undir að aftan hjá mér, þ.e.a.s. með álköggli og C clip. Búinn að notast við þennan búnað núna í 7 ár á fjöllum jafnt sem á götunni, Að þessar hásingar brotni í spað við að lenda á grjóti er bull, ég hef oft lent á grjóti með mína og ekkert hefur skeð, frekar en járn dana 44. Ok auðvitað myndi hvaða hásing sem er brotna ef hraðinn er nógu mikill. Ég er með 4.7 vélina, 38 – 39.5 dekk, og 242 kassa og því get ég verið bara í 2wd, ég hef oft botnað græjuna á þurru malbiki og ekkert brotnar ekki það að ég mæli með því að menn geri það.
En ég hef ekkert þurft að líta á þessa hásingu núna í 7 ár (ekkert brotnað), er með diskalás í henni sem svínvirkar ennþá, ég er með 100% lás að framan og það er feikinóg að vera með 100% annað hvort að framan eða að aftan.
Já eitt með vikt.. ef þú ert forvitinn, Þessi álhásing viktar 70 kg, á móti dana 44 stál sem viktar 90+ kg. Ég fór úr Dana35 í þessa og sparaði mér 10kg.
Með styrkleika í hlutföllum og keisingu, þá eru þau sterkari heldur en í standard 44, lengra á milli lega heldur en í járn hásingunni.
Það er óþarfi fyrir þig að skipta um afturhásinguna, það er ekki það mikið álag á henni miðað við að bíllinn er alltaf í 4wd hjá þér og álagið þar afleiðandi mun minna heldur en t.d. hjá mér.
Kostir : léttari, minni vinna, sterkari innihald og mun ódýrari kostur. (+ þú heldur abs rillunum á öxlunum, það er nóg að hafa þá að aftan til að nema hraða)
Gallar: Ekki keyra á stein á ógnarhraða , engir lásar til nema diskalás, 4.56 lægsta hlutfall (sem er feikinóg fyrir 38 og 39.5, plús það er mun sterkara en 4:88 sem margir eru að brjóta í dana44)
Kv Gunni álkall…
12.04.2007 at 10:17 #587710Þú varst að spyrja að því, Þá er Jeep Rubicon með dana44 að framan og með þessum rillum að ég held, þ.e.a.s. ef hann kemur með abs.
Já eitt með boltadreifinguna á öxlunum hjá þér, þá myndi ég ráðleggja þér að breyta því í 5 x 4.5 og þá færðu mun meira úrval af felgum sem passa á hjá þér. (mjög einfalt, bara láta bora ný göt á öxlana)
allir cherokee og wranglerar og gamli grand. eru með 5 x 4.5.
Standar í þessum bílum er einhver aulastærð sem jeep ákvað en það er 5 x 5 .. sem enginn bíll notar.
Gamla algenga stærðin á wyllis og Ram t.d. er 5 x 5.5
kv
Gunnar
12.04.2007 at 10:57 #587712Ég held að hafi sýnt sig gegnum tíðina að Dana44 er alveg nógu sterk hásing fyrir tiltölulega léttan bíl á 38". Ef menn eru að brjóta þær við eðlilegar aðstæður þarf ekki bara að athuga stillingu á drifi heldur miklu frekar stillingu á aksturstölvunni í hausnum á ökumanninum. Ég átti hérna í eina tíð Scout með 44 hásingum, NoSpin í báðum, 4.88 hlutföll, 38"dekk og vélin var 455 Buick (7.3L). Það var oft tekið ansi hraustlega á honum en það gaf sig ekkert í þeim hásingum. Hvað varðar álið þá er steypujárn svo sem ekki endilega neitt mikið sterkara þegar kemur að því að lemja því niður í grjót allavega hef ég séð svoleiðis hásingar með götum eftir grjót.
Stærri kúla þýðir þyngri hásing=meiri fjaðrandi vikt=verri fjöðrun. Stærri kúla þýðir líka meiri fyrirstaða þegar menn fara að draga kúlu í snjónum. Hvað varðar drifhlutföll þá er þetta bíll með VÉL en ekki einhver grútmáttlaus grútarbrennari sem þarf að gíra niður úr öllu valdi til að hann geti eitthvað.
Auk þess eru þeir sjálfskiptir og ég las einu sinni grein þar sem menn komust að þeirri niðurstöðu að það þyrfti flestum tilfellum að gíra beinskiptan bíl allt að 30% meira niður en sjálfskiptan til þess að vega upp á móti þeirri niðurgírun sem verður í vökvakúplingunni í sjálskiptingu ef menn vilja ná sömu niðurstöðu. Því miður er ég búin að týna slóðinni á þetta en kannski er hægt að Google-a það.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.