Forsíða › Forums › Spjallið › Hagsmuna- og Baráttumál › 91. gr. Refsiábyrgð.
This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 12 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
06.09.2012 at 19:26 #224291
Smella á viðhengið. Gert til lesturs og umræðu.
Drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga til kynningar.
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2193 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.10.2012 at 11:06 #757519
[b:319vp537]91. gr. Refsiábyrgð.[/b:319vp537]
Brot gegn lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum settum samkvæmt þeim varða
sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Nú hljótast af broti alvarleg spjöll á náttúru
landsins og skal brotamaður þá sæta sektum, að lágmarki 350.000 kr., eða fangelsi allt að
fjórum árum. Lágmarksfjárhæð sekta skal taka mánaðarlegum breytingum samkvæmt
vísitölu neysluverðs. Gera má jafnt lögaðila sem einstaklingi sekt vegna brota á lögum
þessum. Sektir má ákvarða lögaðila þótt sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða
starfsmenn hans. Sektir renna í ríkissjóð.
Þegar alvarleg spjöll verða á náttúru landsins við akstur eða hann telst sérlega vítaverður
að öðru leyti má gera upptækt með dómi vélknúið ökutæki sem notað hefur verið við
framningu brots gegn ákvæðum laga þessara, nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er
við brotið riðinn.
Tilraun til brota og hlutdeild í brotum gegn lögum þessum og reglugerðum sem settar
eru samkvæmt þeim er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.[b:319vp537]Greinargerð:[/b:319vp537]
[b:319vp537]Um 91. gr. [/b:319vp537]
Greinin fjallar um viðurlög við brotum gegn ákvæðum frumvarpsins. Tekur hún mið af þeim
breytingum sem gerðar voru á ákvæðum gildandi laga með lögum nr. 20/2012. Breytingarnar
lutu m.a. að þyngri refsingum ef alvarleg spjöll hljótast af broti, sbr. 2. og 3. málsl. 1. mgr.
greinarinnar. Sérstaklega er tekið fram að sektir megi ákvarða lögaðila þótt sök verði ekki
sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans. Ýmis dæmi eru um ákvæði um refsiábyrgð án
persónulegrar sakar í íslenskum rétti, en sem dæmi má nefna 35. gr. laga um rannsóknir og
nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998, og 32. gr. laga um leit, rannsóknir og vinnslu
kolvetnis nr. 13/2001.
Rétt er að geta þess að í 179. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er mælt fyrir um
refsinæmi meiri háttar brota gegn lagaákvæðum um verndun umhverfis og hefur greinin að
geyma þrenns konar verknaðarlýsingu. Ákvæði 3. tölul. þeirrar greinar tekur til þess þegar
valdið er verulegu jarðraski þannig að landið breytir varanlega um svip eða merkum
náttúruminjum er spillt. Refsimörk greinarinnar eru fjögurra ára fangelsi. Í þessari grein
almennu hegningarlaganna er áskilið að háttsemin sé andstæð umhverfislögum og er miðað
við gildandi lög til verndar umhverfi og náttúru á hverjum tíma. Háttsemin gæti þannig einnig
leitt til refsiábyrgðar á grundvelli viðkomandi laga en ef um er að ræða alvarlegt brot eða
„meiri háttar“ verður það fellt undir 179. gr. almennra hegningarlaga.
2. mgr. hefur að geyma heimild til upptöku ökutækis og er það samhljóða 76. gr. a
gildandi laga, sbr. lög nr. 20/2012.
Í 3. mgr. er fjallað um tilraun til brota og hlutdeild og vísað um þau efni til III. kafla
almennra hegningarlaga.
12.10.2012 at 11:09 #757521Um þessa grein má ýmislegt segja. Flestir sem eru á móti umhverfisspjöllum hljóta að fagna þessari grein, en því miður virðist sem svo að gleymst hafi algjörlega, að fleiri en bara ökumenn geta valdið tjóni á náttúrunni og í raun er næstum hægt að sjá að þarna felist ákveðið hatur í garð ákveðinna útivistahópa. Fyrir utan það hve slæm skilgreining á brotinu er! Þarna er verið að fela dómara algjörlega að ákveða hvað sé vítavert og hvað ekki.
Miðað við reynslu úr umferðarlögum, þar sem svipað ákvæði er til staðar varðandi eignarupptöku ökutækja vegna vítaverðs aksturs og/eða ölvunaraksturs þá er ekki hægt að fella dóm eins og ákvæðið er núna. Þar þurfti umtalsvert skýrari mörk en voru til staðar í upphafi þegar sú grein var samin.
12.10.2012 at 20:58 #75752390. og 91. grein. Spjöll á náttúru landsins og refsiábyrgð.
[b:1342ot94][size=110:1342ot94]Við teljum að þetta ákvæði beinist sérstaklega gegn tilteknum hópi landsmanna, þ.e. þeim sem ferðast um landið á eigin ökutækjum.[/size:1342ot94][/b:1342ot94]
Þetta ákvæði er einungis virkt ef alvarleg náttúruspjöll verða vegna aksturs. Ef til dæmis er farið á skurðgröfu og hún notuð til efnistöku á friðlýstum stað þannig að alvarleg spjöll hlytust af þá væri ekki hægt að gera viðkomandi skurðgröfu upptæka. Hinsvegar væri hægt að dæma viðkomandi til fangelsisvistar og fjársekta. Við teljum að slík mismunum sé ólíðandi og lýsi andúð höfunda laganna á þeim ferðamáta sem ofangreindur hópur notar. Refsing fyrir athæfi sem veldur alvarlegum landspjöllum á ekki að ráðast af hvernig landspjöllin voru unnin, heldur af alvarleika landspjallanna. Ekki er hægt að finna í lögunum skilgreiningu á hvað teljist vera alvarleg spjöll eða að akstur sé sérlega vítaverður, þannig að ætla má að þessu ákvæði kynni að verða beitt af geðþótta dómara hverju sinni.
Mikilvægt er að sátt ríki um skipan náttúruverndarmála. Sú sátt næst ekki nema með víðtæku samráði við alla náttúruunnendur óháð því hvaða ferðamáta þeir kjósa sér. Því ítrekar Ferðaklúbburinn 4×4 að í þeirri vinnu sem framundar er verði unnið faglega og stjórnvöld vandi til verka. Ferðaklúbburinn 4×4 áskilur sér rétt til að koma frekari athugasemdum á framfæri á síðari stigum. Ferðaklúbburinn 4×4 lýsir sig jafnframt reiðubúinn til að funda um málefnið sé þess óskað eða tilnefna sérfræðinga til setu í nefndum eða starfshópum er fjalla munu um málefni tengdum rétti almennings til farar um eigið land og náttúruvernd.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.