Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 9" ford í 6×6
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Jóhannesson 14 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2010 at 19:57 #209652
sælir hér er ekki einhver sem bennti mér á 9″ ford hásingu sem hægt var að kaupa á netinu sem mundi henta vel sem millihásingin í 6×6 smíði af því skaptið fer venjulega inní hana en kemur aftur út aftan sem tengist í þá öftustu???
er búinn að leita og leita en finn bara ekkert
kv Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2010 at 20:17 #675066
Ljónsstaðabræður hafa leyst svona mál með tiltölulega einföldum hætti; það er settur hálfur NP-203 millikassi á fremri hásinguna og í hann kemur skaftið úr millikassanum. 203 kassin er festur upp á endann og úr úttakinu á honum fer skaft í aftari hásinguna, málið leyst.
Með þessum búnaði er mismunadrif á milli afturhásinganna, sem hægt er að læsa, ásamt því að maður getur svo verið með læsingar í mismundrifunum á sjálfum hásingunum.
Icecool bíllinn hjá Gunna Egils á Selfossi er með svona búnaði og hefur virkað mjög vel. Það gætu verið einhverjir fleiri með svona búnað. Talaðu við þá á Ljónsstöðum eða hringdu í Icecool sjálfan og mæltu þér mót við Gunnar til að skoða hvernig þetta er útfært.
Það ætti í rauninni að vera hægt að nota hvernig hásingar sem er í svona smíði, en drif með gegnumgangandi pinjón eru vandfundin nema þá úr vörubílum.
Kv. Steinmar
07.01.2010 at 20:22 #675068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
6×6 raminn er líka með svona kassa en eini vandinn við þetta er að þetta kostar 700.000 og tekur svoldið mikið pláss, en einhver sagði mér frá því að ford framleiddi svona hásingar að vísu vantar þá mismunadrifið sem er mikill kostur að hafa en hásingin verðurtöluvert mikið léttari
kv Gísli
07.01.2010 at 20:36 #675070Googlaði aðeins og fann þetta: http://www.roadranger.com/Roadranger/index.htm
Veit ekki hvort það hjápar en prufaðu að Googla: 6×6 axles
Kv. Steinmar
07.01.2010 at 20:47 #675072Á þessari síðu er líka ein útfærsla, frá Ástralíu; http://www.allisons.org/ll/4/LandRover/Perentie/
Þetta er reyndar gert við Land Rover, en það kemur ekki að sök í dreifbýli. Þarna nota þeir PTO´ið frá millikassanum til að knýja aftari hásinguna. Samt sem áður vantar mismunadrifið mill hásinganna og í venjulegum akstri finnst verulega fyrir þeirri þvingun sem verður.
Kv. Steinmar
07.01.2010 at 21:03 #675074Með því að lesa aðeins meira á fyrrnefndri síðu, rann upp fyrir mér að ég var heldur fljótur á mér við að draga ályktanir.
Að sjálfsögðu er hægt að kúpla út þeirri hásingu sem drifin er af PTO´inu og láta hina hásinguna um erfiðið, án þvingunar.
Eini gallinn við þetta fyrirkomulag er að skaftið fyrir aftari hásinguna verður langt og það gæti hamlað því hversu mikið fremri hásingin má fjaðra, en sjálfsagt er það bara spurning um að leysa málið, ekki satt ?
Kv. Steinmar
07.01.2010 at 21:05 #675076Svona?
[img:20dxna6p]http://www.6x6defender.com/6×6/8.jpg[/img:20dxna6p]En hvað með að stilla hásingunum þannig upp að á öftustu vísar pinjóninn fram og á miðhásingunni vísar hann aftur. Síðan breytirðu t.d. Land Cruiser 60 millikassa, eða öðrum kassa sem er með fram- og afturúttak á sama stað, í frístandandi kassa og stillir honum upp á endann og setur á milli. Aftan á vél og skiptingu fer síðan venjulegur kassi þar sem afturdrifsúttakið knýr aftari millikassann Gallinn við þetta væri að ef báðir kassar væru í afturdrifi þá væri bara drif á öftustu hásingu.
Ég hef séð myndir af þessu 9" dæmi en finn þær ekki núna. Þetta er sérsmíði á kamb og pinjón sem er ekki ódýr aðgerð. Og ef ég man rétt þá var bara hægt að vera með spólu í fremri hásingunni svo pinjóninn slyppi í gegn.
Bjarni G.
07.01.2010 at 21:45 #675078[quote="steinmar":1102kp3f]Með því að lesa aðeins meira á fyrrnefndri síðu, rann upp fyrir mér að ég var heldur fljótur á mér við að draga ályktanir.
Að sjálfsögðu er hægt að kúpla út þeirri hásingu sem drifin er af PTO´inu og láta hina hásinguna um erfiðið, án þvingunar.
Eini gallinn við þetta fyrirkomulag er að skaftið fyrir aftari hásinguna verður langt og það gæti hamlað því hversu mikið fremri hásingin má fjaðra, en sjálfsagt er það bara spurning um að leysa málið, ekki satt ?
Kv. Steinmar[/quote:1102kp3f]Það er lítið mál að setja bara upphengju rétt fyrir framan miðhásinguna eða fyrir ofan hana og hafa tvískipt drifskapt.
Kv Jóhann
07.01.2010 at 22:36 #675080
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er 60 kassinn með möguleika á 2 úrtökum aftan ? þá er sjens að setja hann fyrir aftan millikassann og upphengju á millihásinguna eða að setja kassann á millihásinguna eins og á myndinni hér fyrir ofan þetta er bara geggjað
mange takks kv Gísli
08.01.2010 at 00:02 #675082rakst hérna á eina sérstaka útfærslu undir ram
08.01.2010 at 00:04 #67508408.01.2010 at 01:18 #675086En hvernig er það upp á bremsuprófun í skoðun ef að það er ekkert mismunadrif á milli hásingana?
Kemst maður upp með að skrúfa bara drifskaftið úr?
08.01.2010 at 08:34 #675088[quote="Moli2":uxz7vc4c]rakst hérna á eina sérstaka útfærslu undir ram[/quote:uxz7vc4c]
komst að því að þetta eru hásingar unda reo studebaker vörubíl
08.01.2010 at 19:37 #675090
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Upphengju fyrir aftari hásinguna er líka hægt að setja á þá fremri, getur gefið betri horn á liðina í venjulegum akstri heldur en að fara alla leið uppí grind til að sleppa við að reka fremri hásinguna í við samslag.
Mig minnir að kynblendingur Dana18 og 20 millikassa geti gefið tvöfalt úttak afturúr, það er eitthvað þannig í SEXí(Rauði 6×6 willysinn).
08.01.2010 at 20:26 #675092Hásingarnar þarna undir RAM-inum eru að mér sýnist greinilega Rockwell, þær voru m.a. í Studebaker-Reo tíu hjóla herbílunum sem kaninn kom með hingað til lands þegar þeir komu í seinna skiptið, þ.e. um 1950 og fóru að heita varnarlið í mogganum. Þessar hásíngar eru m.a. iðulega notaðar í Bigfoot trukkana þeirra í ammríkuhreppi, en eru gríðarlega þungar, en sterkar að sama skapi.
24.11.2010 at 07:12 #675094er þetta ekki góð hugmind þarf bara að sjá hvað svona power divider kassi kostar
http://www.multidrive.com.au/documents/ … re_000.pdf
Jóhann
A-947
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.